Pressan - 25.07.1991, Page 5

Pressan - 25.07.1991, Page 5
PRESSAN - FERÐABLAÐ 5 sönghópurinn Sex í kór skemmtir með dægurlögum og syrpum úr Söngvaseyði og fleiri þekktum söng- leikjum. Þá verður flugeldasýning, tí- volí, minigolf og skipulagðar göngu- ferðir. Húnaver ROKKHÁTÍÐ í HÚNAVERI Gífurlegur viðbúnaður er nú í Húnaveri í A-Húnavatnssýslu. Þar búast menn við miklu fjöl- menni. Jakob Magnússon, Stuðmað- ur, sagði blaðinu að geysimikil vinna hefði verið unnin til að gera staðinn sem best í stakk búinn til að taka við mannfjöldanum. Mikill fjöldi björgunar- og hjálpar- sveitarmanna á Norðurlandi mun annast sjúkra- og löggæslu í sam- vinnu við yfirvöld í sýslunni. Jakob sagði það lygi eintóma sem fram hefði korrúð í blöðum að í Húnaveri yrði skipulögð áfengisleit hjá gestum. Hinsvegar yrði öryggis- gæsla öll eins og best yrði á kosið. Auk sjúkraþjónustu verður sérstök þjónustumiðstöð í Húnaveri, útvarps- stöð, gæsla á munum og verðmætum, símaþjónusta, tapað-fundið og nóg af vatnssalemum. Reglulegar ferðir verða í sundlaugina í Varmahlíð fyrir það sem þess óska. Á sérstöku svæði verður hægt að fá heitan og kaldan mat og drykkjarföng, sem og aðrar nauðsynjar. Að þessu sinni verður rokkhátíðin í Húnaveri haldin í þriðja sinn og verð- ur þetta stærsta hátíðin til þessa. Alls munu 45 hljómsveitir koma fram á samkomunni, fimmtán þeirra eru starfandi hljómsveitir en hinar 30 em ungar og upprennandi hljómsveitir. Hljóð- og ljósakerfið er af fullkomn- ustu gerð, risastórt. Þá hefur raflýsing svæðisins verið aukin. Helstu hljómsveitimar af þeim þekktari sem koma fram em Síðan skein sól með Helga Bjömsson í far- arbroddi, Sálin hans Jóns míns, en þar er Stefán Hilmarsson söngvari, Stuð- menn með Egil Ólafsson og Ragn- hildi Gísladóttur sem forsöngvara, Todmobil með Andreu Gylfadóttur og Blues kompaníið með Pálma Gunnarsson í fararbroddi. Þá koma fram hljómsveitir eins og Bootlegs, Bless, Fríða sársauki, Or- gill og fleiri. Þær þijátíu yngri hljóm- sveitir sem fram koma munu heyja hljómsveitareinvígi og mun sigur- vegarinn verða sendur í víking til Danmerkur þar sem hljómsveitin mun taka þátt í mikilli tónlistarhátíð í september. Hátíðin hefst á föstudagskvöldið 1. ágúst kl. 9 og stendur fram á mánu- dagsmorgun. Verður hægt að hlusta á dúndrandi tónlist allan sólahringinn nema frá kl. 6 á morgnana til 12 á há- degi en þá verður gert hlé. Búist er við miklum fjölda á hátíðina sem gæti orðið hápunkturinn á íslenska tónlist- arsumrinu sem nú stendur Glæsilegur gistístaður í frábæru umhverfi Bifröst í Borgarfirði er sumarhótel sem búið er öllum þeim þægindum sem ferðamaður vill njóta á góðum gististað. • Gisting fyrir alla Ijölskylduna. • Fjölbreytt hlaðborð á sunnudögum. • 26rúmgóðherbergiogsvefnpokapláss. • Fullt vínveitingaleyfi. • Vandaðurmatur-verðviðallrahæfi. • Útivistarsvæði - knattspyrnuvöllur. • Sérréttaseðill - réttir dagsins. • Einstök náttúrufegurð - óteljandi gönguleiðir. Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst. SaiMfimferúir-Lanásýii Isafjörður Brjánslækur Ferjan Baldur / er vegurinn til / Vestfjarda. Þú styttir leiðina I og nýtur náttúrufeguróar Breidafjardar. - Hægt eraó stansa í Flatey milli feróa, skoða hina sögufrægu eyju og fara í útsýnisferðir í ^ nálægar eyjar. Daglegar ferðir á 0 sumrin. W BALDUR Stykkishólmi S: 93-81120, 94-2020. : Stykkishólmur HOTEL VERTSHUS Hótel og veitingastaöur miöja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar - aðeins 4 mínútna akstur frá hringveginum. 6 tveggja manna herbergi meö baði, sjónvarpi, útvarpi og gervihnattamót- töku. Bar og glæsilegur veitingasalur. Einnig á sumrin herbergi og svefnpokapláss í öðru húsnæði. Frítt fyrir hótelgesti i glæsilega sundlaug rétt hjá. V?rið velkomin HOTEL VERTSHUS NORÐURBRAUT 1, 530 HVAMMSTANGA SIMI 95-12717 OG 95-12516 VELKOMIN Á Sudurnes Anægjuleg ferö um skemmtilegan landshluta þar sem fjöldi forvitnilegra staöa bíöa ykkar. ELDSTÖÐVAR • HRAUN • FUGLABJÖRG • FJÖRUR • VITAR FORVITNILEGAR MINJAR • BLÁA LÓNIÐ • VEIÐI • HESTALEIGA GOLF • GÖNGULEIÐIR • TJALDSTÆÐI • SVEFNPOKAPLÁSS HÓTEL • VEITINGASTAÐIR • BÍLALEIGUR LEIGUBÍLAR • HÓPFERÐABÍLAR -Góöur valkostur- -Skemmtiferö um Suöurnes- -Fjölbreytt feröaþjónusta- Bókin Suöur moð 8]ó er hinn kjörni leiösögumaður. Góöa ferö! m Samband Sveitarfélaga é Suðurnesjum FERDAMÁLASAMTÖK SUÐURNESJA 3 i

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.