Pressan


Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 21

Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 21
21 LISTAPÓSTURINN ✓ Eg dvaldi í öðrum menningarheimi segir Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, kyrfilega staðsett í Breiðholtinu „Ég breytti, bœtti og endur- skodadi fyrri útgáfursagdi Ingibjörg Haraldsdóttir rit- höfundur í samtali við Lista- póstinn. Nýlega kom út safn- bók með áður útkomnum Ijóðabókum Ingibjargar í endurskoðaðri útgáfu en auk þess geymir bókin nokkur ný Ijóð og allmikinn bálk af Ijóðaþýðingum, aðallega úr spœnsku, en Ingibjörg er auk þess að vera Ijóðskáld einn af mikilvirkustu þýðendum okkar. Hún er þessa dagana að þýða seinna bindið afstór- virki Dostojevskíjs, Karam- asov brœðurna. En skyldi það ekki vera einmanalegt starfað vera þýðandi og Ijóð- skáld? „Jú að vissu leyti,“ segir Ingibjörg. ,,En það er bara svo skemmtilegt starf. Ég hef vinnuaðstöðu hérna í kjallar- anum og dvelst þar langtím- um ein með tölvunni." ÞAÐ HAFA VERIÐ LJÓÐIN SEM KOMA TIL MÍN Nú hefur liðiö langur tími á milli bóka þinna en þú hefur verið þeim mun ötulli við þýðingarstarfið. Hefur þig aldrei langað til að helga þig meira skáldskapnum? „Þýðingarnar eru mitt lifi- brauð en mig hefur vissulega langað til að skrifa meira sjálf. Ég veit ekki hvað það verður en hingað til hafa það verið ljóðin sem koma til mín. Ég er kannski ekki meiri sagnamaður í mér en það. Það er öðruvísi að fást við þýðingar en að skrifa sjálf, en það er þó ekki minna vanda- samt og galdurinn er sá að gera ekki minni kröfur til sjálfrar sín.“ HÉLT AÐ LYGIN VÆRI ANNARS STAÐAR Eitt Ijóðanna í bókinni fjall- ar um Moskvuár Ingibjargar. Úr myndabók hugans — Moskva Svo ung Svo fávís og dansaði náttlangt um strœtin Hélt að lygin vœri annars staðar (brot) Við lesturinn kemur manni óneitanlega í hug einhvers- konar uppgjör þitt við þenn- an tíma: „Já, þetta ljóð er satt að segja eina ljóðið sem ég hef ort um árin mín í Moskvu. Þegar ég dvaldi þar orti ég mjög lítið hverju sem það er nú um að kenna. Ég hafði sáralítið verið í útlöndum þegar ég kom til Moskvu og sá heimur sem blasti við mér ■ þar var svo nýr að ég þagn- aði. Það örvaði mig ekki að fara að yrkja á þessum tíma, ég fékk kannski það sem kall- að er menningarsjokk. Ég orti þetta ljóð þegar ég fór til Moskvu aftur og reyndar Kúbu líka eftir allan þennan tíma. Þetta ljóð og önnur í sama dúr eru kannski öllu heldur tilraun til uppgjörs en því uppgjöri er langt í frá að vera lokið.“ Veröld sem var Á rauðu torgi ídögun Veröld sem var og við áttum saman (brot) Oraði þig fyrir þeim at- burðum sem eiga sér stað í Sovétríkjunum í dag? „Það var allt öðruvísi and- rúmsloft. Við komum í þíð- unni þegar Krútsjeff tíman- um var að ljúka og það var ekki fyrr en seinna að allt varð jafn þungt í vöfum og staðnað. Við áttum ekki þessa draumsýn á þessum ár- um sem kynslóðir vinstri manna á undan okkur höfðu átt. Þegar nýjabrumið fór af hlutunum var margt sem kom spánskt fyrir sjónir og það varð ljóst að mörgu þurfti að breyta og færa til betri vegar en mig óraði ekki fyrir því ástandi sem er í dag. Það var margt jákvætt sem bar fyrir augu á þessum tíma og það var ótrúleg lífsreynsla fyrir fólk úr smáþorpi eins og Reykjavík að koma inn í stór- borg með annan eins sæg af leikhúsum, söfnum og sýn- ingum." ÉG HEF ALDREI TILHEYRT NEINUM HÓPI Ingibjörg lauk námi í kvik- myndaleikstjórn frá Moskvu árið 1969. Árið 1970 flutti hún síðan með þáverandi kúbönskum eiginmanni sín- um til Kúbu og var búsett þar í sex ár. Líkt og svo margir námsmenn í austantjalds- löndunum átti hún rœtur í vinstri hreyfingunni hérna heima. A þessum tíma voru miklar hrceringar í Evrópu og innrásin í Tékkóslóvakíu markaði þáttaskil í sögu vinstrihreyfingarinnar. Voru námsmenn í Sovétríkjunum ekki svolítið á skjön við jafn- aldra sína hérna heima? Kannski fulltrúar fyrir annan tíma? „Jú vissulega. Við lentum þarna einhvernveginn á milli. Ég tilheyrði ekki heldur þess- ari frægu SÍA kynslóð sem átti í uppgjöri við Stalínstím- ann. Það var allt liðið fyrir mína Moskvutíð. Munurinn er kannski fólginn í því að sextíu og átta kynslóðin hef- ur alltaf litið á sig sem sam- Inga Elín sýnir í Gallerí List ,,Ég legg mikla áherslu á samspil notagildis og list- rœnnar fegurðar," segir Inga Elín sem opnaði sýningu í Gallerí List á laugardaginn. Sýninguna, sem er önnur einkasýning hennar, nefnir hún Ljósbrot. Ljósið gegnir mikilvœgu hlutverki í verk- unum, enda er um að rœða lampaskúlptúra, loftljós og glermyndir í glugga, Verkin á sýningunni eru ný en þó má sjá skýr tengsl við fyrri verk listakonunnar, einkum ímeð- ferð sígildra forma og sam- spili fegurðar og notagildis. Inga Elín stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólan- um og síðar í Skolen for brugskunst í Kaupmanna- höfn. Þaðan lauk hún námi úr keramík- og glerlistadeild árið 1988. ,,Ég hef mikið unn- ið við hönnun en möguleik- arnir eru mjög litlir fyrir hönnuði hér heima nema að koma því sjálfur í fram- leiðslu." Árið 1987 vann Inga að hönnun ýmissa glermuna fyrir Hadeland glerverk- smiðjuna í Noregi. „Ég var valin úr hópi nemenda í skól- anum til að vinna fyrir Hade- land en möguleikar fyrir hönnuði eru ólíkt meiri er- lendis." Árið 1988 hlaut Inga Elín Kunsthandværkerprisen í Kaupmannahöfn. Hún hefur nú vinnustofu í gömlu verk- smiðjuhúsunum á Álafossi og rekur þar jafnframt lítið gall- erí. stæða heild en ég hef aldrei tilheyrt neinum einum hópi umfram annan. Ég dvaldi þarna í allt öðrum menning- arheimi en jafnaldrar mínir á þessum tíma þó ég læsi auð- vitað blöð og fengi fréttir að heiman. Ég bætti síðan gráu ofan á svart með því að flytj- ast til Kúbu að námi loknu. Þegar innrásin í Tékkóslóvak- íu var gerð 68 var ég uppi í fjöllum á Kúhu ásamt manni mínum sem var að gera heimildamynd. Ég var því með hugann bundinn við allt aðra hluti." NÁMSVALIÐ VAR ÚT í BLÁINN Nú hefur þú aldrei unnið viö kvikmyndaleikstjórn. Voru það ekki vonbrigði eftir svona langt nám á þoí sviði? „Námið sem slíkt nýttist mér aldrei beint enda var námsvalið á þessum tíma al- gerlega út í bláinn. Þegar ég held út til náms árið 63 var ekki einu sinni komið sjón- varp hérna heima. Þetta var því ekki það sem í dag væri kallað praktiskt nám. Á Kúbuárum mínum vann ég við aðstoðarleikstjórn í leik- húsi í Havana. Og svo hef ég skrifað um kvikmyndir í Þjóðviljann hérna heima." Einn svona útúrdúr. Ég sá að eitt Ijóðið í bókinni fjallar um Breiðholtið. Breiðholt (brot) Einhver önnur en ég gæti átt þessa úthverfu daga svipgrátt sumarið reykvískt regnið og vonina þunga til flugs meðan rólurnar ískra Ertu farin að gera Breið- holtið upp líka? „Það getur vel verið. Ljóðið er svona úthverfablús en ég er samt kyrfilega staðsett hér enn sem komið er.“ Rúrek djasshátíö í lok maí Tilgangurinn er ad kynna sem flestar tegundir djasstónlistar Mikil djassveisla verður á vegum Ríkisútvarpsins, djassdeildar FÍH og Reykja- víkurborgar dagana 26. maí til 2. júlí. Hátíðin er samnor- rœn og styrkt af Nordjazz. Á hátíðinni verður lögð áhersla á að kynna sem flestar teg- undir djasstónlistar og verða þáttakendur frá öllum Norð- urlöndum. Erlendir þátttakendur verða alls fimmtán og má þar m.a. nefna Karin Krog eina virtustu djasssöngkonu Norð- urlanda. I för með Krog verð- ur píanóleikarinn Per Husby. New Jungle Trio er frá Dan- mörku og er eins konar útibú stærri frumskógarsveitar þar- lendrar. Forsprakki sveitar- innar Pierre Dörge ætlar að æfa upp samnorræna 14 manna sveit og leiða hana í gegnum nokkur verka sinna á lokatónleikum Rúrek í Borgarleikhúsinu 2. júlí. Kar- in Krog mun einnig koma fram með samnorrænu sveit- inni á lokatónleikunum og þá undir stjórn Pers Husby. Aðrir útlendingar sem leika með Is- lendingunum á hátíðinni eru danski tenórsaxófónleikar- inn Bent Jædig sem hefur um áratugaskeið verið einn fremsti saxófónleikari Dana, sænski trompetleikarinn Ulf Adaker og finnski sving-klar- inettleikarinn Pentti Lasanen sem kemur við þriðja mann. Þá er ótalin eina fullskipaða hljómsveitin sem kemur í heimsókn en það er færeyska „Fusion" hljómsveitin Plúmm en hún hefur undan- farið verið fulltrúi Færeyinga víða um Norðurlönd. Alls verða á dagskrá Rúrek ríflega fimmtíu uppákomur víðsveg- ar um bæinn utandyra sem innan. Öll kvöld verður boðið upp á lifandi tónlist og eru það veitingahúsin Tveir vinir, Púlsinn, Djúpið og Kringlu- kráin sem verða með djass- músík hátíðardagana. Auk þessa verða tónleikar á Hótel Borg flesta dagana.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.