Pressan - 14.02.1991, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991
'JíljjlU’
tölcitðltttf
Jijóöoöiyir
Afleysingakokkur á ís-
lenskum vertíöarbáti var
eitt sinn aö ganga frá pönt-
unarlista, eða kostlista.
Maöurinn var ekki vel gef-
inn. Skipsfélagar hans
báöu hann um að panta
reykt rauðmagalæri. Hann
skrifaði samviskusamlega
á listann: „Reigt römaalari".
Með listann fór hann síðar
upp í brú til skipstjórans. Sá
háttur var á að skipstjórinn
kallaði pöntunina með að-
stoð loftskeytastöðvar.
„Hvað er þetta," sagði
skipstjórinn og benti á list-
ann þar sem kokkurinn
hafði skrifað rauðmagalær-
in.
„Þetta eru rauðmaga-
læri. Strákarnir vildu endi-
lega að ég pantaði þau."
„Nú hefur þú látið félag-
ana plata þig," sagði skip-
stjórinn. „Rauðmagalærin
fást aðeins í sláturtíðinni,"
sagði skipstjórinn.
„Mig grunaði að þeir
væru að plata mig. Ég
þakka þér kærlega fyrir,"
sagði kokkurinn við skip-
stjórann og gekk niður.
(Úr einfeldningssögum))
Ljósmyndari sem starf-
aöi á dagblaði í Reykjavík
var auðtrúa og auk þess
þekkti hann lítið til í sögu
þjóðarinnar. Vinnufélagar
Ijósmyndarans höfðu oft
orðið undrandi á þekking-
arskorti mannsins. Eitt sinn
var afráðið að leggja fyrir
hann gildru.
Einri vinnufélaganna bað
Ijósmyndarann að gera sér
greiða. Hann sagði að allar
myndir sem til væru á safni
blaðsins af Hallgrími Pét-
urssyni væru það gamlar
aö nauðsynlegt væri að fá
nýja mynd. Ljósmyndaran-
um þótti sjálfsagt að verða
við þvi að taka nýja mynd
af þessum Hallgrími.
„Hvar næ ég í þennan
Hallgrím/'spurði Ijósmynd-
arinn.
„Hann er í Hallgríms-
kirkju. Þú veist hvar hún er,
er það ekki?"
Ljósmyndarinn hélt það
nú og með það fór hann.
Ákafur ók hann að Hall-
grímskirkju og gekk gal-
vaskur inn. Eftir stutta leit
fann hann starfsmann kirkj-
unnar og bar óhikandi upp
erindið.
Þegar Ijósmyndarinn
kom aftur á vinnustað sinn
var hann skömmustulegur
og vildi ekki ræða þetta ein-
staka verkefni en að sjálf-
sögðu var hann ekki með
nýja mynd af Hallgrími Pét-
urssyni.
(Úr einfeldningssögum)
Qlafur Jón Ásgeirsson útvarpsstióri Alfa
Ólafur Jón: í Biblíunni boðar
Guð að hann veki upp eyð-
andi storm gegn Babýlon og
íbúum Kaldeu, þar sem írak
nú er. Að mikið safn þjóða
muni safnast þar saman á
móti Babýlon og að örvar
þeirra verði eins og giftusöm
hetja. Aðgerðir bandamanna
heita einmitt „Desert
storm"...
Þaö œrir sjálfsagt óstödug-
an ad halda því fram aö
Adam og Eva hafi átt heima
einmitt þar sem Saddam
Hússein rœöur ríkjum, enda
dólgurinn sá afsumum talinn
djöfullinn sjálfur í manns-
mynd! En þetta er samt blá-
köld staöreynd samkvœmt
Biblíunni.
Þetta kom a.m.k. fram í
umræðuþætti útvarpsstöðv-
arinnar Alfa nýverið. Við
inntum útvarpsstjórann, Ólaf
Jón Asgeirsson, nánar eftir
þessu.
„Biblían segir að á því
svæði sem nú heitir írak, við
fljótið Efrat, hafi Paradís ver-
ið. Það er iíka merkilegt í því
sambandi að olía verður til úr
plöntuleifum og mikil olía
bendir til að þarna hafi mikill
skógur verið. Nú, á þessu
landsvæði átti heimkynni sín
Abraham, forfaðir ísraeis-
manna. Þá var á svæði íraks
fyrsta heimsborgin, Babýlon,
sem Guð fordæmdi forðum.
Hússein varði miklum fjár-
munum í að grafa upp forn-
leifar og endurreisa borgina,
en menn vilja trúa því að
Babýlon verði aidrei endur-
reist vegna bölvunar Guðs.“
— Segöu okkur, hlustar
einhver á Alfa, nema Guö
sjálfur og nokkrir haröir bók-
stafstrúarmenn?
„Auðvitað! Við vitum ekki
hver hlustunin er nákvæm-
lega, en hún er örugglega
talsverð hjá fólkinu sem er í
þessum trúarsamfélögum á
höfuðborgarsvæðinu. En
miðað við hinar stöðvarnar
telst hún kannski ekki ýkja
mikil."
— Hvernig í ósköpunum
fariö þiö aö þvt aö fjármagna
stööina?
„Með framlögum gjafa-
hóps, sem telur nokkur
hundruð manns og fer vax-
andi. Sum fyrirtæki eru mjög
hjálpleg og gefa nokkur þús-
und á mánuði. Eiríkur Sigur-
björnsson rak Alfa fyrst, en
því miður fór stöðin á haus-
inn. Kristileg fjölmiðlun
keypti hana og fyrsta útsend-
ing núverandi stöðvar var 7.
nóvember á síðasta ári.“
— Hvaö varst þú sjálfur aö
gera áöur en þú tókst aö þér
Alfa?
„Ég er stúdent, en tók mér
reyndar frí til að setjast á
skólabekk í guðfræðiskóla í
Dallas, Texas. Fyrir utan nám-
ið tók ég þátt í mótmælum
fyrir utan fóstureyðingar-
stöðvar, við bárum kröfu-
spjöld og reyndum að tala um
fyrir þeim konum sem æti-
uðu sér að eyða fóstri. Þetta
er mikið mál fyrir vestan og
mótmælendur oft fjarlægðir
af lögreglunni. En ég varð að
hætta í þessum skóla vegna
veikinda í fjölskyldunni."
— Hefur þú stundaö eitt-
hvaö sem ekki er nátengt
trúnni?
„Ég stundaði mikið vaxtar-
rækt og æfði af miklum
krafti. Þegar ég loks ætlaði
að keppa varð ég fyrir
meiðslum og má reyndar
segja að ég hafi eyðilagt á
mér axlirnar á þessu. Nú fer
mestur tíminn hjá mér í stöð-
ina og starfið hjá Veginum,
en þess utan er ég kvæntur
og eyði sjálfsagt allt of mikl-
um tíma í imbakassann."
— Hver er munurinn á þér
og Markúsi hjá RÚV?
„Ég titlast ekki útvarps-
stjóri, heldur fjármálastjóri.
En fyrst og fremst er starf
mitt hér 90 prósent hugsjón,
mitt lífsins mál. En sjálfsagt
hefur Markús áhuga fyrir
sínu starfi."
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Gláka
Katrín frænka mín lenti í
árekstri um daginn. Hún er
liðlega sjötug ekkja eftir
Árna K„ landsþekktan hag-
leiksmann vestan af fjörð-
um. Eftir andlát hans býr
hún ein í alltof stórri íbúð
fullri af minningum á Melun-
um. Það var mikil gæfa að
ég hafðij bílpróf þegar hann
Árni minn dó, segir hún
stundum. Bílinn sinn notar
hún mikið til að taka þátt í
alls konar starfsemi fyrir
aldraða og heimsækja börn
og barnabörn á víð og dreif
um borgina. Sum eiga sér
jafnvel húsnæði í óbyggðum
Breiðholtshverfis og Arbæj-
ar en önnur í menningar-
kjarnanum kringum gamla
miðbæinn svo að fjarlægð-
irnar eru talsverðar. Ég kom
til hennar í heimsókn einn
laugardag skömmu eftir
áreksturinn. Hún var með
plástur á enninu og kvartaði
undan verkjum og eymslum
í öxlum og hálsi. Bíllinn er
stórskemmdur, sagði hún
með trega í röddinni. Hvað
gerðist eiginlega? spurði ég
og virti fyrir mér stórt safn
Katrínar af jóladiskum frá
Bing og Grendahl sem
hékk upp um alla veggi. Ég
var að keyra inn á Hring-
brautina, sagði hún. Þá var
eins og bíli birtist allt í einu
frá vinstri. Ég hafði alls ekki
séð hann og hann skall á
mér af miklum krafti. Það
var mikil mildi að ekki fór
verr. Mér hefur fundist ég sjá
eitthvað illa síðustu mánuði
svo að ég pantaði mér strax
tíma hjá augnlækni og fór til
hans í fyrradag. Hann sagði
að ég væri með gláku, sem
hefði haft þessi áhrif á sjón-
ina.
ALGENGUR SJÚKDÓMUR
Gláka er algengur augn-
sjúkdómur og hefur til
skamms tíma verið aðalor-
sök alvarlegrar sjónskerð-
ingar og blindu hér á landi.
Orðið gláka er notað um
sjúklegt ástand í auga þar
sem skemmd verður á
taugaþráðum í sjóntaug og
sjónhimnu vegna hækkaðs
þrýstings í auganu. Algeng-
ust er hægfara gláka sem
fæstir verða varir við. Gláka
byrjar yfirleitt á því að
þrengja sjónsviðið sem var
ástæða þess að Katrín sá
ekki bílinn á Hringbrautinni.
Gláka stafar af óeðlilega há-
um þrýstingi augnvökvans
inni í auganu. Sá vökvi
myndast í sífellu en augað
hreinsar sig sjálft af honum.
í gláku stíflast frárennslis-
leiðirnar svo að augað
myndar meiri vökva en það
losar sig við. Þrýstingurinn
sem byggist upp ýtir á æðar
sem næra sjóntaugina og
sjónhimnuna. Við það
skemmast taugaþræðir og
sjónin daprast sem því nem-
ur. Ef glákan fær að halda
áfram án þess að neitt sé að
gert minnkar sjónskerpan
og sjónsviðið skerðist æ
meira og getur endað með
blindu. Gláka er því ákaflega
lúmskur sjúkdómur og í
byrjun finnur sjúklingurinn
fyrir litlum breytingum. Oft-
ast eru engir verkir en stöku
sinnum sjá menn regnboga-
liti kringum ljós. Stundum
veikjast bæði augun sam-
tímis en stundum ekki. Áður
fyrr var ekki óalgengt að
hitta sjúklinga sem höfðu
ekki hugmynd um að þeir
voru alblindir á öðru auganu
og leituðu ekki læknis fyrr
en hitt var farið að skemm-
ast. Stöku sinnum er þó þró-
unin hraðari og sjúklingur-
inn fær brátt kast með verkj-
um og minnkaðri sjón. Or-
sök þessarar þrýsingshækk-
unar er óþekkt.
MEÐFERÐ
Þegar gláka er meðhöndl-
uð er reynt að minnka þrýst-
inginn í auganu annað hvort
með lyfjum eða skurðað-
gerð. Álgengast er að nota
augndropa sem bornir eru í
augun nokkrum sinnum á
dag eða töflur. Þau lyf sem
mest eru notuð eru þrenns
konar. „Parasýmpatóm-
ímetísk lyf“ (Isopto-Carp-
ine og Timpilo augndropar)
sem auka frárennsli á aug-
anu. „Karbóanhýdrasa-
blokkarar" í töfluformi
(Diamox), draga úr fram-
leiðslu augnvökvans og
„beta adrenergir blokk-
arar“ (Blocadren, Opti-
mol og Betopic augndrop-
ar) gera slíkt hið sama og
minnka þannig þrýstinginn.
Stundum duga lyfin ekki til
og þarf þá að grípa til skurð-
aðgerðar til að opna augn-
vökvanum leið og létta á
auganu.
FYRIRBYGGJANDI
AÐGERÐIR
Best er þó að reyna að
koma í veg fyrir að gláka
myndist með því að mæla
augnþrýstinginn reglulega
hjá öllum sem komnir eru
yfir fertugt. Augnþrýstimæl-
ir er einfalt tæki sem settur
er ofan á augað í staðdeyf-
ingu og fæst þá úr því skorið
hvort einhver þrýstings-
hækkun sé fyrir hendi. Á
þann hátt er hægt að upp-
götva glákuna í tíma áður en
hún fer að skemma út frá sér.
Augnlæknirinn hennar Kat-
rínar sagði að sjónin þyrfti
ekki að skemmast meira en
hún væri komin með eitt-
hvað skerta sjón. Hún fékk
dropa og töflur og átti auk
þess að koma reglulega til
eftirlits. Nokkru síðar sá ég
hana aka út úr stæði í Póst-
hússtræti. Bannaði augn-
læknirinn þér ekki að keyra?
spurði ég. Ég spurði hann
ekki að því, sagði Katrín. Þá
er engum um að kenna. Hún
flautaði einu sinni, gaf síðan
stefnumerki vestur Austur-
stræti og hvarf mér sjónum
inn í hríðarmuggu febrúar-
mánaðar.