Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 25
LISTAPOSTURINN
„Ég veit ekki betur en þaö
aö elska sé aö gefa frelsi og
ég hef lært aö lifa meö sárs-
aukanum" segir Aöalheiöur
Sigurbjörnsdóttir Ijóðskáld.
Adalheidur
AÐ ELSKA ER AÐ GEFA FRELSI
Minning tvö
Þú slóst mig
með spýtu
í lœriö
stœrri marblett haföi ég
aldrei séð
við vorum ung
upp úr þurru kastaðir þú
eldspýtustokk
í nefið á mér
við vorum ung
og enn vorum við ung
þegar fréttin kom
Risavaxinn fótur
af himnum ofan
klauf húsþak mitt
þeytti mér um koll
og traðkaði
Þannig hljómar Ijóð Aðal-
heiðar Sigurbjörnsdóttur sem
hún orti eftir dauða bróður
síns en hann féll fyrir eigin
hendi er hún var tuttugu og
sex ára gömul. Ljóðið birtist í
bók Aðalheiðar Silfurstrá en
sú bók kom út fyrir jólin í
fyrra. Aðalheiður er síður en
svo búin að skrifa sitt síðasta
Ijóð og er með aðra bók í
smíðum.
,,Ég byrjaði að skrifa úti í
Svíþjóð en þar fór ég að trúa
því að draumar gœtu rœst. Ég
lœrði líka að syngja, dansa
og mála en þar sem einveru-
stundirnar voru margar náði
Ijóðið yfirhönd in n i, ‘ ‘ segir Að-
alheiður.
,,Ég hefgengið með skáld í
maganum frá barnsaldri,"
segir hún. „En ég var komin
vel yfir tvítugt þegar þörfin
fyrir að yrkja náði yfirhönd-
inni."
Aðalheiður er alin upp í
Vogahverfinu og hefur unnið
of mörg störf til sjós og lands
til að hægt sé að telja þau
upp. En hún rak einnig fyrir-
tæki í Svíþjóð og það má
segja að það hafi óbeint ýtt
henni út í ljóðagerðina:
„Þegar ég bjó úti í Svíþjóð
náði ég að koma mér áfram í
þessum efnishyggjuheimi. En
aðeins nógu lengi til að upp-
götva að hann var fánýtur og
að ég var á villigötum. Eg var
búin að kaupa mér stórt hús
og setja á stofn fyrirtæki en
eitthvað vantaði. Eg fór þá að
gefa tilfinningum mínum
meiri gaum en ég hafði áður
gert og rækta mig sem ein-
stakling. Það leiddi til þess að
ég fór seinna burt frá þessu
öllu og byrjaði með tvær
hendur tómar uppi á íslandi.
Ég hafði átt í mikilli sálar-
kreppu úti í Svíþjóð og hún
fylgdi mér lengi vel hérna
heima."
Nú bera ljóðin þín þessu
sálarástandi vitni. Þau eru
mjög persónuleg á allt að því
óþægilegan hátt:
„Já, ég er mjög persónuleg
og held að ég hafi alltaf verið
það, ekki bara í gegnum ljóð-
in heldur einnig lífið. Ég get
samt ekki varist þeirri hugs-
un að gagnrýnendur hafi ein-
blínt of mikið á þann þátt í
ljóðunum mínum og þau ljóð
sem ég lagði meiri vinnu í
fengu minni umfjöllun. í ljóð-
unum mínum er ég alltaf að
reyna að komast að niður-
stöðu, ég er spyrjandi og leit-
andi og vil fá svör. Ég hef
fengið mörg svör í lífinu og á
eftir að fá fleiri. Það er því
engum erfiðleikum bundið
fyrir mig að gangast við því
að þetta er sjálfsskoðun en
ekki eingöngu það. Ég óttast
aldrei að segja of mikið og
mér hefur stundum fundist
að hjá mörgum yngri höfund-
um sé tæknin í fyrirrúmi en
innihaldið fari frekar förgörð-
um.“
Hefurðu orðið fyrir áhrif-
um frá einhverjum skáldum
umfram önnur?
„Ég hef orðið fyrir miklum
áhrifum frá fólki sem ég hef
mætt á lífsleiðinni. Ég er ekki
mikili bókaormur og að því
leytinu til er ég kannski á
rangri hillu. Ég held að í
ljóðagerð og reyndar öllum
listum sé þörfin öilu öðru
æðri. í iistum má aidrei leika
sér eða sýnast, það er fyrsta
boðorðið. Ég hef upplifað
margt og orðið fyrir miklum
áföllum á lífsleiðinni og þau
hafa orðið mér uppspretta."
Þegar ég var búin
að kippa þér út úr holdinu
Sveiflaðist til mín
fjaöurmagnaður ómur
Úr flísatönginni
Líkt og leikið vœri
lokastef á júðahörpu
Aögerö(brot)
Þú ert með aðra bók í smíð-
um?
„Já, ég er með mikið af efni
bæði ljóðum og prósa en það
verður ekki alveg á næst-
unrii. Það var aldrei mark-
miðið hjá mér í upphafi að
skrifa til að gefa út á bók en
Guðmundur Andri Thorssoij
hvatti mig mikið til þess og ég
get ekki sagt annað en að nú
þegar þessi bók er orðin að
veruleika iíður mér mjög
vel.“
Eftirsjá lítilla handa
samviskubit
einhver ófögnuður
gegndarlaus minn
söknuður
Barnlaus móöir (brot)
Þú ert að yrkja um mjög
sárar tilfinningar í þessu
Ijóði?
„Já, og ég fékk hörðustu
gagnrýnina fyrir þetta ljóð.
Það kom mér nú reyndar
ekki á óvart því að það er
mikið stytt í bókinni. A tíma-
bili þráði ég að ná til þess
fólks sem hefur þurft að láta
börnin sín frá sér.
Ég þurfti sjálf að láta frá
mér stelpuna mína og upp-
lifði mikiar þjáningar vegna
þess. Lengi vel snerti það mig
djúpt að heyra börn kalla á
eftir mæðrum sínum og í eitt
slíkt skipti brotnaði ég alger-
lega saman. Þá fékk ég útrás
á pappírnum og útkoman
varð þetta ljóð.
Þjóðfélagið dæmir konur
hart sem þurfa að láta frá sér
börn. Ég var mikið ásökuð
fyrir það að gefast upp en eft-
ir að ég lét hana frá mér átti
ég þó í miklu meiri baráttu en
nokkurn tímann áður. Að
mínu viti er ástin að gefa
frelsi. Ég tók út mikinn sárs-
auka fyrir frelsi dóttur minn-
ar en ég lærði að lifa með
honum. Þegar upp er staðið
finnst mér að það besta sem
ég hafi gert í lífinu hafi verið
að vera góð mamma. Bæði
meðan hún var hjá mér og
eftir að hún var farin," sagði
Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir
að lokum.
Dóra Wonder hættir í Risaeðlunni
Dóra Wonder ein aðal-
stjarnan í hljómsveitinni
Risaeðlunni mun hætta í
hljómsveitinni i haust og
hefja nám við Leiklistarskól-
ann. Hljómsveitin mun ijúka
upptökum á nýrri breiðskífu í
haust og verður Dóra að
hluta til með í þeim upptök-
um. Ekki náðist í Dóru en hún
dvelur nú á Flateyri þar sem
hljómsveitin hélt þrenna tón-
leika nú fyrir skömmu. Að
sögn ívars Ragnarssonar er
ekki ljóst ennþá hvort ein-
hverjar mannabreytingar
verða í hljómsveitinni í kjöl-
far þess að Dóra hættir.