Pressan - 30.05.1991, Side 23

Pressan - 30.05.1991, Side 23
FIMMTUDAGÚR PHÉSSAN 30. MAl' 1991 :,W 23 LEIKARAR Á FULLUM LAUNUM MEÐ ÓTRÚLEGA FÁ VERKEFNI Sumir leikarar Þjóðleikhússins eru stjörnur og eru nánast alltafá sviðinu. Á meðan þurfa aðrir leikarar að sœtta sig við aukahlutverk eða alls engin Jóhann Sigurðarson situr á toppi stjörnuliðsins og er langt fyrir ofan næsta mann. Kom fram 7,5 sinnum á móti hverri 1 sýningu hja Helga Skúlasyni á fjögurra éra tima- bili. hlutverk. ALLT FRÁ 346 SÝNINGUM NIÐUR í 50 Á FJÖGURRA ÁRA TÍMABILI I samantekt Þjóðleikhús- stjóra um nýtingu fastráð- inna leikara á tímabilinu frá 1986—1990 kemur m.a. fram að sá sem nýttist best kom fram í 346 sýningum á meðan annar kom fram í innan við 50 sýningum. í töflunni sem hér birtist Helgi Skúlason steig á svið Þjóðleikhússins að meðaltali 12 sinnum á ári á tímabilinu 1986—1990. Á sama tíma tók Jóhann Báðir Þjóðleikhússtjórarnir sem nú sitja viðurkenna að ýmislegt sé athugavert við leikarahópinn sem nú er fastráðinn við leikhúsið. Kynjahlutföllin í Þjóðleik- húsinu eru þannig að álíka margir leikarar eru af hvoru kyni. Leikhúsmönnum ber saman um að hlutföllin í leikbókmenntunum séu þannig að karlhlutverk séu um 65% á móti 35% kven- hlutverka. Gunnar E yjólfsson hefur leikiö i fjórum hlutverkum á síðustu fjórum árum. Sigurðarson 91 sinni að meðaltali þátt í leiksýn- ingum á ári. Ýmsir af leikurum Þjóðleikhússins virðast ofnýttir á meðan aðrir koma mjög sjaldan fram. Það má gera sér í hugarlund að duglegir leikhúsgestir hafi komið jafn oft í leikhús og sum- ir af fastráðnum leikur- um hússins tóku þátt í sýningum. í hverri leiksýningu sem sett er upp þarf að fá mik- inn fjölda leikara í aukahlutverk á meðan fastráðnir leikarar ekki á svið. Skýringarnar á þessu eru að sjálfsögðu margvíslegar. Árni Tryggvason fór á eftirlaun um síðustu áramót og stundar sjó- mennsku fyrir norðan. Jón S. Gunnars- son, sviðsvanur maður sem sjald- an hefur fengið að takast á við stórar rullur. Lilja Þórisdóttir hefur leikið flest kvenhlut- verk á siðustu árum. Hún erþó ihópiþeirra sem fremur litið hefur farið fyrir. er eingöngu um að ræða fjölda sýninga sem viðkom- andi leikarar tóku þátt í á umræddu tímabili, auk fjölda hlutverka, ekki tekið tillit til stærðar hlutverka og annarra þátta sem erfitt er að meta. Rétt er að benda á að í hópi þeirra sem sjaldnast koma fram er m.a. fólk komið er nokkuð til sem aldurs, í öðrum tilfellum er um það að ræða að fólk hefur farið í leyfi á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum sem PRESSAN aflaði sér hjá mörgum leikhúsmönnum er ekki óeðlilegt að telja megi viðunandi nýtingu ef leikari kemur fram í 55 sýningum á ári. Þessi mælikvarði er auðvitað með öllum þeim fyrirvörum sem áður voru nefndir, en staðfestir eigi að síður þær raddir sem hafa verið háværar að sumir leik- arar séu ofnýttir á meðan aðrir fái lítil sem engin tækifæri til að koma fram. LEIKARAR SEM LEIKA OG AÐRIR SEM LEIKA NÆSTUM EKKI NEITT Það hlýtur að vera heldur dapurleg tilfinning að vera leikari og fá nánast ekki neitt að leika. Og það hlýt- ur líka að vera ömurleg til- finning að hafa verið leikari i mörg ár og fá aldrei að vera í öðru en lítilfjörlegum aukahlutverkum. Þegar skoðaður er feriil Helga Skúlasonar sem að- eins kom 48 sinnum á svið á árunum 1986—1990 í tveimur hlutverkum kemur í Ijós að á síðustu 10 árum hefur hann tekið að sér 13 hlutverk á vegum Þjóðleik- hússins. Á sama tíma hefur Sigurður Sigurjónsson t.d. leikið 27 hlutverk, og Ró- bert Arnfinnsson 26. Jón S. Gunnarsson fær fjórðu bestu nýtinguna á ár- unum sem athuguð voru, hann hefur tekið að sér hvorki fleiri né færri en 36 hlutverk á síðustu tíu árum en þau hafa flest verið frem- ur smá. Ýmsir af leikurum Þjóð- leikhússins sem hafa verið fastráðnir í mörg ár virðast flestum ókunnir. Hverjir kannast við Hákon Waage, sem er fastráðinn frá 1970, Önnu Kristínu Arngríms- dóttur sem var fastráðin 1973, eða Helgu E. Jóns- dóttur sem var fastráðin 1973? ÞEIR SEM VORU REKNIR OG RÁÐNIR AFTUR í hópi þeirra sem voru reknir og ráðnir aftur eru leikarar sem lítið hefur ið á í leikhúsinu. Þar aftur fyrir nöfn þeirra S. Gunnarssonar, Hákonar Waage og Helgu E. Jóns- dóttur. Til viðbótar eru í hópnum þær Edda Þórarins- dóttir, Þórunn Magnúsdóttir og Guðbjörg Lilja Þórisdótt- ir. Fremur lítið hefur borið á þessum leikkonum á síðustu árum hver sem skýringin kann að vera. Helstu stjörnur leikhússins á síðustu árum eru tvímæla- laust félagarnir í Spaugstof- unni auk Jóhanns Sigurðar- sonar. Þeir Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson auk Jóhanns Sig- urðarsonar sem til stóð að reka hafa greinilega verið í miklu uppáhaldi á síðustu árum. Þannig hefur t.d. Pálmi leikið 16 hlutverk á síðustu 5 árum, Örn 12 á sama tíma og Randver 14 hlutverk. Björn E Hafberg Helgi Skúlason hefur ekki mikið verið i leikhúsinu á sið- ustu árum. Á fjórum árum lék hann tvö hlutverk og tók þátt i 48 sýningum. Sigurður Sigurjóns- son tilheyrir stjömu- liðinu og kemur oft Arnar Jónsson hefur verið lengi i leikhúsinu og fær stór hlutverk. Hlutverk á árí Sýningar á ári Jóhann Sigurðarson 2,50 91 Sigurður Sigurjónsson 2,00 77 Amar Jónsson 2,50 74 Jón S. Gunnarsson 3,00 68 Öm Árnason 2,25 67 Lilja Þórisdóttir 2,50 63 Randver Þorláksson 2,25 62 Pálmi Gestsson 2,50 62 Ragnheiður Steindórsdóttir 2,25 59 Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir 2,25 59 Anna Krístín Arngrímsdóttir 2,25 58 Helga Jónsdóttir 2,50 55 Hlutverk á ári Sýningar á ári Sigríður Þorvaldsdóttir 1,50 28 Herdís Þorvaldsdóttir 1,75 28 Guðrún Þ. Stephensen 1,00 26 Edda Þórarinsdóttir 0,75 24 Rúrik Haraldsson 1,25 23 Gunnar Eyjólfsson 1,00 20 Bríet Héðinsdóttir 1,00 17 Kristbjörg Kjeld 1,25 16 Þóra Friðriksdóttir 1,25 16 Helgi Skúlason 0,50' 12 Helga Bachman 0,00 0 Hlutverk á ári Sýningar á ári Bessi Bjarnason 1,25 51 Sigurður Skúlason 2,00 49 Þórunn Magnea Magnúsdóttir 2,00 43 Róbert Amfinsson 2,25 41 Tinna Gunnlaugsdóttir 1,50 41 Flosi ÓLafsson 1,50 40 Erlingur Gíslason 2,00 39 Bryndís Pétursdóttir 2,00 35 Margrét Guðmundsdóttir 1,50 32 Þórhallur Sigurðsson 1,00 32 Hákon J. Waage 1,50 31 Baldvin Halldórsson 1,25 30

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.