Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 3

Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 3
3 i vikunni birtist frétt í DV um heiðursmannasamkomulag innan Alþýðuflokksins um að Jón Sig- urðsson mundi taka við af Jóhann- esi Nordal sem að- albankastjóri Seðla- bankans um mitt kjörtímabil og Guð- mundur Arni Stef- bæjarstjóri tæki við þingsæti Jóns. Lesendur PRESSUNNAR kannast við fréttina þar sem þeir lásu hana í slúðri fyrir þremur vikum. Þetta er dæmi um að frétt getur orðið rétt en hún getur líka orðið röng. Þeir sem þekkja Jón vita að hann mun bíða eftir næsta landsfundi krata og sjá hvort Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að halda áfram sem formaður. Jón Sig- urðsson getur orðið Seðlabanka- stjóri eftir að hann hefur verið for- maður Alþýðuflokksins en hann getur aldrei orðið formaður Alþýðu- flokksins eftir að hann hefur verið Seðlabankastjóri.. . að hafa margir undrast að SÁÁ skuli taka þátt í að reka spila- kassa sem staðsettir eru á vínveit- ingastöðum víða í borginni. Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi hefur marg- sinnis lýst því yfir að spilafíkn og áfengis- fíkn séu í eðli sínu samskonar sjúkleiki. þessum kössum er hægt að spila póker við sjálfan sig og leggja allt að 250 krónum undir í einu og getur vinningur þá orðið allt að 5000 krónum. í Bandaríkjunum eru starf- ræktar stofnanir sem vinna á svip- aðan hátt og SÁÁ við að hjálpa fólki sem orðið hefur spilafíkninni að bráð. Spilafíkn mun ekki þykja auð- veldari viðfangs en drykkjufíkn. Á síðasta ári munu tekjur SÁÁ af þess- um kössum hafa verið um 20 millj- AME FM 957 kynnir ★ T0P40 ★ ♦ ♦

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.