Pressan


Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 24

Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAÍ 1991 Er ástin besta ástsðan faraí vinnuna? Ástarsamband á vinnustað getur kostað þig meira en rifna skyrtu. Bölvun og sæla þess að sofa hjá vinnufélaganum. Hvernig það getur endað með skelfingu eða endalausri hjónabandssælu. Og hvernig það er að hrífast af og giftast vinnufélaganum og komast síðan að því að þú vinnur ekki bara með ,manninum þínum heldur hjákonunni hans líka. m "z wm mm mm . i Helgi Biörasson og Vil- borg Holldórsdóttir; loik- listargydjan kynnti þau. Fyrsti dagurinn í vinnunni er alltaf sá besti, þó ekki sé nema fyrir þá einu ástæöu, að þér gefst tækifæri til að mæla út alla nýju vinnufélagana af hinu kyninu. Það getur verið mun skemmtilegra að spá í strákana í vinnunni en á barnum, þó ekki sé nema vegna þess, að þeir drafa ekki í eyrun á þér og slefa á hálsinn á þér. Þú getur líka verið viss um að þið eigið eftir aö kynnast nánar. Spurning er bara hversu mikið nánar. Það er eiginlega alveg ótrú- legt, á þessum síðustu og verstu tímum sem við lifum á, þar sem fólk er tengdara vinnunni en fé- lögum sínum, að reynt skuli að aðskilja þetta tvennt; vinnu og ástarsambönd. Fyrirtæki sem leggja bann við samböndum milli starfsfólks síns gera ekkert annað en ýta undir allskyns leynimakk og pukur, sem kannski væri betra að vera án á vinnustað. En það er auðvitað þar sem ástarsambandið þrífst. Það vita allir, hvort sem þeir vilja kannast við það eða ekki, að daður blómstrar á vinnustöð- um. Oft er það ekkert annað en saklaust krydd og lífgar upp á gráan hversdagsleikann. Gerir það auðveldara að vakna á morgnana og vinnuna skemmti- legri. LOSTINN EYKST EF AÐDRAGANDINN ER LANGUR Þar sem fæst ástarsambönd enda jafn ánægjulega og þau byrjuðu getur verið vissara að halda kynnum sem byrja á vinnustað sem lengst á þessu fyrsta daðurstigi. Leyfa því að þróast á vikum og mánuðum, áður en fyrsta skrefið er stigið. Þú fylgist með honum á hverj- um degi, dregur allar samræður á langinn af minnsta tilefni og reynir, svo lítið beri á, að komast að sem mestu um hans kvenna- mál. Þegar kynnin hafa náð að þróast í dálítinn tíma geturðu farið að stinga upp á því að þið farið saman út í hádeginu eða fáið ykkur í glas eitthvert kvöld- ið, þegar þið hafið bæði verið að vinna frameftir. Þessi daglegu samskipti auka löngun ykkar beggja jafnt og þétt, þar til þú ákveður að stíga skrefið til fulls. Vertu viss, að það er óhætt. Lostinn sem leysist úr læðingi eftir þennan daðursfulla og langa aðdraganda er þess virði að beðið sé eftir honum. Fyrsta stefnumótið með vinnufélaga er ekkert venjulegt fyrsta stefnu- mót. Þið eruð bæði orðin jafn óþolinmóð að bíða. Og biðin er eins og langur forleikur, hún ger- ir ekki annað en æsa upp löng- unina. Er hægt að ímynda sér nokk- uð eins frábært og að vinna á sama stað og elskhuginn? Sjá hann á hverjum degi. Allan dag- inn. Vita alltaf af honum ein- hvers staðar nálægum. Eða hvað? Ekki þegar samband ykkar er orðið á allra vitorði og þú tek- ur skyndilega eftir því að bros hans er orðið að geiflu. Ekki bætir úr skák að áður velþegnar ábendingar hans um ýmislegt hvað varðar vinnuna eru farnar að fara ískyggilega í taugarnar á þér og minna meira á óþolandi afskiptasemi. ÁSTFANGNIR VINNUFÉLAGAR Það er miklu algengara en margir kannski ætla að hjón kynnist á vinnustað. Satt að segja þá eru ansi miklar líkur á því að þú hittir tilvonandi maka þinn í vinnunni. Ef þú hefur ekki þegar fundið hann í menntó eða á fyrstu árunum í háskólanum. Samkvæmt einhverri bandarískri könnun er næst algengast að makar kynnist þar og ætti ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að flestir eyða mestum tíma sínum í vinnunni. Og ef það er ekki beinlínis á vinnustað sem fólk kynnist, þá er það gjarnan í gegnum vinnuna. Sigmundur Ernir Rúnarsson myndast með fólki kynni er end- að hefðu í hjónabandi. EINKALÍFIÐ í VINNUNNI Þegar kynni fólks á vinnustað enda með hjónabandi vaknar sú spurning hvernig vinnufélagarnir taka því. Hvort ekki sé fylgst með þróun sambandsins í smáu og stóru og hvort það sé ekki óþægiiegt. Sigmundur Ernir Rúnarsson segist ekki hafa velt því mikið fyrir sér, hvað vinnufélagarnir voru að hugsa, þegar ástin blossaði skyndilega upp milli hans og Elínar Sveinsdóttur. Því þó þau hafi verið búin að vinna lengi saman á Stöðinni og hún búin að handfjatla andlitið á honum ótal sinnum í förðunar- stólnum segist hann ekki hafa tekið sérstaklega eftir henni fyrr en hún byrjaði á fréttadeildinni, fyrst sem skrifta og síðan út- sendingarstjóri frétta. „Hvað vinnufélaganir voru að hugsa skipti mig engu máli," segir hann og bætir því við að þetta hafi verið broslega þægilegt gagn- ýart þeim. AFHJÚPANDIÁSTARBLOSSAR Sigrún Edda Björnsdóttir leik- kona kynntist sambýlismanni sínum Axel Hallkeli Jóhannes- syni, betur þekktur sem Langi Seli, í leikhúsinu, þar sem hann málar leiktjöld og býr til leik- muni, en hún, að sjálfsögðu, leik- ur. Þau hittust fyrst þegar bæði voru að vinna við sýninguna Síldin er komin í Skemmunni og vinna nú bæði í Borgarleikhús- inu. fréttamaður kynntist sinni konu, Elínu Sveinsdóttur, förðunar- dömu og nú útsendingarstjóra, í vinnunni á Stöð 2. Katrín Bald- ursdóttir útvarpsmaður og Eirík- ur Jónsson fréttamaður kynnt- ust á Dagblaðinu-Vísi og Hjálm- ar Jónsson blaðamaður kynntist eiginkonu sinni Ingu Klemens- dóttur setjara á Morgunblaðinu. Þetta eru fáein dæmi úr fjöl- miðlaheiminum, en fjölmiðla- menn eru ekki eina stéttin sem giftist vinnufélögunum. Þórður S. Óskarsson, starfsmannastjóri hjá Eimskip, sagði að það væru nokkur dæmi um að þar hefðu Sigmundur Emir Rúnars- son og Elin Sveinsdóttir höfðu unnið saman lengi óður en ústin blossaði skyndiloga upp; i frétt- unum. Margrét öraélfsdóttir og Pér Eldon; sameinuð i Sy kumtolun um. Sigrún segist ekki hafa verið að velta mikið fyrir sér hvað vinnufélagarnir voru að hugsa þegar sambandið var að byrja að þróast, þó þau hafi haldið því leyndu í fyrstu. „Við lögðum okk- ur fram um að halda því leyndu, til að byrja með. Fannst það eðli- legt, því ef upp úr hefði slitnað hefðum við samt haldið áfram að vinna á sama staðnum. En það var auðvitað ekki hægt lengi. Ekki þegar ástarblossarnir fóru að skína úr augunum." Það hefur ekki verið óþægi- legt að stofna til sambands á vinnustað? „Nei. Þetta var spennandi, eins og alltaf þegar maður verð- ur ástfanginn." Þó nokkuð virðist vera um að fólk stofni til sambanda í leik- hús- og listaheiminum, en það má líka telja víst að manni finn- ist það bara, af því það fólk er meira í fjölmiðlum en margar aðrar stéttir. Sigurður Hróarsson tilvonandi leikhússtjóri Borgar- leikhússins og Lára Stefánsdótt- ir dansari kynntust í gegnum leikhúsið, Margrét Örnólfsdóttir og Þór Eldon drógu sig saman í Sykurmolunum og annað hljóm- sveitarpar er Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Þorvaldsson í Todmobile. PÓLITÍSK ÁST____________________ Rómantíkin blómstrar á flest- um stöðum atvinnulífsins, ef ekki öllum. Meira að segja á Al- þingi og það milli stríðandi fylk-

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.