Pressan - 20.06.1991, Blaðsíða 2
2
;w\VíVíw*VíV»v»ViV^s\v»\\\\va\\vava\\\\\v.
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JÚNÍ1991
Kvikmyndafélagið Út í
hött innimyndir, í eigu
GUÐMUNDAR ÞÓRARINS-
SONAR og GUÐRÚNAR
BRYNJÓLFSDÓTTUR, sem
stofnað var upp úr leif-
um af Þrjú bíó hópnum,
sem gerði stuttmyndina
Raunasögu, er þessa
dagana að leggja síð-
ustu hönd á fræðslu-
mynd um kynsjúkdóma.
Myndin er unnin í sam-
vinnu við Landssam-
band um alnæmisvarnir
og Námsgagnastofnun
og verður sýnd í skólum
landsins næsta vetur.
Ungdomurinn ætti að
verða vel upplýstur eftir
áhorfið, því það er ekki
verið að fela neitt og
sýkt kynfæri fá að njóta
sín í aúri sinni nekt.
GUÐMUNDUR ÞÓRARINS-
SON hefur ekki í hyggju
að snúa sér alfarið að
gerð fræðslumynda og
gengur þessa dagana
með kvikmynd í magan-
um. Myndin á að fjalla
um íslendinga sem dög-
uðu uppi í Portúgal eftir
sólarlandaferð. Guð-
mundur ætlar út í ágúst
að kanna aðstæður fyrir
kvikmyndatökurnar, en
ekki hefur verið ákveðið
ennþá hvenær þær hefj-
ast.
íslenskir fyrrverandi og
núverandi nemendur viö
kvikmyndaskólann
London International i
Bretlandi hafa undanfar-
ið unnið að upptökum
hér á landi á stuttmynd,
sem á að vera útskriftar-
verkefni STEINGRIMS
„DÚA" MÁSSONAR.
Myndin er vísindaskáld-
saga og fer GÍSLI RÚNAR
JÓNSSON meö stærsta
Ykkur hefur ekki dottið
í hug að setja eldislax
aftan á nýju 100 krónu
myntina, Tómas?
y**«
,,Laxinn er fallegur fiskur."
Tómas Arnason er bankastjóri
Seðlabanka Islands, og ákvedur i
samvlnnu við aöra bankastjóra með
samþykki viðskiptaráðuneytisins
hvaða fiskur er aftan á islensku
myntinni. Búið er að slá mótin fyrir
100 krónu myntina, en ekki verður
gefið upp strax hvað verður aftan á
henni eða hvenær hún verður tekin
i notkun.
sundfötum
í Casablanca
Sólin skín og skín á suð-
vesturhorninu. Það hefur vist
ekki farið framhjá neinum
eða hvaö. Þetta kallar maður
ekta sumar. Meira að segja
hægt að liggja í sólbaði á
hverjum degi í sundlaugun-
um. Tískusýningin í Casa-
blanca um síðustu helgi tók
mið af veðurfarinu og sýndi
nýjustu sundfatatískuna. Það
er líka alltaf vinsælt þegar
stelpurnar koma fram fá-
klæddar. Við fengum nokkrar
þeirra til aö koma út í solina
í baðfötum sem þær sýndu
og tókum af þeim þessa
Það hefur ekki farið mik-
iö fyrir Svövu Haraldsdótt-
ur í fjölmiðlum frá því hún
vann titilinn Ungfrú ísland
í vor. Svava hefur engu að
síður haft nóg að gera.
Hún stundar sýningarstörf
af fullum krafti með lce-
landic Models, leikur í aug-
lýsingum og hefur verið
fengin til að afhenda verð-
laun í körfubolta. Þessu
sinnir hún með sumar-
vinnunni, afgreiðslustörf-
um í versluninni Sautján í
Kringlunni. Svava verður
þó langt frá því innilokuð
þar í allt sumar, því meðal
þeirra gjafa sem fylgdu
titlinum voru tvær utan-
landsferðir. Fyrri ferðina fer
hún til New York í lok júní,
þar sem hún dvelur á hót-
eli í eina viku. Síðan ætlar
hún til föður síns og fjöl-
skyldu hans sem býr á
Rhode Island og dvelja
með þeim i tvær vikur. I
ágúst bíður hennar önnur
utanlandsferð. Að þessu
sinni til Spánar. í þá ferð
ætlar hún að taka með
kærastann, Einar Örn Birg-
isson, en hvert þau fara
nákvæmlega er enn
óákveðið.
Kveöju-
kossinn
Jón Ársæll Þórðarson út-
varpsmaður, sem í vetur hef-
ur séð um þáttinn ísland í
dag á Bylgjunni ásamt
Bjarna Degi Jónssyni, sagði
skilið við útvarpsstöðina og
þáttinn á föstudaginn. Jón
Ársæli var að sjálfsögðu
kvaddur með pompi og prakt
af samstarfsmönnum sínum,
en innilegustu kveðjurnar
komu þó frá nánasta sam-
starfsmanni Jóns Ársæls í
vetur, honum Bjarna Degi.
LÍTILRÆÐI
af aldurtila
Stundum hefur það flökr-
að að mér og mínum að ef til
vill sé ég í þybbnara lagi.
Þegar eitthvað slíkt kemur
uppá set ég mig gjarnan í
rökhyggjustellingarnar og
hugsa sem svo:
— Nú úr því ég er svona þá
hlýt ég að eiga að vera
svona, annars væri ég ekki
svona.
Þetta finnst flestum
hundalógík, en þá segi ég
bara sem svo:
— Nú maður er bara jaki
af guðsnáð.
Undirniðri er ég auðvitað
alveg að drepast, því ég hef
lengi litið á það sem mína
mestu ógæfu að vera stuttur
og feitur en ekki langur og
mjór.
Og til að stappa í mig stál-
inu hugsa ég sem svo:
— Ég er þó ekki sköllóttur
eða að norðan.
Og þá líður mér strax
miklu skár.
Stundum hugsa ég ekki
um það dögum saman
hvernig ég er í laginu. Kjaga
bara um ósköp sáttur við líf-
ið og tilveruna.
En fyrr en varir kemur að
því að einhver andskotinn
verður til að minna mig á
sköpulagið.
Ekkert er líklegra til að
steypa mér í hyldýpi örvænt-
ingarinnar í þessum efnum
en litteratúrinn á biðstofum
tannlækna.
Það var einmitt í fyrradag
að ég var að bíða eftir tann-
lækninum mínum og greip
eitt af glanstímaritunum
sem þar lágu frammi, og viti
menn, fyrsta sem ég rek aug-
un í er hávísindaleg grein
með kúrfum og tilbehör
undir yfirskriftinni:
DAUÐSFÖLL HELMINGI
ALGENGARI HJÁ FEITUM
MÖNNUM EN GRANN-
HOLDA.
Auðvitað hrekkur maður í
kút þegar maður rekst á
svonalagað og það á prenti.
Það er ónotaleg tilfinning að
mega eiga von á því að enda
lífið með því að deyja og það
vegna þess að ekki verði
feitum forðað.
Og ég hugsa sem svo:
— Guð gefðu mér æðru-
leysi til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt.
Svo legg ég blaðið frá mér
og fer að kíkja í „News-
week".
Og viti menn. Undir undir-
skriftinni „Medicine" eru
birtar niðurstöður á rann-
sókn dauðsfalia í Hollandi.
Skýrt er frá því að afdrif
sexhundruð karla og
kvenna fæddra á árunum
1840—1850 hafi verið rann-
sökuð með hliðsjón af holda-
fari og styrkur til þess veittur
úr félagsvísindasjóði Sam-
einuðu þjóðanna.
Og ég fæ ekki betur séð en
mergurinn þessa máls sé sá
að rannsóknin hafi leitt í ljós
að af þessum sexhundruð
manna hópi fæddum á árun-
um 1840—1850 séu allir látn-
ir. Dánartíðni 100%.
Allir „allir", einsog stund-
um er sagt um látið fólk.
Og ég tek gleði mína aftur
þarna á tannlæknastofunni,
því ég hef öðlast vísindalega
fullvissu fyrir því að dauðs-
föll séu ekkert algengari hjá
feitum mönnum en grann-
holda.
Og ég hugsa sem svo:
— Mér kemur ekki til hug-
ar að breyta um mataræði
fyrr en búið er að sanna það
óyggjandi með læknis og fé-
lagsvísindalégum aðferðum
að ég deyi síður ef ég er hor-
aður helduren feitur.
Ég heimta samsagt að fá
það á hreint hvort ég get lif-
að dauðann af með því að
fara í megrun.
Flosi Ólafsson