Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNI 1991 Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður og KR-ingur Það er hægt að komast langt á skapinu Það er ekki að sjá að þar fari maður með skap. Rúnar Kristinsson virkar hógvær og jafnvel svolít- ið til baka. Það er því síð- ur en svo að sjá að hann hafi ofmetnast af vel- gengninni. Miklu frekar að hann vilji leiða um- ræðuefnið út í hrós um aðra og þá helst KR og KR-inga upp til hópa. Hvernig er að vera á toppnum? „Það hlýtur að vera gaman þegar KR er á toppnum," svarar hann bros- andi þegar við setjumst nið- ur á Kaffi Splitt á Klappar- stígnum. — En hvernig finnsl Rún- ari Kristinssyni sjálfum ad vera á toppnum? „Það er spurning hvort ég sé á toppnum. Verða ekki aðrir að dæma um það? Eg reyni að gera mitt besta, legg allt mitt í þetta og fórna ýmsu, en hef auðvitað virkilega gaman af því í leiðinni." ORÐINN LEIÐUR Á AÐ SNÍKJA FRÍ í SKÓLANUM — Ertu kannski húinn ad fórna skólanum? „Hálfpartinn," segir hann glettinn. „Nei, annars, ég er búinn með þrjú ár í fjöl- braut, en hef ekki verið í skóla síðustu tvær annir. Ég var orðinn leiður á að sníkja frí fyrir fótboltann. Þetta hafa stundum verjö tvær eða þrjár keppnisferðir á hverju hausti og alltaf á vorin. Maður missir svo mikið úr.“ — Pú mundir ekki vilja missa af þessu? „Nei, auðvitað ekki, en ég hef hugsað mér að klára skólann. Það verður bara að bíða betri tíma." Rúnar er 21 árs gamall, verður 22 ára í haust. Hann er yngstur í hópi fjögurra bræðra, sonur hjónanna Kristins Tryggvasonar og Margrétar Pálsdóttur. Fimm ára gamall flutti hann úr Vesturbænum í Breiðholtið. Þar byrjaði hann að iðka fótbolta með hverfisliðinu Leikni. Þegar hann var á eldra ári í fjórða flokki gekk hann yfir í KR ásamt þrem- ur öðrum félögum sín^im. Tveir af þeim eru enn með honum í hópnum hjá KR, þeir Stefán Guðmundsson og Guðni Grétarsson, en sá þriðji, Steinar Ingimundar- son, leikur með V ði í Garð- inum. MINNKANDI MÖGULEIKAR Á ATVINNUMENNSKU „Nei, nei, ég var ekkert betri en hinir og alltaf tölu- vert minni en félagar mínir," segir hann þegar Slaðamað- ur spyr hann hvort hann hafi strax skarað fram úr. „Við vorum í fótbolta allan daga og öll kvöld, nema á laugardögum þegar maður var að horfa á ensku." Stundum hefur gengið fjöllunum hærra að Rúnar sé á leiðinni út í atvinnu- mennsku. Slíkt eiga harðir KR-ingar erfitt með að hugsa sér. Þannig hafa boðs- ferðir hans til Liverpool sett vissan hroll að mönnum, þótt auðvitað séu þeir líka stoltir af sínum manni. „Jú, það hefur verið metnaðar- mál að standa sig vel hér heima og komast í landslið- ið. Þegar þeim áfanga hefur verið náð reynir maður að hugsa lengra. En möguleik- arnir nú að komast út eru talsvert minni en voru fyrir um 10 árum síðan. Markað- urinn er orðinn svo stór. Nú er ekki lengur einblínt á knattspyrnumenn frá Vest- ur-Evrópu.“ — Vidtalid snýst upp í snakk um metnad og metn- adarleysi í fótboltanum og því er edlileg spurning: Hvernig var ad tapa gegn Albaníu um daginn? „Það var mikið áfall, en það er ekkert grín að sækja „Eg mundi Albana heim. Það sýndi sig best að Frakkar mörðu þá 1:0 svo og Tékkar." EINLEIKUR BÝÐUR HÆTTUNNI HEIM — Hjá KR ríkir mikil sam- keppni um sumar stödur á vellinum. Þaö hlýtur að vera erfitt ad halda móraln- um í lagi þegar svo mikil samkeppni er innbyrdis. Fœrðu stundum spark í þig á œfingum? „Nei, það er lítið um það hjá KR. Það kemur upp einu sinni til tvisvar á sumri, en þá er það bara vegna þess að hiti er í leikn- um. Það er síður en svo slæmur mórall hjá KR.“ — Það er líklega annað upp á teningnum í atvinnu- mennskunni? „Já, ég hef aðeins fengið að kynnast því. Um daginn var ég hjá Eintracht Frank- furt og þar voru menn með legghlífar á æfingum og sparkandi hvorn annan nið- ur. Þar er verið að keppast um stöður og peninga." — Það hefur ekki farið um þig? „Nei, ef mann langaði í þetta þá yrði maður að gera hvað maður gæti. Þessir menn eru að keppa um bónusa og umbun fyrir sína vinnu." — Finnur þú fyrir því í leik, að andstœðingarnir reyni að brjóta þig niður á sálfrœðinni? „Ég hef lent í því að vera eltur heilan leik og sumir eru auðvitað grófari en aðr- ir og láta mann finna fyrir því. Eina ráðið er að reyna að ýta því frá sér og gera hlutina fljótt. Þá á viðkom- andi ekki að ná að komast að manni. Það borgar sig að gera einföldu hlutina fljótt. Ef maður fær boltann á maður að vera fljótur að losa sig við hann. Með því að leika sér og sóla eykst hættan á að vera bara sparkaður niður." LOKAR EYRUNUM FYRIR SKÍTKASTI — Á Hlíðarenda um dag- inn varstu sparkaður niður og þá heyrðist í áhorfanda: „Sjáiði gullkálfinn núna. Hvað heldur hann að hann sé eiginlega?" Fœrðu oft svona skítkast? „Þetta hefur verið harður Valsari, sem hefur auðvitað haldið með sínum mönnum og verið meinilla við KR-ingana í þetta skipti. Áhorfendur beita sínum ráð- um til að pirra leikmenn og fyrst þegar maður var að byrja lét maður þetta hafa áhrif á sig. Núna er ég hætt- ur að hlusta." — Þú hefur skap? ,,Já.“ — Stundum rosaskap? „Ég er skapstór og frekur. Ef illa gengur og eitthvað fer mikið í taugarnar á mér þá get ég orðið vondur." — Hvort er þetta styrkur eða veikleiki? „Þetta er yfirleitt styrkur, en einu sinni til tvisvar hef- ur það komið út sem veik- leiki á vellinum. Það er hægt að fara langt á skap- inu og frekju í leikjum." — Attu þér einhverja fyrir- mynd í íslenska fótboltan- um? „Kannski ekki fyrirmynd, en það eru margir félagar mínir úr landsliðinu og KR, sem éö hef lært heilmikið af. Sem dæmi Pétur þegar hann kom til okkar, Atli, Ragnar og Sigurður Björg- vinsson. Ég hef lært heil- mikið af Pétri sem er mikill félagi og þessum mönnum sem byggja á mikilli reynslu." ÞYRFTI MEIRI TÍMA FYRIR STELPURNAR — Hvernig er það þegar fótboltinn tekur þetta mik- inn tíma; máttu eitthvað vera aö því að pœla í stelp- um? Hann brosir sínu breið- asta: ,,Já, það má alltaf finna tíma . . . af hverju varstu að spyrja að þessu??" — Ertu á föstu? „Nei. Ég fer með félögun- um og kíki í bæinn að hitta fólk. Maður verður að taka sinn tíma í þetta. Og velja rétt." Rúnar starfar hjá Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar all- an daginn og er yfirleitt ekki kominn heim af æfing- um fyrr en klukkan átta til hálfníu á kvöldin. „Maður hefur því ekki allt of mikinn tíma til að leika sér, því yfir- leitt reyni ég að vera farinn að sofa um miðnætti. Það er í mesta lagi að maður komist í bíó eða smábíltúr með strákunum." KR MEIRA EN 5 MILLJÓNA VIRÐI — En snúum okkur að peningum, nú eru launa- greiðslur til leikmanna mun minna feimnismál en áður var og kominn vísir að hálf- atvinnumennsku. Fara leik- menn leynt með launin sín gagnvart hver öðrum? „Nei, menn tala aldrei um það. Hver og einn semur fyrir sig og það er látið gott heita." — Ef innlent félag byði í þig, við skulum segja 5 milljónir króna, auk launa- greiðslna. Létir þú til leið- ast? „Ég mundi aldrei fara frá KR." — Hundrað prósent viss? ,,Já, jafnvel þótt menn eigi aldrei að segja aldrei." — Það hlýtur að hafa ver- ið komið að máli við þig? „Já, það hefur eitt félag rætt við mig, en málið komst aldrei á það stig að ræða um peninga, vegna þess að ég sagði strax þvert nei. Ég sé enga ástæðu til að fara úr KR á meðan jafn vel er staðið að málum og nú er.“ — Ein absúrd spurning: Hvað gerir þú fyrir utan fót- boltann og vinnuna? „Ég hef allt of mörg áhugamál. Það koma tímar þegar ég sný mér að fullu að einhverju öðru. Á tíma- bili í fyrra var ég töluvert í snóker og spilaði badmin- ton. Nú hef ég mestan áhuga á að veiða, fara í sil- ungsveiði og slappa af. Svo má ekki gleyma vinum mín- um. Þeir eru stór hluti af þessu öllu saman." Kristján Þorvaldsson aldrei fara frá KR..."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.