Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 23.05.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 23.MAÍ 1991 í tónlist verdur að gefa allt — segir Elín Anna Isaksdóttir einleikari á píanó Skúlptúr fyrir þröng- sýnt fólk — segir Sif Ægisdóttir um útskriftarverkefni sitt LISTAPÓSTURINN Listaháskólinn Nýlega lauk glæsilegri útskriftarsýningu Mynd- lista- og handíðaskólans í húsakynnum Listahá- skólans. Húsakynnin féllu vel að sýningunni og naktir gangarnir glöptu augað í engu frá verkun- um. Sýningin í málun var sérstaklega skemmtileg og einnig átti skúlptúrinn og grafíkin alla athygli skilið. Pað er ekki fullbú- inn skóli sem stendur þarna heldur tígulegur vísir að því sem í framtíð- inni gæti orðið mennta- stofnun og hið mesta gæfuspor í listmenntun í landinu. Hvenær það verður er síðan undir þessum skólum komið sem þegar hafa sprengt utan af sér núverandi hús- næði. Á síðunni hér á undan lýsa útskriftar- nemendur listaskólanna hug sínum til þessarar framkvæmdar og ræða hvernig hún gæti nýst viðkomandi listgreinum sem best. Það er síðan nemenda við stofnanirn- ar og annarra sem bera hag þeirra fyrir brjósti að þrýsta á um að þessum framkvæmdum sé hrað- að. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ,,Það eina sem ég hef úkveöið varðandi framhalds- nám í hausl er að það verður í Evrópu," sagði Elín Anna ís- aksdóttir einleikari sem út- skrifaðist frú Tónlistarskólan- um í vor. ,,Ég hef hugsað mér að taka einkatíma enda er ég orðin of sein í inntökuprófin. Ég kem því fyrst og fremst til með að velta fyrir mér kenn- urum og staðsetningin er ekki úrslitaatriði. Það er því ekki alveg óhugsandi að ég fari til Bandaríkjanna en mér líst betur á Evrópu. Það er nauðsynlegt fyrir tónlistar- fólk að fara erlendis og heyra í fleirum en hér í fámenninu. Eólk byrjar fyrr að lœra úti og þar er lögö mikil áhersla á tœkni. Það er bœði erfitt og þroskandi að fá að kynnast því. Er samkeppni hér meðal tónlistarfólks? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það. Samkeppni sem slík í svona listfagi gæti aldrei orðið markmið í sjálfu sér. Það myndi orka mjög nei- kvætt." Hvenœr ákvaöstu að leggja píanóleikinn alfarið fyrir þig? ,,Það eru ekki nema fjögur ár síðan ég ákvað að leggja píanóleikinn fyrir mig,“ segir Elín Anna. ,,Ég byrjaði að læra 10 ára gömu I. Það var pí- anó á heimilinu þannig að það hljóðfæri varð fyrir val- inu. Síðustu fjögur árin hafa verið mjög ströng og ég hef lagt á mig ómælda vinnu. Fyrir þann tíma var tónlistar- námið öðruvísi. En það kem- ur að því að þú þarft að velja. Þegar þú ákveður að leggja tónlistina fyrir þig verður þú að gefa allt. Fólk ætti ekki að fara út í þetta öðruvísi." Hefurðu hugsað þér að reyna að starfa erlendis eða finnit þér vera starfsvett- vangur hérna fyrir einleikara á píanó? ,,Ég hugsa að ég komi heim aftur. Tónleikahald eitt og sér gefur lítinn pening og það fer enginn út í þetta peninganna vegna. Tónleikar eru ekkert sem þú hristir fram úr erm- inni. Allur undirbúningur er ómæld vinna og það er að- eins unnt að halda fáa tón- leika á ári. Ég hef hugsað mér að kenna eitthvað og mér finnst það mjög jákvætt ef ég fæ tækifæri til að leika líka. Svo er undirleikur einnig starfsvettvangur sem ég gæti hugsað mér að einhverju marki. Það er mjög gefandi að fá að leika með öðrum því að pí- anóið er svo mikið sóló og okkur bjóðast ekki þessi tækifæri í blásarasveitum og strengjakvartettum eins og öðrum hljóðfæraleikurum. Ég er einnig mjög bjartsýn á tónleikahald því EPTA sam- tökin sem eru alþjóðleg pí- anókennarasamtök hafa gert píanóleikurum kleift að halda tónleika í meiri mæli en áður. Fyrir utan það er hlutfallslega mjög mikið framboð á tónleikum hérna og það er engin leið að kom- ast yfir að sækja alla þá tón- leika sem í boði eru.“ Nú er komið hús sem í framtíöinni verður Listahá- skóli. Ertu bjartsýn á þœr breytingar á tónlistarnámi sem munu sigla í kjölfariö? ,,Ég er mjög ánægð með það framtak sem Listaháskól- inn er og ég held að sambýli þessara skóla gæti haft í för með sér spennandi samstarf. Til dæmis væri hægt að nota lifandi tónlist í nemendasýn- ingum og Myndlistarskólinn gæti hannað leikmynd. En það sem kannski er enn ánægjulegra er bætt aðstaða en aðstöðuleysið hefur háð tónlistarnemendum mjög mikið. Það er ekki til nein lög- gjöf um tónlistarskóla og nemendur hafa verið metnir inn í erlenda skóla á tilviljun- arkenndum forsendum. Há- skólastigið myndi leysa þann vanda. En því miður er ekki séð fyrir um framkvæmdina þó að við séum komin með hús. En ég er bjartsýn," sagði Elín Anna að lokum. „Þetta er skúlptúr fyrir þröngsýnt fólk og til þess gerður að hjálpa því að sjá hlutina í nýju Ijósi," sagði Sif Ægisdóttir um lokaverkefni sitt í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskólans. Verk Sifj- ar, Ævintýri, samanstendur af hallandi þrífœti með gler- auga í miðjunni. Sé kíkt inn í gleraugað framkallar það í félagi við birtuna hið skemmtilegasta sjónbrengl. „Verkið hallar þó án þess að detta," segir Sif. „Augað í miðjunni framkallar skynvill- ur en þetta kúluform kom þegar ég var með kúlu á mag- anum. Það lá beint við.“ En af hverju fórst þú að lœra að gera skúlptúra? „Þegar ég var lítil sagði ég við mömmu að þegar ég yrði stór ætlaði ég að búa til eitt- hvað sem væri svona og svona," Sif breiðir út hend- urnar. „Þá sagði hún: Ég veit hvað þú átt við. Þig langar að búa til skúlptúra. Eg hef alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa og þrívíðu formin hafa heill- að mig meira en þau tvívíðu.“ Ætlarðu í framhaldsnám? „Já en ég ætla að taka mér frí í eitt ár þar sem ég var að eignast barn. Síðan hef ég hugsað mér að fara í fram- haldsnám. Ég er dálítið spennt fyrir gullsmíði og þá Gullsmíðaháskólanum í Kaupmannahöfn. Evrópa heillar mig mun meira en Bandaríkin og ég held að það séu skemmtilegri hlutir að gerast í listum í Evrópu sér- staklega nú þegar austur- blokkin hefur opnast. Einnig kemur til greina að læra allt í kringum gler og málma. Þessi áhugi á skartgripum kemur kannski til af áhuga á að færa skúlptúrinn í minna form. í raun og veru eru þetta hreint ekki svo óskyldir hlut- ir. Skartgripagerð eins og hún kemur mér fyrir sjónir er eins konar skúlptúr." Hvernig kemur hinn nýi til- vonandi Listaháskóli þér fyr- ir sjónir? Ertu bjartsýn á að hann nýtist myndlistarnám- inu til góðs? „Mér fannst hugmyndin upphaflega mjög góð. Þetta fyrirkomulag býður upp á mjög skemmtilegt samstarf milli listgreina innan skólans. Ég leyfi mér samt núna að ef- ast um að þetta húsnæði sé nægilega stórt fyrir þessa þrjá skóla. Myndlistin þarf svo ótrúlegt pláss ef vel á að vera og sem dæmi erum við núna í fjórum húsum og þau eru að springa utan af okkur í bókstaflegri merkingu." En fyrir utan rýmið sem slíkt. Það að fœra myndlistar- námið upp á háskólastig. Helduröu að það orki já- kvœtt fyrir nemendur til dœmis upp á námsmat í er- lenda skóla? „Ég held að nemendur héðan séu yfirleitt mjög vel metnir inn í erlenda skóla. Það breytir því hinsvegar ekki að myndlistarnámið hérna býður fyrst og fremst upp á tæknilegan grunn. Ég held að raunverulegt há- skólastig krefðist þess að nemendur hefðu grunnnám að baki áþekkt því sem Myndlista- og handíðaskól- inn hefur upp á að bjóða í dag. Fyrirkomulag þar sem námið felst nær eingöngu í beinni kennslu." Helduröu að margir úr út- skriftarhópnum komi til með að halda áfram? „Ég held að það sé heilmik- ill kraftur í því fólki sem er að útskrifast núna. Með þeim fyrirvara að það myndast viss ládeyða í skólanum sem slík- um. Núna reynir fyrst veru- lega á sköpunarkraftinn. Stelpurnar heltast oftar úr lestinni en strákar og það kemur til af því að þeir eru duglegri að láta á sér bera. Þær fara líka oft að eiga börn og stofna fjölskyldu. Strák- arnir færa minni fórnir og beina athyglinni óskiptir að listinni. Ég held að skólinn gæti komið til móts við þetta með því að hafa vissa sýning- arskyldu innan veggja hans. Það er allt of mikið um það að fólk sé að pukrast með verkin sín vegna óöryggis eingöngu. Þetta gæti líka orðið til þess að nemendur ynnu meira sjálfstætt,” sagði Sif að lok- um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.