Pressan


Pressan - 14.02.1991, Qupperneq 22

Pressan - 14.02.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991 AD ÞÍNUM DÓMI HELGA HJÖRVAR LP LISTAPÓSTURINN S.PÓR Endurunnin japönsk dagatöl ,,Eg fer einstaka sinnum á uppbod í Tollhúsinu og eitt sinn keypti ég upp lager af japönskum dagatölum. Þaö var náttúrlega skellihlegiö enda skildu menn ekki hvaö ég gat ætlast fyrir meö þessi ósköp,“ segir Agnar Agnars- son sem sýnir klippimyndir á veitingastaðnum Tveir vinir og annar í fríi. Sýningin er ní- unda einkasýning Agnars en hann hefur tekiö þátt í mörg- um samsýningum. „Þessi dagatöl nýttust mér síðan mjög vel eins og sýn- ingin ber með sér enda er stór hluti hennar unninn upp úr dagatölunum." Það er erfitt að ímynda sér að myndir Agnars hafi eitt sinn verið japönsk dagatöl með fáklæddum stælskvísum á hverri síðu. Það er ekki hægt að neita því að útfærsla Agnars er mun frumlegri og skemmtilegri. „Ég á enn um 2000 prent- aðar síður af dagatalinu og að sjálfsögðu verður það fullnýtt í klippimyndir. Ég vinn mikið fyrirfram með myndirnar og á haugana af efni sem ég hef flokkað í efnishópa. Fyrir bragðið get ég gengið að efn- inu vísu þegar ég fæ hug- myndir að myndum. Það má geta þess að ég er á leiðinni á annað uppboð hjá Tollinum en ég hef haft spurnir af öðr- um lager með dagatölum. Það var ein hugmynd hjá mér að búa til almanak úr japans- myndunum aftur og senda þeim í Japan svo að þeir geti dæmt um hvort er skemmti- legra, en kostnaðurinn við prentun er svo gifurlegur að það bremsar mig af. Það stendur til hjá mér að sýna aftur með vorinu og þá úti á landi og svo ég hef öðru hverju sent ljósmyndir af verkum til gallería erlendis en afskaplega fá þeirra eru með klippimyndir. Ég sendi nú reyndar í eitt slíkt í Frank- furt og fékk jákvæð svör en þar er langur biðlisti og það verður í fyrsta lagi eftir tvö ár,“ sagði Agnar að lokum. Af útlendri skapvonsku Það hefur löngum ver- iö einkenni okkar íslend- inga aö líta meö lotn- ingu til þess sem útlend- ingar segja. Hefur sú lotning oft nálgast und: irlœgjuhátt. Útlendir list- stjórnendur gera sér þaö jafnan aö leik þegar þeir á íslandsferðum sínum fara í vont skap aö segja aö viö rekum hérna ball- ett meö feitum og göml- um dansmeyjum, sinfón- íu meö sífullum hljóö- fœraleikurum og silki- húfur þarlenskra menn- ingarelíta flissa illgirnis- lega yfir leikurum í Borgar- og Þóöleikhús- inu. Viöbrögöin láta ekki á sér standa. Þaö er ekki nóg meö aö okkur blœöi í hjarta heldur tökum viö gjarnan undir afhjartans lyst og náum ekki upp í nefiö á okkur fyrir hvaö viö erum Ijót, vitlaus og til alls ómögu- leg. Þaö þarfþví ekki aö fara í neinar grafgötur meö þaö aö þetta þykir útlendingum hin besta skemmtun og hefur hrein töfraáhrif til aö lœkna timburmenn eftir frumsýningarpartýin. Þó aö Reykjavík sé höfuðborg íslands þá er hún þorp á alþjóölegan mælikvaröa og tilburðir til aö halda hér uppi menningarlífi mega ekki drukkna í vanmáttar- kennd. Sá vanmáttur aö belgja sig út á alþjóðleg- um vettvangi meö alls- kyns klisjur, gífuryröi um sérstööu og gœöi ís- lenskrar menningar og skammast sín samt öðr- um þrœöi og kynda und- ir hverskyns niöurrifs- starfsemi hérna heima er hlœgilegur. íslensk menning hlýtur alltaf fyrst og fremst aö vera til fyrir íslendinga. Vekji okkar listsköpun hins- vegar athygli á okkar eigin forsendum erlendis er þaö gott mál en ómaklegt skítkast á ekki aö hafa lögsögu í ís- lenskri listhelgi. Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir Hvers vegna er leiklistarnám svona dýrt? Leiklistarnám á Islandi tek- ur fjögur ár og er dýrasta nám sem hœgt er aö stunda á Islandi. Listapósturinn spurði Helgu Hjörvar skólastjóra Leiklistarskóla íslands í hverju þessi mikli kostnaöur sem er um 900000 krónur á nemanda á ári vœri fólginn. „Kostnaðurinn liggur fyrst og fremst í mikilli einstakl- ingskennslu og því að skólinn er fámennur. Það eru gerðar mjög margvíslegar kröfur til leikara og þeir þurfa að hafa gott vald á mismunandi þátt- um, til dæmis söng og dansi svo að dæmi sé tekið. Það felst mikil vinna í því ferli sem hefst fyrir framan texta á blaði og veldur því að persón- urnar stíga upp af blaðinu og lifria fyrir augum áhorfenda. Leiklistarnám býr fólk undir slíkt sköpunarstarf. Öll leik- listarstarfsemi er mjög dýr og þær eru margar vinnustund- irnar sem liggja að baki hverri leiksýningu. En þó að leiklistarstarfsemi sé dýr og tímafrek þá býr að baki vonin um afurð sem hægt er að sýna aftur og aftur. Leiklistar- nám er að því leyti ólíkt tón- listarnámi að það er verið að vinna með hljóðfæri sem ekki er hægt að stilla úti í bæ. Leikarinn þarf sjálfur með likama sínum og rödd að framkalla þær tilfinningar i samvinnu við mótleikara sína sem gæða verkið lífi. En það er með leiklistarnám eins og tónlistarnám að það er hægt að læra að glamra á hljóðfær- ið tiltölulega fljótt en það verður aldrei sambærilegt við aivarlegt nám.“ Ævintýraferö Fantasíu til Eystrasaltsríkjanna Dagur Gurinarsson sýnir Ijósmyndir á Mokka ,,Eg tek myndir fyrir Leik- listarblaöiö sem ég ritstýri þessa dagana og svo hef ég veriö aö taka myndir síöan ég var unglingur og sótt nám- skeiö í Ijósmyndun," segir Dagur Gunnarsson sem sýnir Ijósmyndir á Mokka. Ljós- myndirnar á sýningunni voru teknar í leikför áhugaleik- hópsins Fantasíu um Eystra- saltslöndin í október. Fantas- ía var þar í boöi Sambands áhugaleikfélaga íEystrasalts- ríkjunum. Ljósmyndirnar eru öörum þrœöi heimild um leikförina en einnig spegla þœr mannlíf í Eystrasaltsríkj- unum séö meö augum Dags. „Þau fengu áhuga á að bjóða okkur á leiklistarhátíð í Vilnius eftir að hafa séð okk- ur leika á Hátíð norrænna áhugaieikfélaga í Svíþjóð. Þetta var fyrsta leiklistarhá- tíð þeirra þar sem útlending- ar tóku þátt,“ segir Dagur. Leikförin varð síðan hin mesta ævintýraför. „Öll bréf sem höfðu verið send frá íslandi ásamt mynd- um af leikhópnum og úr sýn- ingum glötuðust á einhvern dularfullan hátt og höfðu því forsvarsmenn hátíðarinnar lengst af gengið að því sem vísu að við ætluðum ekki að þekkjast boð þeirra. Það var þó hundaheppni að tveimur dögum fyrir hátíðina sendi ég símskeyti sem tilkynnti komu okkar og það komst í réttar hendur. Vegna þessa var búið að afpanta leikhúsið þar sem við áttum að sýna í Eistlandi. I staðinn sýndum við í heima- vistarskóla fyrir berklaveik börn nokkra kílómetra fyrir utan Tallin. Ljósa- og hljóð- kerfið leigðum við á svarta- markaðinum og borguðum að sjálfsögðu fyrir í dollurum. Börnin urðu mjög hrifin af sýningunni og jók það á gleði þeirra að við vorum útlend- ingar en þá höfðu þau ekki barið augum áður. Aðbúnað- ur í heimavistarskólanum var hinsvegar allur hinn versti og vakti upp óljósar minningar úr Oliver Twist eftir Dickens. Eftir þetta hélt hópurinn í rútu til Vilnius í Litháen þar sem leiklistarhátíð Eystra- saltsríkjanna Baltijos Rampa 90 fór fram. Þar var okkur tekið með kostum og kynj- um. Það var mjög mikill mun- ur á Eistlandi og Litháen. Lit- háen kom okkur fyrir sjónir sem mun evrópskari borg. Þar var mun léttara andrúms- loft og mikil bjartsýni ríkj- andi þó að vöruskortur væri þar mun meiri en í Eistlandi. Ég þurfti til dæmis að fram- vísa passa þegar ég keypti mér axlabönd. í Eistlandi voru líka fleiri rússneskir inn- flytjendur og fleiri hermenn. Leiksýningin í Vilnius gekk síðan mjög vel og verkið sem við sýndum hentaði mjög vel með tilliti til tungumálaerfið- leika, en það er látbragðsleik- ur sem heitir Vagnadansinn. Við sáum fljótlega eftir komuna til Vilnius að við gát- um ekki notað sviðið sem var ætlað undir hátíðina en að- standendur hennar brugðu þá skjótt við og fengu lánað litla sviðið í Borgarleikhúsinu í Vilnius og við sýndum þá í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi og nutum góðs af þjónust- unni þar. Sumar sýningarnar á hátíðinni voru greinilegar ádeilur á Rússa. Ég man sér- staklega eftir einni sem hét Kartan og fjallaði um risa- stóra körtu sem gleypti allt og alla. Körtunni fylgdu síðan svartir hermenn. í Tallin var okkur skipt nið- ur á heimili og þar sem ég bjó var ekkert heitt vatn og að- eins gömul kolaeldavél. Hins- vegar var þar stórt rússneskt litsjónvarpstæki og á skján- um ólmaðist Madonna. Þau gátu nefnilega náð finnska sjónvarpinu. Ég hitti líka áhugaljósmyndara sem fannst myndavélin mín vera hreinasta tækniundur en það má geta þess að hún er gömul og af einföldustu gerð. Sjálfur ók þessi maður um á mótor- hjóli með hliðarvagni sem var eins og klippt út úr seinni heimsstyrjöldinni. Ég spurði hann hvaða árgerð það væri og hann svaraði 90. Það var eins og þróuninn hefði stöðv- ast á því tímabili." Myndirnar á sýningunni eru til sölu og kosta 3500 stykkið. Leikhópurinn Fant- asía hyggur síðan á aðra leik- för og nú til Moskvu. Þar verður í sumar látbragðsleik- hátíð með Gogol sem megin- þema. Menntamálaráðuneyt- ið ætlar að styrkja förina en þó vantar herslumuninn og Fantasía er á höttunum eftir fleiri áheitum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.