Pressan - 14.02.1991, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991
7
Jón G. Ingvason, sem var yfirlyfjafrædingur á Landa-
kots- og St. Jósefsspítala, lét Landakotsspítala kaupa
ótrúlegt magn af áfengi og alkóhóli. Kaupin voru svo
furðuleg að stjórnendur sjúkrahúsanna hafa ekki treyst
sér til að skýra tilgang kaupanna.
Við rannsókn sem gerð var á rekstri lyfjabúra þessara
sömu sjúkrahúsa kom fram að starfsmaður þeirra sagðist
endurvinna lyf. Það er ógerlegt að mati sérfræðinga og
að auki stórhættulegt.
voru keyptir 70 lítrar af alkóhóli og
spíritusi fyrir Landakotsspítala.
Stjórnendur spítalanna tveggja
gátu ekki skýrt þessi miklu kaup á
áfengi og alkóhóli í þágu sjúkrahús-
anna, nema að hluta. ískýrslu Ríkis-
endurskoðunar segir að verulegan
hluta þessa sé hægt að nota til ann-
arra þarfa en í þágu sjúkrahúsanna.
Á fimmtán mánuðum voru keypt-
ir 123 lítrar fyrir rannsóknastofu
Landakotsspítala.
Ríkissaksóknari hefur til meðferð-
ar mál vegna meintra svika Jóns G.
Ingvasonar fyrrum yfirlyfjafræð-
ings á Landakotsspítala og St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði. Við rann-
sóknir á málinu hefur ýmislegt
komið fram sem ekki hefur áður
birst í fjölmiðlum. Jón G. Ingvason
er nú starfsmaður fyrirtækja sem
Werner Rassmussen, lyfsali í Ing-
ólfsapóteki og stjórnarformaður
nokkurra fyrirtækja, veitir forstöðu.
ÁFENGISKAUPIN
ÓÚTSKÝRANLEGU
Á árinu 1989 voru keyptir 1.586
lítrar af alkóhóli og spíritusi fyrir
Landakotsspítala auk áfengis.
Keyptar voru 192 flöskur af sherrýi,
136 lítrar af rauðvíni og hvítvíni, 12
flöskur af freyðivíni og 12 flöskur af
koníaki. Verðmæti alls þessa var um
750 þúsund krónur.
Á árunum 1989 og þrjá fyrstu
mánuði ársins 1990 voru keyptir
558 lítrar af alkóhóli og spíritusi fyr-
ir St. Jósefsspítala fyrir 440 þúsund
krónur. Jón E. Ingvason lyfjafræð-
ingur var ábyrgðarmaður lyfjabúra
beggja spítalanna.
I janúar, febrúar og mars 1990
TVÍTUG í STÓRVIÐSKIPTUM
Dóttir Jóns G. Ingvasonar, Gud-
rún sem er rúmlega tvítug, átti mikil
viðskipti með lyf og fleira við Med-
ico hf. sem er innflutningsfyrirtæki
á lyfjum. Framkvæmdastjóri Med-
ico er Einar Ólafsson lyfjafræðing-
ur.
Vafi leikur á hvort viðskipti
Landakotsspítala við Medico, sam-
tals að fjárhæð 1200 þúsund á tólf
mánaða tímabili, hafi í raun farið
fram. Á svipuðum tíma er vafi á
hvort viðskipti við Medico í nafni St.
Jósefsspítala hafi farið fram. Þau
viðskipti voru fyrir rúmar fjögur
hundruð þúsund krónur.
Guðrún Jónsdóttir og Medico áttu
mikil viðskipti á fimmtán mánaða
tímabili. Guðrún seldi fyrirtækinu
lyf og fleira fyrir rúmar 1600 þúsund
krónur. Þá voru Lyfjaverslun ríkisins
seld sjúkraáhöld í nafni Guðrúnar á
sama tíma.
Jón G. Ingvason hefur borið því
við að hann hafi rekið innflutnings-
verslun á lyfjum og sótthreinsivör-
um. Þá hefur hann sagst framleiða
áhöld fyrir spítala. Jón sagði rekst-
urinn vera á nafni dóttur sinnar.
Ekkert bókhald er til fyrir þetta fjöl-
skyldufyrirtæki.
ENDURVANN LEIFAR
AF LYFJAFLÖSKUM
Samkvæmt skýringum Jóns G.
Ingvasonar, vegna sölu á lyfjum sem
Pharmaco hefur einkaumboð fyrir,
þá endurvann hann leifar af lyfja-
flöskum sem hann hirti á Landa-
kotsspítala. Sérfræðingar hafa sagt
að slík endurvinnsla sé ekki tækni-
lega möguleg og að auki vítavert að
reyna slíkt vegna hættu sem skapast
af blöndun.
Við rannsókn á þessu sérstaka
máli kom meðal annars fram að Jón
G. Ingvason hafði falsað lyfseðla.
Læknar voru kallaðir fyrir og þeim
sýndir lyfseðlar sem voru gefnar út
á þeirra nöfn. Læknarnir könnuðust
ekki við útgáfu lyfseðlanna og því
virðist sem þeir hafi verið falsaðir.
Samkvæmt lyfjalögum er sjúkra-
húsum óheimilt að stunda lánavið-
skipti með lyf. Eigi að síður voru slík
viðskipti viðhöfð milli Landakots-
spítala og St. Jósefsspítala.
SAMSKIPTI JÓNS VIÐ
VESTURBÆJAR- OG
INGÓLFSAPÓTEK
Jón G. Ingvason verslaði við tvö
apótek samkvæmt því sem kom
fram í rannsókn Ríkisendurskoðun-
ar. Apótekin voru Vesturbæjar-
apótek og Ingólfsapótek. Ríkisend-
Léttvín á
Landakoti
JÓN G. INGVASON, fyrrum
yfirlyfjafræðingur á Landakots-
og St. Jósefsspítala, lót Landa-
kotsspitala kaupa talsvert
magn af sherrýi, hvitvini, rauð-
vini, koniakiog kamapavini. Við
rannsókn sem gerð var á við-
skiptum Jóns kom margt fram.
Meðal annars bar hann þvi við
að hann hafi endurunnið lyf
sem er ógerlegt að mati sér-
fræðinga og auk þess stór-
hættulegt. Þá notaði Jón nafn
ungrar dóttur sinnar í mjög
vafasömum viðskiptum við
lyfjafyrirtækið Medico.
urskoðun metur málið þannig að
fram þurfi að fara frekari rannsókn
á viðskiptum Jóns við apótekin tvö.
Lyfsali í Vesturbæjarapóteki er
Kristjún Guömundsson og í Ingólfs-
apóteki er Werner Rasmussen lyf-
saji.
í skýrslunni segir orðrétt: „Við-
skipti við Vesturbæjarapótek með
framangreindum hætti hafa verið
umfangsmikil á undanförnum árum
og síðustu mánuði hafa viðskipti við
lngólfsapótek farið vaxandi á sama
hátt.“ Og áfram: „Verulegur grunur
er á að lyf sem talin eru skila sér frá
lyfjabúðunum komi ekki að fullu til
baka. Nauðsynlegt er að rannsókn
fari fram á Vesturbæjarapóteki og
Ingólfsapóteki á ferli viðskiptanna."
GJÖFIN SKILAÐI SÉR EKKI
Erlent lyfjafyrirtæki sendi Landa-
kotsspítala 162 flöskur af lyfinu
Lipofundin að gjöf. Gjöfin var vegna
góðra viðskipta spítalans. Lyfja-
verslun ríkisins er umboðsmaður
fyrir lyfið. Jón G. Ingvason veitti
gjöfinni móttöku en skilaði henni
ekki til spítalans. Grunur leikur á að
Medico hafi verið notað til að selja
lyfið fyrir Jón.
Einar Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Medico, hefur borið að hann
hafi keypt vörur af Guðrúnu Jóns-
dóttur og að Jón lyfjafræðingur hafi
séð um að dreifa vörunum og að
hann, það er Einar, hafi séð lítið af
vörunum. Vegna allra viðskipta
Jóns og Guðrúnar við Medico mæl-
ist Ríkisendurskoðun til þess að
bókhald Medico verði rannsakað.
Sigurjón M. Egilsson