Pressan


Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 2

Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. ^ ’991 ANDRI ÖRN CLAUSEN leikari hefur ekkert sést á sviðinu í vetur, enda maðurinn helgað krafta sína öðru en leiklistar- gyðjunni. Hann settist á skólabekk í Háskóla ís- lands í haust og lét auk þess gamlan draum um að stofna hljómsveit rætast. Andri Örn er söngvari hljómsveitar, sem heitir því kvalafulla nafni FRÍÐA SÁRSAUKI. Hún kom fram í fyrsta sinn opinberlega fyrr í mánuðinum, á Furstan- um. Með Andra Erni í Fríðu sársauka er FRIÐRIK STURLUSON bassaleikari í SÁLINNI HANS JÓNS MÍNS. Friðrik hefur ekki aðeins haldið framhjá Sálinni með Fríðu, þar sem hann kemur á fram- færi lagasmíðum sínum er ekki henta Sálinni. Nýverið gaf hann út plötu með lögum við Ijóð og vísur Dala- mannsins Björns Guð- mundssonar. En sá ku vera vinsælt vísnaskáld þar um slóðir. Friðrik er sjálfur Dalamaður, fædd- ur og uppalinn í Búðar- dal. Andri Örn og Helgi Björnsson eru ekki einu leikararnir sem digga sönginn. VALDIMAR FLYG- ENRING hefur líka stofn- að hljómsveit og heitir SÚ sveit HENDES VER- DEN. Hún tróð upp í fyrsta sinn sem upphit- unarband fyrir Sykur- molana í Lídó fyrir skömmu og ef marka má viðtökurnar hefur töff- araímynd Valdimars far- ið fyrir lítið það kvöld. Halldór, léstu Þor- stein hafa sel- skinnsjakkann? „Nei, þad geröi ég nú ekki, enda fremur ólíklegt aö hann hafi passaö honum." Síðustu vikurnar i starfi sjávarút- vegsráðherra gekk Halldór Ásgrímsson ijakka úrselskinni i op- inberri eigu, en hringormanefnd lét sauma jakkann fyrir ráðherra. Fáljóö og bréf frá leyndum aödáendum Nanna Ósk Jónsdóttir og Helena María Jónsdóttir eru ekki systur, en bestu uinkonur ogganga gjarnan undir nafninu einingin. Enda sjaldan ad önnur birtist án þess adhinsé langt undan. Nanna og Helena eru uel þekktar af þeim sem stunda skemmtistaöinn Casablanca, þar sem þœrdansa uppi á boxum um helgar, gestum til yndisauka og skemmtunar. Boxdansara uilja þœr þó ekki kalla^ sig, þar sem nafnid ueldur ofl misskilningi og er ruglad saman uid íþrótt meö sama nafni. Nanna og Helena hafa dansað á boxum í Casablanca í allan vetur, en hugmyndina að því að hafa stelpur uppi a sérstökum pöllum til að dansa þar fyrir gesti fékk Diddi, skemmtanastjóri stað- arins, á Ibiza. Stelpurnar eru þó ekki eins léttklæddar og þar tíðkast, heldur í legum buxum Þær eru heldur engar gógó stelpur. „Við vorum kallaðar gógó stelpur í Mannlífi, en það er allt annað," þær. „Gógó stelpur, eins og þær tíðkuðust á sjöunda áratugnum alltaf í bikini og kunnu ekki að dansa. En við erum dansarar." Og víst er, að þær hafa báðar gengið í hina ýmsustu dansskóla í bænum og lært þar bæði samkvæmisdansa, djassballet, ballett og jafnvel verið í fimleikum í gegnum árin, en í Casa dansa þær fönk. En hvernig taka gestirnir þessum dansandi stelpum? Verða þær ekki fyrir ágangi frá hinu kyninu? Þær neita því ekki. „Við höfum meðal GRÚFÍ GÆJAR A GÖTUNA Sumarið er komið ef það skyldi hafa farið framhjá ein- hverjum. Nú segjum við auð- vitað burt með treflana og frakkana því grúfi gæjar verða allsráðandi á götunum i sumar. Sem betur fer lifum við á þannig tímum að allt er leyfilegt. Það er þess vegna best að vera svolítið röff og töff í sumar. Slagorðið er: Fríkaður og frjáls á viðreisnartimum og burt með upp- ana, hippana og nippana. Gefum hagvextinum, húsbréfunum og hallærinu frí og bíö, niður í bæ eða jafnvel út i Viðey. Ef einhver getur lesið skilaboð um tískuklæðnað sumarsins úr þessu þá verði honum að góðu. Fjárfestingarráðgjafinn og fisksalinn Pétur Á daginn ráðleggurhann ein- staklingum hvernig þeir geti fjármagnað bilakaup sín og fyr- irtækjum varðandi tækjakaup, hjá fjármögnunarfélaginu Fé- fangi. Á kvöldin snarar hann sér úr jakkafötunum og afgreiðir fisk og franskará samnefndum matsölustað í Austurstræti. Maðurinn heitir Pétur Gunnars- son og er menntaður viðskipta- fræðingur frá University of North-Carolina í Bandarikjun- um. Fisk og franskar á hann með Sigurjóni Þórðarsyni kokki, sem sér um allan daglega rekstur staðarins. „Ég sé um allt sem viðkemur bókhaldi og annarri pappírsvinnu, en vinn líka stundum á staðnum," segir hann og bætir við að það geti verið gagnlegt í vinnunni hjá Féfangiað hafa sjálfurrekið fyrirtæki og vita hvernig það er. Á Fiski og frönskum fást auðvit- fiskur og franskar og á mat- seðlinum má meðal annars finna ekta „fish and chips", eins og Bretarnir elska, með steikt- um kartöflubátum úr ferskum kartöflum. Allt að sjálfsögðu steikt í fituminni og kólestról- lausri olíu. Það þýðir víst lítið annað á þessum síðustu og verstu tímum. „Við erum líka með nokkrar tegundir af hádegissalötum, handa öllum litlu sætu skrif- stofustelpunum, sem eru að passa upp á linurnar," segir Pét- ur, sem hefur hingað til stílað mikið upp á viðskipti við svangt starfsfólk úr nálægum fyrir- tækjum í miðbænum. Og ætlar svo að tæla til sín túrista isum- annars verið beðnar um að sýna í piparsveinapartýum, sem við viljum alls ekki gera,“ segja Nanna og Helena og þegar gengið er á þær kann- ast þær við að hafa fengið send ljóð og bréf frá leyndum aðdáendum. Fyrir utan að dansa í Casa hafa stelpurnar verið við nám í vetur, Helena í Flens- Dorg og Nanna í Versló. En nú er skólinn búinn og sumarfrí- ið byrjað. Hvað ætlið þið að gera í sumar, stelpur? „Eg verð að vinna í matsalnum í Straumsvík," segir Helena. „Og ég er að vinna í sjoppu og verð það áfram,“ segir Nanna. Hvað annað bíður þeirra vinkvenna í sumar halda örlagadísirnar leyndu þar til þar að kemur. LÍTILRÆÐI af Ása Talið er að menn og hestar séu jafnan undan feðrum sínum og mæðrum. Hinsvegar er oft pukrað svo við getnaðinn að enginn er til frásagnar um faðerni, varla einusinni móðirin sem í hita leiksins á það til að gleyma baéði stað og stund þegar hún er fyljuð. Þetta á sérstaklega við um merar sem við getnað ná því aldrei að horfast í augu við barnsföður sinn. Málið horfir öðruvísi við konum sem hafa það fram- yfir hófaljónið að vera sjálfar til frásagnar um faðerni barna sinna en geta með því að merkja við í almanakinu getið sér til um hverjir hafi gert þeim barn og hvenær. Þegar íslendingar hafa verið að sýsla við það að auka kyn sitt hefur skyld- leikaræktun þótt óæskileg. Samlíf systkina, mæðgina og feðgina hefur á íslandi löngum verið kallað „sifja- spell“ og þótt hin versta fúl- mennska. Líflátssök var það hér áður, samkvæmt Stóradómi, að ganga í eina sæng með mágkonu sinni, en síðar fengu mágar og mágkonur aukið frelsi til ásta til að sporna við fólksfækkun í landinu. Hinsvegar eru sifjaspell lögð til grundvallar í kynbót- um á hrossum og þykir æski- legt að feður og mæður njóti ásta með sonum og dætrum, systrum og bræðrum. Þetta er kallað skyldleika- ræktun og lokatakmarkið að hross verði undan sjálfum sér og ættbókarfærð sem slík. En þetta gúdderar móðir náttúra ekki og þessvegna hendir það að frjósemi mik- ið skyldleikaræktaðra grað- hesta minnkar við aukinn skyldleika foreldranna, eða einsog sagt er á fagmáli: — Fyljunarprósentan lækkar. Við þessu sjá svo merarn- ar og ná sér í annan gradda í næsta stóði og eignast fol- ald sem síðan er eignað þeim ættbókarfærða. Þetta er semsagt í stórum dráttum svona nokkurnveg- inn einsog á venjulegu ís- lensku heimili. íslendingar hafa alla tíð haft það í hendi sér hvernig niðjatöl og ættarskrár þeirra sjálfra og hrossanna þeirra líta út, enda hefur lengi ver- ið litið á íslenskar ættartölur sem notalegan brandara, sérstaklega hvað faðerni áhrærir og þegar þarfasti þjónninn á í hlut. En nú er komið babb í bát- inn því svíar hafa ekki sama skopskyn og íslendingar. Þeir vilja semsagt að kyn- bótahross sem þeir kaupa, séu undan feðrum sínum. Eða einsog farið er að segja í hrossaræktinni: „Bæði á blaði og í hlaði." Nú hefur hinsvegar komið í ljós að einn glæsilegasti kynbótahestur á íslandi, Hrafn 802 frá Holtsmúla er ekki alltaf faðir sona sinna og að tveir graðhestar, Ási 1122 frá Brimnesi og Valur 1008 frá Bræðratungu sem honum voru eignaðir eru bastarðar og hafa þessvegna fyrirgert fyljunarleyfinu sem auðvitað er dýrmætasti rétt- ur hvers manns og hests. Það er ekki ofsögum sagt af svíum. Alltaf eru þeir með ein- hvern tittlingaskít. Hinsvegar er nú leitt að því getum að Ási sé ættaður frá Kolkuósi og þessvegna eigi bæði að hækka hann í verði og láta hann fá fyljun- arleyfið aftur, en taka það i staðinn af Hrafni frá Holts- múla sem hvorki kvað vera pabbi Ása né undan Snæ- faxa pabba sínum heldur Blakki frá Sauðadalsá. ■'w Flosi Ólafsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.