Pressan


Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 8

Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAÍ 1991 Sjálfseignarstofnun Gísla Sigurbjörnssonar, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, er eigandi óskráðs sjóðar, Styrktarsjóðs líknar- og mannúðarmála, sem er meðal allra stærstu einstakra eigenda Eimskipafélags íslands. Markaðsvirði hlutabréfa sjóðsins í skipafélaginu er um 53 milljónir króna. Engar úthlutanir fara fram úr sjóði þessum og hann lýtur engu opinberu eftirliti. Þá er óljóst með öllu hversu miklar upphæðir eru ávaxtaðar af sjóðn- um, en þó þykir ljóst að um tugmilljóna sjóð er að ræða. Tvær sjálfseignarstofnanir, sem Gísli veitir forstöðu, Grund og Dvalarheimilið Ás í Hveragerði, eiga samtals 83 fasteignir og lönd í umdæmi Hveragerðis. Fasteigna- mat þessara eigna er um 240 milljónir króna að núvirði. Þessar tvær stofnanir Gísla eiga 8,2% allra íbúða í Hvera- gerði, en njóta umtalsverðra skattfríðinda af hálfu hins opinbera. Grund á síðan hús elliheimilisins við Hring- braut í Reykjavík og alls 13 íbúðir í næsta nágrenni heim- ilisins. Heildarmat fasteigna Grundar í Reykjavík er um 250 milljónir króna að núvirði. blaðsins má þó dæma að sjóður Gísla á Grund hafi keypt hlutabréf fyrir 200 þúsund krónur að nafn- virði, umfram útgáfu jöfnunarbréfa. TUGMILLJÓNA SJÓÐUR Að sögn Gísla er sjóðurinn alfarið í eigu Grundar og tilgangur hans að vera nokkurs konar varasjóður ef illa fer í rekstri stofnunarinnar. „Það eiga engar úthlutanir sér stað úr sjóðnum, hann er bara til fyr- ir sjálfan sig og ekkert lánað. Tekjur sjóðsins eru arður og vextir. Þetta er ekkert merkilegur sjóður og ekkert óeðlilegt við hann.“ Eimskipafélagið greiðir 10 pró- sent arð á þessu ári. Fyrir útgáfu jöfnunarbréfa var hlutafé Eimskipa- félagsins 929,7 milljónir og arður- inn því um 93 milíjónir. Styrktar- sjóður líknar- og mannúðarmála á 0,92 prósent í Eimskipafélaginu. Sjóðurinn fær því á þessu ári arð upp á um 860 þúsund krónur. Miðað við að sjóðurinn hefur verið til um árabil og hann ávaxtaður á hag- kvæman hátt, en engu útdeilt, má gera ráð fyrir að sjóðurinn eigi inn- eignir upp á tugi milljóna króna, auk hlutabréfanna. Gísli vildi ekkert tjá sig um inni- stæður sjóðsins og kvaðst ekki muna hvenær hann var stofnaður. Dóttir Gísla, Guðrún, vildi heldur ekkert segja um málefni Grundar og Áss. ,,Eg tala ekki við blaðamenn," sagði Guðrún. 250 MILLJÓN KRÓNA FASTEIGNIR GRUNDAR Lauslega áætlað er Styrktarsjóður líknar- og mannúðarmála dæmi upp á um 100 milljónir króna. En Gísli á Grund safnar ekki bara í sjóði, held- ur safnar hann fasteignum í ná- grenni elli- og hjúkrunarheimilisins Tvö heimili Gísla á Grund, hvoru tveggja eignir sjálfseignar- stofnana hans, Tún- gata 20 í Reykjavík og Hverahlíð 4 í Hvera- gerði. Túngötuhúsið er metið á 203 milljónir króna og Hverahlíðar- húsið, alls 311 fermetr- ar, á 11 milljónir. Elliheimilið Grund við Hringbraut, dvalarstaður tæplega 300 öldunga. Vegna langlegusjúklinga eingöngu fékk Grund 211 milljónir króna í dag- gjöld á síðasta ári og þykir ekki mikið miðað við umfang, borið saman við aðrar slíkar stofnanir. Fasteignamat sjálfs elliheimilisins er 167 milljónir króna. Styrktarsjóður líknar- og mannúð- armála er ekki til sem staðfestur sjóður í sjóðaskrá ríkisins og lýtur ekki opinberu eftirliti. Fjármál sjóðsins eru því einkamál Gísla og annarra aðstandenda Grundar. Sjóðurinn er 14. stærsti einstaki hluthafinn í Eimskipafélaginu. Nú er nafnvirði bréfa sjóðsins i Eimskip 9,4 milljónir. Sölugengi bréfa Eim- skips er um 5,67 og er markaðsvirði bréfa sjóðsins því um 53,3 milljónir króna. Það er athyglisvert varðandi þennan hlut sjóðsins í Eimskip að á síðasta ári fór fram hlutafjárútboð upp á 86 milljónir króna og sam- þykkt var að stærstu hluthafarnir myndu falla frá forkaupsrétti sínum. Af yfirliti viðskiptasíðu Morgun- Mynd: Jim Smart. HVBIER GÍSLIÁ GRIIND? Gísli Sigurbjörnsson er fæddur 29. október 1907 og er því 83 ára gamall. Faðir hans var Sigurbjörn A. Gíslason prestur og móðir Guð- rún Lárusdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og rithöfund- ur, sem drukknaði með sviplegum hætti í Tungufljóti árið 1938. Gísli kvæntist Helgu Björnsdóttur Magnúsar stórkaupsmanns í Reykjavík Arnórssonar og konu hans Ólafar Ólafsdóttur. Gísli hefur rekið Grund og Ás um áratuga skeið, en ávallt farið einförum í starfi sínu og hefur á sér blæ þjóðsagnapersónu. Fortíð hans þykir með dularfyllsta móti. Hann var frímerkjakaupmaður um nokkurt skeið og sagður eiga eða hafa átt mjög verðmætt frí- merkjasafn. Þessi iðja reyndist arðsöm, Gísli komst í góð efni og fór á hverju ári til Þýskalands, þar sem hann aflaði sér víðtækra við- skiptasambanda. Árið 1933 stofnaði Gísli ásamt nokkrum öðrum einstaklingum Þjóðernishreyfingu íslendinga, flokk íslenskra nasista. Hann var í upphafi óumdeildur leiðtogi þeirra, af andstæðingunum kall- aður Gitler. Síðar var honum ýtt til hliðar eftir miklar deilur meðal þjóðernissinna. Það var Sigurbjörn í Ási, faðir Gísla, sem stofnaði Grund, en Gísli hefur stjórnað Grund frá 1934 og dvalarheimilinu Ási frá 1952. Hann hefur frá upphafi stjórnað mestu sjálfur, en næstráðendur á Grund hafa verið dætur hans Gud- rún og Helga Gísladœtur. Þá er dóttursonur Gísla staðgengill for- stjórans í Ási. við Hringbraut 50. Fasteignamat heimilisins (10 matshlutar) og lóðar er alls 167 milljónir. Grund er síðan skráð fyrir 13 íbúöum í nágrenni heimilisins. Umræddar eignir eru Blómvalla- gata 12 (Minni Grund), fasteignamat 15,4 milljónir, Túngata20,20,8 millj- ónir, Hofsvallagata 18, 2,8 milljónir, Hofsvallagata 22, 2,8 milljónir, Brá- vallagata 30 (lóð), 2,7 milljónir, Brá- vallagata 40 (fjórar íbúðir), 15,9 milljónir, Brávallagata 42 (tvær íbúðir), 5,4 milljónir, Brávallagata 44, 2,6 milljónir og Brávallagata 50 (tvær íbúðir), 6,3 milljónir. Samtals hljóðaði fasteignamat íbúða, lóða og bílskúra Grundar á þessu takmarkaða svæði upp á 242 milljónir króna þann 1. desember síðastliðinn. Að núvirði samsvarar þetta um 250 milljónum króna. Eru þá ótaldar aðrar eignir Grund- ar, svo sem Líknarsjóður íslands, hvers bankainnistæður eru 3 millj- ónir króna, og tvær bifreiðar, Buick Stillark 1985 og Mitshubishi Lancer 1988. FASTEIGNAMAT í HVERAGERÐI ER 232 MILLJÓNIR Elli- og hjúkrunarheimilin Grund og Ás, sjálfseignarstofnanir Gísla Sigurbjörnssonar, eiga síðan sam- tals 83 fasteignir í umdæmi Hvera- gerðis. Auk viðkomandi lóða þess- ara fasteigna eiga Ás og Grund óbyggðar lóðir og jarðhitaland í um- dæminu upp á 67.500 fermetra. Þessar óbyggðu lóðir og fermetra- tala fasteignanna hljóða samtals upp á 78.100 fermetra og eru þá ótaldar lóðirnar við húseignirnar sjálfar. I fasteignaskrá er fasteignamat byggt á markaðsvirði í samræmi við kaupsamninga, að sögn Fasteigna- mats ríkisins. Fasteignamat mann- virkja Grundar og Áss í Hveragerði (fasteign ásamt lóð) var 1. desember sl. 222,5 milljónir króna. Fasteigna- mat óbyggðra lóða/landa stofnan- anna í umdæmi Hveragerðis er 10,1 milljón til viðbótar. Að núvirði er fasteignamat þessara eigna í Hvera- gerði um 240 milljónir króna. GRUND/ÁS EIGA 12. HVERT HÚSf HVERAGERÐI Af fasteignum Grundar/Áss í Hveragerði eru 48 tbúðir. Heildar- fjöldi íbúða í Hveragerði er 587 og eru þetta því 8,2 prósent allra íbúða eða tólfta hvert hús. Auk þess má nefna 12 gróðurhús, 3 matstaði, 5 verslunar-, skrifstofu- og iðnaðar- hús, þvottahús, heilsugæslu, geymslur og skúra og verkstæði. Obyggðu lóðirnar eru sumarbú- staðaland, 1.300 fm, tvær iðnaðar- og athafnalóðir, samtals 15.770 fm, íbúðarhúsalóð, 5.421 fm og jarðhita- land, 45.000 fm (4,5 hektarar). Fasteignir Grundar og Áss í Hveragerði eru í Brattahlíð 9, 11, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20 og 22, Kletta- Frumskógar í Hveragerði. Stofnanir Gísla eru skráðar eigendur fasteigna númer 1,4,5,6,7,8,9,10,12,13,14 og 16. Bláskógar í Hveragerði. Stofnanir Gisla eru skráðar eigendur fasteigna númer 5,11,13,15 og 17. hlíð 14, 16 og 18, Bláskógum 5, 11, 13, 15 og 17, Austurmörk 2, Frum- skógum 1,4, 5, 6, 7,8, 9, 10, 12, 13, 14 og 16, Heiðmörk 23, 30, 32, 34 og 36, Þelamörk 2 og 26, Varmahlíð 6 og Hverahlíð 8,15,17,19,21 og 23. Hinar 48 íbúðir Áss og Grundar eru af öllum stærðum og gerðum. Forstjóri Áss hefur til umráða 311 fermetra hús við Hverahlíð, hvers fasteignamat er um 11 milljónir. Þá má nefna 334 fermetra íbúð í Varmahlíð 6 upp á 9 milljónir króna. Meðalstærð íbúða Grundar og Áss er 90,5 fermetrar. HVERAGERÐISBÆR GREIP í TAUMANA 1978 Árið 1978 samþykkti Hveragerði Brattahlið í Hveragerði. Stofnanir Gísla eru skráðar eigendur fasteigna númer 9,11,13,14,15,16,17,18,20 og 22.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.