Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAl 1991 19 Jákvæður leiðarvísir fyrir pá sem gjarnan vilja hneykslast á öðrum * Imyndiö ykkur hvernig þaö vœri ef enginn þyrfti aö hneykslast á einu né neinu. Allt vœri slétt og fellt, hnökralaust. Enginn bryti lög, hvorki skráö né óskráö? Og þó svo vœri yröi þaö gleymt og grafiö jafn harö- an. Líklega væri það hundleiðinlegt og bara til þess fallið að hómorslausar kerlingar dæju drottni sínum í massavís. Hvað ættu menn til dæmis að tala um á kaffistofun- um? Heitu pottarnir myndu tæmast á augabragði. DV yrði ekkert nema smá- auglýsingarnar og fréttastofa sjónvarpsins gæti einbeitt sér algjörlega að upplestri fréttatilkynninga frá fjármálaráðuneytinu og Sinfóníunni. Og hvað með PRESSUNA? Nei, annars, eigum við nokkuð að tala um hana? Þetta yrði fábrotið og innantómt líf. Fyrir þá sem hafa gaman af hneykslum, glæpum og öllu því sem hreyft getur mögnuðum kjaftagangi, er rétt að vísa ei- lítið veginn. bað er nefnilega ekki allt sem sýnist og oft verður niðurstaðan í al- gjörri mótsögn við fyrstu viðbrögð við skandalnum. Eða eru menn búnir að gleyma öllum þeim sem hefur verið fyrir- gefið á undanförnum árum? Albert þurfti jú að taka pokann sinn og yfirgefa ráðuneytið. En honum var umb- unað með þúsundum atkvæða um allt land og síðar sendiherrastöðu. Hvernig var með grænu baunirnar hans Stein- gríms? Var það honum að kenna að bens- ínið á bílinn var skráð sem grænar baunir af lager Grænmetisverslunar ríkisins? Öðru nær, að minnsta kosti treysti þjóðin honum fyrir landsstjórninni í áratugi eftir að þetta uppgötvaðist. Svona væri hægt að halda lengi áfram því til sönnunar, að þótt menn lendi út af sporinu þurfi þeir ekki að lenda undir lestinni. Og líklega er rík tilhneiging hjá fólki að vísa mönnum aftur veginn, gagn- gert til þess að auka líkurnar á áframhald- andi skandölum. Eða kannski er þetta bara eins og Meg- as sagði: ,,Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað, að svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað." Kri^tjan Þnruald^an. HNEYKSLI FYRSTU VIÐBRÖGO EFTIR NÁNARI UM- HUGSUN... V m MAGNÚS THORODDSEN HÆSTARTÉTTAR- DÓMARI Misnotaði aðstöðu sína sem handhafi forsetavalds með því að kaupa sér allt of mikið áfengi fyrir allt of lítinn pen- ing. Maðurinn er gersamlega sið- laus. Auðvitað var Magnús bara að gera það sem allir hinir höfðu gert. Af hverju í andskotanum var hann að skila vininu aftur? r it k | STARFSMAÐUR Á KÓPAVOGSHÆLI Stal peningum af vangefnum skjólstæðingum sínum. Skepnuskapur af verstu gerð. Ríkið býður hættunni heim með því að skammta starfs- mönnum sínum lúsarlaun. BI 1 ÓLI Þ. GUÐBJARTSSON DÓMSMÁLA- RÁÐHERRA Náöaöi hættulega síbrota- menn. Maðurinn er brjálaður. Það er engin lausn að loka menn inni. Ef Óli er brjálaður, þá eru Steingrimur, Ólafur Ragnar og Jón Baldvin það lika. Voru það ekki þeir sem gerðu hann að ráðherra? ÍVAR HAUKSSON VAXTARRÆKTAR- MAÐUR Át hormónalyf til að koma sér í betra form. Hvilik landkynning. Rosalega var strákurinn óheppinn. Pælið í öllum hin- um sem sleppa. .«*■ m, ’ 't y%í SIGURÐUR BLÖNDAL SKÓGRÆKTAR- STJÓRI Nýtti sér húsnæði i eigin þágu sem Skógræktinni var fært að gjöf, en gefendurnir höfðu hugsaö sér að andvirði hús- eignarinnar rynni til eflingar skógræktar i landinu. Það er eflaust engin tilviljun hve illa gengur að klæða land- ið skógi og gróðri. Af hverju er ráðist á mann sem er kominn á eftirlaun? Og svo skiptir þetta engu máli, rollurnar éta megnið af þessu hvort sem er. r fW * JULÍUS SÓLNES UMHVERFIS- RÁÐHERRA Keypti spúandi bensínjeppa fyrir ráðuneytið áður en Ijóst var hvaða verkefni það fengi. Dómgreindarleysi. Það var ekki Júlíusi að kenna að stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um verkefni handa honum. Átti hann að arka um bæinn á tveimur jafnfljótum út kjörtimabilið á meðan hinir létu fara vel um sig á ráðherrabilunum? ■ ^ f. RÁÐHERRAR ALÞÝÐUBANDA- LAGSINS Gáfu út kosningabæklinga á kostna.ð skattborgaranna. Þessum mönnum er ekki treystandi fyrir fimmeyringi. Ef peningarnir hefðu ekki ver- ið nýttir i bæklingana, þá hefðu þeir bara farið í ein- hverja aðra vitleysu. Hinir ráð- herrarnir eru ekki skömminni skárri. *aP",,V STARFSKONA VERKAKVENNA- FÉLAGSINS FRAMTÍÐ- ARINNAR Tók peninga út úr sjóðum fé- lagsins en hafði samt unnið tvisvar í lottói. Það er ekki einu sinni hægt að treysta verkalýðsfélögunum fyrír peningunum manns. Það er kominn tími til að stöðva þetta lottóbrjálæði. FORSTÖÐU- MAÐUR BIF- REIÐAPRÓFA RÍKISINS Afhenti meiraprófsskirteini án þess að viðkomandi hefði lok- ið tilskildu námskeiði. Fullkomið ábyrgðarleysi. Það var orðið löngu tímabært að leggja niður þessi nám- skeið. Hafið þið ekki tekið eftir aksturslaginu hjá leigubílstjór- unum? Og strætóbilstjórun- um? FÉLAGAR í BHMR Reistu niðstöng með blóðug- um þorskhausi fyrir framan skrifstofu forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Hvað hafa þessir menn verið að læra? Vita þeir ekki hvað vindgapi er, að það þarf hrosshaus til að reisa níð- stöng? Það er náttúrlega út í hött að menn geti verið á niður- greiddum námslánum fram eftir öllum aldri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.