Pressan - 14.02.1991, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991
„Dylgjur og vanefndir," segir Margrét Pála Ólafsdóttir. Hún og allar fóstrur leikskólans
Garðavalla hafa sagt upp og sömuleiðis dagvistarfulltrúi Hafnarfjarðar.
Forstöðukona leikskólans Garðavalla í Hafnarfirði og
dagvistunarfulltrúi bæjarins hafa sagt upp störfum eftir
hatrammar deilur við ráðamenn bæjarins. Um leið
sögðu upp níu fóstrur og ófaglærður starfsmaður. Þær
saka bæjaryfirvöld um vanefndir, dylgjur og tortryggni.
Embættismenn bæjarins segja að launakostnaður leik-
skólans sé óeðlilega hár og þá einkum yfirvinnukostnað-
ur forstöðukonunnar, sem skrifi sig fyrir hátt í tvö hundr-
uð yfirvinnustundum á mánuði.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR gerðu starfsmannastjóri og
fjármálastjóri bæjarins aivarlegar
athugasemdir um áramótin við
rekstrarkostnað leikskólans. Svo
fór, að þegar yfirvinna vegna janúar
skyldi greiðast þann 10. febrúar var
hún einhliða skorin niður.
183 ÞÚSUND FYRIR
10 DAGA VINNU
Samkvæmt heimildum PRIiSS-
UNNAR hefur forstöðukonan,
Margrél Púla Ólafsdóttir, 30 tíma á
mánuði í fasta yfirvinnu. í desember
var önnur yfirvinna skráð um 100
tímar, en aðeins 17 vinnudagar voru
í mánuðinum og forstöðukonan þar
af veik í 7 daga. Þetta jafngildir því
að hún hafi unnið 13 yfirvinnutíma
á dag. Þessi yfirvinna var greidd út
1. febrúar, þrátt fyrir athugasemdir.
í janúar voru yfirvinnutímar síðan
um 165, þar af 20 vegna kvikmynd-
unar erlendra aðila á starfsemi
heimilisins. Grunnlaun forstöðu-
manns, miðað við 9 ára starfsaldur,
eru um 78 þúsund krónur á mánuði
og yfirvinnutaxtinn þá um 810 krón-
ur á tímann. Miðað við þessar tölur
var Margrét Pála með um 183 þús-
und krónur fyrir 10 unna daga í des-
ember og um 211 þúsund fyrir janú-
ar.
Það hneykslaði ráðamenn i Hafnar-
firði að Margrét Pála valdi Bleikt og
blátt, tímarit um kynlíf, sem vett-
vang skrifa um tilraunastarfið á
Garðavöllum.
Einnig urðu deilur vegna kröfu
fjármálastjóra bæjarins um að fá í
hendur kvittanir vegna styrkja
menntamálaráðuneytis sem runnið
hafa í gegnum bæjarsjóð til leikskól-
ans.
GREIN OG MYNDIR
í BLEIKU OG BLÁU
HNEYKSLUÐU
Garðavellir hafa tvisvar fengið
styrki úr þróunarsjóði leikskóla,
samtáls 1 milljón króna. Starfsfólk
Garðavalla mun ekki líta á það sem
hlutverk fjármálastjórans að hafa
afskipti af því hvernig styrkjum
þessum er varið. Svandís Skúladótt-
ir í menntamálaráðuneytinu sagði
að ekkert væri minnst á eftirlitshlut-
verk í þessu sambandi, en rekstur
leikskólans væri á ábyrgð sveitarfé-
lagsins.
Þá fór verulega fyrir brjóstið á
ýmsum ráðamönnum bæjarins að
Margrét Pála ritaði grein í Bleikt og
blátt, tímarit um kynlíf, þar sem
birtust myndir af börnum á Garða-
völlum, þar af ein af nöktum stúlku-
börnum. Þykir hún hafa valið sér
þar vafasaman vettvang fyrir skrif-
in.
Ráðamenn Hafnarfjarðar neita
því að deilan snúist um hið svo-
nefnda ,,kjörnunar-módel“, sem
meðal annars byggir á því að að-
skilja kynin stóran hluta dagsins.
Vegna fjöida athugasemda, meðal
annars frá fóstrum, bókaði Jafnrétt-
isráð 1989 að slík aðgreining gæti
reynst varhugaverð.
BÆJARRITARI SEGIR
ÁGREININGINN
EKKI FAGLEGAN
Haukur Helgason, formaður fé-
lagsmálaráðs Hafnarfjarðar, sagði
að engin efnisleg rök væru fyrir
uppsögnunum. „Við féllumst á að
þessi tilraun yrði gerð og forstöðu-
maðurinn hefur haft frjálsar hendur
við uppbyggingu þessa módels.
Hins vegar hafa komið fram athuga-
semdir varðandi kostnaðinn og það
er alfarið í höndum starfsmanna-
stjórans."
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
bæjarritari og starfsmannastjóri,
sagði deiluna ekki snúast um fag-
legu hliðina. „Aftur á móti er deilt
um vinnutilhögun almennt, um yfir-
vinnugreiðslur og á hvern hátt for-
stöðumaður hagar sinni vinnu. Þar
snýst málið um að jafnt skuli yfir alla
ganga, enda ekki hægt að gera und-
antekningu fyrir eitt heimili hvað
þetta varðar.“
Pórelfur Jónsdóttir, dagvistunar-
fulltrúi bæjarins, kvaðst í samtali við
PRESSUNA hafa sagt upp vegna
uppsagnar Margrétar Pálu. „Ég sé
fram á að með uppsögn hennar
muni þetta starf hrynja að grunni.
Þetta er stærra mál en svo að ég vilji
horfa upp á það.“
MARGRÉT PÁLA:
AÐDRÓTTANIR OG
SMÁSJÁRSTARFSEMI
„Auðvitað kostar það peninga aö
geta stundað faglegt starf eins og
fram fer á Garðavöllum, en ég full-
yrði að kostnaðurinn hefur ekki far-
ið fram úr því sem gerist hjá öðrum
leikskólum Hafnarfjarðar. Þarna
býr starfsfólkið við sömu launataxta
og annars staðar og þarna fer fram
mikið og gott starf, sem ef til vill
kallar á eitthvað meiri vinnu en
gengur og gerist. En tekist hefur að
ná toppgæðum í starfi með sam-
svarandi tilkostnaði," segir Þórelfur.
Margrét Pála sagði uppsögn sína
vera viðurkenningu á þeirri ein-
földu staðreynd að þegar vinnufrið-
ur fáist ekki sé ekkert annað hægt
að gera en að fara. „Orð og samn-
ingar hafa ekki haldið, en í staðinn
komið undarlegar aðdróttanir og
smásjárstarfsemi. En ég er bundin
trúnaði og vil ekki ræða einstök
mál, sem orðin eru fleiri en ég hirði
um að telja upp.“
Um mikinn fjölda yfirvinnu-
stunda hjá henni sagði Margrét Pála
að tölurnar væru í fyrsta lagi alls
ekki réttar og allar tölur sem hún
hefði heyrt nefndar um fjármál leik-
skólans yfirhöfuð teknar úr sam-
hengi. „Ég lýsi yfir undrun minni ef
ábyrgir menn eru að nefna þessar
tölur. Það er verið að reyna að gera
fjárhag leikskólans vafasaman. Ég
hef heyrt talað um að ég sé með 300
þúsund krónur á mánuði — og ger-
ast nú fóstrur dýrar! Það sér hver
heilvita maður sem þekkir fóstru-
laun að svo er ekki. Laun koma
þessu máli annars á engan hátt við.
En það er auðvelt fyrir hvern sem er
að búa til tölur og taka þær úr sam-
hengi, í stað þess að skoða það sem
raunverulega er málið; þreyta á van-
efndum og dylgjum."
HLUTI YFIRVINN UNNAR
DULBÚINN BÍLASTYRKUR?
Margrét Pála vildi ekki ræða
launamál sín nánar, en samkvæmt
öðrum heimildum PRESSUNNAR er
hluti skýringarinnar á fjölda yfir-
vinnustunda hennar sá, að inn í
þeim tölum sé fólginn umsaminn
bílastyrkur, en Margrét er búsett í
Reykjavík. Vegna samninga hafi
hins vegar verið talið óheppilegt að
flokka þennan launalið sem bíla-
styrk. Þetta hafi verið umsamið frá
byrjun og gert í ljósi þess hversu erf-
itt var að fá fóstru til starfa. Þá er
einnig á það að líta, að forstöðumað-
ur þarf að starfa á deild þegar undir-
mannað er og er sú vinna greidd
sem yfirvinna.
Friðrik Þór Guðmundsson