Pressan - 30.05.1991, Síða 24

Pressan - 30.05.1991, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAJ 1991 SKAPAÐIR 71L AÐ ELSKA 9íl)jar íölcitt?har Jijóöiögm* Helga í Freyju haföi sínar aöferöir viö hlutina. Hún bar jafnan svuntu góöa, sem hún nýtti i hinum viö- tækasta tilgangi, meöal annars þegar hún var aö hella upp á kaffi. Einhverju sinni er gestur var hjá henni var hún aö sía mjólkina í gegnum svuntu- horniö. „Helga þó, hvaö ertu aö gera?," sagöi gesturinn. „Allt í lagi, allt í lagi," svaraöi kerling. „Svuntan er skítug hvort sem er." (Úr sveitavargssögum) Stundum gat kerling komist skemmtilega aö oröi þegar hún var aö lýsa ágæti síns heimilisfólks: „Hann Hilmar minn, hann er ekki lengi aö hlaupa gangandi inn aö Búöum." (Úr mismælasogum) Helga hugsaöi vel um sitt fólk og reyndi aö sýna þvi tillitssemi í hvívetna. Þannig var aö sonur hennar var meö ofnæmi fyrir kleinufeiti og var kerling þess vel minnug: „Ég steiki bara tígla handa honum Óskari min- um." |Úr sveitavargssogum) Eitt sumariö var kerling gestkomandi hjá presti. Er húnvaraökveöjaW rkinná hlaðinu sér hún aö madd- aman er aö rífa upp rabar- bara í graut úti í garði. Hún arkar þangaö og tek- ur slurk af rabarbara úr hendi prestsfrúarinnar. „Þetta var algjör óþarfi góöa mín, en þakka þér fyr- ir samt." (Úr sveitavargssögum) Þad fer ekki mikiö fyrir þeim í umrœdum dagsins. I símaskránni heita þau Sam- tök heimsfridar og samein- ingar. Þau hafa háleit mark- mid en vinnan fer ad mestu fram í kyrrþey. Þau hafa þok- ad ýmsu áleidis, breidast hœgt og sígandi át um veröld- ina og eru óhád tráarbrögd- um og stjórnmálahreyfing- um. Halldór Einarsson hefur veriö í þessum samtökum í mörg ár og vid gefum hon- um oröid. „Þessi samtök eru í raun hattur yfir mjög víðtæka starfsemi. Mesta púðrinu hef- ur verið eytt í það að reyna að fá mismunandi hreyfingar, ólíkar kirkjur og ólík trúar- brögð til að koma saman og starfa saman. Við lítum svo á að í leit að varanlegum lífsgildum og bættum heimi þurfi margt að konia til en veigamesti þátt- urinn eru trúarbrögðin. Trú- arbrögðin eru svo stór þáttur í lífi fólks út um allan heim, við verðum kannski ekki eins mikið vör við það í hinum vestræna heimi og víðast annars staðar." Hvers vegna skyldu trúar- brögðin hafa orðið meira út undan á Vesturlöndum en í öðrum heimshlutum? Hall- dór segir að við því sé ekki til einhlítt eða endanlegt svar. ,,En samtökin hafa unnið að því að trúarleiðtogar víða að úr veröldinni komi saman og beri saman bækur sínar og takist á við afmörkuð við- fangsefni þar sem trúar- bragðadeilur eru hluti af vandamálinu." Halldór segir að aukin þekking sé ávallt forsenda þess að menn geti leyst ágreiningsmál sín. „Þess vegna hafa samtökin allt frá árinu 1972 haldið alþjóðlegar ráðstefnur vísindamanna þar sem margvísleg viðfangsefni í mannlegum samskiptum eru tekin til umræðu." En hversu útbreidd er starfsem- in? „Núna eru samtökin starf- andi í hundrað og þrjátíu þjóðlöndum, þau hafa náð mestri fótfestu í Asíu og starf- ið í Kóreu og Japan er mjög öflugt." Fyrsti angi þessarar hreyf- ingar barst til íslands um 1975 og hefur síðan breiðst rólega út. En i hverju er lífs- gildið fólgið samkvæmt kenningum þessara sam- taka? „Kærleikurinn og ástin er að sjálfsögðu efst á blaði. Við göngum út frá því að for- senda þess að Guð skapar yfir höfuð er kærleikur. Og kær- leikurinn byggir á sambandi fólks og alls sem lifir og hrær- ist á jörðinni. Maðurinn er hreinlega skapaður til þess að elska. Og þegar við yfirgefum þetta mannlíf hér þá er það hjartalag okkar sem lifir, eða okkar innri maður. Ekki það sem við gerum, ekki það sem við þykjumst vera, heldur það sem við elskum. Stofn- andi hreyfingarinnar sagði eitt sinn: Ef þú elskar eina manneskju, þá færðu til baka ást sem samsvarar því, en ef þú elskar margar manneskj- ur þá færðu til baka kærleika í sama hlutfalli og þú elskar sjálfur. Það sem við þurfum að gera er að rækta þessi sam- skipti og átta okkur á því í hverju kærleikurinn felst. Ég held að kærleikurinn byggist á óeigingirni og fórnfýsi." Hvað getur hver og einn einstaklingur beinlínis gert til þess að bæta heimsfriðinn og auka sameiningu manna? „Það sem ég get bent á er nokkuð sem við höfum gert út um allan heim. Það er að hver og einn velji sér ákveðið svæði í sínu nánasta um- hverfi og verði að liði eins og hann mögulega getur. Við förum í hús og bjóðum fram hjálp okkar, bjóðum að- stoð við að laga til í garðin- um, hjálpa fólki að gera hreint, eða hjálp sem á ein- hvern hátt getur orðið að gagni án þess að taka nokkuð fyrir það. Svona litlir hlutir hafa ótrú- lega mikil áhrif, maður sýnir fólki að manni standi ekki al- veg á sama um það. Tíminn sem maður setur í þetta kem- ur margfaldlega til baka því maður kynnist alltaf elsku- legu fólki. Þetta skapar já- kvæð viðbrögð og allt í kring- um mann verður léttara og þægilegra." Hvað ætlar þú að gera á morgun til að stuðla að meiri friði og sameiningu? „Ég ætla að vera reiðubú- inn til þess að hjálpa ná- granna mínum og reyna að auka þekkingu mína og víð- sýni svo ég geti betur skilið aðra, óskir þeirra og drauma." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Læknar í veislu ERFIÐAR VEISLUR Flestum eðlilegum lækn- um finnast of margir læknar í hóp leiðinlegir og njóta þess að fara út meðal venju- legs fólks og skemmta sér. Yfirleitt gengur allt vel en stundum er skemmtunin hundleiðinleg og menn dauðsjá eftir því að hafa far- ið. Oftast er þá um að ræða samkvæmi þar sem fáir þekkjast og fólk er í sífellu að kynna sig og segja við hvað það starfar. í slíkum veislum er stundum erfitt fyrir lækninn að vera eins og hver annar og njóta lífsins því margir vilja ræða við hann um læknisfræði. Yfir- leitt vilja menn tala um eigin sjúkdóma eða eitthvað spennandi í ættinni sem lýt- ur að veikindum. Dæmigert samtal getur þannig hljóm- að svona eftir venjulega kurteislega kynningu: „Jæja, svo þú ert læknir, en spennandi, getur þú sagt mér af hverju 5 ára sonur minn er með lítinn rauðan blett eins og ber á annarri rasskinninni?" eða „Hvað getur það verið, að ég fæ eins og stóran hvalskutul gegnum mig miðjan þegar ég beygi mig fram? Pabbi var svona líka." Flestir læknar lenda oft í löngum samræð- um um reykingar, mataræði ÓTTAR GUDMUNDSSON og megrunarkúra. Sumir njóta þess en aðra langar mest til að ræða um eitthvað skemmtilegra eins og bíla eða fótbolta. LITSKRÚÐUG ÚTFERÐ Einu sinni sat ég til borðs með konu í stúdentaveislu í Svíþjóð sem talaði um út- ferð frá leggöngum við mig allan tímann. Meðan við gæddurn okkur á ágætri laxasúpu með dilli í forrétt (Creme de saumon a I'aneth) lýsti hún fyrir mér sérlega spennandi, þokka- lega lyktandi gulri útferð. Undir aðalréttinum sem var lambahryggur marineraður í basíliku með brokkóli (Carré d’agneau au basi- íic, broccoli au berre, gousses d’ail glacées) sagði hún mér frá rauðleitri útferð og i eftirréttinum, jarðarberjatertu (Tarte aux fraises) ræddum við um lit- lausa, lyktarlausa útferð. Margra ára þjálfun á sjúkra- húsum við ýmsar aðstæður gerði mér kleift að halda uppi þessum samræðum án þess að missa matarlyst en maðurinn, sem sat á móti okkur og hálfhlustaði, virtist missa allan áhuga á matnum eftir því sem á samræðurnar leið. Hann varð reyndar á lit- inn eins og útferðirnar sem konan var að lýsa. í litlausu útferðinni var hann orðinn litlaus sjálfur og þurfti þá að fara fram og fá sér frískt loft. En þetta er ekkert sérvanda- mál læknanna. Trésmiðir lenda í þvi að tala um park- ett, píparar um Danfoss- krana og ljósmyndarar um Ijósmyndavélar. HNÉ OG VÖRTUR Flestir sem hitta lækna hafa gaman af því að sýna eitthvað sem er utan á þeim. Ég hef skoðað aragrúa af exem-olnbogum í boðum og litið á skánir á tungu, þreifað á hálseitlum og horft spek- ingslega í hársvörð. Yfirleitt segi ég fátt v.ð þessum ósköpum, muldra eitthvað fyrir munni mér og segi svo; „Helvíti er þetta skrítið, en þetta lagast." Um daginn fór ég í boð og settist í sófa sem var ágætlega staðsettur við stóra Makkintoss-skál. Eft- ir nokkrar mínútur settist hjá mér ungur maður og við tókum tal saman. Hann varð upptendraður þegar ég sagðist vera læknir. Þá verð- urðu að kíkja á hnéð á mér, sagði hann glaðhlakkalega. Hann fór úr öðrum skónum og sokkunum og setti fótinn í kjöltu mér. Hnéð var greini- lega bólgið, svo að ég potaði í það með merkilegheitasvip og sagði: „Þetta er ansi bólg- ið, þú verður að fara til ein- hvers skemmtilegs beina- læknis. Þeir vita allt um svona hné." „Svo er ég með nokkrar smávörtur á besef- anum," sagði maðurinn. Ég varð felmtri sleginn og bað hann í guðanna bænum að sýna mér þær ekki. Þó tuldr- aði ég eitthvað um húð- lækna, stóð síðan upp og fór og missti fyrir vikið af Makkintoss-skálinni. LÆKNAR TALA VIÐ LÆKNA Sumir læknar una þessu þó vel og einn barnalækni þekki ég sem getur ekki á heilum sér tekið ef enginn hefur spurt hann um ein- hverja barnasjúkdóma í veislu. Þetta er því miður næsta algengt enda finnst sorglega mörgum læknum gaman að ræða um sjúk- dóma. Einu sinni heyrði ég tvo lækna ræða um veikindi hvors annars. Þær samræð- ur enduðu í slagsmálum, hvor þeirra væri veikari, hvor væri með sjaldgæfari sjúkdóm eða hvor hefði hitt fyrir fleiri liðónýta lækna meðan á rannsókn stóð. Menn urðu að skilja þá að með handafli en þegar þeir voru dregnir í sitthvora átt- ina æptu þeir hvor í kapp við annan. „Ég var á mun sterk- ari lyfjum en þú!" „Það á að skrifa um mig í blaði heimil- islækna!"

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.