Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAÍ 1991 9 fjárráð heldur hefði verið talið heppilegt að eiga góð samskipti við lögregluna og styrking íþróttalífs innan lögreglunnar væri hluti af því. Þá má geta um enn eitt blaðið sem Þjóðráð sér um fyrir lögregluna en það heitir Lögreglumaðurinn. Eftir því sem PRESSAN kemst næst þá er það unnið fyrir embættið og fjallar um störf þess. LEITUÐU EFTIR MÁLEFNINU „Það er rétt að forstöðumaður Þjóðráðs hringdi í mig að fyrra bragði og bauðst til að gefa út bækl- ing í þágu málefnisins," sagði Ragn- heiöur Dauídsdóttir, en þar á hún við Áhugahóp um bætta umferðar- menningu. Ragnheiður sagði að það hefði verið talið rétt að hafna þessu boði — meðal annars vegna vangavelta um hvort siðferðislega væri rétt að ráða til þess sérstaka að- ila. Ragnheiður tók reyndar fram að nokkrir aðrir aðilar, sem rækju svip- aða starfsemi og Þjóðráð, hefðu hringt í sig í sömu erindagjörðum. Þjóðráð gaf hins vegar út blað fyr- ir SEM-hópinn nú í vor og munu tekjur af því hafa numið um 7 millj- ónum króna. Af því tók Þjóðráð 27% í kostnað eða tæpar tvær millj- ónir króna. Eftir því sem næst verður komist þá eru Þjóðráðsmenn nokkuð at- kvæðamiklir á þessum markaði. Þeir njóta reyndar ágæts orðspors þar og þykja „kraftmiklir, hug- myndaríkir og áreiðanlegir," eins og einn viðskiptavina þeirra komst að orði. SLÖKKVILIÐSMENN SLITU SAMSTARFI En Þjóðráðsmenn koma víða við. Þeir hafa að undanförnu gefið út blað fyrir Landssamband slökkvi- liðsmanna en þar er meðal annars fjallað um brunavarnir. Tekjur af því fara til reksturs félagsins. Nú hefur samstarfi landssambandsins og Þjóðráðs verið slitið. Að sögn Jóns Helga Gudmundssonar, sem situr í stjórn landssambandsins, þá þótti mönnum sem umsvif blaðsins hefðu verið orðin of mikil. Sagði Jón að mönnum hefði þótt sem málefnið hefði drukknað í auglýsingasöfnun. Einnig sagði Jón að óánægja hefði verið með að Þjóðráð hefði ein- göngu safnað auglýsingum en ekki séð um innheimtu. Það hefði komið sér illa, sérstaklega í ljósi affalla þeg- ar kom að því að greiða auglýsingar. Þjóðráð mun þó áfram vinna fyrir Félag sjúkraflutningsmanna og gefa út blað fyrir þá sem á að koma út tvisvar á ári. FJÖLMARGIR GERA ÚT Á MÁLEFNIN En Þjóðráðsmenn eru síður en svo einráðir á markaðnum. Þar má einnig finna fyrirtæki eins og Maxis hf. í Mjölnisholti 14, Arnarsson og Hjörvar sf. í Hafnarstræti 5 og ís- lenskan markað í Skeifunni. Síðast- nefnda fyrirtækið er reyndar í gjald- þrotameðferð en margt í starfsemi þess þótti í vafasamara lagi. PRESS- AN hefur áður sagt frá starfsemi þeirra í kringum afmælisrit Sól- heimasamtakanna. Þar var leikinn sá leikur að fá málefni lánað gegn þvi að Sólheimasamtökin fengju veglegt afmælisrit. Þrátt fyrir að margir hefðu greitt auglýsingar í það kom ritið aldrei út. Þessir aðilar voru lítið tilbúnir að ræða um starfsemi sina við PRESS- UNA og báru meðal annars fyrir sig trúnað við viðskiptavini. Svauar Kristinsson, framkvæmda- stjóri Þjóðráðs, sagði til dæmis þeg- ar hann var spurður um viðskipta- vini fyrirtækisins að því væri sjaldn- ast flaggað að fyrirtækið væri að vinna fyrir ákveðið málefni. Hann sagði að umfang starfsemi Þjóðráðs væri ákaflega mismunandi, þar væri frá einum upp í fimm starfs- menn — allt eftir umsvifum hverju sinni. Hann tók einnig fram að fyrir- tækið væri í leiguhúsnæði. Hrannar Arnarsson, hjá Arnars- son og Hjörvar sf„ sagði að fyrir- Þjóðráð hf. við Þórsgötu er í nánu samstarfi við lögregluna og málefni á hennar vegum. Maxis hf. við Mjölnisholt. Framtakið fyrir Skjól skilaöi engu inn. nefnilega greiðslu af útsendum mið- um en ekki innkomu. I grein sinni segir Eggert frá því þegar hann eitt sinn hélt til haga miða í happdrætti góðgerðarfélags: „Vinningur, húseign, var stærri en ámóta happadrætti höfðu áður boð- ið. Aldrei kom til dráttar, aldrei var svarað í upplýsingasíma og aldrei fengust upplýsingar um happdrætt- ið, og félagið hætti störfum." AUGLÝSINGAKOSTNAÐUR VEX Það kom fram hjá viðmælendum PRESSUNNAR að kostnaður vegna auglýsinga í kringum safnanir og átök væri sífellt að aukast. Nýleg söfnun sýnir þetta ágætlega. Rauði kross íslands stóð fyrir söfnunar- átakinu „Sól úr sorta“ frá 28. janúar til 12. maí. Safnað var fyrir Kúrda og Afgani og söfnuðust 30 milljónir króna. Að sögn Hannesar Haukssonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins, þá var auglýsingakostnaður um 11% af innkomnu fé eða um 3,3 til 3,5 milljónir króna. Er þá allt með- talið — kostnaður til auglýsinga- stofu fyrir auglýsingagerð og birt- ingar. Hannes tók reyndar fram að það væri vinnuregla hjá Rauða krossinum að nota aldrei það fé sem væri eyrnamerkt átakinu í að greiða kostnað við það. Þá hefur PRESSAN fregnir af því að upphaf einstakra safnana megi rekja inn á auglýs- ingastofur og má þá spyrja: Átak fyrir hvern? Sigurður Már Jónsson En þetta afskiptaleysi opinberra aðila er ekki vegna þess að ekki séu dæmi um misnotkun á góðsemi al- mennings. Fyrir nokkrum árum kom upp mikið hneyksli í Finnlandi vegna söfnunar í nafni Sameinuðu þjóðanna. Hún varð gjaldþrota og þurfti aðalskrifstofa SÞ að hafa af- skipti af málinu til að mjarga nafni samtakanna. Nýlegt dæmi má finna í sambandi við aðstoð við Kúrda í ír- ak en þeim voru sendar ónýtar vör- ur — sem virtust hafa verið sendar meira til að leysa söluvandamál í heimalandi sendandans. Sömu sögu má reyndar segja um ýmsar þær vörur sem íslendingar hafa sent í gegnum tíðina. Hér heima eru þekkt málefni Hjálparstofnunar kirkjunnar þar sem söfnunarféð fór að miklum hluta í eignaumsýslu hér heima. Annað nýlegt dæmi er söfnun fyr- ir hjúkrunarheimilið Skjól fyrir þrem árum. Dæmið um Skjól telst reyndar ekki mjög alvarlegt en það sýnir vel þann vanda sem við er að glíma. Að sögn Rúnars Brynjólfs- sonar framkvæmdastjóra Skjóls þá gekk söfnunin illa og kom nánast aðeins inn fyrir kostnaði. Rúnar hélt þó að hægt væri að tala um 200.000 króna hagnað en átakið var um- fangsmikið og voru meðal annars sendir gíróseðlar um allt land auk þess sem þjóðfrægt fólk lagði nafn sitt í söfnunina. Það var Maxis hf. sem sá um átak- ið fyrir Skjól og urðu nokkur blaða- skrif um greiðslur til þeirra. Þótti mörgum greiðslur til þeirra háar, sérstaklega miðað við hvernig til tókst með söfnunina. Maxis tók ® WÖBWtoHF Arnarsson og Hjörvar sf. i Hafnarstræti unnu meðal annarsfyrir Nýjan vettvang. unarátak fyrir Handknattleikssam- band Islands. Einnig hefur Höröur Pólmarsson tekið að sér ýmis málefni, meðal annars sá hann um útgáfu fyrir Gamla miðbæinn og Þjóðþrif sem var átak til þess að halda landinu hreinu. Einnig er PRESSUNNI kunn- ugt um að Bryndís Fridjófsdóttir hefur boðið samtökum þjónustu sína og gefur hún til dæmis út blað fyrir Landssamband slökkviliðs- manna. Tók hún við af Þjóðráði þar. LÁTUM 14 MILLJARÐA TIL GÓÐGERÐARMÁLA Frjáls framlög til góðgerðarmála eru líklega mun meiri en flestir gera ráð fyrir. í nágrannalöndunum er yf- irleitt gert ráð fyrir því að um 4% af vergri þjóðarframleiðslu fari til þessara mála eins og kom fram í grein Eggerts Ásgeirssonar deildar- stjóra í Fjármálatíðindum 1988. Ekki er ástæða til að ætla að þetta sé minna hér á landi. Hér er því um að um opinberar fjársafnanir. Öllum sem fara af stað með happdrætti eða fjársöfnun ber að tilkynna það til dómsmálaráðuneytisins. Það sendir síðan tilkynningu til lögreglunnar sem á að fylgjast með framkvæmd söfnunarinnar. Eitt mikilvægasta at- riðið varðandi eftirlitshlutverkið tengist því að alla reikninga söfnun- arinnar á að birta opinberlega. Þeir sem til þekkja telja að það sé ákaf- íega oft brotið. Sumar safnanir komi og fari án þess að nokkur sjái neitt uppgjör um þær. Þá séu samtökin sem standi fyrir þeim oft á tíðum ekki bókhaldsskyld og tengsl þeirra við þjónustufyrirtæki óskýr. Það kom fram hjá Jóni Thors, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, að hann rak ekki minni til þessa að ráðuneytið hefði gert at- hugasemd við söfnun. Svipaðir hlut- ir komu fram í svari fyrrverandi dómsmálaráðherra Óla Þ. Gud- bjartssonar við fyrirspurn Margrét- ar Frímannsdóttur á Alþingi. tæki þeirra væri tæpast í þessum geira en þeir hafa þó tekið að sér ýmis máiefni og rit og veitt þjónustu í kringum það. Má sem dæmi nefna að þeir hafa tekið að sér að selja af- mælisbók íþróttafélagsins Hauka í Hafnarfirði og fá um 30% af sölu- verði í umboðslaun fyrir það. Sömu- leiðis unnu þeir að auglýsingasöfn- un fyrir Nýjan vettvang í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar. Það varð hins vegar minna um svör hjá Kristjóni H. Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra Maxis. Hann sagðist ekki veita PRESSUNNI nein svör um starfsemi fyrirtækisins. Auk þess vinna margir einstakl- ingar við það að taka að sér málefni og átök í þágu góðgerðarsamtaka. Valdimar Jóhannsson er einn þeirra en hann sá um átakið Landgræðslu- skógar í fyrra en þar söfnuðust inn 52 milljónir króna. Valdimar fékk ákveðna prósentu af þeirri söfnun en PRESSUNNl er ekki kunnugt um hve há hún var. Nú í ár tók Valdimar að sér Gullknöttinn sem var fjáröfl- ræða um 14 milljarða króna á ári sem renna í gegnum þá starfsemi sem rekin er um góðgerðarmálefni. Stærstu einstöku liðirnir eru að sjálf- sögðu Lottóið sem seldi fyrir 955 milljónir króna í fyrra og Happ- drætti Háskólans sem veltir í kring- um 1,5 milljörðum króna; Þá má geta fyrirtækja eins og íslenskra getrauna sem veltu um 180 milljón- um í fyrra og Rauði krossinn veltir um 300 milljónum. Þessir aðilar búa við nokkuð strangt endurskoðunar- kerfi en það sama verður ekki sagt um alla þá sem vinna í kringum góð- gerðarmál. Grein Eggerts var meðal annars skrifuð til að vekja athygli á nauð- syn þess að auka eftirlit með þessari starfsemi og setja henni einhver lög og reglur. Eggert sagðist reyndar hafa þá skoðun að best væri ef þeir aðilar sem fást við góðgerðarmál settu sér sjálfir reglur og efldu þann- ig innra eftirlit. Eftirlitið í dag er ákaflega bágbor- ið. Þar erstuðst við lögno. 5 frá 1977 HhíU af þeim vandamálum sem bíða ákvörðunar Sighvats Björg- vinssonar, vegna heilsuhælisins í Hveragerði, er hvort fara eigi fram á lög- reglurannsókn á starfseminni þar. Eins og komið hefur fram áður í PRESS- UNNI þá fóru yfir- læknar hælisins, þeir Gísli Einarsson og Snorri Ingimarsson, fram á slíka rann- sókn í bréfi til ráðherra áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar birtist. Ríkisendurskoðun sendi fylgi- skýrslu með aðalskýrslunni þar sem alvarlegustu ávirðingarnar voru tí- undaðar. Sú skýrsla fór aldrei út til fjölmiðla . . . TTalið er fullvíst að Auður Þor- bergsdóttir hljóti sæti í hæstarétti sæki hún um stöðu Benedikts Blöndal sem féll frá fyrir.skömmu. Auð- ur hefur verið dóm- ari við borgardóm- araembættið í rúm tuttugu ár og þykir vel komin að stöð- unni. Lögmenn eru ekki taldir gera athugasemdir verði þetta raunin, en þeir hafa annars lit- ið svo á að þessi staða eigi að falla í hlut einhvers úr almennri lög- mannastétt. Þá hefur Jón G. Tóm- asson, núverandi borgarstjóri, ver- ið sterklega orðaður við stöðuna. Einnig hafa þeir Valtýr Sigurðs- son og Jóhann Níelsson verið nefndir til sögunnar. Þá er ljóst að tvö sæti til viðbótar losni í hæsta- rétti á næstunni þar sem þeir Bjarni Kr. Bjarnason og Guðmundur Jónsson dómarar komast báðir á eftirlaunaaldur á þessu ári. . . yrir stuttu voru opnuð tilboð vegna kaupa Landspítalans á segul- omunartækjum. Það var General Electric fyrirtækið bandaríska sem náði sölunni sem er upp á 60 millj- ónir króna. Það má reyndar að nokkru rekja til þess að fyrirtækið bauð öðruvísi en aðrir sem buðu í útboðinu. Þeir buðu sneiðmynda- tæki með og vegna verðsins á þeim gátu þeir boðið lágt verð á allan pakkann sem er upp á 100 milljónir króna . . . ■m B^Bokkur óánægja er með út- boðið meðal þeirra sem töldu að það snérist bara um segulómunar- tæki en þar var Gen- eral Electric ekki lægst. Finnst mönn- um dálítið einkenni- lega staðið að útboð- inu að ekki skuli liggja nákvæmlega fyrir hvað er verið að bjóða út. Þess má geta að það er Hekla hf. sem er umboðsaðili Gen- eral Electric hér á landi og má gera ráð fyrir að Hekla fái um 15% í um- boðslaun eða um 15 milijónir. Góð- ur aukabiti það fyrir Ingimund Sig- fússon og Heklufjölskylduna ...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.