Pressan - 16.05.1991, Side 19

Pressan - 16.05.1991, Side 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAl 1991 19 allt um tlppi Maöurinn hefur stærsta tippi prímata, en er meö smátt tippi miðað viö margar aðrar dýrategundir. Meðal-tippi á nauti er til dæmis sex sinnum lengra en tippi mannsins, fíllinn hefur tíu sinnum lengra tippi og meðal tippi á hval er um tveir metrar. Tippi mannsins hefur eng- an vöðva og ekkert bein. Þegar það harðnar og stækkar hleypur blóð út í þrjú hólf úr frauðkenndum svampvef sem umlukinn eru bandvefshimnum. Dýr sem hafa stærri tippi en maðurinn þurfa hins vegar bein til að halda tippinu uppi svo þau komi þeim inn í leggöng kvendýrsins. Sig- urður Hjartarson, sá þekkti tippasafnari, hefur til dæm- is búið til kennaraprik úr beini úr tippi hvals. Tippi eru misstór. Slök tippi geta verið allt frá 5 sentimetrum uppí 18 sentimetra. í risstöðu get- ur tippið hins vegar orðið 9 til 25 sentimetrar. Meðal- lengd á slöku tippi er um 9 sentimetrar og á stinnu tippi um 15 sentimetrar. Það er ekki beint samband á milli lengdar tippisins í slakri stöðu og þegar það rís. „Lítil tippi stækka mest" eins og Eggert Þor- leifsson kvað. Þrátt fyrir lífseigar sögur hafa allar læknisfræðilegar rannsóknir sýnt fram á að enginn kynstofn mannkyns hefur stærri tippi en aðrir kynstofnar. Stærsta þekkta tippi seinni ára er tippi klám- myndaleikarans John Holmes. Það var taliö um 25 til 30 sentimetrar. John Holmes dó fyrir skömmu úr alnæmi, sem hann hefur eflaust smitast af við allan hamaganginn í kringum tippi hans. Truman Capote hafði þá sögu eftir Marilyn Monroe að Errol Flynn hafi eitt sinn spilað lagið: „You Are My Sunshine" á píanó með tippinu á sér. Errol Flynn var talinn hafa eitt af þremur stærstu tippum Hollywood á sínum tíma. Hin tippin til- heyrðu Charlie Chaplin og Humprey Bogart. Fáum sögum fer af stórum tippum íslenskum. Þó er lífseig saga um íslenskan prest sem hafði svo stórt tippi að hann gat ekki valið sér starf sem krafðist þess að hann gengi í buxum. Tippi Grettis Ásmunds- .sonar er hins vegar þekkt i af því að hafa verið lítið þegar stúlka nokkur gekk j fram á hann sofandi. Þegar i hún hló að því hvað tippið var lítið greip Grettir hana umsvifalaust til sín, sarð hana og kvað vísu á með- an. Flestir menn óttast að þeir hafi of lítið tippi. Stórt tippi er tákn um mikla karl- mennsku og menn með lítið tippi þjást oft af kynferðis- legu óöryggi. Flestar konur segja hins vegar að stærð tippisins skipti ekki miklu máli varðandi frammistöðu karlmannsins í bólinu. Sníp- ur konunnar liggur á ytri hluta skapanna, svo lítil tippi örva hann ekki minna en stór. Kona sem vön er stórum tippum tekur þó eft- ir því þegar hún hefur mök við mann með lítið tippi. Það er mismunandi hvað menn þurfa mikið áreiti til að tippið harðni og stækki. Yngri menn þurfa til dæm- is yfirleitt minna áreiti en eldri. Stinning verður ekki alltaf vegna kynferðislegs áreitis. Erting af þröngum gallabuxum eða titringur frá vélknúnum ökutækjum geta til dæmis valdið stinningu. Það síðarnefnda er ástæöa þess að lang- ferðabílstjórar hafa oft það sem Ameríkanar kalla „diesel dick", sem líklega mundi vera þýtt trukka- tippi á íslensku. Sáðfrumurnar eru aðeins um tvö prósent af sæðis- vökvanum. í vökvanum eru um þrjátíu og tvö mismun- andi efni; meðal annars C-vítamín, B12-vítamín, sink, brennisteinn og kal- íum. Sáðfrumurnar líkjast halakörtum í útliti, eru með haus, háls og hala. Á átj- ándu öld töldu menn sig geta greint pínulitlar mann- verur í sáðvökvanum og ályktuðu að maðurinn fram- leiddi þær en sendi þær síð- an í fóstur inn í konuna. Eistun, sem framleiða sæðið, hanga í pungnum. Ástæðan fyrir því að þau hanga þar er að til þess að framleiða sáðfrumur þarf hitastigið að vera örlítið undir líkamshita. í miklum hita slaknar því á vöðva- lagi sem liggur um pung- inn og það skreppur sam- ingu án þess að fá sáðlát. Eftirsáðlát skreppurtippið aftur saman. Tippi sumra karla getur harðnað nær strax aftur eftir sáðlát en flest tippi þurfa um tutt- ugu mínútna hlé. Þó það sé fátítt, getur það gerst að tippið dragist ekki saman eftir sáðlát og full- nægingu. Það er kallað reð- urspenna. Ef ekkert er gert við þessu í nokkra klukku- tíma geta afleiðingar orðið þær að frauðkenndu svampvefirnir í tippinu skemmast. Ráðið við reður- spennu er að sprauta lyfi í tippið sem fær æðarnar til að víkka út. Þá hjaðnar spennan. Þekktasta fórnar- lamb reðurspennu er sjálfsagt gríski guðinn Príapus, sonurekki ómerkilegri guða og framkallað með því gervistinningu. Þá eru og til gervitippi fyrir þá sem hafa misst sitt eigið vegna sjúk- dóma eða slysa. Þau eru þó frekar notuð bólfélaganum til ánægju en þeim sem ber þau. Konur geta gert sór upp fullnægingu en körlum er það tæknilega næstum ómögulegt. Konur geta einnig orðið barnshafandi án þess að hafa fengið full- nægingu en karlar gátu ekki, fyrir tíma sæðis- banka og glasafrjóvgunar, getið konu barn án þess að hafa fengið fullnægingu. Ef til er náttúrleg ástæða fyrir knýjandi þörf karlmanna fyrir að standa sig í rúminu er þetta líklega hún. Tippi í ýmsum myndum er velþekkt frjósemistákn í næstum öllum trúarbrögð- um. í frumstæðari trúar- brögðum birtist tippið sjálft en í seinni tíma trúarbrögð- um ertáknmynd þess betur falin. Kirkjuturnum hefur þannig verið líkt við stinnt tippi og í anda þess var Hall- grímskirkju líkt við „himna- böll" í þekktu níðkvæði um bygginguna. Þá hafa tákn- fræðingar, og kannski ekki síst kvenfrelsis-fræðingar, fundið tippatákn á ólíkleg- ustu stöðum. Franskar brógettur, eldflaugar, jafnt Scaud og Patriot, varalitir, Havana-vindlar, skýjakljúfar, Eiffel-turninn, þýskar pulsur. Allt eru þetta tippi að meira eða minna leyti. an i kuldum. Þannig er hitastiginu stjórnað til að eistun séu alltaf jafn klár í sáðfrumu-framleiðslu. Annað eistað, vanalega vinstra eistað, hangir neðar en hitt í pungnum. Það varnar því að þau rekist saman. Eitt það versta sem hægt er að gera manni er að sparka í punginn á honum. Þó flestum þyki sársaukinn ólýsanlegur þá hafa sumir reynt að lýsa honum: „Það er eins og einhver sé að rífa úr manni magann með gler- brots-hring á hverjum fingri," er ein tillaga. „Eins og að rýtingur sé rekinn upp um endaþarminn," er önnur. Fullnæging karlmannsins varir í um tíu sekúndur. Það er mögulegt, þó það sé fá- títt að karlinn hafi sáðlát án þess að fá fullnægingu á sama hátt og það er fátítt en mögulegt að fá fullnæg- Díónísusar og Afródídu. Príapus var með mikla og eilífa stinningu og asnar, tákn lostans, voru færðir honum til fórnar. Á hverri nóttu stinnist tippið allt að fimm sinnum og hver stinning varir í allt að hálfa klukkustund. Þetta gerist einnig hjá þeim karlmönnum sem eiga í vandræðum með að fá tippið til að rísa í vöku. Til eru ýmis ráð til að glíma við tippi sem ekki vill rísa. Algengast er að orsakirnar séu sálrænar en það eru til ýmis hjálparmeðöl fyrir þá sem annað hvort vilja ekki leita þeirra eða hafa ekki þolinmæði til að bíða eftir að þær finnist. Til eru reð- ur-spelkur og eins þekkist að siliconi sé sprautað í tippið og þannig framkölluð eilíf standpína. Þá eru fram- kvæmdar aðgerðir þar sem vökva er komið fyrir í blöðru í kviðarholi karlsins. Hann getur síðan pumpað þess- um vökva út í túbu sem grædd hefur verið í tippið Þrátt fyrir aö karlmaðurinn I hafi skilið eftir sig reður- tákn út um allar trissur er honum meinilla við að sýna tippið á sér. Það liðu áratugir frá því að fyrsti beri kvenmaðurinn sást á hvíta tjaldinu og þar til tippi sást þar í fyrsta sinn. Og þó bæði íslenskar leik- konur og þekktar Holly- wood-leikkonur komi reglulega fram naktar heyrir það til undantekn- inga að karlleikarar sýni á sér tippið. Ef það gerist þá er það slappt en aldrei í fullri stinningu. Ef slíkt sæ- ist í kvikmynd færi hún sjálfkrafa í dreifingu með klámmyndum. Til þess að koma í veg fyrir að stinnt tippi sjáist í kvik- myndum sem fara í al- menna dreifingu hefur verið búin til sérstök gerð kyn- maka fyrir hvíta tjaldið. Þau 1 fara þannig fram að karl- maðurinn er fullklæddur meðan á forleiknum stend- ur. Dæmi um þetta eru sen- ur í Sea of Love þar sem Al Pacino er fullklæddur og snýr bakinu í myndavélina til öryggis á meðan Ellen Barkin er kviknakin. Grófara dæmi af sömu sort er ein þekktasta B-mynd allra tíma, Kvenholli kúrekinn, þar sem kúrekinn lá full- klæddur ofan á kviknöktum konum hist og her um villta vestrið. Hann virtist ekki einu sinni treysta sér til að renna niður buxnaklaufinni. ru uppiu KUmi fyrir í öllum trúarbrögðum hafa fá þeirra búið til sérstaka sköpunarsögu um það. Yoruba- ættbálkurinn í Nígeríu kann þó eina. Hún er á þálundað þegar skaparinn var að móta mann og konu úrleirfestist lítill afskurður við aðra leirveruna. Síðanhefur karlmaðurinn gengiðmeð tippi framan á sér. Tippið hefur orðið síst fyrir- ferðarminna í trúarbrögð- um tuttugustu aldar, eins og Freudisma og kvenna- bókmenntum. Það er einnig áberandi í rokkinu sem er líklega áhrifamest af nýju trúarbrögðunum. í Stjörnu- bíói má nú sjá útfærslu Oli- vers Stone á þekkasta at- burði ævi Jims Morrison; þegar hann sýndi tippið á sér á tónleikum og var dæmdur fyrir. Þó það komi ekki fram í myndinni segir sagan að hann hafi boðist til aö sýna dómurunum tippið í réttarsalnum. En grúppu- pían Cynthia „Plaster" Caster hefur náð lengst í að sam- ræma rokk og tippadýrkun. Á sjöunda áratugnum tók hún gifsafsteypu af stinn- um tippum allra rokkara sem hún komst yfir. í safni hennar eru afsteypur af tippum Jimis Hendrix, Jimmys Page og fleiri. Gunnar Smári Egilsson safnaði saman

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.