Pressan - 25.07.1991, Page 8
8
PRESSAN - FERDABLAD
HSOSS
UNDIR
SPESSA
™ ið scttum hross undir Spessa
ljósmyndara um daginn. Og untsögn-
in scm hann fékk eftir 6 daga rcið var
þessi: „Hann cr úrvals hcstamaður,
nijög efnilcgur". Það var Ólafur
Flosason, einn þcirra sem stcndur að
Ferðahestum, sem sagði þetta. Ferða-
hestar bjóða stutta útrciðartúra, sern
lengri og virðulcgri hestaferðir um
Snæfellsnes og hinar fögru hyggðir
Borgarfjarðar.
Ferðinni var hcitið frá Oddsstöð-
um í Lundareykjardal yfir að Búreks-
stöðum í Andakílsárhreppi. Þaðan
sem leið liggur að Snorrastöðum í
Kolbcinsstaðahreppi á Snælellsncsi.
Ferðin tókst í alla staði hið bcsta, og
ánægja ferðalanganna mikil. allir ós-
árir eftir 3 daga reið. Engar harð-
sperrur, enda úrvals hross sent mcð
vom í för.
I dag eru Ólafur og þeir Ferða-
hestamenn á leiö í Húsafcll með hóp.
sem ætlar að gista á útimötinu sem
þar er haldið, en ríða sfðan scm Iciö
liggur aftur að Oddsstöðum. Hóparn-
ir hjá Ferðahcstum cru takmarkaðir,
6-10 manns komast í hverja ferð.
Reynt er að hafa samstæða hópa
eins og hægt er. það skapar að öllu
jöfnu skemmtilega stemmningu.
Ákveðnar cru tvær ferðir á Snæ-
fcllsnes í næsta mánuði þann 8. ágúst
og 11. ágúst með annan hóp, tvær
þriggja daga ferðir, hægt er að koma
inn í ferðimar á leiðinni, ef rúm leyf-
ir. Síðan er riðið af stað 16. ágúst í
Borgarfjarðarhring. Húsafell og Ok-
veg. Loks 22. ágúst á Snæfellsnes.
Upplýsingar má fá hjá Ólafi í síma
621245, á Oddsstöðum í síma 93-
51413 hjá Sigurði Oddi Ragnarssyni
og hjá Sigurborgu á Báreksstöðum í
síma 93-70021.