Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 16
16 Sigurður Öm Sigurðsson, annar Sigurðanna í Hagskiptum, er umdeildur bisnessmaður. A undanfömum misserum hefur nafn hans komið fram í fréttum um umdeild fjármálaævintýri og telja margir að þeir hafi brennt sig illa í viðskiptum við hann og félaga hans, Sigurð Garðarsson. Hér ræðir Sigurður Öm um íslenskan bisness og pólitík frá sjónarhóli umdeilds pappírstígurs FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAl 1991 Þetta er ekki föndur frá níu til fimm Sigurðarnir í Hagskipt- um eru þeir gjarnan kall- aðir, „pappírstígrar" í hvers kyns braski, ungir menn í villtum viðskipt- um. Ævintýramenn sem hafa færst æ meir í fang, dottið í lukkupotta og afl- að sér óvildarmanna. Strax að viðskiptafræði- námi í háskólanum loknu var hafist handa; nokkrir skólafélagar stofnuðu fyr- irtæki og fóru í debet- kredit leik. Þeir eru harðir markaðshyggjumenn sem, eins og Sigurður Örn Sig- urðsson segir, vilja opna Evrópudyrnar og „passa að framsóknarmenn kæfi þetta ekki eins og svo margt annað sem horfir til framfara í þessu landi“. Sigurður Örn er 32ja ára en hefur þó víða komið við eftir stofnun Hagskipta 1984 og segir að oft hafi tilviljanir ein- ar ráðið hvar borið var niður. „Sumt af því sem við höfum tekið þátt í hefur einkennst af mikilli samkeppni og gengið misjafnlega. A sumu höfum við tapað og til að standa undir tapi á einu sviði þarf að hagnast á einhverju öðru.“ Þið Sigurdarnir hafid farid geyst og raddir eru uppi um ad þiö hafid skilid eftir ykkur sárindi. Verdid þid persónu- lega varir vid ad ykkar við- skipti séu umdeild? „Ekki umdeild, en kannski umtöluð. Við höfum komið víða við og fólk er ýmist sátt eða ósátt. Mér þætti það hið einkennilegasta mál — og við hefðum þá eitthvert óeðlilegt vald á fólki — ef allir væru alltaf mjög sáttir við sinn hlut.“ PLANTAR EKKI ÓSÆTTI í SÁLARBÚIÐ Er það óhjákvœmilegt að menn í ykkar stöðu afli sér óvildarmanna? „Maður hefur gert ráð fyrir slíkum möguleika frá upp- hafi. Og á móti er fullt af mönnum sem ég er ekki sátt- ur við út af viðskiptum. Að ætla að planta slíku inn í sál- arbúið gengur ekki. Viðskipti eru bara viðskipti og aðalat- riðið er að maður hegði sér innan ramma leikreglanna. En við kaup og sölu er alltaf mikið af upplýsingum sem liggja huglægt en eru ekki ná- kvæmlega skráðar. Ef menn eru vísvitandi að koma óheil- ir fram með slíkar upplýsing- ar þá verður maður að sjálf- sögðu ekki kátur." Er að renna upp sá tími hér á landi þar sem œvintýra- menn geta spilað úr œ fleiri tœkifœrum? „Ég myndi ekki segja ævin- týramenn, en menn verða að taka djarfar ákvarðanir. Við getum talað um frumkvöðla. Það hefur verið ákveðinn landbúnaðarbragur á efna- hagslífinu í heild en nú eru hlutirnir að verða alþjóð- legri. íslendingar eru komnir á það stig að vera orðnir sam- keppnishæfir við það besta sem gerist annars staðar, en hvað gerist í framtíðinni fer eftir því hvort við nýtum okk- ur það stórkostlega tækifæri sem er að opnast í Evrópu." Viltu að viö göngum í Evr- ópubandalagiö? „Tvímælalaust, en ekki á endanum skilyrðislaust. Ég vil inngöngu því ég tel hags- munum okkar með því lang best borgið. Atvinnurekstur hér fær t.d. aðgang að sam- bærilegri þjónustu og fjár- magni og helstu samkeppnis- aðilarnir. Vissulega þurfa all- ar atvinnugreinar sinn aðlög- unartíma, en að mínu mati er ekki spurning að innganga í EB kæmi þjóðfélaginu mjög vel.“ VIÐREISN ER EKKERT GARANTÍ Eru engin takmörk að þínu mati, t.d. varðandi kaup út- lendinga á fyrirtœkjum og jörðum hér á landi? „Utlendingar hafa verið að eignast hluti í fyrirtækjum hér og að mínu viti er það af hinu góða. En að útlendingar vilji kaupa upp vonlausan landbúnað hér á landi þurfa menn ekki að láta sig dreyma um. Hverjir ættu að girnast framsóknarmennskuna?" Er Framsóknarflokkurinn dragbíturinn á þá þjóðfélags- þróun sem þú sérð fyrir þér? „Já, Framsóknarflokkur- inn og Sambandið hafa verið dragbítar og útgjaldarisar sem staðað hafa að ótrúleg- asta sukki í gegndarlausum millifærsluleikjum. Og ótrú- legri sóun í helstu atvinnu- greinum þjóðarinnar, sjávar- útvegi og landbúnaði. Þessi öfl hafa verið að viðhalda dekurverkefnum með væg- ast sagt óskynsamlegri dæl- ingu fjármuna almennings í fiskeldi og loðdýrarækt. Hitt er verra, að það eru til fram- sóknarmenn í öllum flokkum og ekki síst í Sjálfstæðis- flokkknum." Sérðu fyrir þér mögulega dragbíta meðal framsóknar- manna í Sjálfstœðiflokknum á þjóðfélagsþróun að þínum hœtti? „Já, ég sé þá fyrir mér. Mér sýnist að þeir ætli að vera með nánast óbreytta land- búnaðarstefnu. Mér sýnist landbúnaðarráðherra vera framsóknarmaður frekar en hitt. Og sjávarútveginn á að setja í einhverja nefnd, þótt ýmsir mætir menn hafi þegar sýnt fram á hvað skynsam- legast og hagkvæmast sé að gera þar. Nei, Viðreisnar- stjórn er ekkert garantí." „Mér þætti það einkennilegasta mál - og við hefðum þá eitthvert óeðlilegt vald yfir fólki - ef aílir væru alltaf mjög sáttir við sinn hlut.M AFNEMIÐ FORRÉTTINDI UMBOÐSMANNA ÁFENGIS Að framsóknarmennsk- unni slepptri, er allt í himna- lagi í íslensku viðskiptalífi, heilbrigð samkeppni á öllum sviðum verslunar og við- skipta? „Nei, engan veginn. Það hefur átt sér stað ákveðin samþjöppun á valdi í við- skiptalífinu, sem sést best í þróuninni á hlutabréfamark- aðnum, þar sem augljós er uppsöfnunin hjá „óskabarni þjóðarinnar" — Eimskipafé- laginu. En almennt talað hef- ur verðlagsþróunin verið það versta. Það er jafn erfitt fyrir okkur að vinna á markaði með mikla verðbólgu og smið sem þarf að búa við að metrinn er ekki jafn langur í dag og á morgun." Nú er mikiö talað um sölu ríkisfyrirtœkja. Getur þú bent ráðamönnum á eitthvað til að selja eða eitthvað sem þá vildir beinlínis taka þátt í að kaupa? „Það mætti byrja á því að loka Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins og hætta að gera heildsala sem þar eru um- boðsmenn erlendra aðila að forréttindahópi í þjóðfélag- inu. Dreifing á þessu til fólks- ins getur farið mun betur fram í fleiri einingum og óþarfi að skapa öngþveiti á föstudögum í kringum örfáa staði eins og hér á höfuðborg- arsvæðinu. Ég tel að starfs- fólk annarra verslana en ÁTVR geti greint hversu aldr- aður viðkomandi er sem verslar hjá þeim. Nú, ríkið er með rekstur á prentsmiðju og ég nefni Síldarverksmiðjur ríkisins, sem reyndar eru að ég hygg að gefa upp öndina." í KENNSLU EN ALLS EKKI PÓLITÍK „Skattleysismörkin eru ekki í neinu samhengi við framfærslukostnað venjulegs fólks. Ég hef séð bestu hag- fræðingana meðal þess fólks sem ég er að gera skattskýrsl- ur fyrir — hvernig það fer að því að komast af er með ólík- indum. Það eru ekki einhverj- ir hagfræðingar í Seðlabanka sem eru bestir! Skattleysis- mörkin ættu að vera að lág- marki um 120 til 130 þúsund í dag miðað við einstakling. Það er síðan mikil skemmti- lesning að lesa tollskrár og annað slíkt, þar sem finna má hina undarlegustu skatt- heimtu, eins og það að skatt- leggja nauðsynjavörur fyrir ungbörn eins og lúxusvörur." Segðu mér, kemst eitthvað annað að hjá þér en bisness? „Þetta er ekki föndur sem stendur yfir frá níu til fimm, maður er með þetta í hausn- um allan sólarhringinn. Menn verða auðvitað að hafa eitthvað til að viðra sig við og hefur það því miður mikið til setið á hakanum hjá mér og kannski ekki síst fjölskyldan. En það gefst þó tóm til að stunda hestamennskuna eitt- hvað. Það er eins og með ann- að að maður verður að hafa gæðastjórnun á sínum frí- tíma og gæta þess að koma ferskur að sínum verkefnum í stað þess að koma alltaf þreyttur að pakkanum." Hvar verður þú staddur í lífinu eftir tuttugu ár? „Ég ætla að vona að ég verði þá aftur farinn að kenna. Það er mjög gefandi starf og liggur við að það séu forréttindi að fá laun fyrir það. Helst vildi ég í millitíð- inni hafa fengið að detta inn á einhvern góðan háskóla er- lendis." Getur þú hugsað þér að fara í pólitík? „Ég ætla að vona að ég geri konunni minni þann greiða að sleppa því alveg.“ Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.