Pressan - 30.05.1991, Side 20

Pressan - 30.05.1991, Side 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAl 1991 Hann er búinn að spila á meira en sex þúsund böllum og uppá- komum. Hefur stundum gengið fram af góðborgurunum, verid með kynæsandi tilburði á svið- inu og heillað kvenþjóðina, en segist fyrst og fremst vera rokk- ari. Hann lét þúsundir unglinga taka andköf, öskra og æpa á frægustu útiskemmtunum fyrr og síðar. Yngri rokkarar eins og Bubbi Morthens kalla hann poppgoðið sitt og verða dreymandi á svip þegar hann berst í tal. Nú er draumurinn orðinn að veru- leika, ný plata eftir nokkra daga, þar sem rokk þungavigtarmenn- irnir Bubbi og Rúnar Júl. leggja saman í púkk. Rúnar segist ekki geta gert upp á inilli allra þeirra platna sem hann hefur tekið þátt í að gera en að sjálf- sögðu sé það alltaf nýjasta plataii sem sé efst á listanum. „Þetta er ekkert ólíkt því að byrja upp á ný.tt," segir Rúnar brosandi. En hvað segir hann um samstarfið við Bubba? STJÖRNUDÚETTINN BUBBI OG RÚNAR JÚL. ,,Ég lít á þetta sem upphefð og það er búið að vera frábært að vinna með Bubba. Við tókum þetta saman með áhlaupi, Bubbi kom hingað til Keflavíkur á hverjum degi samkvæmt nákvæmri stundaskrá og það var kraftur í okkur þegar við vorum komnir saman. Við sömdum öll lögin hérna á staðnum, spiluðum þau inn og gengum svo frá öllu sam- an í stúdíói í Reykjavík og allt klapp- að og klárt á mánuði og það hlýtur að teljast vel að verki staðið. Við vorum með góða menn með okkur og þá er alltaf gaman að spila." Um músíkina á nýju plötunni seg- ir Rúnar. „Þetta er nú það sem kalla má hefðbundna rokkmúsík. Við settum okkur svona ákveðnar línur um hvað við vildum gera. Það vill svo vel til að óskir okkar fóru sam- an, áhrifin koma víða frá, helst frá rokkinu á milli 60 og 70. Við erum hrifnir af mönnum eins og Bob Dyl- an, Rolling Stones og fleirum. Svo eru ýmsir íslenskir spilarar sem líka hafa haft áhrif á okkur." ROKK, SÝRA OG KÁNTRÝ I mörg ár var Rúnar helsta stjarn- an í þekktustu rokkböndum lands- ins. Hann var í fyrstu íslensku bítla- hljómsveitinni, Hljómum, hann var í framsæknustu ög dáðústu hljóm- Sveit íslensku bítlasögunnar Trú- broti og hann spilaði í vinsælustu hljómsveit síðari tíma De Lónlí Blú Bojs. Rúnar segir að það sé að mörgu Ieyti öðruvísi að koma á sviðið núna en þegar hann var að byrja. „Nú veit maöur betur að hverju maður gengur en það er þó alltaf einhver spenningur í gangi og hver uppákoma hefur eitthvað sérstætt við sig. Þetta hefur verið skemmti- legur tími og ég hefði ekki viljað missa af þessu fjöri öllu, en hvert mál hefur tvær hliðar. Sumir fóru illa, dóu ungir og hver veit hvað, ætli maður megi ekki þakka fyrir að sleppa ekki vankaðri en maður er," segir rokkarinn sem komin er á þennan aldur ... en er snöggur og kvikur í hreyfingum eins og unglingur. Það eru engin ellimörk sjáanleg enda Rúnar gam- all jaxl úr fótboltanum og frægur fyrir að hreyfa sig þannig á sviðinu að heiðvirðar konur á besta aldri roðna þegar það berst í tal. TÖFFARI OG KYNTÁKN En hvernig var að vera helsta kyn- tákn þjóðarinnar í mörg ár? Rúnar hlær og segir að það hljóti að hafa verið dálítið gaman, þetta sé nú kannski dálítið orðum aukið. „Ann- ars gerði ég mér aldrei grein fyrir þessum málum á þann hátt að ég væri eitthvað kyntákn. Allavega gerði ég ekki út á það í þeirri merk- ingu þannig að það væri sérstaklega meðvitað. Fólk talaði eitthvað um þetta en mér þótti það alltaf hálf hjá- kátlegt. Um það hvort ég hafi verið töffari er ekki gott að segja. Þetta voru góðir tímar og menn reyndu að bera sig vel. Sumum hefur þótt við dálítið ánægðir með okkur en við náðum að skemmta fólki og út á það gekk leikurinn." DÓP, BRENNIVÍN OG KVENNAFAR Þær hafa lengi verið Hfseigar sög- urhár um sukklifnað í poppbransan- um. „Við vorum ekkert saklausir af því, það einfaldlega fylgdi ungu fólki að vera forvitið og prófa allt nýtt. Þetta var eins og smit sem kom frá bæði Bandaríkjunum og Eng- landi og fylgdi blómaskeiðinu í tón- listinni. A þessum árum lágum við sífellt undir grun um að við værum að dópa. Við komum aldrei svo inn í landið að hljóðfærin væru ekki skrúfuð í sundur til að leita að dópi." „Sumir voru um lengri eða skemmri tíma annað hvort uppi í skýjunum eða alveg á botni, en lentu þó flestir með báða fætur á jörðinni aftur, kannski ekki alveg á sama stað og þeir lögðu upp," eins og Rúnar orðaði það í viðtali fyrir nokkrum árum. „Margir voru að glíma við þennan frasa sem gengur í rokkinu; að það er betra að springa út og lifa hratt og stutt heldur en að fjara út á mörgum árum. Ég segi eins og leigubílstjór- inn í Spaugstofunni, ég er búinn að vera í brannsanum í nærri þrjátíu ár og er núna að vinna með mestu súp- erstjörnunni í íslenska poppinu í dag svo tíminn er í þessu sambandi af- stæður. Annars var það þannig hjá okkur í Hljómum fyrstu árin að það var aldrei drukkið á meðan menn voru að spila. Þetta var oft strangt úthald, kannski farið af stað snemma sum- ars og spilað nánast á hverju kvöldi og ekki komið heim fyrr en tveim þrem mánuðum seinna. Auðvitað voru einhverjir sem fóru illa út úr dópi og brennivíni en það þurfti ekki rokkara til. Það var að sjálfsögðu alltaf eitt- hvað af konum í kringum þetta en ég held að það hafi bara verið eins og gengur og gerist hjá ungum mönnum sem eru lifandi og hressir." SÚPERGRÚPPAN TRÚBROT Lengi hefur hvílt dulúð og goð- sagnakenndur blær yfir þeirri hljómsveit sem sagt er að glímt hafi við metnaðarfyllstu tónlistina í ís- lensku poppsögunni. Það voru haldnir eftirminnilegir blaða- mannafundir og gott ef útvarpið rauf ekki dagskrá sína til að hafa beina útsendingu þegar leyndar- dómurinn um það hverjir hefðu komist í súpergrúppuna var afhjúp- aður. Eftir miklar hræringar og átök í ís- lenska poppheiminum var súper- grúppan Trúbrot stofnuð árið 1969. „Þetta fór mest allt fram í bróð- erni. Aðal böndin á þessum tíma voru Hljómar og Flowers, við þekkt- umst allir mjög vel og hugmyndin um að stofna súpergrúppu var nokkuð lengi að gerjast. Þetta hafði verið að gerast úti í heimi í stórum stíl og allt sem var að gerast í popp- inu hafði áhrif á íslandi. Hluti þeirra sem ekki komust í Trúbrot stofnuðu Ævintýri og unnu okkur í vinsældakeppni sem haldin var í Laugardalshöllinni og við urð- um að sjálfsögðu grútspældir. í Trúbrot gerðum við plöturnar Undir áhriíum og Lifun en einmitt á næstu dögum kemur Lifun út á nýj- an leik. Það eru tuttugu ár síðan platan kom út og ég er viss um að margir bíða spenntir eftir að heyra þetta aftur, því þetta var hörku plata. Lifun var að mörgu leyti mjög metnaðarfull plata og ekki unnin á ósvipaðan hátt og þessi nýja plata mín, menn vissu hvað þeir vildu og. dæmið gekk hratt og vel fyrir sig. Síðasta platan sem við gerðum í Trúbrot var Mandala en enginn vildi gefa hana út. Við ætluðum að taka plötuna upp í Bandaríkjunum en af því varð ekki, það treysti sér enginn til að borga brúsann. Við tókum svo plötuna upp í Danmörku og gáfum hana út sjálfir. Upp úr þessu fór að bera á missætti og bandið lognaðist út af. Og þá endur- reistum við Hljóma og stofnuðum síðan leynigrúppuna Ðe Lónli Blú Bojs sem sló öll met í vinsældum og plötusölu." UM HEIMSFRÆGÐ OG ÖÐRUVÍSI TÓNLIST Af og til komast sögur á kreik um að íslenskir popparar séu rétt við það að ná heimsfrægð. Rúnar hefur oft verið í þessum hópi, er hann vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð frægð fyrir utan landsteinana? „Nei, nei, vissulega hefði verið gaman að ná fótfestu í útlöndum og það er ekki öll von úti." Og það er maður í toppformi sem talar. „Núna eru menn meira farnir að reyna að selja einstök lög frekar en hljómsveitir og þá opnast alltaf ein- hverjir möguleikar. Ég er mjög sátt- ur við mitt og er ekkert á leiðinni að hætta. Það er orðin svo mikil breidd í músíkinni að menn geta verið að fram á grafarbakkann. Það kemur væntanlega að því að ég hætti hvað svo sem það verður sem stoppar mig af." Rúnar segist ekki hafa sérstakan áhuga á því að snúa sér að þvt að semja einhverja aðra tónlist t.d. fyrir kvikmyndir eða leikhús. „Ég kann best við rokkið og held mig við það á meðan ég get." Og þegar ég er að kveðja koma á móti mér galvaskir ungir menn úr sveit- inni Ennisrakadir skötuselir. Björn E Hafberg

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.