Pressan - 16.05.1991, Page 4

Pressan - 16.05.1991, Page 4
4 FIMMTUDAGUR PRES5AN 16. MAl' 1991 DRAUMA DINNER PRESSAN bað LÍSU PÁLSDÓTTUR, söngkonu og dagskrárgerðarmann, um að vera gestgjafi átta gesta; látinna, lifandi, ímyndaðra, skáldsagna- persóna eða einfaldlega vina sinna, í drauma- kvöldverðarboði og segja af hverju viðkomandi varð fyrir valinu. Eftirfar- andi gestir (reyndar níu) urðu fyrir valinu hjá Lísu: Jack Nicholson, hann er mjög spennandi og hlýtur að vera afskap- lega skemmtilegur. Kim Larsen hann er pottþétt skemmti- legur. Sting af því hann er sætur og spennandi. Andrea Jónsdóttir vinkona mín og dagskrár- gerðarmaður. Hún er frá- bær manneskja og það væri gaman að hafa hana með. Björgúlfur Egilsson barnsfaðir minn er ómiss- andi. Tom Waits aðallega til að hafa við pí- anóið. Hann má borða líka. Eggert Ketilsson pitsugerðarmaður með meiru. Hann er þægilegur og fínn. Hilmar Örn Hilmarsson sem er skemmtilegur. Kristján Pétur Sigurðsson lífslistamaður og stærsti vinur minn, af því hann hefur svo gaman af að borða, drekka og vera skemmtilegur. ,SfIRDINGUR og ævintýri hans í Reykjavík Eg er viss um að allur bær- inn biður í ofvæni eftir að fá að vita á hvað viö Reimar vorum að benda kvöldið sem við gláptum á Sundhöll- ina og göptum af skelfingu. Þetta var kvöldið sem við brögðuðum brennivín í fyrsta sinn. En það er ekki málið í kafla dagsins heldur miklu fremur þetta. Hún Lóló litla, barnið sem við átt- um báðir að vera að passa, liafði laumast út og sat nú á spýtu sem skagaði út af still- ansinum á efstu hæð. Hún var aö benda skríkjandi á eitthvaö sem hún sá sérlega fyndið í glugga hinum meg- in götunnar. Petta skemmti- lega vorum við Reimar. Til að gefa lesendum nokkra Skyldi hún rata í fótspor Diddúar? Kristjana Stefánsdóttir er ekki eina dœgurlagasöng- konan sem hefur ofgert rödd- inni í poppinu, snúiö vid bladinu og fariö ad taka sönginn alvarlega. Þaö er nœrtœkast að minnast Diddúar, sem söng meðal annars með Spilverki þjóð- anna, áöur en hún sneri sér aö klassíkinni. En Kristjana komst einmitt í söngtíma til hennar eftir aö hafa sungið hnút á raddböndin með Karma, vinsælli danshljóm- sveit fyrir austan fjall. „Diddú sagði að ég yrði aö hœtta í hljómsveitinni og ég tók þá ákvöröun á einu kvöldi,“ segir Kristjana, sem fékk ekki að syngja annað en raddœfingar nœsta hálfa ár- ið hjá Diddú meðan röddin var að jafna sig. Kristjana ákvað að halda áfram söngnáminu í haust, að þessu sinni í Söngskólanum, þar sem hún hefur verið í tím- um hjá Guðmundi Jónssyni. Ekki beint auðvelt fyrir stelpu, sem er vön að hafa allt eftir sínu höfði með strákun- um í hljómsveitinni, að þurfa að hlýða ströngum fyrirmæl- um kennarans. ,,Ég var lengi að meðtaka Guðmund, enda er þetta alger kúvending frá poppinu og kostar beinlínis hugarfarsbreytinu. Ég bjó þó vel að tímunum hjá Diddú. En þegar ég byrjaði hjá henni var ég með ljóta og mikla ávana úr poppinu. í vetur hef- ur Guðmundur þó verið mín- stoð og stytta og ég vona að ég fái að hafa hann sem lengst." Hún segist ekki vita það ennþá hvort hún ætli að leggja klassíkina fyrir sig. Segir of snemmt að fullyrða nokkuð um það. Og viður- kennir að eiginlega hafi hún verið í Söngskólanum með hangandi hendi fram að jól- um, en tók þá svo góð próf, að hún sannfærðist um að hún gæti þetta, og gefur sig nú alla í námið. Annars hefur djassinn ver- ið og er í mestum metum hjá henni. ,,Ég hef ofsalega gam- an af djassinum og byrjaði eignlega í honum áður en ég fór í poppið. Stundum hafa Karl Sighvats, Gunnar Jóns og fleiri góðir fengið mig til að djassa með sér fyrir aust- an.“ En það er ekki allt. Kristj- ana syngur bakraddir í hljóm- sveitinni Fríða sársauki, þeg- ar sú sveit kemur fram á tón- leikum, og er oft fengin til að syngja við brúðkaup. Diddú hefur áfram verið henni inn- an handar með ráðlegginar og hver veit nema popparinn og djassarinn Kristjana eigi einhverntíma eftir að standa á óperusviðinu eins og hún ...? Lífsháski hugmynd um vandræði okk- ar frændanna! Allir þekkja sundlaugarbretti. Jæja, ímyndiö ykkur slíkt stökk- bretti efst utan á Sundhöll- inni og tveggja og hálfs árs barn situr fremst á þvi. Par hafiði stöðuna. — Reimar, sagði ég. — Nasi, sagði Reimar. — Við verðum að gera eitthvaö, sagði ég. — Litla barn, sagði ein vinkona Kötlu. Hún var komin upp að hliðinni á okk- ur og benti blindfull út um gluggann. Litla barn. Reyndu að fljúga, iitla barn. Svo sagði hún viö mig. Nasi Ijóti. Á ég að stinga þig meö nál? — Nei, takk, sagði ég. — Nasi, komdu sagði Reimar. Viö höfum ekki tíma til að vera að hugsa um geggjað kvenfólk. Við hlupum niöur stigann. Pær stelpur sem gátu gengiö eltu okkur. Sjennaflaskan stóð hálffull á nýja borð- stofuborðinu. Makalaust hvað maður varð fullur af litlu í þá daga. Síðar meir þurfti ég sjálfur á heilum potti að halda og gott betur. Paö var nokkuö furðulegt sem gerðist við þetta hættu- ástand. Reimar varð sallaró- legur og ofboðslega yfirveg- aður. Ég sé hann enn fyrir mér, þar sem hann stendur fyrir utan Sundhöllina í fölu skini götuljósanna. Hann er náfölur í framan og briljan- tínlokkurinn sem lafir fram á ennið eldrauður. Hann kveikir sér í sígarettu salla- rólegur. Hann spýtir ósýni- legu tóbakskorni af neðri- vör. Hann pírir augun til að átta sig betur á stöðunni. Hann brettir upp ermarnar og gerir sig kinnfiskasoginn. Hann dregur inn kviðinn þar til hann lítur út eins og kvið- soginn krókódill og sýnist of- boðslega töff. Allt í einu átt- aði ég mig á hvað hann var að gera. Hann var að taka sig út fyrir stelpurnar sem stóöu allt í kring. Lóló litia var byrjuö að hossa sér. Hún skríkti, hí, hí. Augun í Reimari voru orð- in örlitiö glerkennd og eftir á að hyggja þótti mér hann hægari í hreyfingum en hann átti að sér aö vera en ég taldi að þar spilaöi áfeng- ið inn í. — Lóló hlúa, kallaöi litla barnið á fjölinni sem þýðir: Lóló ætlar að fljúga. Hún rétti út báöar hendur einsog fluglsvængi blessaöur ung- inn, blessað litla sólarljósið. — En obboðslega sætt og geggjað barn, sagði fulla stelpan sem var komin út á götu. Fleira fólk var í glugg- um. DRAUMABUÐ TROMMARANS Það hefur verid prófad en það gengur ekki. Þaö er ekki hœgt aö halda úti hljómsveit án þess aö hafa trommuleikara. — Og þaö er ekki hœgt aö vera trommuleikari í hljómsveit án þess aö eiga trommusett — þetta er allt saman svo augljóst aö þaö œtti ekki aö þurfa aö rœöa þaö. Nú er hún komin — draumabúö trommuleikarans — þaö er veriö aö opna hana á Laugavegi 168 sem er svo ofarlega á Laugaveginum aö þaö er nánast ekki á Laugaveginum! „Jú, þaö er rétt, viö œtlum aö sérhœfa okkur í trommusettum. Mér vitanlega hefur þaö ekki veriö gert áöur á íslandi," sagöi Steingrímur Guömundsson trommuleikari og verö- andi verslunarmaöur. Hann tekur reyndar fram aö þaö veröi hœgt aö fá önnur hljóöfœri en trommur í búöinni. Og svo veröur líka hœgt aö fá trommur sem einhver annar er búinn aö nota. Trommubúöin veröur reyndar meö alþjóölegu sniöi því meöeigandi Steingríms er Hollendingurinn Maarten van der Valk sem gefur þessu öllu klassísk- an blce því hann leikur meö Sinfóníunni. Steingrímur leikur í hljómsveitinni Súld og aö sjálfsögöu á trommur. Fyrir áhugamenn um œtt- frœöi er rétt aö taka þaö fram aö Steingrímur er sonur Guömundar Steingrímssonar trommuleikara. — En af hverju byrja menn aö leika á trommur — er hœgt aö rekja þaö til einhvers áfalls í œsku? „Nei, þaö held ég ekki, þetta gœti þó veriö ákveö- inn barbarismi en þaö er erfitt aö útskýra þaö," seg- ir Steingrímur. ‘sL © Róbert Spano er í fimmta bekk í Versló og á föstu. Hann erfæddur áriö 1972, þann 27. ágúst. Við Reimar byrjuðum að klifra upp stillansana með alla fálmara úti eins og tvær köngulær. Þegar við vorum komnir efst upp sá vel yfir bæinn. Samt var ég ekkert lofthræddur. Lóló var fremst á fjölinni sem var 1x6 tomma. Fjölin skagaði sirka 2,50 m fram á götuna. — Komdu til Jeimars dænda, sagði Reimar. Þá Jeima gefa nammi. — Nei, svaraði barnið og hristi höfuðið alvörugefið. Hún hafði haft með sér poka af súkkulaðikúlum og var að jóðla nammi þarna yst á fjöl- inni hvort sem var, sú stutta. Mér fannst Reimar orðinn full hægur í tali og hreyfing- um, rétt eins og gramma- fónsplata sem á að vera á 45 snúningum en hefur óvart verið sett á 33. Hann reyndi fyrir sér með traustleika fjal- arinnar og bjóst til að sækja systurdóttur sína. — Bless- aður láttu mig heldur skríða, sagði ég. En nei, Reimar. þurfti að láta reyna á þetta. Hann hafði fallið í áliti hjá Kötlu upp á síðkastið og nú átti að endurheimta ást liennar. Ég hefði feginn vilj- að fara út á fjölina. Ég var hreinn sveinn á þessum ár- um og hefði mjög svo viljað að einhver stelpa breytti því ástandi. Ég hafði t.d. örugg- ar heimildir fyrir því að Katla hafði sofið hjá leigubíl- stjóra og væri svo svöl að hún grenjaði ekki einu sinni á eftir. Mig dreymdi sjálfan um að keyra taxa. Reimar skreið út á plankann til að reyna að redda sínum mál- um. Lóló leit niður og var að hugsa um hvort hún ætti að hoppa. Stelpurnar á götunni stundu. Hetjan mikla frá ísa- firði var komin yst og tók barnið í fangið. Hann bjóst til að leggja af staö til baka. En nú heyrðist þessi rosa brestur í spýtunni og ég var ekki viss um að það væri traustabrestur. Framh. í PRESSUNNI eftir viku. Olafur Gunnarsson Hvenær fórstu síðast í kirkju? Síðasta sunnudag. Hvenær fórstu síðast til útlanda? Síð- asta sumar. Til Benidorm. Ætlarðu að sjá Söngvaseið? Ég væri til í það. Hvernig klæðnaður undirstrikar kyn- þokka kvenna? Ég held það sé sá klæðn- aður sem fer hverri konu best. Hvað ferðu oft í klippingu? Á svona 3ja vikna fresti. Hvað gerir þú á sunnudagsmorgnum? Ég sef. Gætir þú hugsað þér að reykja hass? Nei, það gæti ég ekki. Klæðirðu þig eftir veðri? Nei, það geri ég ekki. Syngur þú í baði? Já, alveg einstaklega mikið. Sefurðu í náttfötum? í náttbuxum með blómum. Það er alveg satt! Hvaða ilmvatn notar þú? Photo frá Lag- erfeld. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Kvöldmanneskja. Ferðu einn í bíó? Hef aldrei gert það. Á hvaða skemmtistaði ferðu? Oftast á Yfir strikið. Ertu hrifinn af þungarokki? Nei. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Já. En líf eftir dauðann? Já. Ertu daðrari? Já. Hvað viltu verða miklu rík- ari en þú ert í dag? Þrisvar sinnum. Hvers konar stelpur eru mest kynæsandi? Þær sem eru öruggar með sig. Hvað borðar þú í morgun- mat? Oftast ekkert. Notarðu strætó? Nei, ég á bíl. Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór? Lög- fræðingur, og stefni á það. Við hvað ertu hræddastur? Svikular stelpur. Hvort finnst þér betri ítalskur matur eða kín- verskur? ítalskur. Það er á hreinu. Hugsar þú mikið um í hverju þú ert? Já, ég myndi segja það. Hvað má vera mikill ald- ursmunur á pörum? Það fer eftir hverjum og einum. Horfir þú á veðurfréttir? Já, stundum. Hvaða bílgerð langar þig í? Mig langar ótrúlega mikið í Citron bragga. Segir þú oft brandara? Já, alveg glataða brandara. Kanntu að elda? Já. Ferðu oft í megrun? Nei. Hef aldrei þurft þess. Finnst þér Simpson-fjöl- skyldan skemmtileg? Al- veg rosaleg. Hvernig ferðalag langar þig í? Sex mánaða heims- reisu. Hefur þú eitthvað mottó í lífinu? Að reyna að vera ég sjálfur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.