Pressan - 16.05.1991, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAI 1991
TENGSL
Finnur Torfi Stefánsson
tónskáld er Gaflari eins og
Magnús Ólafsson leikari
sem er líka prentari eins og
Sigurdór Sigurdórsson
blaðamaður sem einu sinni
var söngvari eins eins og
Engilbert Jensen verslun-
armaður sem er mikill
stangveiðimaður eins og
Steingrímur Hermanns-
son alþingismaður sem
lærði í Ameríku eins og
Sigurjón Sighvatsson
framkvæmdastjóri sem er
ættaður frá Akranesi eins og
Teitur Þórðarson þjálfari
sem gerir það gott í Noregi
eins og
Eiríkur Hauksson poppari
sem er stúdent frá MS eins og
Sigurður Kolbeinsson við-
skiptafræðingur sem eitt
sinn vann á Stöð 2 eins og
Helgi Pétursson í Ríó tríói
sem eitt sinn vann á frétta-
stofu RÚV eins og
Hermann Sveinbjörnsson
fréttamaður sem er líka lög-
fræðingur eins og
Finnur Torfi Stefánsson
tónskáld.
EKKERT
OJBJAKK
TAKK!
Hvað œtli ömmurnar okk-
ar segi núna? Ef þær halda
ad sodin ýsa með tómat-
sósu, saxbauti frá fCEA,
Ora fiskibollur eða SS-pylsur
séu ennþá uppáhalds
matur reykvískra barna,
þá er það misskilningur.
Ef marka má vísinda-
lega könnun í blaði 6. bekk-
inga í Vesturbæjarskóla, 6.
bekkjar Eddu, þá er ís-
lenskur matur óttalegt oj-
bjakk, en ítalskur matur því
mun girnilegri.
I sama blaði kemur glöggt
fram að Bandaríkin eru fyr-
irheitna landið, þangað vilja
flestir fara. Og auðvitað er
enskan miklu vinsælli en t.d.
swahíli, danska og esperan-
tó.
Riflega helmingur þeirra sem tóku afstöðu völdu pitsu, lasagne
eða annan ítalskan mat. Einn valdi slátur, annar svið og þrír
nefndu hamborgara. Soðin ýsa komst ekki á blað, ekki einu sinni
með tómatsósu.
EF MANNILIÐUR VEL I SKITNUM
ÞÁ Á MAÐUR AÐ HALDA KJAFTI
Gunnar Eyjólfsson leikari
og skátaforingi kom með
óvenjulegt innlegg í umrœð-
una um stjórnarmynstur á
miklum hitafundi hjá Al-
þýðuflokknum á dögunum.
Gunnar sagði einfalda dœmi-
sögu:
Einu sinni var farfugl hér á
landi. Þegar hinir fuglarnir
voru að búa sig til brottfarar
fannst honum landið allt í
einu svo fallegt að hann
ákvað að fara hvergi.
En svo fór að kólna í veðri
og leist fuglinum þá ekkert á
og ákvað að yfirgefa klak-
ann. Ekki hafði hann flogið
lengi er hann lenti í hríð ein-
hvers staðar fyrir sunnan
land, sneri við og brotlenti á
sunnlenskum sveitabæ. Þar
lá hann á jörðinni og var að
krókna úr kulda þegar belja
kom að og skeit á hann.
Þá fór hann að hjarna við
og leið fljótlega svo vel að
hann fór að syngja af gleði.
En nú birtist kötturinn á bæn-
um, reif hann upp úr drull-
unni, þreif hann allan og át
hann.
Gunnar sagði að þessi litla
saga gæti kennt mönnum
þrennt: Sá sem skítur á mann
þarf ekkert endilega að vera
verstur. Og sá sem þrífur
mann þarf ekki endilega að
vera bestur. Að endingu: Ef
manni líður vel í skítnum á
maður að halda kjafti.
Gunnar Eyjólfsson: Sá sem
skítur á mann þarf ekki endi-
lega að vera sá versti.
■
gKagwia- K IjIl
: tfliV « 'T "
VARIÐ YKKUR
Á TETRIS
Ef marka má orð banda-
rísks öldungardeildarþing-
manns, þá er vissara að
vara sig á tölvuleiknum Tet-
ris, sem ku vera jafnvinsæll
ef ekki vinsœlli en sjálfur
Super Mario. Þingmaður-
inn heldur því nefnilega
fram að leikurinn sé skipu-
lagt plott frá Moskvu, vœnt-
anlega til að koma höggi á
Bandaríkjamenn.
Hið rétta mun hins vegar
vera, að fátækur prófessor
við háskóla í Moskvu, Paj-
itnov að nafni, fór að fikra
sig áfram við að búa til
tölvuleik. Án þess að pró-
fessorinn ætlaði sér nokk-
uð annað en veita sjálfum
sér ánægju varð leikurinn
svo vinsæll að hann gekk
manna á millum í Moskvu
og var kominn á hverja ein-
ustu einkatöivu þar í borg á
örfáum vikum.
Síðar var honum smygl-
að til Búdapest og þaðan
komst hann í hendur stór-
framleiðenda á Vesturlönd-
um. Þegar hér var komið
sögu fóru ráðamenn í
Moskvu að ranka við sér og
sömdu þeir við vestrænu
framleiðendurna um út-
gáfuréttinn.
Samkvæmt upplýsingum
erlendra tölvublaða hefur
leikurinn selst í slíku millj-
óna upplagi, og það mundi
jafngilda 10 platínuplötum
hjá hljómplötuframleið-
endum. Rússneski prófess-
orinn er hins vegar jafn fá-
tækur og fyrr. Eina umbun-
in sem hann hefur fengið er
ferðalag til Bandaríkjanna,
sem var hans fyrsta ferð út
fyrir landsteinana.
íslendingar virðast hafa
tekið leiknum jafnvel og
aðrir Vesturlandabúar, því
samkvæmt upplýsingum
hjá Tölvudeild Magna seld-
ist fyrsta sendingin upp af
leiknum í Nintendo formi
og er eftirspurnin stöðug.
KYNLÍF
Gydjur
Yoko Ono var hér á ferð-
inni til að fylgja sýningu
sinni úr hlaði. Þessi jap-
anska kona var rökkuð nið-
ur á sínum tíma og kennt
um það að Bítlarnir lögðu
upp laupana. Hún var sú
sem hafði tælt John og af-
vegaleitt hann. Á Vestur-
löndum geta konur verið
tvenns konar, samkvæmt
einhverri óútreiknanlegri
formúlu, góðar eða slæm-
ar. Góda konan er sú
móðurlega sem er fórnfýs-
in uppmáluð og lifir fyrir
það að gera öðrum gott.
Sem kynvera er hennar
fullnægja fólgin í fullnæg-
ingu makans — sjálf hefur
hún engar sérstakar kyn-
ferðislegar þarfir — hún
lætur þær að minnsta kosti
ekki í ljós. Hin ímyndin, af
þessum hefðbundnu kven-
ímyndum, er slæma kon-
an. Sú sem er eigingjörn,
tælir og dregur aðra í svað-
ið með sjálfselsku sinni.
Sem kynvera hefur hún
kynferðislegar þarfir en ef
hún lætur þær í ljós er hún
lauslætisdrós, mella eða
eitthvað þaðan af verra.
— nýjar kvenfyrirmyndir
Orðatiltækin „hrein mey“
og „óhrein mey" eru mjög
skýrt dæmi um þetta. Hún
er fyrsta flokks sem
„óspjölluð mey“ en annars
flokks sem „spjölluð mey“.
Furðulegt að konur séu
stimplaðar hreinar eða
óhreinar við það eitt hvort
limur fari inn í leggöng eða
ekki — er þá limurinn
svona mikill meyjarspillir?
En hvorugar konufyrir-
myndirnar eru neitt sér-
staklega heiibrigðar eða
uppörvandi, heldur eru
þær afskræmd mynd af því
sem konur eru og geta ver-
ið. Kvenfólk, og örugglega
karlmenn líka, vantar heil-
brigðari fyrirmyndir um sig
sem kynverur.
Önnur japönsk kona,
Jean Shinoda Bolen, sem
er starfandi geðlæknir hef-
ur skrifað bók (Goddesses
in everywoman, Harper og
Row 1984) þar sem hún
fjallar um það sem hún kall-
að „gyðjurnar í hverri
konu“. Hún fær sjö gyðjur
að láni úr grískum goða- og
gyðjufræðum þar sem hver
og ein gyðja stendur fyrir
ákveðna persónuleika-
þætti. Bolen hafnar þess-
um hefðbundnu, takmörk-
uðu ímyndum sem konur
hafa af sjálfum sér sem kyn-
verum og kýs að leggja
fram nýjan valkost. Hún
segir að hver og ein kona
hafi í sér sjö gyðjur, sem eru
misráðandi eða áberandi á
hverjum tíma fyrir sig. Mér
finnst ólíkt huggulegra og
skemmtilegra að samsama
mig gyðjum heldur en tak-
markaðri og kjánalegri
flokkun á konum í góðar
mömmur eða slæmar, tæl-
andi konur.
Mig langar að tæpa á
þessum gyðjum og konur
geta spurt sig í leiðinni
hvaða gyðja eða gyðjur séu
mest áberandi í þeim þessa
stundina. Hver og ein gyðja
hefur bæði kosti og lesti.
.. . Furdulegt ad
konurséu
stimplaðar
óhreinar viö þaö
eitt aö limur fari
inn í leggöng.
Artemis, veiði og tungl-
gyðjan, er tákn fyrir sjálf-
stæðiseðli og framagirni
kvenna. Henni tekst vel að
keppa að þeim markmið-
um sem hún setur sér —•
kannski hin dæmigerða
kvenréttindakona. Artemis
var ekki við karlmann
kennd, heldur var sjálfri sér
nóg og naut félagsskapar
annarra kvenna og var
mikil systir í sér. Hún á það
til að vera tilfinningalega
fjarræn og sýna kannski
helst til of mikinn kulda.
Aþena, gyðja visku og
handmennta, er kona
skynseminnar, hefur mikið
sjálfstraust og lætur vits-
muni ráða frekar en tilfinn-
ingar. Hún viðurkennir að-
eins annað foreldri sitt, föð-
urinn, er mikil pabbastelpa
og á auðvelt með að mynda
sterk tengsl við karlmenn.
Kannski sjálfstæðiskona
fram í fingurgóma. En kost-
ir hennar eru líka löstur,
hana skortir samhygð við
konur og skilur lítið í kon-
um sem koma saman til að
skynja betur sinn styrk.
Hestia, gyðja heimilisins,
er konan sem nýtur ein-
veru og er þolinmóða
frænkan sem veit allt milli
himins og jarðar. Hún varp-
ar frá sér einhverjum and-
legum ljóma. Hestia er lítið
félagslynd svo að það jaðr-
ar við félagslega einangr-
un. Hera, gyðja hjóna-
bandsins, er konan sem
finnst megin hlutverk sitt
vera að vera eiginkona.
Það að vera nemi, móðir
eða á framabraut höfðar lít-
ið til hennar. Heru er mikil-
vægt að finna góðan mann
og vera honum trú og trygg
eiginkona. Hún er einnig
afbrýðisöm og á erfitt með
að koma sér út úr sam-
böndum sem eru niður-
brjótandi. Má segja að hún
sé „kona sem elskar of mik-
ið“. Demeter, einnig kölluð
Ceres (sbr. Cherioos) er
gyðja landbúnaðar og
korns. Hún er móðirin, sú
sem nærir og verndar
börnin sín og sýnir mikla
gjafmildi. Henni hættir til
að vera of háð öðrum, að
detta í þunglyndi og verða
fyrri ótímabærri þungun.
Persephone er dóttirin og
sú sem er meiri þiggjandi
en þátttakandi í lífinu. Vill
gjarnan þóknast öðrum,
hefur mikið hugmyndaflug
en stundum svolítið óraun-
sæ og úr tengslum við raun-
veruleikann. Loks er það
Afródíta, eða Venus, gyðja
ástar og fegurðar. Hún nýt-
ur ástar, kynlífs og þess fal-
lega sem lífið hefur upp á
að bjóða. Sköpunargáfan
fær útrás í barneignum
og/eða listum. Hún er
kvenleg og full munúðar.
Hættir til fjöllyndis og á
stundum erfitt með að sjá
fyrir afleiðingar gjörða
sinna. Hvaða gyðjur eru að
brjótast um í þér þessa dag-
ana?
Spyrllö Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf e/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík