Pressan - 25.07.1991, Síða 2
2
Fólk á ekki nógu sterk orð til að
lýsa undrum Bláa Lónsins, það er
heillandi, dularfullt, rómantískt og
síðast og ekki síst þekkist engin leið
betri til að halda niðri húðsjúkdómum
sem margir þurfa að glíma við.
Á sólríkum sumardögum er þetta
eins og að koma á vinsælar erlendar
sólarstrendur, sólbakaðir kroppar
spranga á hvítum sandinum og bros-
andi andlit er hvarvetna að sjá. Út í
grænbláu lóninu skipta gestimir
hundruðum og hafa sumir komið
langa leið til að leita lækninga við
meinum sínum, aðrir koma til að
slappa af, sýna sig og sjá aðra og
leyfa sólinni að skína á kroppinn.
Þegar rökkvað er orðið er aðkoman
að Bláa Lóninu ekki síðri.
Ljós orkuversins lýsa upp gufu-
mökkinn, sem teygir sig upp í himin-
hvolfið. Þetta gerir umhverfið seið-
andi og leyndardómsfullt.
Menn hafa gjaman á orði að stað-
hættir minni helst á umhverfi framtíð-
arinnar eins og það birtist í vísinda-
skáldsögum.
Hermann Ragnarsson hefur rekið
starfsemina við Bláa Lónið síðustu
árin. Hann var áður umsvifamikill
byggingaverktaki á Suðumesjunum
en kaus að skipta um starfsvettvang
eftir farsælan feril í byggingarstarf-
seminni og takast á við ný spennandi
verkefni í atvinnuvegi framtíðarinnar,
ferðaþjónustu.
Hermann og samstarfsmenn hans
hófust þegar handa við að bæta og
auka þjónustuna við Bláa Lónið og
síðan hafa vinsældir lónsins sífellt
verið að aukast. „Þegar við komum
var húsið helmingi minna en það er t'
dag. Fyrsta árið mitt héma komu 35
þúsund gestir, annað árið vom þeir
komnir upp í 55 þúsund, og í fyrra
komu 80 þúsund. í ár stefnir í að
fjöldinn verði enn meiri og um helm-
ingur gestanna eru útlendingar."
ALHLIÐA HEILSUMIÐSTÖÐ
Hermann hefur starfað að ferða-
málum m.a. með setu í Ferðamála-
samtökum Suðumesja og Ferðamála-
nefnd Keflavíkur. Þá hefur hann tekið
þátt í íslandskynningum erlendis,
m.a. í Tókýo.
..Nú er komið að því að snúa sér al-
farið að ferðamálunum", segir Her-
mann og hann hefur ýmislegt á prjón-
unum. ..Við emm búnir að vera með
áform frá því við komum héma 1988
að byggja á svæðinu glæsilega alhliða
heilsumiðstöð. í þessari miðstöð er
gert ráð fyrir að meðhöndla megi
margvísleg húðvandamál, þar verði
líkamsræktaraðstaða. gisting og ýms-
ir afþreyingarmöguleikar."
En í hverju liggur sérstaða Bláa
Lónsins. hvað er það sem dregur
þessar þúsundir að á hverju ári? „Það
er náttúrulega enginn staður í veröld-
inni eins og Bláa Lónið. Það að fólk
skuli geta baðað sig við hliðina á
orkuveri í þessu hrikalega landslagi
gerir staðinn einstakan. Svo er það að
sjálfsögðu þessi einstaki lækninga-
máttur sem dregur fólk hingað. Á síð-
asta ári komu hópar frá útlöndum
gagngert til þess að fara í Lónið og
slíkum hópum fer mjög fjölgandi. svo
má líka nefna að hér er opið allt árið
og ekki er sfðra að koma hér yfir vetr-
armánuðina."
Hermann hefur unnið að undirbún-
ingi heilsumiðstöðvarinnar að fullum
krafti upp á síðkastið og hefur m.a.
látið vinna fyrir sig ítarlega úttekt á
nánasta umhverfi, hugsanlegri fjár-
mögnun og öðru sem viðkemur því að
slík heilsumiðstöð verði reist.
Nokkur vandamál hafa komið upp
því hugmyndir Hermanns falla ekki
alveg að því skipuiagi sem Grindvík-
ingar vilja hafa á svæðinu. Hermann
segist þó sannfærður um að í því máli
náist samkomulag sem allir geti unað
við.
TVÖFÖLDUN FF.RDA-
MANNAF.IOLDANS
Eins og fyrr segir eru útlendingar
um helmingur þeirra gesta sem heim-
sækja Bláa Lónið, en er Hermann
ánægður með hvernig opinberir aðilar
standa að landkynningu erlendis.
„Þetta hefur verið svona þokkalegt,
ég tel þó að Ferðamálaráð ætti að vera
hluti af Útflutningsráði því þar eru
menntaðir og þjálfaðir menn sem
kunna til verka. í Ferðamálaráð er
frekar verið að skipa pólitískt og ekki
alltaf valið eftir hæfni. Ég held því að
þetta verði betur unnið og á faglegri
grunni ef allt er sett undir Útflutn-
ingsráð. Svo þurfa einstaklingar og
fyrirtæki að taka betur saman hönd-
_______PRCSSAN - FERDABLAD_
BLÁA LÓNIÐ
midpunktur Reykjanessins
um í kynningu erlendis. Það er hver
og einn að pukra í sínu homi.
Síðan geta menn barist um við-
skiptavinina þegar þeir koma hingað
heim.“
Hvemig sér Hermann ísland fyrir
sér sem ferðamannaland í nánustu
framtíð? „Ég sé fyrir mér að á næstu
tíu árum eigum við eftir að tvöfalda
ferðamannafjöldann sem kemur hing-
að. Við þurfum að vinna skipulega að
því að taka þannig á móti þessu fólki
að það sé ánægt en jafnframt að huga
að vemdun landsins. Við þurfum að
vemda náttúru okkar og þessa sér-
stöðu að hér er landið hreint og
ómengað. Fólk er búið að ferðast svo
mikið að menn eru orðnir þreyttir á
því að hanga á hótelum, veitingastöð-
um og tilbúnu umhverfi, það vill eitt-
hvað annað. Bændagistingin, ferðir
upp á jökla og fleira í þeim dúr skap-
ar okkur sérstöðu sem við eigum að
nota okkur. Við þurfum líka að reyna
að lengja ferðatímann. Hér á landi má
bjóða upp á vetrarferðir sem geta ver-
ið einstakar í sinni röð.“
SUÐURNES-HINN NÝI
ÞINGVALLAHRINGUR?
Á Suðumesjum og í næsta ná-
grenni býr meira en helmingur þjóð-
arinnar. Flestir ferðamenn sem koma
til íslands komast ekki hjá þvf að fara
um Suðumesin að einhverju leyti.
Samt virðist stundum sem svo að
Reykjanesið eða Suðumesin séu ekki
talin með þegar nefndir eru helstu
ferðamannastaðir landsins. Hvað
finnst Hermanni um möguleika
Reyknesinga varðandi ferðaþjónustu
í framtíðinni? „Ég sé allt bjart fram-
undan í þeim málum. Á síðustu ámm
hafa verið byggð hótel og víða er
komin upp ljómandi gistiaðstaða og
veitingastaðir. Ég hef trú á því að
Suðumesin verði annar Þingvalla-
hringur, með Bláa Lónið sem aðal-
núnier áður en langt um líður. Á
svæðinu er mikið fuglalíf og náttúm-
fegurðin er víða stórbrotin. Hér em
fallegir vitar og hrikaleg björg og
þannig mætti telja áfram. Við getum
boðið upp á einn besta golfvöll lands-
ins, það á að fara að byggja smábáta-
höfn og þar verður bátaleiga. við
bjóðum upp á hestaleigu. og hér em
óendanlega mörg svæði að skoða.
Fyrir þá sem vanir em miklum gróðri
er þetta eins og að koma f annan heim
að koma hingað.“
Hafa sveitarfélög og ferðamála-
samtök á Suðumesjum tekið saman
höndum um að hrinda í framkvæmd
átaki til að auka ferðamannastraum
um svæðið? ., Síðustu árin hafa menn
unnið að ýmis konar skýrslugerðum
og áætlunum, það er alltaf verið að
skrifa og skipuleggja en núna fyrst er
komið að einhverjum vemlegum
framkvæmdum. Menn em famir að
vinna að merkingum, það hafa verið
útbúin tjaldstæði, og boðið er upp á
svefnpokagistingu og unnið hefur
verið að margskonar kynningu. Svo
má nefna að nýlega var opnuð upp-
lýsingarmiðstöð á flugvellinum. og
nnur í Keflavík. Staðan er þannig
núna að á Suðurnesjum er hægt að
bjóða upp á allt sem þarf fyrir góða
ferðamannastaði.1'
Hermanni finnst með ólíkindum
hvað menn hafa verið lokaðir og lengi
að taka við sér varðandi uppbyggingu
ferðaþjónustu á íslandi. ..Laxeldi.
refarækt og hvað þetta heitir nú allt
saman í þetta hafa menn dælt óhemju
fjármagni. en lítið sem ekkert kemur
til ferðamála. Það skortir bæði fé og
skilning en menn hafa þó verið að átta
sig á því hvað mikill vaxtarbroddur er
fólginn í ferðaþjónustu. Menn em
famir að átta sig á því að ferðaþjón-
ustan á mesta framtíð fyrir sér í nýj-
um atvinnugreinum hér á landi."
RÓMANTÍSKASTI STAÐUR-
INN A lARDARKRINGLUNNT
Fríður Jónsdóttir rúmlega tvítug
blómarós úr Grindavík er ein þeirra
sem notar hvert tækifæri sem gefst til
þess að baða sig f Bláa Lóninu. Hún
segist koma í Lónið til þess að verða
sólbrún. slappa af og hitta skemmti-
legt fólk. „Svo er þetta rómantískasti
staður sem til erájarðkringlunni. fólk
verður svo óþvingað og frjálslegt
þegar það kemur hingað og maður sér
að útlendingamir em heillaðir af
þessum einstaka stað."
Fríður segir að eftir að nýja bað-
húsið opnaði sé aðstaðan orðin mjög
góð en það mætti vera aðeins ódýrara
að fara í Lónið og hún segist viss um
að þá myndu fleiri koma.