Pressan - 30.05.1991, Page 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30 MAÍ 1991
11
isfirðingar horfa fljótlega á eftir
sóknarpresti sínum, Karli V. Matt-
híassyni, til Tálknafjarðar, en hann
hefur verið kallaður
þangað að presta-
kallinusem tekur yf-
ir Haga og Brjáns-
læk. Skýringin sem
séra Karl hefur gefið
er að hann og fjöl-
skyldan vilji vera
nær. fólki sínu sem býr á Snæfells-
nesi, en í fyrra sótti Karl einmitt um
Grundarfjörð. Sumir ísfirðingar
hafa hins vegar fyllst sektarkennd
og segja að auðvitað vilji enginn
prestur þjóna söfnuði sem vilji fjar-
lægja gamlar kirkjur á gömlum
grunni, en sem kunnugt er hefur
verið deilt heiftarlega um það að
undaníörnu . . .
^Eigendur skemmtistaðarins Lí-
dó í Lækjargötu, Björn Baldurs-
son flugstjóri og fleiri, munu vera
búnir að ráða til sín nýjan skemmt-
anastjóra, þann sjötta á jafnmörgum
mánuðum. Rekstur Lídó mun ekki
hafa gengið sem skyldi, jafnvel þótt
Björn og félagar hafi lagt töluvert í
staðinn í upphafi eftir gott gengi
með veitingahúsin Pétursklaustur
og Blús-barinn . . .
Enn eru læknar að deila um
svefnlyfjagjafirá sjúkrahúsum en sú
umræða hófst í kjölfar skrifa Katr-
ínar Fjeldsted þar
um. í síðasta hefti
Læknablaðsins
skrifar Helgi Krist-
bjarnarson læknir
pistil þar sem hann
fjallar um „eymd"
lækna. Á hann þar
við það þegar læknar skrifa upp á
lyf á sjúkrahúsum og skrifa P.N. á
eftir. Þessi stutta skammstöfun segir
Helgi að sé framsal á ákvörðunar-
valdi lækna því hún felur í sér að
það er ákvörðun hjúkrunarfólks
hve mikið af lyfinu er notað . . .
■■ftir yfirlýsingu Steingríms
Hermannssonar um framboð til
forseta ef Vigdís Finnbogadóttir
gefur ekki kost á sér
aftur hafa menn velt
fyrir sér möguleik-
um hans. Ef fleiri en
þrír bjóða sig fram.
telja menn mögu-
leika Steingríms
góða. Það eina sem
gæti komið í veg fyrir kosningu
hans við slíkar aðstæður væri ef
einn hinna frambjóðendanna væri
kona án teljandi galla. Frambærileg
kona ætti alltaf að geta náð um
þriðjungi atkvæðcinna og það dugði
Vigdísi til kjörs á sínum tíma. Ef
Steingrímur fær hins vegar bara
einn mótframbjóðanda eru mögu-
leikar hans miklu minni. Það er það
rík andstaða við að fyrrum pólitík-
usar fái þetta embætti . . .
Hreinlega allt til hreinlætis
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2 - 110 R vik -vSimar 31956-685554
KEW
HOBBY
HÁÞRÝSTIDÆLAN
A auðveldan hátt
þrífur þú:
Bílinn, húsið,
rúðurnar,
veröndina o.fl.
Úrval aukahluta!
NÝJA M-LÍNAN
* eöa þar til hartn fasr líka LAWN-BOY "M"
H ÁRMÚLA 11
n F- sfivil B81500
□flug garðsláttu-
vél þar sem gæði,
ending og þægindi
tryggja þér mun
fallegri flöt en
nágrannans ! *
SUMAR
tnboð
ölÝcÍekk^suvErpi
af uusem
PANASONIC NV-MS70
FULLKOMIN S-VHS STERIO
VIDEOUPPTÖKUVÉL
99.8
SONY CCD-F350
Qmm VIDEOUPPTÖKUVÉL
EINFÖLD OG ÞÆGILEG í
NOTKUN
7SMOð.-
59.980.
PANASONIC NV-MC20
VHS VIDEOTÖKUVÉL MEÐ
TÖSKU
PANASONIC NV-S1
SNILLDARLEGA HÖNNUÐ
VIDEOUPPTÖKUVÉL MEÐ
INNBYGGÐUM
TITRINGSJAFNARA
90*800.-
84.800.
JAPIS
BRAUTARHOLTI 2, OG KRINGLUNNI SIMI 625200