Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ1991
FJÖLMIÐLAR
Pulsur, PRESSAN og rannsóknarfréttamennska
Útgefandl:
Blað hf.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Ritstjórar:
Gunnar Smári Egilsson,
Kristján Þorvaldsson.
Auglýslngastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Ritstjórn, skriístoíur og
auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími
62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19.
Eftlr lokun sldptiborös:
Ritstjórn 621391, dreifing 621395,
tæknideild 620055.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði.
Verð í lausasölu 170 kr. eintakið.
Rollur á
lúxusfædi
Það var skrítin sending
sem Sláturfélag Suðurlands
fékk frá Dægurmáladeild
Ríkisútvarpsins á föstudag-
inn.
Frá klukkan fjögur og þar
til klukkan var langt gengin í
sex hömruðu þeir dægur-
málamenn reglulega á því að
Sláturfélag Suðurlands hefði
skipulega minnkað pulsurnar
sínar.
Og hvert var tilefnið?
Jú, pulsukona nokkur hafði
óljósa tilfinningu fyrir þvi að
pulsurnar hefðu verið stærri
fyrir nokkrum mánuðum. Og
dægurmáladeildin lét ekki
þar við sitja heldur fann einn
af rannsóknarmönnum henn-
ar pulsu sem stóð ekki út úr
brauðinu, en það höfðu allar
pulsur gert fyrir skömmu síð-
an að hans sögn.
Þegar yfirlýsingarnar um
aðför Sláturfélagsmanna að
neytendum höfðu staðið yfir í
tvo tíma fékk framleiðslu-
stjóri fyrirtækisins að bera
hönd fyrir höfuö sér. Hantl
kom af fjöllum og sagði að
hvorki uppskrift né fram-
leiðsluaðferðum hefði verið
breytt i ómuna tíð. Hins vegar
væru pulsur handgerðar og
því aldrei allar nákvæmlega
jafn stórar. En lang flestar
væru á bilinu 15 til 17 senti-
metrar þó sumar gætu verið
minni en aðrar að sama skapi
stærri.
Rannsóknarmaðurinn leit
nú aftur á pulsuna sína (sem
var likust kokteilpuslu í hug-
um áheyrenda) og úrskurðaði
hana 13 til 15 sentimetra.
Þetta var glæpurinn sem lá
að baki tveggja tíma óhróðri
þeirra dægurmálamanna um
Sláturfélagið.
Sama dag fengum við á
PRESSUNNl álíka gusu. Til-
efnið var álíka traust og úr-
vinns'lati jafn trúverðug.
Eg óska Dægurmáladeild-
inni bata.
Gunnar Smári Egilsson
I PRESSUNNI í dagersagt frá samn-
ingi Landsvirkjunar vid bændur viö
Blöndu. Þar kemur fram að þessi
samningur hefur kostað Landsvirkj-
un rúman hálfan milljarð á undan-
förnum tíu árum. Lang stærstum
hluta þessara fjármuna hefur verið
varið til þess að fóðra kindur bænd-
anna.
Pað lætur nærri aö það hafi kostað
um 180 þúsund krónur að halda uppi
hverri rollu á þessum tíma. Kindurn-
ar eru ekki á fjalli nema í um 60 daga.
Miðað við það hefur Landsvirkjun
fætt þær fyrir um 330 krónur á dag.
Það liggur við að það hefði verið
ódýrara að hafa þær í fæði á Hótel
Sögu í stað þess að eyöa orku í að
græða upp afrétti við Blöndu.
Þessi samningur er náttúrlega
bæði bændunum sjálfum og Lands-
virkjun til skammar. Hann er móðg-
un við eigendur Landsvirkjunar, al-
menning.
Pað er líka móögun við launafólk
að fáeinum rollum skuli vera haldið
upp á fæði sem kostar 10 þúsund
krónur á mánuði. Það eru fjölmargar
fjögurra manna fjölskyldur í landinu
sem geta ekki staðið undir 40 þúsund
króna matarreikningi á mánuði. Með
þessum samningi er verið að gera
grín að þessu fólki.
Og þessi samningur er líka móðgun
við landið. Fyrir sömu fjármuni og
Landsvirkjun eyðir í að að rækta upp
gras handa þessum rollum væri hægt
að hefta gróðureyðingu á stórum
landsvæðum.
Pað er skömm að því að gera svona
samning en það er enn meiri skömm
að því að rifta honum ekki eftir að í
Ijós er komið hversu vitlaus hann er.
Nýtt kvótakerfi
„Kaupmenn við Laugaveginn
hafa áhyggjur af fjölda
veitingastaða og hugmyndir
hafa verið uppi um einhvers
konar kvóta á fjölda þeirra."
Pétur Sveinbjarnarson
framkvæmdastjóri.
/4<í cOtefut, ttteci
yÖclvítjcittucH,
„Markmið mitt er að
dálkarnir verði lifandi hluti af
því sem er í umræðunni og
koma að ákveðinni gagnrýni
án þess að særa.“
Ólafur M. Jóhannesson
fjölmlðlarýnir.
íslenski hænsnastofninn er
talinn gagnslaus til stórfram-
leiðslu á kjjöti og eggjum.
Hann er þó víða notaður til
einkaþarfa. Punthænsn
mætti sjálfsagt kalla þessar
hænur.
BRVNJÓLFUR SANDHOLT VFIRDÝRALÆKNIR.
Örlagavaldurinn
mlkli
„Það var ég
sem sendi
Sigurveigu
Jónsdóttur
í viðtal niður
á höfn, þar
sem Ragnari
Kjartanssvni
stjórnarformanni var stillt
upp á kæjann og krafinn
svara við því hvort Hafskip
væri gjaldþrota."
Ingvi Hrafn Jónsson tyrrverandi
frétfastjóri.
TRÓJUHESTAR
„Þarna er verið að gera
tilraun til að koma körlum
inn í Jafnréttisráð."
Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra.
Athyglisgáfa
„Mér finnst frægt fólk á íslandi vera nokkurs konar söluvara
fjölmiðlanna."
Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður.
Með hormónum
skal land byggja
„Vaxtarrækt er nauðsynleg
fyrir vöxt þjóðarinnar."
Ben Welder líkemsræktarfrömuður.
Sóun fjármuna
Skellurinn í loðdýrarækt-
inni var stór en hann virðist
ætla að verða margfalt stærri
i fiskeldinu. Gróflega áætlað
hafa tíu milljarðar króna farið
í súginn í þessum tveimur
greinum á undanförnum ár-
um. Þetta er glatað fé sem
aldrei mun skila nokkrum
arði. Það eru einkum opin-
berar lánastofnanir — fjár-
festingarlánasjóðir og ríkis-
bankar — sem bera tapið.
Með öðrum orðum almenn-
ingur borgar brúsann.
Loðdýraræktin og fiskeldið
eru aðeins angar af stærra
meiði. Þessi dæmi sýna þó í
hnotskurn hvernig meðferð
fjármuna er háttað á íslandi.
En af miklu fleira er að taka.
Löngu fallít fyrirtækjum er
haldið á floti með reddingum
sem engan vanda leysa en
fresta því sem verða vill með
ærnum kostnaði — Arnar-
flug, Álafoss, Síldarverk-
smiðjur ríkisins og svo fram-
vegis. í nafni byggðastefnu
sem ekkert mið tekur af
nauðsyn hagræðingar á
byggð í landinu er fé ausið í
óskynsamlega fjárfestingu í
heilbrigðismálum, skólamál-
um, samgöngumálum og
húsnæðismálum svo nokkrir
málaflokkar séu taldir. Síðast
en ekki síst er gríðarleg of-
fjárfesting í sjávarútvegi og
landbúnaði látin viðgangast.
Meðferð fjármuna — sér-
staklega þar sem stjórnmála-
menn hafa hönd í bagga — er
slík að ætla mætti að pening-
ar yxu á trjám. Svo er auðvit-
að ekki og er þetta ein helsta
ástæða þess að vextir eru há-
ir í landinu. Að sjálfsögðu
þurfa bankavextir að vera há-
ir þegar bankarnir verða að
leggja drjúgar fjárhæðir á af-
skriftareikninga vegna út-
lána sem þegar hafa tapast
eða munu tapast innan tíðar.
Að sjálfsögðu verða vextir
háir við það að rikissjóður
sogar til sín nánast allan
sparnað landsmanna til að
standa við skuldbindingar
sem gefnar hafa verið út og
suður án þess að hugað væri
að tekjum á móti. Að sjálf-
sögðu hækkar það vexti og
sífellt er verið að binda fé í
arðlausri fjárfestingu.
Viðhorf stjórnmálamanna
til opinberra fjármuna eru
undantekningarlítið óheil-
brigð og lái þeim hver sem
vill. Það er mannlegt — þótt
ekki sé það stórmannlegt —
að notfæra sér áhrif sín á ráð-
stöfun fjármuna til að kaupa
sér velvilja og atkvæði kjós-
enda. Hætt er við því að í slík-
um hrossakaupum fari lítið
fyrir arðsemissjónarmiðum.
Þetta hefur verið raunin í rík-
um mæli á íslandi. Eina úr-
ræðið er að draga úr þessum
áhrifum stjórnmálamanna í
fjármálalífi landsmanna. Þar
Fyrirgreiðsla með reisn
Þegar menn hafa vasast í
stjórnmálum á íslandi nógu
lengi komast þeir að því að
ekkert er þeim lengur
ómögulegt. Því veit Matthías
Bjarnason að hann getur rétt
við rækjuvinnslurnar sem
hann hefur dengt í fjármagni
sem formaður stjórnar
Byggðastofnunar. Ef ekki vill
betur þá með því að láta
Menntaskólann á ísafirði
kaupa af þeim húsnæðið. Og
ef það dugir ekki til mun
Matthías sjálfsagt láta sér
detta eitthvað annað í hug.
Til dæmis að stofna rækju-
vinnslubraut við skólann svo
hann greiði niður reksturinn.
Hver veit?
Sjálfsagt enginn. Því stjórn-
málamenn af kynslóð Matthí-
asar hafa gert ísland að því
ólikindalandi að enginn get-
ur séð fyrir hvað gerist næst.
Þeir hafa löngum dundað sér
við að styðja hinar vonlaus-
ustu atvinnugreinar en
brugðið fæti fyrir þær lífvæn-
legri. Þeir stofnuðu sjóði en
tæmdu þá jafnharðan svo
er hins vegar við ramman
reip að draga því það eru
stjórnmálamennirnir sjálfir
sem verða að skerða sín eigin
völd.
Það er grátbroslegt að það
skuli vera sömu stjórnmála-
mennirnir sem nú fjargviðr-
ast mest út af háum vöxtum
og bera þyngsta ábyrgð á
þeirri sóun fjármuna sem við-
gengist hefur og viðgengst
enn. Á þeim er ekkert að
græða. En eru aðstandendur
núverandi ríkisstjórnar menn
til að stemma stigu við ósóm-
anum?
Birgir er hagfræðingur hjá
EFTA i Genf
þeir voru ekki lengur sjóðir
heldur ógreiddur skulda-
reikningur upp á framtíðina.
Og á eftir kynslóð Matthí-
asar kom önnur kynslóð sem
hélt merki hennar á lofti. Og
á eftir þeirri kynslóð kom
enn önnur sem fetaði í spor
Matthíasar og félaga. Munur-
inn á þessum yngri mönnum
og Matthíasi er einkum sá að
yngri mennirnir bölsótast út í
sjóðina og sporslurnar. Þeir
eru þó síður en svo eftirbátar
Matthíasar í sukkinu.
Matthías er því ekki síðasti
fyrirgreiðslupólitíkusinn á
þingi. Hann er hins vegar síð-
asti fyrirgreiðslupólitíkusinn
sem stundar þá list af ein-
hverri reisn. Hann stundar
hana ekki þvert á yfirlýsingar
sínar eins og yngstu þing-
mennirnir. Hann reynir ekki
að afsaka fyrirgreiðsluna eins
og þeir sem eru aðeins eldri.
Hann telur sig hafa heilagan
rétt til að ráðskast með al-
mannafé eins og aðrir af hans
kynslóð. Matthías er því
miklu tignarlegri fyrir-
greiðslumaður en þeir yngri.
Undanfarnar vikur hefur
komið fram í dagsljósið ýmis-
legt af því sem Matthías og fé-
lagar í stjórn Byggðastofnun-
ar hafa verið að dunda sér við
á undanförnum árum. Þeir
hafa meðal annars hent millj-
örðum í fiskeldi, ull, rækju og
loðdýr.
Það voru þessir menn sem
Davið Oddsson átti við að
væru fyrir utan kaffipoka-sið-
gæðið hjá hinu opinbera. Á
meðan láglaunakonur eru
reknar fyrir að taka með sér
kaffipakka heim úr vinnunni
sitja Matthías og félagar
áfram í Byggðastofnun,
drekka kaffi og éta vínar-
brauð á fundum og ausa út
fjármunum almennings í
vonlaus ævintýr. Stundum
vegna þess að þeir höfðu trú
á því að þessir fjármunir
kæmu að notum en oftar
vegna þess að þeir vildu
tryggja að þeir lentu í réttum
kjördæmum. Og þá skiptir
engu máli hvort þeir koma að
notum eða ekki.
ÁS
Ko^viék'i-'.T'vCft :*.w%
-r<5UTííx
lat&míc
LAUSáN f
UGfái £Js Sórrufc r (CLEFAVJV
r MiMiUbrr** HANNzottH
ÞSTTA VERt>l&
EKKERT5W2T.
HM 3Á NÉR 5KÍL5T
þJt ViLTÍg VEfcÐA
ÚT5KRÍFMXIR. STfWX
ÚTVct> M PÓLlTtSKÁ ViíKiNUEtf EftT
ÓHfFUZ TÍL STJÓMU NARSTAUrA 06 CKKAZ
NmQ.STÖi>UA ÚCTÍLOKA ALlA HUCSAVLTCA -
EÁTTÓttt i fiik:«55TTt>C\fr
ÉG 5A&CÍ P£ÍM AU E& ÆTlAfií AC^
TAM MEfc TZf fÖ STTÓRA/MÁLUM l
SÍLÍ EN Svo MVVDí É& LÁTA RtM
«0
ss
n
JZ
E