Pressan - 14.02.1991, Page 23

Pressan - 14.02.1991, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.. FEBRÚAR 1991 23 VEGAMÓT ... fær verslunin Vega- mót fyrir aö hafa haldið lífi í okkur um helgar út allan haftatímann. BIOIN Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhugi hennar Há- skólabíói kl. 5 og 10. Einu sinni sá ég mynd eftir Ieikstjórann Pet- er Greenaway sem hét Samning- ur málarans og var mjög flott en fullkomlega óskiljanleg. Þessi mynd hans reynir að vera dálítið dónaleg og djörf sem er auðvitað markmið út af fyrir sig. Aðdá- endur Greenaways hafa reyndar getað fengið forskot á sæluna því myndina hefur verið hægt að fá á myndbandaleigum í Reykjavík um eins árs skeið. LEIKHÚSIN ir fjórar sýningar á verkinu og er uppselt á þær allar. Það er víst ómögulegt að bæta við sýning- um. Afhverju er enginn svartur markaður í Reykjavík? MYNDLISTIN Dadi Guöbjörnsson er með sýningu í Nýhöfn í Hafnarstræti. Þar sýnir hans ýmis tilbrigði við áður þekktan rokókkó-grafítí-stíl sinn. Krúsídúllurnar eru helst til færri ep áður. Dagur Gunnarsson sýnir Ijós- myndir frá Eystrasaltsríkjunum á Mokka, konungi kaffihúsanna. Myndirnar tók Dagur á ferðalagi áhugaleikhópsins Fantasíu síð- astliðið súmar. Agnar Agnarsson sýnir ágætar klippimyndir sínar á Tveimur vinum og öðrum í fríi. Fínt fyrir þá sem elska rokk, brennivín og list. KLASSIKIN! Kammersveit Reykjavíkur leikur verk eftir Jón Nordal í Langholtskirkju kl. 20.00 í kvöld. Paul Zukofsky stjómar. Einleik- arar eru Elísabet Waage hörpu- leikari, Bernharður Wilkinson flautuleikari, Einar G. Svein- björnsson fiðluleikari og Ingvar Jónasson víóluleikari. Leiksoppar eftir bandaríska nýstirnið Craig Lucas er ein af betri sýningum bæjarins. Nem- endaleikhúsið sýnir undir stjórn Halldórs E. Laxness, sem hefur varla sett upp sýningu síðan Stúdentaleikhúsið var og hét, enda dvalið erlendis í nokkur ár. Kannski er það ekki skrítin til- viljun en sumir af leikurunum í sýningunni voru einnig í Stúd- entaleikhúsinu. Þeir hafa farið í leiklistarskólann þegar Halldór fór utan. Sýnt fimmtudag, föstu- dag, laugardag og mánudag. Nú er ljóst að þeir sem eiga eftir að sjá Ég er meistarinn verða að biða eftir að leikritið verði sett upp einhverntímann seinna þar sem aðalleikkonan er ólétt. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu eru aðeins eft- Sinfóníuhljómsveitin, Hamra- hlíðarkórinn og heill herskari einsöngvara flytja verk eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, lannis Xenakis, N’Guyen Thien Dao og Magnus Lindberg í Háskólabíói á Iaugardaginn kl. 14.00. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 fjármark 6 veiki 11 hákarlsmagi 12op 13 kvenfuglum 15 krapaelgur 17 fugl 19 tifróa 20 spil 21 afturenda 23 óþokki 24 gripur 25 glatir 27 leiðbeina 28 hroki 29 stórlæti 32 tjón 36 sára- kanna 37 reima 39 augnsjúkdómur 40 hrygningarsvæði41 vanvirðu 43 kvabb 44 storkaði 46 vesalli 48 bergmálað 49 ský 50 aldraðs 51 tréð. LÓÐRETT: 1 heppnast 2 hret 3 farartæki 4 innyfli 5 vanir 6 óstöðug- leiki 7 flatfiskur 8 brún 9 tarfurinn 10 skemma 14 megna 16 lérefts 19 skordýr 22 dekra 24 manns 26 fúi 27 greinar 29 karifausk 30 spildu 31 flugufregn33 Ijósastika 34 skarn 35 ábatann 37 kæks 38 teygjudýr 41 jarðeign 42 forar 45 gremju 47 rótarfiskiri. HVERJIR ERU HVAR? Veitingahúsið 22 á horninu á Laugavegi og Klapparstig laðar til sín ýmiss konar menningarspírur og aðrar tegundir sem kunna illa við sig innan um venjulegt fólk. Þar má rekast á blómann af homma- og lesbíusamfélaginu og aðra á mörkum þess. Þar eru listaskólanemar og aðrir lengra gengnir á þeirri grýttu braut. Þar er líka fjöldinn allur af mönnum og konum sem fóru á menningarlegt fyllerí í Tjarnarbúð eða á Borginni fyrir áratug eða tveimur og hafa ekki látið renna af sér nema með hléum síðan þá. Og síðan stærsti hópur gestanna að byrja á sínu menningarfylleríi. En á 22 má einnig rekast á: Gunnar Lárus Hjálmarsson ■ Bless, Viðar Eggertsson leikara, Lindu Vilhjámsdóttur, nýútgefið skáid, og Mörd upplýsingafull- trúa Árnason, Ómar Stefánsson máiara, Kristján Hrafnsson skáld, Badda, Egii Ólafsson; leikara og söngvara, Bjögga og Gunna, Dóru Wonder, Einar Örn Benediktsson (fyrir og eftir að hann er á Nl), Daníel Magnússon myndlistarmann, Hrafn Jök- ulsson og fleiri og fleiri. Eins og sjá má af upptalningunni er ekki mikið um stelpur á 22. Þess meira af strákum sem yrkja. VISKAN Atli Heimir Sveinsson ætlar loksins að skýra út óperu sína, Vikivaka, í Norræna húsinu á föstudaginn kl. 17.00. Atli sýnir óperuna á myndbandi, máli sínu til stuðnings. W LJÓSMYND: SIGURÞÓR HALLBJÖRNSSON Roger Carlson flytur tónlist fyr- ir slagverk á Kjarvalsstöðum kl. 20.00 á föstudagskvöld. lannis Xenakis, Per Nörgárd og Áskell okkar Másson eiga verk á tón- leikunum. Elisabeth Chojnacha sembal- leikari heldur tónleika í íslensku óperunni á sunnudaginn kl. 17.00. Á efnisskránni eru verk eftir títtnefndan Xenakis, Maur- ice Ohana, Francois B. Mache og Luc Ferrari. POPPIÐ Rotþró er hljómsveit frá Húsa- vík, — eins og Greifarnir en af allt öðru sauðahúsi, og verður hún með tónleika í Kjallara keis- arans í kvöld. Gestir verða Dr. Gunni, Drulla og ný sveit sem ku eiga ættir sínar að rekja til Fræbblanna sálugu. Risaeðlan verður með tónleika í Lídó á laugardaginn. Hljómsveit- in var í stúdíói til að taka upp lög fyrir plötu sem kemur út með haustinu. Forsmekkinn má heyra á laugardaginn. VEITINGAHÚSIN ■ Rauði sófinn við Hlemm er veit- ingastaður sem er kjörinn fyrir stefnumót. Hann er frekar dimmur í skammdeginu og ljúf tónlist og dálítið hlaðin innrétt- ing býr til rómantískt andrúms- loft. Maturinn er ágætur; svolítið franskur, svolítið amerískur, svo- lítið án sérkenna. Þjónustan er stundum frábær. Á góðum degi er Rauði sófinn því superfínn restaurant. NÆTURLÍFIÐ H Samkvæmt lauslegri talningu þá er hægt að drekka sig íullan á um fimmtán hundruð börum í Reykjavík en það er hins vegar ekki hægt að dansa á nema um sjö eða átta stöðum, ef frá eru taldir dansstaðir fyrir fertuga og eldri. Þeir sem eru ekki orðnir al- veg svo gamlir verða að sætta sig við að velja úr lidó, Casa- bianca, Borginni eða Yfir strikið og stöðum sem eru alveg á mörkunum að vera fyrir eldra fólk; Amma Lú, Leikhúskjall- arinn, Óperukjallarinn og Hótel Island. Kannski vill þessi þjóð bara ekki dansa og er farin að krækja sér i hjásofelsi á bör- Cuvée Speciale de Bicentenaire Brut Agætis kampavín, næstum því peninganna virði. Kostar 2870 krónur í vínbúðinni í Mjóddinni. Þetta vín var sérstaklega framleitt í tilefni 200 ára afmælis frönsku bylting- arinnar. Það er i fallegum flöskum og pakkað inn í serstakar öskjur. Kampa- vín er ein tegund freyði- vína og kemur frá franska héraðinu Champagne. Yfirleitt er kampavín búið til úr blöndu þriggja berjateg- unda, Pinot Noir, Chard- onny og Pinot Meunier. Vinsœlustu myndböndin 1. Miami Blues 2. Heat Wave 3. Year My Voice Broke 4. Wild Orchid 5. Loose Cannons 6. Joe versus the Volcano 7. Short Circuit II 8. Back to the Future III 9. Earth Girls are Easy 10. Revenge unum. En kannski spretta upp dansstaðir og diskótek innan tíð- ar þegar búið er að metta þörf landans fyriraðstöðu fyrir elhús- 'stóla-fyllerí á öllum kránum. ÁDUR ÚTI NÚNAINNI Sækadelik-munstraðar strets- buxur, nælonsokkar, bleikt satín, eldrautt viskós og eiturgrænt plast, — jafnvel gúmmí. Sjöundi áratugurinn er kominn á ný. Nú er munurinn sá að tískuhúsin vita hverjum klukkan glymur. Billegt er ekki brjálæðislega flott, eins og þá. Nú keppast tískukóngarnir við að endurgera munstrin sem mömmurnar teiknuðu sjálfar á sjöunda ára- tugnum. ÁPUR IJNNI__________ NUNA UTIBHM Þær sorgarfréttir hafa nú borist að þeir karlmenn sem fyllt hafa fataskápa sina af skyrtum með niðurhnepptum krögum eru i vanda. Svoleiðis kragar eru farn- ir úr tísku. Nú er tvennt að gera. Annars vegar að henda skyrtun- um og fylla fataskápinn af nýj- um. Hins vegar að setjast niður og klippa tölurnar af. Gallinn við seinni kostinn er sá að hnappa- gatið mun verða eftir á kragan- um. Það er því álika púkó og þeg- ar mæður okkur saumuðu stykki í skálmarnar í gamla daga og reyndu að telja okkur trú um að við ættum útvíðar buxur. VID MÆLUM MEÐ Vídeóleigunni á Klapparstíg (Það er næstum því guðlast að hafa sumar þessar myndir á víd- eói. Eisenstein! Hann mundi snúa sér við i gröfinni ef hann væri á Iífi.) Djöflatertunni á Hard Rock (Ef þið ætlið ekkert að gera það sem eftir lifir kvölds. Krefst tveggja tíma blunds.) Risaeðlunni í Lídó á laugar- daginn Undirskriftasöfnunum (Bara um eitthvað; til dæmis að Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhugi hennar verði sýnd í A-sal Háskólabíós lengur en einn dag.)

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.