Pressan - 16.05.1991, Page 20

Pressan - 16.05.1991, Page 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAI 1991 WÍ)jlU’ í§lcit§ftat JljÓðC’Öflltt’ Ofbeldi á heimilum er ekkert nýtt fyrirbæri, þótt í seinni tíö hafi þaö fengið dýpri og alvarlegri merk- ingu með tilkomu kvenna- athvarfsins og rannsókna ýmiss konar sem fylgt hafa nýútskrifuðum félagsfræð- ingum og félagsráðgjöfum. Sjómaður á Austfjörðum mátti búa við stanslaust of- beldi af hendi konu sinnar þá fáu tíma sem hann var heima hjá sér í landlegum. Félagar hans á togaran- um sýndu honum yfirleitt mikla nærgætni og hugul- semi þegar aftur var út á sjó komið og reyndu í lengstu lög að komast hjá því að strá salti í sárin. Hann þurfti því ekki að gefa neinar nákvæmar skýringar þótt hann kæmi útklóraður um borð. Og var látið gott heita þótt ávallt segði hann sjálfur að fyrra bragði: En eitt skiptið kom hann um borð eftir 30 tíma land- legu, ekki bara útklóraður, heldur með glóðarauga á báðum. Þá varð félögum hans brugðið sem von er: „Ætli andskotans köttur- inn hafi lamið hann núna?" (Úr sjóarasögum) Hann var utanbúðar- maður í kaupfélaginu, en brá sér þó oft bak við búð- arborðið og hjálpaði til við afgreiðsluna ef svo bar undir. Hann var hins vegar ekkert að hafa fyrir því að fara í hvítan slopp, eða þvo tóbakstaumana sem lágu úr nefinu út á kinnar. Þannig var háttað í búð- inni, að skyrið, kjötið, farsið og allt heila klabbið var saman í einu kjötborði. Húsfrú á staðnum var ekkert allt of ánægð með þjónustuna eða hreinlætið og lét gjarnan bitna á utan- búðarmanninum. Eitt sinn kom hún inn í búðina með mikinn vand- lætingarsvip og arkaði beint að kjötborðinu, þar sem utanbúðarmaðurinn stóð eins og illa gerður hlutur. „Drési, hvernig erskyrið í dag?" spurði hún og glotti hæðnislega. „Það er hvítt," hvæsti ut- anbúðarmaðurinn með nefið og kokið stíflað af tóbaki um leið og hann af- greiddu kerlingu með slummu af skyri. (Úr þorparasögum) '■ ■. Trommuleikarinn Sigurdur Karlsson hefur fengist vidým- islegt annad en trommuleik á undanförnum árum. Arid 1983 geröist hann glugga- þvottamaöur og þremur ár- um síöar hœtti hann alveg aö leika meö hljómsveitum. Hann lœtur sér nú nœgja aö spila fyrir sjálfan sig, auk þess sem hann miölar af þekkingu sinni til ungra trommuleikara. En aöalstarf Siguröar eru gluggaþvottarn- ir og þaö vinnur hann aö mestu í Reykjavík þótt básett- ur sé á Hellu. Hvers vegna varö starf gluggaþvottamannsins fyrir valinu, Siguröur? „Ég kynntist starfinu í gegnum trúarsöfnuðinn Votta Jehóva, sem ég er í, en þeir eru mikið í gluggaþvotti. Ég fékk vinnuna í gegnum kunningja mína þar.‘‘ Hvernig stendur á því aö þeir eru svona mikiö I glugga- þvotti? „Þetta hentar okkur vel, því við viljum sinna trú okkar EG HORFI A GLUGGANN segir Sigurður Karlsson gluggaþvottamaður vel og það þarf tíma til þess. Þetta starf er þannig að mað- ur ræður tíma sínum sjálfur og getur þess vegna unnið hvenær sólarhringsins sem er.“ Hvar þvœröu aöallega glugga? „Eg þvæ út um allt. Fyrir- tæki, einbýlishús og blokkir." Hvernig feröu aö ef þá þarft aö þvo glugga í mikilli hœö? „Ég er með venjulegan gluggaþvottastiga, sem hægt er að lengja upp á 2—3 hæð. Ég fer sjaldan mikið hærra. Ef þess þarf leigi ég körfubíl. Það er þægilegri tilfinning." Er mikiö um aö fólk biöji um gluggaþvott í heimahús- um? „Já, þeir sem vilja sjá út. Annars eru margir sem þvo gluggana sína sjálfir." Er gluggaþvottur sérstök kúnst? „Þetta er eins og með öll önnur störf. Það þarf að ná tökum á því vilji maður ná ár- angri. Víst þarf maður að temja sér ákveðin handtök og læra leiknina. Síðan bætist hraðinn við. Allt þarf þetta að spila saman ef maður ætlar að skila góðu verki." Engin skemmtileg atvik tengd gluggaþvottinum? „Ekkert sem ég man eftir. Þetta er allt rútínulegt." Horfiröu kannski ekki í gegnum gluggann þegar þú ert aö þvo? „Nei, ég horfi á gluggann. Maður er alltaf að flýta sér að komast yfir ákveðið verkefni og getur ekki verið að hugsa um annað á meðan.“ Þú hefur aldrei dottiö í gegnum rúöu? „Nei, en ég hef einu sinni slasað mig. Ég hrapaði úr stiga ofan í kjallaratröppur. Það var hálka og stiginn rann undan mér. Ég tognaði á öxl og var frá vinnu í hálfan mán- uð.“ En er ekki meira aö gera fyrir gluggaþvottamenn á vorin en veturna, þegar ekki er lengur hœgt aö leyna skít- ugum gluggum í skammdeg- ismyrkrinu? „Jú, víst er mest að gera frá apríl og fram í september. Við þvoum líka stundum glugg- ana inni, en þeir eru oft skít- ugir að innan þar sem mikið er reykt." Þvoiö þiö gluggana á sama hátt aö innan og utan? „Nei, þegar maður er að þvo inni verður maður að vera snyrtilegri. Passa upp á húsgögn og teppi og hafa tusku undir. Síðan notum við sérstakt lambaskinn sem tek- ur bleytuna úr sköfunni. Það er seinlegra að þvo gluggana að innan.“ Ef mest er aö gera á vorin, er þá lítiö aö gera í skamm- deginu? „Nei, bara minna. Það eru fyrirtæki sem alltaf verða að hafa hreina giugga, hver sem árstíminn er. Og ef eitthvað er þá eru gluggarnir verri hvað varðar skít og drullu á veturna. Oft eru þeir líka verri daginn eftir að maður þvær þá, ef það gerir vont veður. Maður er líka lengur að vinna verkin á veturna." Er hœgt aö þvo glugga úti í frosti? „Það er hægt, niður að svona fimm stiga frosti. En maður verður auðvitað lopp- inn, þrátt fyrir að maður búi sig vel með gúmmíhanska og ullarvettlinga. Þessu svipar eiginlega til þess að vera til sjós, upp á kuldann að gera,“ segir Sigurður og talar þar af reynslu. „Það er því betra að vera vel á sig kominn, því þetta getur verið erfitt á vet- urna. Sérstaklega í stigunum. En þá er bara um að gera að bíta á jaxlinn." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Garnaflækja eda garnastífla Þegar ég var lítill drengur í Laugarneshverfinu var ég síhræddur við garna- flækju. Einhver hafði sagt mér að litlir strákar gætu auðveldlega fengið garna- flækju ef þeir rúlluðu sér niður brekku. Þá færu öll innyflin í ægilega flækju inni í manni með hörmulegum afleiðingum. Nú á tímum er fremur talað um garnastíflu en garnaflækju enda er það orð nær raunverulegri sjúk- dómsmynd. En í mínum huga er garnaflækja þó fal- legra orð. í garnastíflu kemst fæðan ekki eðlilega leið gegnum garnirnar vegna hindrunar sem lokar henni leið og kemur í veg fyrir eðli- iegar hreyfingar garnanna. Hindrunin getur verið margs konar; algengastir eru svokallaðir samvextir en þeir geta orðið til í kviðar- holi eftir alls konar aðgerðir. Bandvefsstrengir geta myndast sem herða að görn- inni og valda flæðishindrun og allt stendur kyrrt. Önnur algeng ástæða garnastopps er kviðslit en þá treðst görn- in út í kviðslitspokann sem herðir að henni og allt lok- ast. Alls konar þarmabólgur sem valda þykknun á garna- veggnum geta orsakað garnastíflu, æxli í þörmum eða ristli sömuleiðis, gall- steinar og ýmiss konar að- skotahlutir. Stundum treðst ein garnaly kkja inn í aðra og þá stíflast þarmarnir líka. Hvergi hef ég þó rekist á það að kútveltingur lítilla drengja geti valdið garna- stíflu. Einkenni Helstu einkenni eru kvið- verkir, uppþemba, flökur- leiki og oft uppköst. Sjúkl- ingnum finnst hann fullur af lofti eða hægðum og telur að sér muni batna ef honum takist að leysa vind eða hafa hægðir. Hann finnur fyrir slappleika, stundum bogar af honum svitinn og hann á erfitt með að liggja kyrr. Læknir sem kemur og skoð- ar slíkan sjúkling áttar sig yf- irleitt fljótt á því sem að er. Hann finnur fyrir eymslum þegar kviðarholið er þreifað og við hlustun á kviðnum heyrir hann annað hvort engin eða ákaflega dauf og einkennileg garnahljóð. Þá þarf ekki frekar vitnanna við og sjúklingurinn er send- ur inn á næsta sjúkrahús. Þar er yfirleitt framkvæmd rönt- genrannsókn á kvið eins fljótt og tök eru á. Þá koma í ljós, ef sjúkdómsgreiningin var rétt, óeðlilega víðar garnalykkjur með vökva- borði sem þýðir að í görn- inni er mikill vökvi og loft. HÆTTULEGT ÁSTAND Garnastífla er lífshættu- legt ástand. Meltingarkirtl- arnir halda áfram að fram- leiða meltingarsafa eins og ekkert hafi í skorist og þeir taka ekkert tillit til þess að frárennslið er ekkert vegna stíflunnar. Görnin fyrir ofan stífluna fyllist því af vökva og allt eðlilegt vökvajafn- vægi líkamans fer úr skorð- um. Vatn og sölt úr blóðinu leita inn í vökvann í melting- arfærunum og mikil uppköst gera það að verkum að sjúkl- ingurinn þornar upp ef ekk- ert er að gert. Þessi uppsafn- aði vökvi verður hentug gróðrastía fyrir bakteríur og þær berast um allan líkam- ann og veikja viðnámsþrótt og þrek. Blóðstreymið til garnar- innar sem er klemmd getur rénað og drep komist í vef- ina. Þá getur fallið á hana gat og innihald garnarinnar farið út í kviðinn. Slíkur sjúklingur fær lífhimnu- bólgu og þá er oft lítið til bjargar. MEÐFERÐ Þessir sjúklingar eru yfir- leitt settir í aðgerð eins fljótt og auðið er. Flestir fá bót meina sinna. í aðgerðinni er reynt að fjarlægja það sem stíflar görnina og fá fram eðlilegt flæði í gegnum melt- ingarveginn á nýjan leik. Sumir læknast til frambúðar en fá tímabundna bót eftir því hver ástæðan er fyrir garnastíflunni. Almennt ástand skiptir auk þess miklu máli og hvernig líkam- legt þrek er og lífslöngun. Fyrr á öldum meðan menn gátu ekki framkvæmt nein- ar stærri aðgerðir á kviðar- holi dóu þessir sjúklingar eftir nokkurra daga legu. Menn gáfu garnaflækjunni mörg nöfn; eitt þeirra var miserere eða bæn um vægð. Miserere nobis; „miskunna þú oss“. Menn vissu að sjúkdómurinn var banvænn og báðu því um vægð fyrir kvölum og lang- vinnum veikindum. Enginn nefndi bata.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.