Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. MAÍ 1991 25 c ^■asablanca, Moulin Rouge (þar sem nýja söngstirnið Páll Hjálm- týsson kemur fram í drottningar- líki), Gullið og Bíó- barinn á horni Hverfisgötu og Klapparstígs (þar sem Dóra Einars stýrir áfengis- skömmturum) eru meðal þeirra staða þar sem samkynhneigðir geta vænst þess að hitta félaga sína. Þetta kemur fram í lista sem birtur er í Raporten, blaði samkyn- hneigðra karla í Skandinavíu. Vitn- að er í sama blað á blaðsíðu 18 í PRESSUNNI í dag, þar sem segir frá túlkun Þorvaldar Kristinssonar talsmanns Samtakanna 78 á niður- stöðum alþingiskosninganna .. . I Raporten segir einnig að sam- kynhneigðir í Reykjavík komi sam- an einu sinni í mánuði og skilyrði fyrir inngöngu sé að fólk sé klætt í leður uppúr og niðrúr. Þessar sam- komur munu fara fram vítt og breitt um bæinn og þykja hinar hressileg- ustu. Hópurinn sem stendur fyrir þessum skemmtunum er meðlimur í alþjóðlegum samtökum samkyn- hneigðra og á síðustu árum hafa jafnan komið nokkrir gestir frá út- löndum til að taka þátt í árshátíðum hópsins og er skemmtunin þá gjarn- an haldin fyrir utan borgina. . . „f«í;vAiruiar hafa til dllllll Ulllgui ........o- - ekki verið fyrirferðarmiklir í hótel- rekstri. Eina hótelið, sem hægt er að kalla þar í bæ, er Gistiheimilið Berg sem Einar Bolla- son rekur. 1 tengsl- um við verslunar- kjarna sem fyrirhug- að er að byggja í hjarta Hafnar- fjarðar hafa nú komið upp hug- myndir um að reisa hótel. Tveir hóp- ar munu hafa sýnt málinu áhuga og eru umsóknir þeirra til alvarlegrar skoðunar hjá bæjaryfirvöldum. Önnur umsóknin er frá Einari Boilasyni og Ómari Benedikts- syni sem starfað hefur að ferðamál- um um árabil í Þýskalandi og víðar. Fyrir hinum hópnum fer Páll Páls- son heildsali, en með honum eru meðal annarra tvær fyrrum íþrótta- hetjur úr Hafnarfirði, þeir Viðar Halidórsson og Þórarinn Ragn- árum að eiga eftirminnilegt sumarleyfi á Spáni ásamt syni sínum. Sum- arleyfið varð þó fyrir aðrar sakir eft- irminnilegt en Sif hafði ætlað: „Ég vildi ekkert til spara í ferðinni og valdi því fjögurrastjörnu hótel E1 Pa- riso, en kostir þess voru rómaðir í lit- skrúðugum bæklingi frá ferðaskrif- stofunni sem ég ákvað að versla við þ.e. Samvinnuferðum-Landsýn. í bæklingnum var hinsvegar ekki ljósmynd af hótelinu heldur teikn- ing. Starfsfólkið á ferðaskrifstofunni ítrekaði einnig ágæti hótelsins og ég festi kaup á ferðinni hjá ferðaskrif- stofunni og borgaði hluta kostnað- arins út í hönd en tók afganginn á skuldabréfi. Þegar út var komið brá mér heldur í brún því að tæpast var búið að byggja hótelið. Það var eng- inn sími á hótelinu hvorki í gesta- móttöku né heldur á herbergjum. Sú sameiginlega aðstaða sem sögð var í bækiingnúTu'"vttf2' íyHr hendi var tæpast fokheld og ekki var flóar- friður allan daginn fyrir bygginga- framkvæmdum. Gestir á hótelinu gátu ekki notað lyftuna því að hún var lengst af full af verkamönnum sem voru að flytja grjót, sand og möl til nota við vinnuna. Þetta kom sér ekki verst fyrir mig og son minn heldur var í þessari ferö eldra fólk og aðrir sem komið höfðu sér til af- slöppunar og heilsubótar. Það segir sig sjál ft að ég ásetti mér að leita réttar míns þegar heim væri komið þó að ég hefði ekki hátt um það í sjálfri ferðinni til að spilla ekki gleðinni fyrir syni mínum. Þar tók ekki betra við því eigandi ferðaskrif- stofunnar var bæði dónalegur og svo óforskammaður að látast ekki vita um vankanta hótelsins þó svo að hann hefði bæði móttekið kvart- anir frá gestum í ferðinni á undan mér og komiðþangað sjálfur til að skoða hótelið. Eg fékk því hvorki af- sökunarbeiðni frá honum né heldur bætur sem ég . taldi mig eiga rétt á. Eftir mikiö þóf þar sem ég hafði þurft að greiða dýran lögfræði- kostnað fékk ég því loksins fram- gengt að skuldábréfið féll niður. Þetta er auglýsingaskrumið í hnotskurn og ég held að það sé maðkur í mysunni hjá fleiri ferða- skrifstofum því fyrir ári síðan þurfti ég að fara í viðskiptaferð til Hol- lands og valdi það að láta ferðaskrif- stofuna Veröld skipuleggja hana fyr- ir mig. Það vildi ekki betur til en svo að fyrir einhvern furðulegan mis- gáning hjá ferðaskrifstofunni lent- um við á hálfgerðu melluhóteli þar sem stóðu tvö járnrúm á gólfinu og segldúkur þakti gluggana. Ég fékk afsökunarbeiðni hjá ferðaskrifstof- unni og ákvað að láta þar við sitja enda gat ég ekki annað en hlegið. Ég vil þó taka það fram að ég hef verið búsett erlendis og geri mér fulla grein fyrir að þessi vinnubrögð ferðaskrifstofanna kallast ekki þjón- usta." Þóra Kristin Ásgeirsdóttir r og bjórinn enn betri en heima efstu tölunni á buxunum. En Guddmúnd fær að sigla sinn sjó líkt og margir á undan honum hafa reynt og Spánverjinn bragðar saltið á tungunni og fötin liggja í hrúgu á jörðinni og morguninn eftir verða margir til að troða með berum löppunum furðulega blöðru niður í gulan sandinn. Smám saman fá allir á sig gul- brúnan sólarlit eins og í augiýs- ingabæklingunum heima og allir skrifa póstkort heim þar sem stendur: Hér er sól og hiti, ofsa- legt fjör og bjórinn er ennþá betri en heima. ,,Eg hló svo mikið að ég meig í mig," hneggjar stórvax- inn kvenmaður um leið og her- bergisdyrnar opnast af syfjulegum karli og vinkona hennar flissar of- an í glasið sem hún fékk á barn- um niðri. Þar sitja íslendingarnir fram á rauða nótt, séu þeir ekki á nærliggjandi diskótekum. Tveir luralegir karlmenn kallast á yfir bakið á pervisinni konu sem græt- ur innilega ofan í kokkteilglas. Þeir eru að ræða um útflutriing á lambakéti; öðru hverju gera þeir þó hlé á viðræðunum og annar þeirra hvessir augum á konuna og segir hátt og snjallt: Já, er ekki gaman. Sýndu manninum hvað þú skemmtir þér vel. Þér var nær að suða um þessi ósköp í allan vetur. Seint og um síðir hækkar konan sig úr hljóðum gráti og fer að orga og eiginmaðurinn sér sitt óvænna og dröslar henni upp að stólnum; ja, mikið asskoti skemmtirðu þér vel. Barþjónninn reynir að hressa upp á stemmninguna og nær í mynd ofan í skúffu. Hann brosir uppörvandi og bendir með sieiki- fingri. Á myndinni blasir við nauðasköllótt höfuð á íslenskum fararstjóra sem hefur löngu áður bætt úr þessum nískupúkahætti náttúrunnar. Og það er eins og við manninn mælt; íslendingurinn sleppir konu sinni sem hrynur nið- ur á stólinn með ekkasogum og mennirnir tveir taka bakföll af hlátri. Áfram er drukkið, dansað, eytt og spennt enda lýkur lífinu við heimkomuna. Viðar sem er tveggja barna faðir horfir gráðug- um augum á stelpurnar á strönd- inni og segir við Gulla vin sinn: Heldurðu að það sé munur lamba- kjötið eða hitt. Hann skotrar síðan augum á konu sína sem tekur áskoruninni og segir engilblítt: Er ég þá bara gömul kind. „Lömb fá ekki barn í belg," grípur Gulli spekingslega fram í. „Nema bónd- inn sé pervers," bætir kona hans við og ropar. í flugvélinni á leiðinni heim panta allir sér bjór, Moggann og þegar líða tekur á flugið syngja tveir sjómenn Kátir voru karlar. Það er lent á Keflavíkurflugvelli í rigningu og heima bíða reikningar og grámóskulegir vinnustaðir þar til næsta .. . arsson . . . að eru sviptingar í veitinga- rekstrinum í Reykjavík. Nú heyrist að Koibeinn Kristinson og þeir Myllubræður séu á leiðinni út úr Hressingarskálanum eftir að hafa rekið þar kaffihús í tæpt ár. Rekstur kaffihúss í svo stóru húsnæði, þótt í hjarta borgarinnar sé, er sagður skila ákaflega litlu vegna hárrar húsaleigu. Áður en Myllan hóf rekst- ur á Hressó var þar vínveitingastað- ur, en forsvarsmenn KFUM, sem er eigandi hússins, litu slíkt hornauga og sóttust eftir að fá aðila sem gæti rekið stað undir öðrum formerkj- um. Það varð úr, en árangurinn ekki sem skyldi. Líklega verður KFUM því að hverfa frá áfengisstefnu sinni, ellegar lækka leiguna verulega, en hún er sögð vera á bilinu 600—700 þúsund krónur á mánuði. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.