Pressan - 30.05.1991, Page 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAI 1991
og önnur karakter-einkenni sem fólk fær af'Byggðarlögum sínum
Sögufræg leiðindi Akureyringa, /7
mont Reykvíkinga, /
/
' f
>.• •
aumingjaskapur Keflvíking^.
Það er ekkert vafamál
að enginn þjóðflokkur fer
jafn mikið í taugarnar á
Reykvíkingum og Akur-
eyringar. Lausleg könnun
PRESSUNNAR sýnir að
Reykvíkingar þoli þá
ekki. Einkunnimar sem
Akureyringar fá eru að
þeir séu frekir, sjálfum-
glaðir, óalmennilegir og
fullir af sjálfbirgings-
hætti.
I stærstu atriðum finnst
Akureyringum það sama
um Reykvíkinga. Munur-
inn er helst sá að þetta
er skoðun Akureyringa á
fólki frá öllum öðrum
byggðarlögum en Akur-
eyri. Reykvíkingar, eða
alla vega flestir þeirra,
gátu hins vegar gefið upp
jákvæða mynd af fólki frá
öðrum stöðum á landinu.
Og annar munur er sá
að fólk nær alls staðar af
landinu er sammála
Reykvíkingum um Akur-
eyringa en er hins vegar
ekki jafn dómhart um
Reykvíkingana.
Það er reyndar furöulegt
að íslendingum skuli takast
að greina karakter-einkenni
•eftir því hvar fólk hefur alist
upp. Allt frá upphafi byggð-
ar hefur ekki verið til svo
aumur niöursetningur á ís-
landi að hann hafi ekki dáið
í öðrum hreppi en hann
fæddist í. Þessi blöndun
þjóðarinnar hefur síöan
magnast til muna á síðustu
áratugum.
íslendingar eru því af-
skaplega blandaðir sem sést
best á því að hér eru ekki
til mállýskur. Það er helst
að greina megi örlítinn mun
á framburði hjá eldra fólki.
Hluti af yngra fólkinu hefur
síðan kosið að viðhalda
þessum blæbrigðamun,
helst þeir sem eru að pota
sér áfram í pólitík.
En eftir sem áður eru Is-
lendingar uppflettibækur í
því hvernig fólk frá hinu og
þessu byggðarlaginu er inn-
rætt. Oftast er það svo að
þeir telja sitt heimafólk
hjartahlýtt og gott en fólk
frá öðrum pörtum landsins
annað hvort frekt og sjálf-
umglatt eða liðónýtt og latt.
Og nánast án undantekning-
ar er það hrútleiðinlegt.
Ef menn ætla að meta
lyndiseinkunn íslendinga út
frá þessum fræðum sitja
þeir því uppi með samskon-
ar vandamál og þegar
könnun var gerð á hæfni
bílstjóra. Þá kom í Ijós að
95 prósent bilstjóra töldu sig
góða eða frábæra en þegar
þeir voru beönir að meta
hversu stór hluti bílstjóra
skipaði þennan flokk töldu
þeir hann ekki stærri en 10
prósent.
Miðaö við untsögn íslend-
inga um sjálfa sig eru þeir
því hið ágætasta fólk en ef
miðað er viö einkunnir sem
þeir gefa fólki frá öðrum
byggðarlögum eru Islend-
ingar ein leiðinlegasta og
sjálfumglaöasta þjóð heims.
Eins og um bílstjórana
liggur sannleikurinn sjálf-
sagt einhvers staðar þarna
mitt á milli.
SJÁLFBIRGINGSHÁTTUR
OG MONTIÐ í
AKUREYRINGUM
Þó undarlegt kunni að
virðast í Ijósi þess hversu
Reykvikingar eru orðnir
fjölmennir þá fer miklu
verra orð af Akureyringum
en fólki frá höfuðstaðnum.
Akureyringar eru sagöir af-
skaplega lokaöir og óal-
mennilegir. Það væri hægt
að búa á Akureyri í heila
öld án þess að Akureyringar
tækju manni eins og mann-
eskju.
Athugulir hafa einnig tek-
ið eftir því að í hvert sinn
sem eitthvað vont gerist á
Akureyri þá er það einhverj-
um utanbæjarmanninum að
kenna. Akureyringar virðast
trúa þessu sjálfir þvi þaö
mun vera til oröatiltæki þar
nyrðra sem hljóöar svo:
,,Passi nú hver siú Wí nú
koma Ólafsfirðh.gar." Aðrir
en Akureyringar vilja hins
vegar engu illu trúa upp á
Ólafsfirðinga. Þeir eru sann-
færðir um að þetta orðatil-
tæki sé ein af aðferðum Ak-
ureyringa til að koma sök-
inni yfir á aðra.
En Akureyringum er held-
ur ekki borin vel sagan þó
þeir séu brottfluttir. Karakt-
er-einkenni þeirra er frekja
og sjálfbirgingsháttur. Verst
þykir að þeir eru meðvitað-
ir um frekjuna og telja hana
jafnvel til kosta sinna; þeir
eru stoltir af aö standa fast
á sínu. En eins og oft er um
frekt fólk þá leiðir hún til
fyrirferðar en ekki árangurs.
Loks má geta þess að ást
Akureyringa á bænum sín-
um þykir yfirgengileg og fer
langt út fyrir allt áður þekkt
mont. Hápunkturinn var
þegar hljómsveit Ingimars
Eydal söng um Slippstöðina,
KEA og Amaró. Að tengja
ættjarðarást við þesslags
hluti þykir öðrum lands-
mönnum allt að því sjúk-
legt. Sömu sögu er aö segja
af ást Akureyringa á bílum
sínum.
Reykvíkingar fara í taug-
arnar á nær öllu lands-
byggðarfólki. Ekki svo mjög
þegar þeir eru heima hjá
sér heldur fyrst og fremst
þegar þeir koma út á land.
Þaö viröist ekki vera til svo
aumur Reykvíkingur aö
hann telji sig ekki tii stór-
menna þegar hann er kom-
inn upp fyrir Ártúnsbrekku.
Þeir eru svo vissir í sinni
sök að allt sé best og réttast
í Reykjavík að þeir geta
fengiö óstöðvandi hláturs-
kast ef þeir fá í hendurnar
pulsu sem er öðruvísi en
þeir eiga að venjast eða ef
þeir koma inn í búð sem
selur bæði barnaföt og
byggingavörur. Það þekkist
ekki í Reykjavík og þykir
því bera vott um lágt þróun-
arstig.
En þótt ótrúlegt kunni að
viröast gaf margt lands-
byggðarfólk Reykvíkingum
ágætis einkunn. Þeir þykja
opnir og skemmtilegir. Ef til
vill er það sprottið af því aö
þeir eru vanir aö umgang-
ast fólk sem þeir kunna
ekki utan að. Þeir geta átt
samskipti við fólk án þess
að kunna ævisögu þess utan
að.
Ánægja Reykvíkinga með
átthaga sína er eilítið öðru-
vísi en annarra Islendinga.
Á meðan þjóðflokkar eins
og Akureyringar, Vestmann-
eyingar og Vestfirðingar eru
sífellt að hreykja sér af sinni
heimabyggð láta Reykvík-
ingar sér nægja að setja
upp undrunarsvip ef ein-
hver heldur því fram að
ekki sé allt best, stærst, rétt-
ast og fallegast í Reykjavík.
Þeini þykir það fáránlegt að
ætla að fara að bera höfuð-
staðinn við einhver krumm-
askuö úti á landi.
KEFLVÍKINGAR ERU
NEGRAR ÍSLANDS
Af Reykvíkingum og Ak-
ureyringum slepptum hefur
fólk ákveðnustu skoðanir á
Vestfirðingum og Keflvík-
ingum. Vestfirðingar fá yfir-
leitt góðar einkunnir en það
sama verður hins vegar
ekki sagt um Keflvíkinga,
sem reyndar viröist vera
samnefnari yfir Reyknes-
inga í hugum flestra. Aðrir
en íbúar Reykjanesskagans
virðast ekki nenna að setja
sig inn í hvernig lóðarmörk-
in skiptast þar.
Á sama hátt og mikil-
mennskubrjálæði Akureyr-
inga hefur brotist þannig út
að aörir en þeir eiga erfitt
meö að þola það hafa flestir
gaman af mikilmennsku-
brjálæöi Vestfirðinga og Is-
firðinga. Isfirðingar hafa yf-
irleitt taliö ísafjörð til stór-
velda og aldrei gert sér
grein fyrir að þar búa ekki
nema rétt um fjögur þúsund
manns. Þeir eru því góðir
með sig en jafnframt hafa
þeir öðlast einhvern snefil
af heimsborgurum þar sem
þeir telja sig þurfa að fylgj-
ast með hverju fram vindur
í öðrum heimsveldum. Þó
má merkja að yngra fólk
gefur Isfirðingum verri ein-
kunn en þeir eldri. Það er
ekki endalasut hægt að slá
um sig með Tónlistarskólan-
um þeirra, Litla leikklúbbn-
um og Slunkaríki.
Flestir íslendingar virðast
líta niður á Keflvíkinga.
Sumir vísa til náinna tengsla
við herinn á Vellinum en
aðrir hafa þróaðri kenning-
ar um hvers vegna Keflvík-
ingar eru eins og þeir eru.
Einn viðmælenda PRESS-
UNNAR benti á að eftir
stríð hefðu hálfgildings
aumingjar úr öllum lands-
hornum verið fluttir til
Keflavíkur vegna lands-
hlutakvóta á hermangs-
vinnu. Þessir aumingjar
hefðu síðan fjölgað sér og
þannig hefði Keflavík byggst
upp.
Þetta er náttúrlega Ijót
saga. En flestir virðast hafa
Ijótar hugmyndir um Kefl-
víkinga. Þar þykir einhver
endemis lágstétta-kúltúr
svifa yfir vötnunum, ein-
hvers konar leðurlíkis og
tyggigúmmí-mórall. Einn
glöggur viðmælandi benti á
að Keflvíkingar væru nokk-
urs konar negrar íslands.
Þeir sköruðu frammúr í
poppi og íþróttum en létu
öðrum eftir stjórnmál, bis-
ness og önnur áhugamál
hvítra.
Annar viðmælandi tók
dæmi af því að þegar
stúlka, sem hafði unnið á
borði í frystihúsi, tilkynnti
að hún ætlaði að fara að
læra hárgreiðslu skildu stöll-
ur hennar ekki hvað hún
héldi eiginlega að hún væri.
Keflvíkingar væru því líkari
Bretum en íslendingum og
Ameríkönum. Ef þeir fædd-
ust viö borð í frystihúsi þá
ættu þeir að deyja þar líka.
EKKI ALLIR JAFN
HRIFNIR AF SÖNG
VESTMANNEYINGA
Ef marka má ummæli við-
mælenda PRESSUNNAR þá
eru þetta þeir fjórir staðir
sem marka íbúa sína
ákveðnustu einkennunum.
En aðrir staðir setja einnig
sinn svip á fólk.
Þannig þykja Vestmanney-
ingar duglegt fólk sem þykir
vænt um peningana sína.
Það er mikil bölvun öðru
fólki að þeir skyldu eignast
eitt tónskáld, Oddgeir Krist-
jánsson, því eftir það telur
hvaða Vestmanneyingur
sem er að hann geti sungið
og spilað á gítar.
Ólafsvíkingar eru stórir
með sig og hálfgerðir rustar.
Þeir telja sig til hinna mestu
karlmanna og vinnuþjarka
þó það sé óvíða róið styttra
og skemur en einmitt í Ól-
afsvík.
Selfyssingar og Hvergerð-
ingar eru með brotna sjálfs-
mynd enda er draumur
þeirra að fá vinnu í bænum.
Þeir vilja því, og virðast
stundum halda, að þeir séu
Reykvíkingar.
Austfirðingar fengu mjög
misjafnar einkunnir. Einn
svaraði stutt að það væru
allir geðveikir fyrir austan
og rakti það til Einars
sálmaskálds í Heydölum.
Annar sagði að Austfirðing-
ar hefðu verið uppistaðan í
þeim sem fluttu til Vestur-
heims á sínum tíma og lýsti
það þeim sem eftir sátu. En
aðrir sögðu Austfirðinga
skemmtilega franska í sér.
Þeir væru rólegir lífsnautna-
menn.
Það vekur hins vegar at-
hygli að fólk hefur nánast
engar skoðanir á Þingeying-
um eða Skagfirðingum.
Þessir þjóðflokkar sem áður
settu svo sterkan svip á
mannlífið eru ekki eins
áberandi í dag. Þegar fólk
var beðið að lýsa einkenn-
um þessa fólks greip það
oftast til þess að vitna í
gömul fræði og goðsögur.
Einn Reykvíkingur sagði þó
um Skagfirðinga að það
lýsti þeim best að innan-
sveitar-delekatessa þeirra
væri mysusúpa. — ekki að
þeim þætti hún svo góð
heldur þætti þeim svo gam-
an að neyða hana ofan í
litlu borgarbörnin sem þeim
væri treyst fyrir.
Gunnar Smári Egilsson