Pressan


Pressan - 14.02.1991, Qupperneq 4

Pressan - 14.02.1991, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991 Jóhann Pétur Guðjónsson er 19 ára Verslunarskólanemi sem þar að auki starfar hjá íslenskum fyrirsætum. Syngur þú í baði? „Ef vel liggur á mér." Sefurðu í náttfötum? „Mis- jafnt, en oftast ekki." Hvaða rakspíra notar þú? „Versace." Ertu morgun- eða kvöld- manneskja? „Kvöldmann- eskja." Hver heldurðu að sé virkasti tími ævinnar? ,Frá 18 til 25 ára." Klæðirðu þig eftir veðri? „Já, ég geri það." Ertu daðrari? „Nei, ég er ekki mikið fyrir það." Hvað viltu verða miklu ríkari en þú ert í dag? „Miklu ríkari — ég á engan pening í dag." Ferðu einn í bíó? „Ég hef aldrei gert það en verð að fara að prófa Ertu góður dansari? „True Nordic-töffararnir segja að ég„slammi" vel. Ég errokkari en ekki dansari." Á hvaða skemmtistaði ferðu? „Undanfarið hef ég farið á Lídó eneinnigíCasa- blanca." Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já, hvers vegna ekki?" En líf eftir dauðann? „Al- veg pottþétt." Ef ég gæfi þér fyrir plástik-skurðaðgerð, hvað myndir þú láta laga? „Ég myndi láta skera maga- vöðvana á mér svo þeir yrðu eins og magavöövarn- ir á Stebba skorna." Hvað borðar þú í morgun- mat? „Grófgert norrænt fæði. Skyr og hafragraut." Hvort eiga karlmenn að ganga á undan eða eftir konum niður stiga? „Á eftir konum." Hvað má vera mikill ald- ursmunurá pörum?„Alveg sama — bara ef fólk á vel saman." Gæturðu hugsað þér að búa úti á landi? „Nei, alls ekki." Hvenær hættirðu að sofa með bangsa? „9—10 ára." Varstu skotinn í kennaran- um þínum? „Nei, ég hef aldrei verið það." Finnst þér gott að láta klóra þér á bakinu? „Já, ef mig klæjar." Horfir þú á veðurfréttir? „Þegar ég horfi á fréttirnar horfi ég á veðurfréttir líka." j Ertu hræddur við einhver dýr? „Nei, en ég elska slöngur." Horfir þú mikið á sjónvarp? „Nei, ég hef ekki gert það síðasta árið." Segir þú oft brandara? „Nei, örsjaldan — ég segi frekar sögur." Kanntu að elda? „Mamma segir að ég sé efnilegur kokkur og þá sérstaklega þegar um er að ræða ítalsk- an mat." “Doiiý Fyrst birtist mynd af henni í febrúarhefti Mannlífs og þar hét hún DOLLÝ, sögð 21 árs gömul Parísarstúlka sem biði stöðugt eftir frægð og frama i kvikmyndum og fyrirsætu- störfum. „Á meðan hún bíður lætur hún virðulega fjöl- skyldufeður og kaupsýslu- menn taka af sér „listrænar myndir" en sjaldnast er filma í myndavélinni. Og þegar „myndatökunni" er lokið stendur önnur þjónusta til boða." Síðan birtist myndaopna með henni í Samúel, skyndi- lega orðin hin íslenska SIGRÍÐ- UR JÓNSDÓTTIR, nemi og gengilbeina, lesandi bókina Þegar vonin ein er eftir, eftir Jeanne Cordelier „og tímaritin tvö sem ég er áskrifandi að. Það eru ritin Vera og Húsfreyj- an". Stúlkan er hin sama. Það sýnir útlitið, umhverfið og fæðingarbletturinn á innan- verðu hægra lærinu. Mynda- smiðurinn í báðum tilfellum er SIGURÐUR ÞORGEIRSSON, bú- settur i París. ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON ritstjóri Samúels segist hafa eftir Sigurði að Mannlíf hafi sýnilega fengið ranga mynd senda. Stúlkan sé hin íslenska Sigríður og Sögumadur segir á sér deili Nú en jæja, þá er að segja frá því að við Reimar vökn- uðum einn sunnudagsmorg- un við lærissneiðabarsmíð- ar. Eins og sagt var frá í síð- asta kafla var von á Eika Strandamanni, föður hans í bæinn. — Ætli karlinn verði edrú, var það fyrsta sem Reimar sagði þennan sunnu- dagsmorgun. Klukkan tólf á hádegi vorum við enn tals- vert vongóðir. Klukkan tvö var vonin tekin að dofna. Klukkan þrjú gafst mútta upp á því að halda karbún- aðinu heitu. — Hann er kom- inn á kenderí, hann Eiki mágur, sagði pabbi. — Nei, hann var búinn að lofa að vera edrú, sagði Reimar. — Hún Svala systir hringdi meira að segja í út- gerðarmanninn og hann sagði að pabbi hefði ekki fengið grænan eyri mánuð- um saman. Ég spýtti ímynduðu tó- bakskorni af tungunni, lét hendur undir hnakka og hallaði mér upp í sófa. 1 hornskáp föður mins stóð flaska af svartadauða bak við kúpta glerhurð. Mig fór að langa að vita hvað væri svona merkilegt við brenni- vín. í þá daga þekkti ég ekki töfra þess. Pabbi hafði keypt þessa flösku fyrir margt löngu til að láta drekka dag- inn sem hann félli frá. Mitt æskugaman var að liggja uppi í sófa og horfa á haus- kúpuna á miðanum á meðan smámsaman rökkvaði. Væri glápt nógu lengi þá fór það alltaf svo að skjannahvít kúpan stóð eftir í myrkrinu. Reimar sat í djúpum stól með krosslagðar lappir 'og gerði sig kinnfiskasoginn. — Við ættum kannski að rölta í bæinn og gá að kallin- um Nasi, sagði hann við mig. — Hann kemur örugglega með Hafnarfjarðarstrætó. — Þá sést hvorugur ykkar aftur, sagði pabbi. Þegar klukkan var farin að halla í fjögur bætti hann við; ætli ég verði ekki að fara að leita að honum. — Ég ætla að vona Ási, að hann Eiki sé ekki kominn á kenderí, sagði móðir mín. — Svala systir fór og tók á móti honum við skipshlið, sagði Reimar. Það ætti að vera gulltryggt. Hún var með antabus í lakktöskunni. Síminn hringdi. — Nú ertu kominn Ðki minn, sagði pabbi. Kom hún ekki að sækja þig stelpan? Jæja, hvar ertu væni? Nú ég skal skutlast eftir þér. Reimar, mamma og ég biðum í stofunni. Allnokkur stund leið. Allt í einu var hurðinni hrundið upp. Eiki Strandamaður, sárauðhærði kubbur, stóð rauðsprengdur í framan á miðju stofugólfi. Vel hefði mátt halda að hann hefði drukkið kogga ofan í antabus. Reimar reis á fætur til að faðma að sér föður sinn, óhóflega fleðrulegur í framan að mínum dómi. Hann var án efa að hugsa um gítarinn sem hann ætl- aði að láta þann gamla gefa sér. En í stað þess að taka elsku drenginn sinn í fangið þá breiddi Eiki út faðminn, gekk til systur sinnar og kyssti hana á báða vanga og tárin runnu niður vanga hans. — Hvað er að Eiki minn? spurði mamma. — Hann er dáinn hann Ás- berg mágur. Hann er dáinn. Ég varð vitni að þessu hörmulega umferðarslysi. Maðurinn hreint og beint sprakk bak við stýrið. Án frekari tafar gekk Eiki Strandamaður að horn- skápnum og sótti þangað svartadauða föður míns sem átti að drekka daginn sem hann félli frá. Viðbrögð okk- ar mæðginanna voru væg- ast sagt all hastarleg, ekki þarf að orðlengja það. Meira að segja Reimari vöknaði um augu. En þegar flaskan var hálf og Eiki Strandamað- ur mátti til að taka hana af vörum sínum til að anda, stóð Ásberg faðir minn allt í einu í dyrunum og sagði: Af hverju eruð þið öll að grenja? Hver andskotinn gengur hér á. Ólafur Gunnarsson myndirnar teknar af henni í Frakklandi í fyrravor. ÁRNI ÞÓRARINSSON ritstjóri Mann- lífs vísar þessu á bug: „Mér sýnist Samúel hafa keypt köttinn í sekknum. Mynda- syrpa Siguröar í Mannlífi, Undirheimar Parísarborgar, var öll kyrfilega merkt, í bak og fyrir." Bart Simpson á leið til íslands PRESSAN hefur áreið- anlegar heimildir fyrir þvi að Bart Simpson sé á leiðinni til landsins. Reyndar ekki í eigin per- sónu heldur í formi leik- fangs sem er orðið vin- sælt vestanhafs. Þar berjst Simpson brúðurn- ar við stríðsleikföng úr Persafióastríðinu. Sjálf- sagt eiga uppeldisfræð- ingar eftir að deila hart um ágæti þessara leik- fanga en á meðan er Bart okkar maður. Ég hefði átt að segja til nafns í upphafi ævintýra Reimars. Ég heiti Jónas. Ég leið samt aldrei neinum í gamla daga að kalla mig Nasa. Það er að segja, þar til Reimar kom til sögunnar. Olafur Gunnarsson pistla- höfundur hefur áður sagt sögu fyrir hönd þeirra sem áttu heima í Skuggahverf- inu. Sú birtist í síðustu jóla- bókinni hans. Satt best að segja líkaði mér sagan illa. Hún var svo helvíti drunga- leg. Það er alltof mikið af svoleiðis. Menn eiga að vera léttir og skemmtilegir. Ef þið hafið ekki nú þegar lesið bókina í guðanna bænum látið það þá eiga sig. Ég man vel eftir fólkinu á Lindargöt- unni sem hann lýsti. Ég átti heima á horninu á Lindar- götu og Frakkastíg. Á Frakkastíg 4. Það hús stend- ur enn. Sem kunnugt er urðu eigendaskipti á einu besta stúdíói landsins fyrir skömmu er JÓN ÓL- AFSSON í Skífunni keypti Stúdíó Sýrland. Nú er búið að ráða mann til að stýra hljómverinu og það er enginn annar en BJÖRGVIN HALLDÓRS- SON stórsöngvarí sem þar að auki hóf leikara- feril sinn fyrir skömmu. Sannarlega fjölhæfur maður hann Björgvin en hann hefur mikla reynslu af hljóðversvinnu frá Hljóðrita í Hafnarfirði. Björgvin hefur undanfar- ið unnið hjá íslensku auglýsingastofunni og mun halda áfram verk- efnum fyrir hana. Auk þess mun hann halda áfram að syngja sem fyrr þó hann hafi sleppt úr Júró þetta árið. „OKKARMAÐU ÍSAUDIARABK i »em frétUmann CNN f Saudi tu, reyndum vid að hringja f Swceney og tá hjá CNN 1 af honum, en álagið var of > þangað suður eftir b'l þeiu 6 Swngi- Aðeina aUðfeati ajón- tatöðin að þcir hefðu frétta- i f Saudi Arablu með nafninu Sweeney. Á Irlandi var aagt e«. R—-------------fíölskvlda fAku að beraat, enda nýkominn heim aem fyn Jðn Sveinsaon fri Hofi ei ekki John Sweney fréttar aem aést í akjánum okki Eitt ainn akrífaði merk maður á falandi doktoriríi hrepp á laiandi og ruglai tveimur Jónum Jónaaonur Þessi gamansaga gengur á Morgunblað- inu þessa dagana: Veistu hver tók viðtalið við áhöfnina á Vest- mannaey sem fann „neöansjávareldgos" fyrir utan Austurland? Jú, það var auðvitað engin annar en JOHN SWEENEY. ■sfikðing^ og ævintýrí hans í Reykjavík

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.