Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 31.01.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. JANÚAR 1991 Forráöamenn Fagranessins á ísafirdi hafa gert samn- ing um kaup á nýju skipi sem œtlaö er ad koma í staö Fagranessins sem er tœplega þrjátíu ára gamalt. Nýja skipid er fimmtán ára og mun kosta hátt íþrjátíu milljón- ir króna. Fyrir vestan eru mjög deildar meiningar vegna þessara kaupa. Þeir sem eru þeim meömœltir segja þessi kaup nauösyn en hinirsegja þau óþörfmeö öllu og sérstaklega vegna þess aö engin þörf sé lengur fyrir djúpbát. Sam- göngur hafi breyst mikiö og þá peninga sem œtlaöir eru í þetta megi nota á annan hátt. Ekkert liggur fyrir um hvaö breyting á hafnarmann- virkjum muni kosta. Þó er Ijóst aö 100 milljónir eru al- gjört lágmark. Á þessu ári verður ríkisstyrkur til bátsins 17,5 milljónir og var 16,2 milljónir í fyrra. Ekki var hægt að fá uppgefið hversu miklir flutningar Fagranessins hafa verið. Þó eru þeir sagðir hafa verið svipaðir síðustu tíu árin. Þeir eru mismunandi eftir ferð- um og í einstaka ferðum hefur farm- urinn verið sáralítill. Fagranesið siglir tvisvar í viku. Sex manna áhöfn er á skipinu. SÆMIR EKKI VESTFIRÐINGUM ,,Ég hélt það ekki sæma Vestfirð- ingum að tala svona. Með þessu eru menn að viðurkenna sig sem annars f lokks þjóðfélagsþegna," sagði Krist- ján Jónasson, framkvæmdastjóri djúpbátsins, en það fyrirtæki gerir út Fagranesið, þegar hann var spurður um þá gagnrýni sem komið hefur fram fyrir vestan vegna kaupa á nýju skipi. Matthías Bjarnason, alþingismað- ur á Vestfjörðum, sagði í samtali við PRESSUNA, að hann hafi heyrt þessar gagnrýnisraddir en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Kristján Jónasson sagði að skipu- lagðar sjósamgöngur hafi hafist fyr- ir nær 70 árum og það væri afturför að hætta þeim. Hann hafði sérstak- ar áhyggjur af þeim bæjum sem hafa verstu samgöngurnar. „Það er til á ísafirði bátur sem get- ur leyst þetta hlutverk. Slysavarna- deildin á einn fullkomnasta björgun- arbát landsins, Daníel Sigmunds- son, og hann getur farið á þessa fjóra bæi í öllum veðrum og það sem meira er að hann þarf ekki bryggjur og hafnir eins og nýja skip- ið kemur til með að þurfa,“ sagði einn þeirra sem gagnrýnir þessi fyr- irhuguðu kaup. Þeir sem telja ekki þörf á nýju skipi eiga það sameiginlegt að vilja ekki tala undir nafni. „Það þykir ekki gott að vera á móti því að fá peninga heim í hérað. Það virðist vera sama í hvað peningarnir eiga að fara, það má bara ekki vera á móti,“ sagði einn um ástæðu þess að vilja ekki tala undir nafni. Kristján Jónasson, framkvæmda- stjóri Djúpbátsins, berst fyrir þvi að keypt verði ný ferja. MIKLAR HAFNARBÆTUR FYRIRSJÁANLEGAR „Það er ekki okkar að gera það,“ sagði Kristján Jónasson þegar hann var spurður hvort áætlanir um hafn- arbætur lægju fyrir. Það er sýnt að eitthvað verður að gera þegar og ef nýja skipið kemur. Fagranesið er 23 metrar en það nýja 41 metri. Nýja skipið er ferja og hægt er að aka í gegnum það. Ef þeir kostir verða nýttir verður að koma upp ferju- bryggjum en engin slík er nú á Djúp- inu, ekki einu sinni á Isafirði. „Halda menn það einhverja tilvilj- un að Fagranesið er aðeins 23 metr- ar? Það sjást varla kubbslegri og ljót- ari farkostir. Skipið var ekki haft lengra vegna þess hversu því var ætlað að athafna sig við þröngar að- stæður. Ég er sannfærður um að menn hafa ekki hugsað þetta til enda. Það er einfaldlega ekki hægt að koma eins löngu skipi og það nýja er að flestum viðkomubryggj- unum. Ég tala nú ekki um þegar ein- hver vindur er. Yfirbyggingin er það mikil að skipið mun taka á sig mik- inn vind. Þó hægt sé að gera nýjar bryggjur þá er það ekki nóg. Það þarf þá að framkvæma svo og svo mikið í landi því lítið er gagnið af bryggjunni einni. Það þarf að leggja vegi og fleira. Það er ljóst að þetta hefur ekki verið hugsað til enda,“ sagði eldri maður sem þekkir mjög vel til ísafjarðardjúps. Kristján Jónasson var sammála þeim sem gagnrýna hin fyrirhug- uðu skipakaup um að hafnarbætur þurfi að gera. Hann sagði það nauð- synlegt sama hvort annað skip verð- ur keypt eða ekki. Viðhaldi á bryggj- unum við Djúp er áfátt og þess vegna þarf að gera átak í þeim efn- um. „Það hefur ekkert verið gert hér vegna þessa. Það eru engin sjókort til af þessu svæði og það hafa engar mælingar verið gerðar. Það eina sem við höfum sagt er að það geti, ef aðstæður reynast mjög góðar, kostað 50 milljónir að gera ferju- bryggjur á hvorum enda. Það er gert ráð fyrir að fulllestaðir vöru- flutningabílar geti ekið að og frá borði. Þessar tölur eru með algjör- um fyrirvörum og miðaðar við að ekki þurfi að gera neina garða, að- eins bryggjur," sagði Hermann Guö- jónsson hafnamálastjóri. FÁ FÆRRI EN VILJA Kristján Jónasson sagðist alls ekki vilja gefa upp það verð sem er í kaupsamningnum. Hann sagði greinilegt að færri fengju umrætt skip en vildu. Auk Vestfirðinganna eru sex aðrir, allir útlendir, að berj- ast um að fá skipið. Hann sagði að þegar skipið var skoðað hafi þar verið menn frá sænska hernum sem sýnt hafi því áhuga. „Meðan fyrirvarar á kaupsamn- ingi eru í gildi vil ég ekkert segja um verðið. Það hefur verið farið mjög leynt með það og allt gert til að kaupverðið spyrjist ekki út. Þeir sem eru í samkeppni við okkur geta hækkað sín tilboð ef þeir frétta á hvað við erum að kaupa skipið," sagði Kristján. Samkvæmt íslenskum lögum má ekki flytja til landsins skip sem eru eldri en 12 ára. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þar sem mælst er til að þess verði breytt í 15 ár. Ekki verður hægt að kaupa nýja skipið fyrr en frumvarpið hefur farið í gegnum þingið nema til komi undanþága frá ríkjandi reglum. HLUTVERKIÐ HEFUR BREYST Nú er svo komið að mjólkurbíll sækir mjólk á flesta bæi og eins er póstbíl! sem sér um að dreifa póstin- um. í upphafi var djúpbátnum ekki síst ætlað að flytja mjólk og póst. Kristján Jónasson segist gera sér vonir um að hægt verði að auka flutningana með nýju skipi. Hann nefndi til dæmis ferðir á Horn- strandir og eins væri nauðsynlegt að hafa skip ef koma ætti á fisk- markaði á þessu svæði í framtíðinni. Hann sagðist einnig hafa áhyggjur af þeim sveitabæjum sem hafa lé- legar samgöngur. Fagranes, eða Djúpbáturinn hf„ er í eigu ríkissjóðs, bæjarsjóðs ísa- fjarðar, nokkurra einstaklinga og minni sveitarfélaga við Djúp. Fyrirvörum á kaupsamningi þarf að vera aflétt í febrúar. Þess vegna er mikill þrýstingur á að fá sam- þykki Alþingis sem fyrst. Málið er því keyrt áfram af miklum ákafa. Sigurjón M. Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.