Pressan - 30.05.1991, Side 12

Pressan - 30.05.1991, Side 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991 Kostnaður við hvern nemanda í Bændaskólanum á Hólum er næstum því tvöfalt hærri en kostnaður við nám tannlæknanema við Háskóla íslands, sem er dýr- asta námið í Háskólanum. Búfræðinám kostar ríkissjóð um sex sinnum meira en skipstjóranám, vélstjóranám og iðnnám. I raun má segja sömu sögu um annað nám sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið, garðyrkjunám. Kostnað- ur ríkisins við hvern nema í Garðyrkjuskóla ríkisins er mun meiri en kostnaðurinn við menntun tannlækna. verkfræðinga og lækna að vélstjóra og aðra slíka. í dag eru 43 nemendur við Bændaskólann á Hólum. Framlög ríkisins til skólans á þessu ári verða 59 milljónir króna. Auk þess hefur skólinn sértekjur upp á 13 milljónir króna. Kostnaður við rekstur og stofnkostnaður verður því um 72 milljónir á þessu ári. Ef þessari upp- hæð er deilt niður á nemendur skól- ans þýðir það um 1 milljón 675 þús- und krónur. Ef hins vegar er aðeins reiknað með kostnaði ríkisins af skólanum, sem er 59 milljónir, jafngildir fram- lagið um 1 milljón 375 þúsund króna. Til samanburðar má geta þess að kostnaður við hvern nemanda í tannlæknadeild Háskóla Islands, sem er lang dýrasta háskólanámið, er mun minni eða 748 þúsund krón- ur á nemanda. Það er því næstum tvöfalt dýrara að mennta bónda en tannlækni. SKÓLAR LANDBÚNAÐARINS SKERA SIG ALGJÖRLEGA ÚR En Bændaskólinn á Hólum er ekkert einsdæmi um dýrt nám. í raun er nám í öllum þeim skólum sem heyra undir landbúnaðarráðu- neytið afskaplega dýrt. Ef kostnaði ríkisins af þessum skólum er deilt á nemendur þá kostar hver nemandi Bændaskólans á Hvanneyri 995 ekki sé talað um skipstjóra, Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra. Dyrustu skólar landsins heyra undir hann. þúsund krónur og Itver nemandi Garðyrkjuskóla ríkisins 1 milljón og 80 þúsund krónur. Ef þessi kostnaður er borinn sam- an við aðra skóla kemur í ljós að landbúnaðarskólarnir eru úr öllu samhengi. Aðeins einn skóli, Leik- listarskóli íslands, er dýrari, en þar kostar menntun hvers nemanda rík- ið um 1 milljón og235 þúsund krón- ur á ári. Leiklistarskólinn er því næst dýrasti skóli landsins. Land- búnaðarráðuneytið á hins vegar dýrasta skólann, þann þriðja dýr- asta og þann fjórða í röðinni. NÁM í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI ÞREFALT DÝRARA EN í REYKJAVÍK Það er Ijóst að það er kostnaðar- samt að reka skóla úti á landsbyggð- inni. Þannig er dýrasti menntaskól- inn á Isafirði. Kostnaður ríkisins á hvern nemanda er 308 þúsund krónur. Mennta- og fjölbrautaskólar á höfuðborgarsvæðinu eru mun ódýr- ari en nám þar kostar ríkissjóð um 130 til 180 þúsund krónur. Hver nemandi á ísafirði kostar Olafur G. Einarsson menntamálaráð- herra. Jafnvel háskólinn á Akureyri’ kemst ekki í hálfkvisti við skólana hans Halldórs. ríkið því næstum tvisvar og hálfu sinni meira en nemendur í sambæri- legum skólum á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi munur á námi í Reykjavík og úti á landi kemur enn betur í Ijós þegar kostnaður á hvern nemanda í Háskólanum í Reykjavík og á Akur- eyri er borinn saman. Hver nem- andi í Reykjavik kostar ríkið um 285 þúsund krónur á meðan hver nem- andi á Akureyri kostar ríkið um 895 þúsund krónur. Með öðrum orðum er hægt að mennta meira en þrjá Reykvíkinga fyrir hvern Akureyring. HÆGT AÐ FÁ SEX SKIPSTJÓRA FYRIR HVERN BÚFRÆÐING En þessi munur á kostnaði við skólarekstur á landsbyggðinni og í Reykjavík getur ekki skýrt þann gíf- urlega kostnað sem er við menntun búfræðinga. Hér að ofan var mennt- un þeirra borin saman við menntun tannlækna. Samanburður verður enn furðulegri ef búfræðingarnir eru miðaðir við sér líkari stéttir. Þannig kostar menntun hvers nemanda í Stýrimannaskólanum ríkið um 241 þúsund krónur. Ríkið gæti því fengið rétt tæplega sex skipstjóra fyrir hvern bónda sem kemur úr Bændaskólanum á Hól- um. Svipaða sögu er að segja af kostn- aðinum við nemendur í Vélskólan- um og Iðnskólanum. Iðnskólinn er ódýrastur en þar kostar nám hvers nemanda ríkið um 213 þúsund á ári. Það er sex og hálfu sinni dýrara að mennta einn búfræðing á Hólum. Svipaða sögu er að segja af óskyldari skólum. Nám í Fósturskól- anum kostar 218 þúsund á ári fyrir hvern nemanda og nám í Sam- vinnuháskólanum um 363 þúsund krónur. Eins og áður sagði er nám í Leik- listarskólanum mjög dýrt eða sem svarar til 1 milljónar og 233 þúsund króna á hvern nemanda á ári. Leik- listarskólinn sker sig úr öðrum lista- skólum en nám í Myndlista- og handíðaskólanum kostar 288 þús- und og nám i Tónlistarskólanum í Reykjavík aðeins 97 þúsund. Eins og kunnugt er hafa þekktir hagfræðingar komist að því að ekki sé hægt að skilja stöðu landbúnað- arins í hagkerfinu nema með því að líta á hann sem listgrein. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur meðal annarra fært að jjessu rök. Styrkir ríkisins til landbúnaðarins virðast miða að því að viðhalda greininni, ekki fyrir neytendur og ekki fyrir framleiðendur, heldur landbúnað- inn sjálfan. Þetta minnir á kenning- ar um listina listarinnar vegna. Það ætti því kannski ekki að koma neinum á óvart þó eini skól- inn sem kemst með tærnar þar sem landbúnaðarskólarnir hafa hælana skuli einmitt vera listaskóli. BÚFRÆÐINGURINN 675 PRÓSENT DÝRARI EN LAGANEMINN Eins og fram kom hér að ofan er búfræðingsnámið næstum tvisvar sinnum dýrara en nám tannlækna, eða rúmlega 80 prósent dýrara. Samanburðurinn við annað há- skólanám er enn óhagstæðari fyrir búfræðingana. Þannig er um 160 prósent dýrara að mennta búfræðing en lækni, um 210 prósent dýrara að mennta bónd- ann en verkfræðinginn og 675 pró- sent dýrara að mennta búfræðing en lögfræðing. Það síðast talda kemur kannski engum á óvart. Laganemar þurfa ekki aðgang að dýrum tækjum eins og læknanemar, verkfræðinemar og nemar í raunvísindadeild Há- skólans. En sá kostnaður sem ríkið ber í menntun búfræðingsins um- fram þessa nema er eftir sem áður ótrúlegur. Þar sem verið er að ræða kostnað við háskólamenntun er ekki úr vegi að benda á að ein deild sker sig nokkuð úr. Það er guðfræðideildin en hún þarf ekki á dýrum tækjum að halda frekar en lagadeildin. Eftir sem áður kostar hver nemandi þar ríkið um 420 þúsund krónur á ári eða um 140 prósent meira en laga- neminn. Það gefur kannski einhverjum til- efni til að líkja landbúnaðinum við geistlegri hluti en listina. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.