Pressan - 16.05.1991, Side 14

Pressan - 16.05.1991, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAÍ 1991 FJÖLMIÐLAR * Arni Bergmann og verðid á kornflexinu Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun sklptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö. Rannsakið Grund næst Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, hefur verið nokk- uð iðinn við að skrifa um okk- ur á Pressunni í dálki sínum, Klippt og skorið. Það er allt gott um það að segja. Arna þykir Pressan ekki gott blað og kemur það sjálf- sagt engum á óvart. Arni er nefnilega einn þessara manna sem virðast hafa keypt allar skoðanir sínar á sama stað, eins og sagði í ein- hverri bíómynd. Ef maður les Arna reglulega þá er hægt að læra hann smátt og smátt ut- an að. Fyrirstuttu heimfærði Arni eina af uppáhalds-skoðunum sínum upp á Pressuna. Hann sagði eitthvað í þá veru að þar sem Pressan seldist vel væri hún vont blað og vísaði til útbreiddra blaða í útlönd- um. Og af sömu ástæðu væri Helgarblað Þjóðviljans giska gott blað þar sem fáir vildu kaupa það. Og þar sem fáir vilja borga fyrir blaðið þykir Arna sanngjarnt og rétt að þeir sem kaupa sér kornflex borgi eilítið meira fyrir morg- unkornið sitt og þeir pening- ar renni til að greiða Árna og öðrum starfsmönnum Þjóð- viljans laun. Eg er ekki sammála Árna. Ég er ósammála því að álög- ur á almenning séu notaðar til framfærslu annarra en þeirra sem ekki geta bjargað sér sjálfir. Ég tel Árna ekki til þess hóps. Kannski vill Árni ekki líta á ríkisstyrkina sem framfærslu- styrk fólks í óarðbærum störfum heldur menningar- pólitík, en ég er eftir sem áð- ur ósammála honum. Þar sem ég treysti ríkisvaldinu ekki til þess að nota styrki og mismunun til að stjórna at- vinnulífinu, þá treysti ég því enn síður fyrir menningunni. Gunnar Smári Egilsson Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Náttúrulækninga- hælisins í Hveragerði staðfestir fréttaflutning PRESSUNNAR af stórfelldum tilfærslum á pening- um úr almannasjóðum til gælu- verkefna stjórnar Náttúrulækn- ingafélags íslands. Skýrslan leiðir einnig í Ijós að þessar tilfærslur hafa átt sér stað um áratugaskeið. Það hlýtur að vekja furðu að slíkt skuli fá að viðgangast svo lengi án þess að nokkur geri við það athuga- semdir. Það bendir til þess að heilbrigðisráðuneytið og dag- gjaldanefnd spreði peningum í allar áttir án þess að velta því fy r- ir sér í hvað þeir peningar fara. PRESSAN greinir í dag frá gíf- urlegri uppsöfnun eigna í kring- um elliheimilið Grund. Þar kem- ur fram að eftirlitslaus sjálfeign- arstofnun, sem rekur heimilið, á í dag eignir upp á um 600 millj- ónir að lágmarki. Ekki verður annað séð en að fyrir þessar eignir hafi verið greitt að stórum hluta með daggjöldum frá ríkis- sjóði. Mál Grundar er því nýtt mál fyrir heilbrigðisráðuneytið að skoða. Það er ástæðulaust fyrir ráðamenn þar að biða þess að læknar heimilisins eða annað starfsfólk gangi fram og neyði ráðuneytið til að bregðast við. Ástir samlyndra hjóna „Það verður ao segjast eins og er að þessi ríkisstjórn byggist meira á trausti en skjalfestum orðum, meira á ást og kærleika en löngum kaupmála.“ Frlðrik Sophusson Ijármálaráðherra. særir erftur i mMI tilfinningar minar hvarnig mr feóið «6 fora Gullanöi Chopiins. f sfaft |mmu ad v«ra meö fexfa viö kvikmyacnna setn er |»ögul, |>á fér öþoiandi þuior meö fexfann og auk |ra» var mikii ofnoHcun á fónlisfinni. Lá við aö f»oð vwri búfö að eyðileggla |»e«*a meistaraverk kvikmyndanna." HILMAR KARLSSON FJÖLMIÐLARÝNIR DV EN ÞAÐ ER CHAPLIN SJÁLFUR SEM SEMUR TÓNLISTINA OG LES TEXTANN MEÐ. er 6eút „...það er sem möguleikar slíkra þátta tæmist ótrúlega fljótt, innan tíðar eru þeir svo endurtekning sem bítur í skottið á sér. Enda er það svo að inntak þeirra kemst í rauninni fyrir í litlu handbókarkveri,...“ Áml Bergmann í umræðu um kynlífsþættl. Má ekki spyvja mcramar? „Ég held að í framtíðinni verði að fara þá leið að taka blóðprufu úr dæmdum hestum til að koma í veg fyrir svona.“ Slgurður Sæmundsson bóndl I Holtsmúla. MA RBYKJA I VITATEIGNUM ? „í Iífinu hef ég fallið fyrir tvennu, reykingum og knattspyrnu. Knattspyrnan hefur gefið mér allt, en reykingarnar voru að taka allt frá mér.“ Johan Cruyff knattspyrnuhetja. Orökynngi „Voða, voða.voða...41 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandl fjármálaráðherra. Að kunna að taka tapi „Að mínum dómi einkenndist sænska lagið af miklum umbúðum utan um ekki neitt, enda man ég það ekki lengur.“ Svelnn Guðjónsson tónllstarblaða- maður Morgunblaðsins. Sala ríkisfyrirtækja í útvarpsviðtali strax að lokinni stjórnarmyndun lýsti Davíð Oddsson því yfir að meðal helstu verkefna ríkis- stjórnarinnar á kjörtímabil- inu yrði umfangsmikil sala á ríkisfyrirtækjum. Kvað hann reyndar mun fastar að orði um þetta atriði en segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. Það er ástæða til að fagna yfirlýsingu nýorðins forsætisráðherra því mark- miðið er góðra gjalda vert. Mörgum spurningum er þó ósvarað ekki síst um tilgang- inn og aðferðina. Sjálfstæðisflokkurinn — en þó einkum afmarkaður hóp- ur innan hans — hefur iðu- lega látið hátt um nauðsyn þess að selja ríkisfyrirtæki. Lætur nærri að um trúar- atriði sé að ræða. Lítið hefur þó verið um að Sjálfstæðis- flokkurinn færi eftir þessari sannfæringu sinni, eða hefur Davíð Oddsson, borgarstjóri, beitt sér í ríkum mæli fyrir sölu fyrirtækja í eigu Reykja- víkurborgar? Nei. Hann seldi BÚR í upphafi borgarstjórn- arferils síns en síðan ekki sög- una meir. Kannski er ástæð- an sú að sjálfstæðismenn hafa ekki í langan tíma þurft að óttast að missa tök sín á borginni og þar með fyrir- tækjum í hennar eigu. En öðru máli gegnir um ríkis- valdið og ríkisfyrirtækin. Sala ríkisfyrirtækja er ekki markmið í sjálfu sér. Eignar- haldið skiptir ekki höfuðmáli. Tilgangurinn er að bæta þjónustu, hækka verð, auka hagkvæmni í rekstri o.s.frv. Mörg rök hníga að því að einkaaðilum farist þetta bet- ur úr hendi en hinu opinbera. Þó er það ekki einhlítt. Mikil- vægasta skilyrðið er að samkeppni eigi sér stað. Þar sem henni verður við komið er sjálfsagt að selja einkaaðil- um ríkisfyrirtæki. Þetta á t.d. við um ríkisbankana sérstak- lega eftir að innlendur fjár- magnsmarkaður hefur verið opnaður gagnvart útlöndum. Þetta á síður við ýmis opin- ber einokunarfyrirtæki, eins og t.d. Landsvirkjun. Þar með er ekki sagt að óæskilegt sé að selja slík fyrirtæki úr opin- berri eigu heldur eingöngu að þau verða ævinlega að vera undir ströngu opinberu eftirliti, sér í lagi hvað varðar verðlagningu. Tvö önnur sjónarmið a.m.k. verður að hafa í huga við sölu ríkisfyrirtækja. í fyrsta lagi að fyrir þau fáist sanngjarnt verð og að and- virðið renni til réttra eigenda, almennings. í öðru lagi að umfangi og tímasetningu sé þannig háttað að salan raski ekki til muna jafnvægi á fjár- magnsmarkaði og leiði til vaxtahækkunar. Af þessum hugleiðingum er hægt að draga ákveðnar ályktanir um það hvernig eigi að standa að sölu ríkisfyrir- tækja. 1. Gerð verði langtímaáætl- un, t.d. til aldamóta, um sölu ríkisfyrirtækja. Farið verði hægt af stað til að tryggja viðunandi verð og MENN Valdarœningi með klára stefnu Það er stundum sagt um stjórnmálamenn að þeir séu kafbátar. Þá er átt við menn sem berjast hatrammlega undir yfirborðinu fyrir stöðu sinni, svífast einskis til að ná metorðum og völdum. Olafur Ragnar Grímsson er ekki kafbátur. Hann berst reyndar hatrammlega fyrir völdum og svífst einskis eins og þeir. En munurinn er sá að Olafur Ragnar er ekki í kafi. Hann hikar ekki við að sýna bolabrögð sín fyrir allra aug- um. Og hann nær árangri. Hann stal formennskunni í Alþýðubandalaginu beint fyrir framan nefið á flokks- eigendafélaginu. Hann varð síðan fjármálaráðherra þó hann hefði ekki náð kjöri á þing. Hann sat i ríkisstjórn sem hafði ekki meirihluta á þingi lengst af og næstum alla þjóðina á móti sér. Olafur Ragnar var valdaræningi. koma í veg fyrir vaxta- hækkun af þessum sökum. 2.1 fyrstu atrennu verði seld fyrirtæki sem tryggt er að lendi í samkeppni. Við sölu einokunarfyrirtækja síðar meir verði komið á fót ströngu opinberu eftirliti með rekstri þeirra. 3. Andvirðið af sölu fyrir- tækja í opinberri eigu verði eingöngu notað til að minnka skuldir ríkissjóðs en þannig má ætla að allur almenningur njóti góðs af. Sala ríkisfyrirtækja á ekki að vera trúarsetning öfga- manna heldur langtímaverk- efni sem skynsamir menn geta sameinast um. Sjálf- stæðismenn með forsætisráð- herra í broddi fylkingar skulda landsmönnum svör við því hvernig þeir vilja tak- ast á við þetta verkefni. Hann komst til valda án þess að nokkur hefði valið hann til þess. Menn ná ekki slíkum ár- angri nema þeir hafi skýr markmið. Og allir vita að pól- itísk markmið Ólafs Ragnars eru skýr; að koma Ólafi Ragnari til valda og halda honum þar. Þó flestir aðrir stjórnmála- menn hafi þessi markmið einnig fyrir sjálfa sig þá eru þeir flestir svo barnalegir að blanda einhverju hugsjóna- jukki saman við. Það vill þvælast fyrir þeim og jafnvel bera þá af leið. En slíkt hendir ekki Ólaf Ragnar. Þess vegna fer hann svona listilega með tölur, til dæmis um stöðu ríkissjóðs. Fyrir honum er þeim ekki ætlað að gefa upplýsingar um stöðu ríkisins heldur tryggja áframhaldandi völd Olafs Ragnars. Þegar þetta er haft í huga er auðveldara að lesa úr línuritunum hans. Sama má segja um ríkissjóð sjálfan. Hans aeðsta hlutverk er að halda Ólafi Ragnari að völd- um. En þrátt fyrir hrein og klár vinnubrögð mistókst Ólafi Ragnari í þetta sinn. Viðreisn- arkrötum tókst að þagga nið- ur í Ólafs Ragnars-armi AI- þýðuflokksins og halda stöðu sinni í biðröðinni að samstarfi við Davíð Oddsson. Ef það hefði ekki gerst hefði Ólafur Ragnar ruðst fram fyrir og farið í stjórn með íhaldinu. Og nú hefur Ólafur Ragnar ekki aðra valdastöðu en sem formaður Alþýðubandalags- ins og hann mun missa hana á næsta landsfundi. Þar ráða reglur flokksins en það er spurning hvort hann mundi ekki missa embættið hvort sem væri. Eftir kosningasigur landsbyggðarinnar innan Al- þýðubandalagsins er Stein- grímur J. sjálfkjörinn formað- ur. ÁS o o * HAN/h/ VÁfc IL-LA fy&ZKALLf&UZ- SÁ tfiW /AíKLi' AWPÍ yoG- S>DTDTtf. LtT ð/cfcup. FÁ SGTitfM HÁLFfitN MiUTA&b! ViP \£Kí>(aM Ai> œ$A 3TÆ&R; NPcSTLEimWffi K&A5SArJPi! JAMM DGr T/feTAj B& VEiT f>4£> VÁN\ MifJtV Af> Þit- LAí ftftpaðfcyrif) etv é<? áu't At> HAfílsíicafl Ktfifc- NTÓTÍ SÍW £>ETup. \ UimN&ítXSMUM HÁLFDÁM UGÓ-i ££ SEMDUe tÍL \CxMA \ 5 \UA FYV-Sna TbT- JíM H£ype>i\ÁAifr, sæta f/BTLAfi&A 4í> PtflAÁ&AS®? HBi HéU Aí> AUJfí VÆP« LiTLifC QrlNUfc OG- SfcáE/fr£>tet SféA VAR ÞAP AÐ fdtJ- Vee^AR VÆBiA oRí>Mip LiTUF- A& þC{R. SnÍF[ M/A i' AMDiS-IÁMSLoFTíáJia? HC He WP.A AÐ «6 ro n re V) 8 c 2 re E ra LL

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.