Pressan


Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 7

Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 7
FRETTI R Fimmtudagurinn 1 1. mars 1993 PRESSAN 7 ítarlegum rannsóknum á strandi Eldhamars GK við Grindavík að Ijúka Saksóknari íhugar hvort verði ákært Frá Strandi Eldhamars GK við Grindavík, er fimm manns fórust. Mynd/Keli. Hjá ríkissaksóknaraembætt- inu fer fram ítarleg rannsókn á málsgögnum vegna strands bátsins Eldhamars GK-13 frá Grindavík. Báturinn strandaði 22. nóvember árið 1991 við Hópsnes þegar hann var að koma heim úr róðri. Fimm skipverjar fórust með skipinu en einn bjargaðist í land. Strax eftir strandið fór fram ítarleg rannsókn og sjópróf hjá bæjarfógetanum í Keflavík. Af- rakstur þess var 260 blaðsíðna samantekt um málið. í kjölfarið hafa margir aðilar skoðað það og hefur ríkissaksóknaraemb- ættið til meðferðar, auk fyrr- nefndra gagna, niðurstöðu rannsóknarnefndar sjóslysa og umsögn siglingamálastjórnar. Það er skylt að senda ríkis- saksóknara öll slík mál, en PRESSAN hefur heimildir fyrir því að þetta tiltekna mál hafi fengið sérstaklega nákvæma skoðun. Athugun rikissaksóknara fel- ur í sér að skoðað er hvort eitt- hvað það hafi komið fram við rannsókn málsins sem gefi til- efni til ákæru, en slíkar ákærur eru fátíðar. Er þá skoðað hvort einhverjar athafnir í kringum strandið varði refsiábyrgð ein- hverra sem þar áttu hlut að Þrotabú Ólafs Laufdal með mál á hendur syni Ólafs GERIR KRðFU UM SUMAUHBW SUNMUNS f dag verður tekið íyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur mál sem Þorsteinn Einarsson, héraðs- dómslögmaður og bústjóri í þrotabúi Ólafs Laufdal veit- ingamanns, hefur höfðað á hendur Amari Ólafssyni, syni Ólafs. Tilefni málshöfðunar- innar eru viðskipti feðganna þar sem sonurinn eignaðist sumarbústað við Álftavatn í Grímsnesi sem áður var per- sónuleg eign Ólafs. Samkvæmt kaupsamningi 12. júní árið 1991 fékk Arnar afsal fyrir hús- inu, en bústjóri vill ekki fallast á að þessi viðskipti hafi verið eðlileg. Með riftuninni er bústjóri að gera tilraun til að fá 3,2 millj- óna króna eign inn í búið auk dráttarvaxta. Sumarbústaður- inn er 54 fermetrar að stærð og landið sem fylgir er upp á 3.400 fm. Samkvæmt skattframtali Ólafs fyrir árið 1991 var sölu- verðið 1,5 milljónir króna og var sagt að fullu greitt, þótt Ólafi tæk- ist ekki að sýna fram á hvernig. Tvö dómsmál í Héraðsdómi Reykjaness Þá eru rekin tvö dómsmál á hendur þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykja- ness vegna krafna ífá þrotabúi Álfabakka 8 hf. og þrotabúi Ár- múla 5 hf. Þessi þrotabú, sem eru vegna fyrr- verandi fyrirtækja Ólafs, Broadway og Hótels íslands, lýstu kröfum í persónulegt bú Ólafs Laufdal. Kröfunum var hafnað og því eru málin rekin með þessum hætti. Þarna er teflt um verulegar fjárhæðir vegna skuldajafnaðar og fleira. Um er að ræða háar tölur til samans eða yfir 30 milljónir. Ef kröfurnar verða viðurkenndar tvöfaldast kröfur í þrotabú Ól- afs. Reynt að selja íbúð- irnar á Spáni Sem kunnugt er hafði bú- stjóri uppi á miklum eignum Ólafs á Spáni. Þar var um að ræða ellefu íbúðir í íbúðahótel- inu Benal Beach á Torremolin- os í eigu Ólafs og konu hans. Þessar eignir höfðu hvergi komið fram í skattframtölum og Ólafi hafði láðst að benda á þær við gjaldþrotið. Eftir því sem komist verður næst hefur ekki enn tekist að selja íbúðirnar á Spáni, en þær hafa verið á sölu um skeið. Um verðgildi þeirra er erfitt að segja, en því hefur verið varpað ÓLAFUR LAUFDAL Þrjú mál tengd þrotabúi hans eru nú rekin fyrir dómstólum. fram að verðgildi eignarhluts Ólafs, sem átti helming í íbúð- unum, sé á bilinu 30 til 45 millj- ónir króna. máli. Ef ákveðið er að ákæra má benda á að alvarlegri málin fara fyrir svonefndan siglingadóm, sem er afar fátítt, en önnur eru rekin fyrir héraðsdómi þar sem atburðurinn átti sér stað. Siglingadómur er fjölskipað- ur dómur, skipaður eftir sér- stökum reglum, og á að fjalla um meiriháttar mál. Til kasta hans koma einstaka viðamikil mál að sögn Hallvarðs Ein- varðssonar ríkissaksóknara. Hann taldi að málið yrði afgreitt frá embættinu innan örfárra daga. Strandið vakti feikimikla at- hygli á sínum tíma, enda fór margt úrskeiðis við björgunar- starfið og aðdraganda strands- ins. Má meðal annars nefna að um fjörutíu mínútur liðu ffá því tilkynnt var um slysið þar til björgunarþyrla var ræst út. Stýrimaður bátsins, Eyþór Björnsson, var eini bátsverjinn sem bjargaðist í land og athafriir hans voru meðal annars eitt af því sem nákvæmlega var skoð- að. f skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa kemur fram að hann var einn í brúnni á leiðinni heim. Þar segir einnig að skip- stjóri hafi í fyrri ferð skipsins veitt stýrimanni áminningu þar sem hann hafi vakið skipstjór- ann of seint. Síðar segir í niður- stöðu rannsóknarnefndarinnar: „Nefndin telur að orsök strandsins hafi verið óná- kvæmni í staðarákvörðun og stýrimann hefur skort fullnægj- andi þjálfun í að staðsetja skip- ið. Ekki hefur verið notaður sá tækjabúnaður sem um borð var, svo sem ratsjá, dýptarmælir og sjókort. Ef fylgst hefði verið með í ratsjá hefði sést hvert stefndi. Allar líkur benda til þess að skipstjóri hafi ekki komið í brú nógu fljótt til að geta áttað sig á hvar skipið var áður en það strandaði." 1 framburði stýrimanns við sjóprófin kom ffam að hann var við stjórnvöl á leið til Grinda- víkur. Hann kvaðst óvanur inn- siglingunni. GPS-staðsetningar- kerfið var óvirkt þennan dag, dýptarmælir í brúnni var ekki í gangi og stýrimaður kunni ekki á lóran-staðsetningartækið. Stýrimaður sagðist hafa verið óviss á staðsetningu skipsins og kallað á skipstjórann, sem taldi skipið strax of vestarlega. En margt annað hefur verið gagnrýnt við strandið. Fjarskipti voru í mesta ólestri og eingöngu var treyst á farsímakerfi, sem þó hefur sýnt sig að er óáreiðanlegt við slíkar neyðaraðstæður. Einnig kom í ljós að ástand flot- galla skipshafnarinnar var ekki gott og leggur rannsóknarnefnd sjóslysa til að endurskoðaðar verði reglur um þá í ljósi niður- staðna rannsóknanna sem fyrir liggja. GEIR Haarde er farinn að burðast með pólitísk aukakíló sem virðast ættuð frá Framsóknar- flokknum. Geir nýtur sem kunnugt er mikillar „virðing- ar“ og „trausts" fyrir störf sín sem þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins. Þetta eru sömu lýsingarorðin og yfirleitt eru notuð um HalldórÁs- grímsson og það getur varla verið tilviljun, miðað við hvað Geir er farinn að hljóma ótrú- lega framsóknarmannslegur upp á síðkastið. Nú vill hann ekki afnema einokunarsölu á lyfjum í landinu af því að a)- þetta hefur svo lengi verið svonaogþarafleiðandibjþað ! má ekki raska kerfinu of hratt og of mikið. Þetta eru sömu rökin og umbótasinnar á borð við EGIL Jónsson og Eggerí Haukdal nota þegar þeir eru að verja landbúnaðarkerfið. Nema hvað þeir segja líka að ekki megi skaða einkaleyfishafana og einokunarfyrirtækin, en Geir er alltof greindur og vel menntaður til að segja svoleið- is. Þegar honum er bent á hvað stendur í stefhuskrá Sjálfstæð- isflokksins um verslunarfrelsi og hann minntur á þá einföldu grunnhugmynd hagfræðinnar að samkeppni leiði til lægra vöruverðs grípur hann til ann- arrar gamalreyndrar fram- sóknartaktíkur, móðgast, talar yfirlætislega og segir að svona skætingur sé nú ekki til far- sældar fallinn. Þetta hefur hann ábyggilega lært af öðrum framfarasinnuðum þing- flokksformanni, PÁLI Péturssyni, sem er öðrum mönnum hugmyndaríkari við að hreyta pólitískum ónotum í andstæðingana þegar farið er að þrengjast um í málefna- stöðunni. Geir hefur náttúr- lega horff upp á þetta og veit að Páll nýtur líka virðingar og trausts meðal framsóknar- manna, alveg eins og Halldór. Það ætti þó einhver velviljaður að benda Geir á að það er ekki hollt að vera eins í laginu pólit- ískt og Halldór og Páll. í þeirra flokki er það talið normalt ástand og frekar sóst eftir því; aðrir gera sér grein fyrir að framsóknartíminn er liðinn og fjarlægist blessunarlega óð- fluga. Pólitísk aukakíló eru nefnilega hættuleg heilsunni. Sigurður MárJónsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.