Pressan - 30.05.1991, Síða 9

Pressan - 30.05.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991 9 BANKAEFTIRLITIÐ GAGNRÝNIR FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Ásgeir Ebenezersson verslunar- madur lagdi í mars síðastlidnum fram stefnu gegn Fjárfestingarfé- lagi Islands og krefst þess að það greiði sér bœtur upp á tœpar 40 milljónir króna ásamt vöxtum upp á aðrar 43 milljónir króna vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir eftir vanefndir fé- lagsins. í mars 1988 bað Ásgeir um að- stoð félagsins vegna fjárhagslegra erfiðleika. Undirritaður var láns- samningur upp á 20 milljónir að núvirði. Ásgeir lagði um leið öll fjármál sín i hendur félagsins, ásamt umráðarétti yfir fasteign sinni í Kringlunni og leigutekjum af henni, sem á þeim tíma voru um 315 þúsund krónur á mánuði að núvirði. Með öðrum orðum tók fé- lagið að sér að koma fjármálum Ásgeirs í lag, en fyrir hönd félags- ins annaðist samninga Gunnar Oskarsson, sem síðan hefur hætt hjá félaginu. Til lánafyrirgreiðslu af hálfu fé- lagsins kom hins vegar aldrei. Vegna þessa hlóðust upp vanskil hjá Ásgeiri og á endanum voru fasteignir hans, verslun í Kringl- unni og íbúðarhús á Laufásvegi 74, slegnar á uppboði. íbúðarhús- ið var slegið Karnabæ, en var síð- ar afsalað Fjárfestingarfélaginu. Lögfræðingur Ásgeirs, Gísli Gíslason, leitaði eftir umsögn Bankaeftirlitsins. Embættið komst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri að gagn- rýna starfshætti Fjárfestingarfé- lagsins í málinu og í einstaka atrið- um hafi það ekki staðið að málinu með faglegum hætti, en tók ekki afstöðu til þess hvort Ásgeir hefði vegna þessa orðið fyrir tjóni, um það gætu dómstólar aðeins dæmt. Friðrik Jóhannsson forstjóri Fjár- festingarfélagsins sagði í samtali við PRESSUNA að Ásgeir hefði enga fyrirgreiðslu fengið hjá félag- inu þar sem honum hafi ekki tekist að leggja fram nægilegar trygg- ingar. „Lögmenn okkar sjá engan bótagrundvöll í máli þessu og telja að kröfur Ásgeirs séu hrein fjar- stæða." Helgi Hálfdánarson, forstjóri Fjár- festingarfélagsins. Fyrir neðan und- irskriftir þeirra er vélritaður en ekki sérstaklega undirritaður texti um að lánið sé „enn fremur tryggt með sjálfskuldarábyrgð Fjárfestingarfé- lags íslands hf." Vilhjálmur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Vogalax ritaði Fram- kvæmdasjóði bréf tveimur árum síðar vegna beiðni um veðleyfi og sagði meðal annars: „Gert verður ráð fyrir að áður útgefnar ábyrgðir verði óbreyttar." Það var síðan ekki fyrr en í nóvember 1989 að forstjóri Fjárfestingarfélagsins ritaði Fram- kvæmdasjóði bréf um staðfestingu á þeim skilningi að „hin tímabundna sjálfskuldarábyrgð" væri niður fall- in. Þessu hafnaði sjóðurinn og vís- aði í bréf Vilhjálms. HÖRÐUR í VOGALAXI EKKI HÖRÐURí FJÁRFESTINGARFÉLAGINU í janúar 1990 — eftir að Fjárfest- ingarfélagið hafði afskrifað hlut sinn í Vogalaxi — sömdu Fram- kvæmdasjóður og Vogalax um skuldbreytingu og breytingu á skil- málum skuldabréfsins frá í septem- ber 1987, þar sem greint er frá veð- um og tilgreint að lánið væri að auki tryggt með sjálfskuldarábyrgð Fjár- festingarfélagsins. Undir þetta ritaði m.a. Hörður Jónsson stjórnarmaður í Fjárfestingarfélaginu, sem áður hafði keypt hlutafé félagins ásamt Gísla V. Einarssyni öðrum stjórnar- manni í félaginu. Og þarna stóð hnífurinn í kúnni. Framkvæmdasjóður benti á náin tengsl milli félagsins og Vogalax; sjóðurinn hafi mátt ætla að félagið vissi um og samþykkti það sem frá Vogalaxi kæmi. Fjárfestingarfélagið afneitaði hins vegar sem gildum hinum óundirritaða og vélritaða texta frá september 1987. Það segir að samþykki félagsins fyrir skuld- breytingunni í janúar 1990 hafi ekki verið gefið og mótmælti því að Hörður Jónsson og Gunnar J. Frið- riksson hafi skuldbundið félagið í krafti stöðuumboðs. Með öðrum orðum benti Fjárfest- ingarfélagið á, að þótt þeir Hörður og Gunnar sætu í stjórn félagsins í janúar 1990 væri það félaginu óvið- komandi hvað þeir gerðu sem stjórnarmenn í Vogalaxi. Dómar- Ásgeir Ebenezersson hefur höfðað mál gegn Fjárfestingarfélaginu vegna vanefnda. Hann gerir kröfur um bætur upp á alls 83 milljónir króna. Banka- eftirlitið gagnrýndi starfshætti félagsins og sagði vinnubrögð þess í ein- staka atrið'iíii ekki fagmannleg. LAGIÐ inn féllst ekki á rök Fjárfestingarfé- lagsins og vísaði m.a. í hin nánu tengsl félagsins og Vogalax. Félagið hefur áfrýjað niðurstöðunni. FORSTJÓRINN: STAÐA FÉLAGSINS ER STERK „Tap Fjárfestingarfélagsins vegna Vogalax hafði að sjálfsögðu engin áhrif á rekstur dótturfélaganna, hvorki Féfangs né Verðbréfamark- aðar Fjárfestingarfélagsins, og enn síður á verðbréfasjóði þá sem Verð- bréfamarkaðurinn hefur umsjón með. Þeir eru hver og einn rekinn sem sjálfstætt hlutafélag, með sjálf- stæðan fjárhag og sjálfstætt reikn- ingshald," sagði Friðrik Jóhannsson meðal annars þegar PRESSAN bar undir hann hvort Vogalaxmálið hefði ekki óneitanlega valdið félag- inu og dótturfyrirtækjum þess vand- ræðum. Friðrik sagði að nú væri staða Fjárfestingarfélagsins sterk. „Nú- verandi eigendur juku hlutafé sitt um 60 milljónir króna á síðasta ári og er eiginfjárstaða félagsins mjög sterk. Eigið fé er vel á þriðja hundr- að milljónir króna, og eiginfjárhlut- fall er um 50 prósent, sem er með því hæsta sem gerist hjá íslenskum fyrirtækjum." Forstjórinn neitaði því ekki að þátttaka í áhættustarfsemi hefði reynst fyrirtækinu erfið. „Smám saman varð fjármálaþjónusta meg- inþáttur í starfseminni og dregið úr öðrum þáttum og félagið tók þá ákvörðun að draga sig alfarið út úr Vogalaxi. Við stofnuðum dótturfyr- irtækið Féfang og árið 1989 var Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfé- lagsins stofnaður. Frá þeim tíma hef- ur Fjárfestingarfélagið eingöngu verið eignarhaldsfyrirtæki." Þá sagðist Friðrik þess fullviss að niðurstöður í málunum vegna Fram- kvæmdasjóðs, Ásgeirs Ebenezers- sonar og tívólísins í Hveragerði yrðu félaginu í hag. Friðrik Þór Guðmundsson Fárfestingarfélag Islands hefur þurft aö afskrifa nálægt 130 milljónir króna á síöustu árum vegna tapaðra áhættufjár- muna og krafna, aöallega vegna Vogalax. Samkvæmt undirréttardómi skuldar félagið Framkvæmdasjóöi aö auki 23 milljónir króna. A síðustu 6 árum hefur félagið tapaö 65 milljónum króna umfram hagnaö einstakra ára. Friðrik Jóhannsson forstjóri Fjárfestingar- félagsins: Staöa félagsins er sterk og niö- urstöður mála Framkvæmdasjóðs, Ásgeirs Ebenezerssonar og tívólísins í Hverageröi verða þvl i vil. R ■Wauði kross Islands hefur um 230 milljónir í tekjur af spilakössum sínum. Hagnaðurinn af 25 spila- kössum sem staðsettir eru á vínveit- ingastöðum borgarinnar er um 60 milljónir og fær SÁÁ um tuttugu milljónir af þeim hagnaöi í sinn hlut. Illa haldnir spilafíklar hafa leitað að- stoðar hjá Rauða krossinum. Á næstu vikum er fyrirhugað að setja upp enn eina gerö spilakassa víðs- vegar um borgina þar sem Slysa- varnafélagið ætlar að ganga til sam- starfs við Rauða krossinn ... gangi er nú undirskriftasöfnun meðal leiklistarfólks til stuðnings Stefáni Baldurssyni. í yfirlýsing- unni kemur fram að þær eru stuðningur við valdssvið verð- andi Þjóðleikhús- stjóra sem sam- kvæmt hússins til að lögum leik- ber skylda skipuleggja næsta leikár. Það er fólk úr öllum stéttum leiklistarinnar sem stendur aö söfnuninni og mun yfirlýsingin ásamt undirskriftum væntanlega birtast í Morgunblaðinu á næstu dögum... M argt bendir til þess að Hannes Hafstein forstjóri Slysa- varnafélags íslands hætti störfum í sumar, eftir áratuga þrotlaust starf að slysavarnamálum. Allar líkur eru á því að Árni Gunnars- son fyrrverandi al- þingismaður taki við starfinu .. . u m tíma var samstarf með Reiknistofnun Háskólans, íslensku blissnefndinni og Jóni Hjaltalín Magnússyni verk- fræðingi (formanni HSÍ) um að vinna að þróun forrits fyrir blisskerfið, sem er alþjóðlegt táknkerfi fyrir heyrnarlausa og fatlaða. Jón Hjaltalín mun hafa fengið hugmynd- ina upphaflega þegar hann var að kenna kúrs í rafmagnsverkfræði fyr- ir nokkrum árum og íslenska bliss- nefndin sýndi málinu mikinn áhuga. Fyrst um sinn unnu nemend- ur að verkefninu með hjálp einstakl- inga í blissnefndinni en síðar kom Reiknistofnun beint inn í myndina. Styrkur fékkst frá norræna menn- ingarsjóðnum, samtals að fjárhæð um 300 þúsund danskar krónur, eða sem nemur um 3 milljónum íslensk- um. Þeir peningar munu hins vegar aðallega hafa farið í markaðsstarf- semi Jóns Hjaltalíns, sem vann að því að koma forritinu á markað er- lendis. Eftir ábendingu kannaöi PRESSAN málið og fékk þau svör hjá Douglas A. Brotchie forstöðu- manni Reiknistofnunar að rétt væri að Jón væri í skuld við stofnunina vegna útlagðrar vinnu við verkefn- ið. Þegar Jón Hjaltalín var spurður að þessu að kvöldi sama dags, sagð- ist hann vera búinn að gera upp og hefði verið að þvísmám saman, síð- ast þann sama dag. PRESSAN hafði því aftur samband við Brotchie, sem staðfesti að hann hefði hringt í Jón eftir samtal við blaðamann .. .

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.