Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRUAR 1993 5 Hagsýsla ríkisins endurskipuleggur Rafmagnseftirlitið FYRSIA VBiK TILSJÚNAR- MANNSINS AD PANIA NÝTT TðLVUKERFI Fyrir áramótín var rekstur Raf- magnseftirlits ríkisins (RER) svo gott sem tekinn úr höndum raf- magnseftirlitsstjóra, Bergs Jótis- sonar. Vegna róttækra breytinga á skipulagi RER tók þar til starfa 1. desember starfsmaður Hagsýslu ríksins, Sigurður Helgason. Hann tók þegar við prókúru og fjár- málastjórn hjá stofnuninni, þótt Bergur teldist áfram æðsti yfir- maður stofnunarinnar. Þetta er afar óvenjuleg aðgerð í kerfinu, ekki síst af því að hvergi hefur ver- ið ýjað að fjármálaóreiðu eða mis- ferli í rekstri RER. Eins og PRESSAN greindi ffá í sumar gerði Hagsýsla ríkisins ný- lega úttekt á starfsemi RER, þar sem fram kom hörð gagnrýni á reksturinn og tillögur um róttæk- ar breytingar og var Sigurður einn höfunda hennar. Nefnd á vegum iðnaðarráðherra fjallaði um tillög- umar og samþykkti þær í megin- atriðum, meðal annars með þeim afleiðingum að um áramótin féllu niður raffangaprófanir í landinu, en það hafði verið eitt meginverk- efna RER. Rafmagnseftirlitsstjóri var afar ósáttur við skýrsluna og fýrirhug- aðar breytingar og var því gripið til þess ráðs að setja Sigurð sem „yfirhatt“ í stofnunina á fyrstu stígum breytinga. Bergur hélt og heldur starfi sínu sem rafmagns- eftírlitsstjóri og þar með yfirmað- ur stofnunarinnar, en Sigurður fékk titilinn „framkvæmdastjóri þróunarsviðs“ og um leið pró- kúruumboð RER. Koma hans olli töluverðum titringi innan fyrir- tækisins og flokkadráttum meðal starfsmanna, ekki síst vegna þeirr- ar óvissu sem ríkir um framtíð þeirra. Mörgum starfsmönnum þótti skjóta skökku við að eitt af fyrstu verkum Sigurðar í starfi var að leita tilboða í tölvukerfi, vélar og hugbúnað, fyrir stofhunina. Þessi áform um meiriháttar fjárútlát vöktu undran í ljósi þess að til stendur að fækka starfsmönnum úr tuttugu og átta í sjö og ekki er útséð um hver endanleg skipan mála verður innan RER. Starfs- menn vöktu athygli ráðuneytísins á þessu og virðast þeir hafa fengið einhvern hljómgrunn, þar sem ekkert varð úr kaupunum og eng- in áform eru á þessu stígi um út- gjöld af þessu tagi, að sögn hátt- setts viðmælanda í iðnaðarráðu- neytinu. Reyndir embættismenn sem PRESSAN ræddi við sögðu afar óvenjulegt að völdin væru tekin af yfirmanni stofhunar með þessum hætti og þá sérstaklega fjármála- stjóm, í ljósi þess að hvergi í gagn- rýni á RER hefur verið kvartað sérstaklega undan meðferð fjár- muna. Rafmagnseftirlitsstjóri er hins vegar maður ákveðinn og hefur staðið fast gegn tillögum um breytingar og því var gripið til þessa óvenjulega ráðs. Sigurður Helgason lætur af Hagsýsla ríkisins sendi mann í Rafmagnseftirlitið til höfuðs Bergi Jónssyni rafmagnseftirlitsstjóra. Sá laetur nú af störfum eftir stuttan stans. Hagsýsla ríkisins til- nefndi mann til að endurskipuleggja Rafmagnseftirlit ríksins og minnka umsvif þess í brot af því sem áður var. Eitt af hans fyrstu verk- um var að leggja drög að tölvukaup- um fyrirtækis sem óljóst er nákvæm- lega hvernig lítur út í framtíðinni. störfum nú um mánaðamótín eft- ir stuttan stans, en samkvæmt heimildum í Hagsýslunni og iðn- aðarráðuneyti er enn óráðið hver tekur við af honum. Reiknað er með að endurskipulagning RER taki marga mánuði enn. Auk of- angreindrar niðurfellingar raf- fangaprófunar hefur eftirlit með raftækjum á markaðnum verið fært frá RER til annars konar skoðunarfyrirtækis — Bifreiða- skoðunar Islands. ________________ Karl Th. Blrgisson Hótel Leifi Eiríkssyni lokað Húsgögnin fjarlægð að lögreglu viðstaddri Hótel Leifi Eiríkssyni var lokað fyrir helgi þegar húsgögn voru fjarlægð og símar aftengdir. Óvíst er um framhald rekstrarins, en skiptastjóri leitar leiða til að leigja hótelið eða selja. Rekstraraðili Hótels Leifs Ei- ríkssonar, Jósteinn Kristjánsson, fjarlægði fyrir síðustu helgi öll húsgögn úr hótelinu og hætti af- skiptum af því eftir nokkurra mánaða rekstur. Hótelið er nú lokað, símar ótengdir og óvíst um ffamtíðarrekstur þess. Eigandi hótelsins er Selavlk hf., hlutafélag sem nú er til gjaldþrota- skipta. Aðstandendur þess eru Ásgeir S. Ásgeirsson og Sigurður Óli Sigurðsson. Sá síðarnefndi hefur lítið komið nálægt rekstri hótelsins, sem á liðnum misserum hefur einkum verið í höndum Sig- urðar Eiríkssonar. Þeim rekstri lauk síðastliðið haust eftir afar skrautlega sögu sem PRESSAN hefur áður rakið að nokkru og tók þá Jósteinn hótelið á leigu. Jósteinn gerði á sínum tíma leigusamning við Kóp hf„ sem hafði reksturinn á Ieigu tíl nokk- urra ára, en um það gilti, eins og afskipti Sigurðar Óla, að daglegur rekstur var áffam í höndum Sig- urðar Eiríkssonar. Samningurinn var til 1. febrúar síðastliðins, með því ákvæði að Jósteinn hefði for- gang að áffamhaldandi leigu fram á haustið. Hótelið er svo til full- bókað yfir sumartímann. f milli- tíðinni var Selavík hf. hins vegar tekin til gjaldþrotaskipta og stefnir í að eina umtalsverða eign þess, húsið sjálft, verði selt á uppboði í mars. Að sögn Jósteins hafði hann þegar samband við skiptastjóra Selavíkur, Andra Árnason hdl., og lýsti áhuga sínum á að leigja hótelið áfram eins og um hefði verið rætt Jósteinn segist telja sig hafa fengið vilyrði fyrir því hjá Andra, en þeir samningar hafi ekki staðið þegar á reyndi. Andri Ámason sagði í samtali við PRESSUNA að samkomulag væri um að Kópur hf. segði upp leigusamningi, hann fengi hótelið til ráðstöfunar fyrir þrotabúið og það yrði annaðhvort selt eða leigt. Jósteinn hefði eins og aðrir haft möguleika á því að leigja hótelið, en sjálfur hefði hann ekki heimild veðhafa til að gera leigusamning við Jóstein. Hann þyrfti að hafa hreint borð áður en hægt væri að ráðstafa hótelinu. Aðspurður sagði hann að bæði leigu- og kauptilboð hefðu verið boðuð. Jón Ragnarsson, eigandi Hótels Valhallar og Hótels Arkar, sagðist Rekstur Hótels Leifs Eiríkssonar hefur verið mikil hrakfallasaga. í samtali við PRESSUNA hafa hugleitt leigu á hótelinu, en horfið ffá þeirri hugmynd við nánari at- hugun. Ekki hefur fengist staðfest hverjir aðrir hugleiða leigu eða kaup. Fyrir helgi óskuðu aðstandend- ur Kóps hf. eftir því við Jóstein að hann rýmdi húsnæðið, enda væri leigusamningur útrunninn og ekki endumýjaður. Skömmu eftir að Jósteinn tók við rekstrinum í haust komu seljendur húsgagn- anna í hótelið að sækja þau sök- um vanefnda á kaupsamningum og hafði þó áður töluvert verið sótt af munum í húsið. í trausti þess að leiga á rekstrinum væri trygg fram á haustið kveðst Jó- steinn hafa keypt önnur húsgögn í stað þeirra burtnumdu. Þessi hús- gögn fjarlægði hann fyrir helgina, þótt ekki gengi það átakalaust fyr- ir sig. Að frumkvæði Sigurðar Ei- ríkssonar var lögregla kvödd á staðinn vegna ágreinings um eignarrétt á húsgögnunum, en þegar Jósteinn framvísaði kaup- samningum lét lögreglan málið af- skiptalaust. Þessi snöggu umskipti ollu gestum hótelsins töluverðum óþægindum, en þeim var á end- anum komið fyrir annars staðar í gistingu, án kostnaðarauka fyrir þá. Ákvarðanir um áframhaldandi rekstur hótelsins liljóta að velta að verulegu leyti á útlitinu um sum- artraffíkina. Hún er nú í óvissu, enda mun erlendum ferðaskrif- stofum kunnugt um rekstrarerfið- leika og lokun hótelsins. Karl Th. Birgisson Ólafsson fékk loksins það sem hann átti skilið: bannfæringu rétthugsunarlögreglunnar í landinu. Maðurinn er svo ger- samlega búinn að missa tengslin við íslenskan menn- ingarveruleika að hann setur enn saman texta með stuðlum og höfuðstöfum og slettir dönsku eins og enginn hafi sagt honum frá innrás engil- saxneskunnar. Það var kom- inn tími til að einhver tæki þennan perverska kúltúrterr- orista í gegn og var alveg við hæfi að það væri fulltrúi al- ískra besserwissera á borð við Helga Hálfdatiarson. Það er hughreysting fólgin í þeirri fullvissu, að hún hefúr ekki sloppið í gegnum múrana í Háskólanum hugmyndin um að best sé að leyfa fólki að setja saman hvurn fjandann sem það vill og treysta dómgreind mannskepnunnar til að vinsa úr það sem er þess virði að lifa lengur en andartak nútímans. I framtaki biskups felst líka áminning um hversu forveri hans, herra Sigurbjörn, stóð sig illa á rétthugsunarvaktínni þegar endurskrifaði einhvern helg- asta hluta íslandssögunnar í laginu um annan forvera þeirra herra Ólafs, „helvítið hann Brynjólf sem sædd’ana“, sem grætir enn marga í leyn- um, enda andskotans rudda- skapur og vanhelgun á góðum þjóni kristninnar. Rétthugsun- arlögreglan hefur reyndar ekki staðið fyrir almennilegri mór- alhreinsun síðan Þórbergur var dæmdur fyrir að rægja Hitler, Úlfar Þormóðsson fyrir að klæmast og guðlasta og Þorgeir Þorgeirsson fyrir að segja óþarflega satt um lögregl- una. En úr því endurreisnin er hafin er rétt að stíga skrefið til Kristjánsson finna til tevatns- ins. Hann er eini núskrifandi íslendingurinn sem nálgast það að vera „enfant terrible" samfélagsms og er hann þó farinn að þjást af Plannesar Hólmsteins-synáiómmu, fyr- irsjáanlegum skoðunum. Það segir sitt um hversu vel þeim háskóla- ogkristnivitringum tekst að þjálfa og frjóvga hugs- un þjóðarinnar og er náttúr- lega skýringin á því hversu h'tíð rétthugsunarlögreglan hefúr þó að gera. En dæmið mn Flosa Ólafs sýnir að hætturnar leynast á ótrúlegustu stöðum og ekki má dotta á vaktínni. Perramir leynast alls staðar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.