Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 9
FR ETT I R Fimmtudagurinn 7 7. mars 1993 PRESSAN Víglundur Þorsteinsson og aðrir eigendur Kringlunnar4-6 hamast við að ná samningum við lánardrottna BANKAR 06 SJÚDIR AD YFIRIAKA BORGARKRINGLUNA Talsverðar líkur eru á að lánardrottnar Borgar- kringlunnar hf., þar sem BM Vallá er stærst eig- enda, láti senn sverfa til stáls og leysi til sín fast- eignina Kringluna 4 til 6. Bæði Borgarkringlan og BM Vallá eiga í miklum erfiðleikum ,um þessar mundir og hafa ekki getað staðið í skilum við lánar- drottna og verktaka. Við- ræður við Islandsbanka og fleiri stóra lánardrottna hafa gengið treglega og hefur fasteignin verið í uppboðsmeðferð að kröfu Kaupþings og BYKO. Að- standendur Borgarkringl- unnar, einkum Víglundur Þorsteinsson, forstjóri og stjórnarformaður BM Vall- ár, leitast á hinn bóginn við að knýja fram ýmsar ráðstaf- anir sem kynnu að breyta þessu og segir Víglundur að samningar við lánardrottna á þeirra eigin skil- málum séu á lokastigi og á hann von á j á k v æ ð r i niðurstöðu innan fá- Borgarkringlan. 18 þúsund fermetra verslunar- og skrifstofu- húsnæði, sem kostað hefur rúma 2 milljarða aðreisa. Veðhafarnir í „Litlu-Kringlu" Veðbækur vegna Kringlunnar 4-6 eru útkrotaðar og torskildar, en þó er nokkurn veginn Ijóst hverjir hafa öruggt veð, hverjir eru beggja blands og hverjir eiga á hættu að glata kröfum með öllu. Meðfylgjandi eru upprunalegar tölur reiknaðar til núvirðis, en vegna vanskila má ætla að eftirstöðvar séu talsvert hærri. Hinir hólpnu á fyrsta veðrétti - Kaupþing, 44 millj. - Líf.sj. málm- og skipasmiða, 27 millj. - Líf.sj. rafiðnaðarmanna, 17,5 millj. - Líf.sj. Dagsbrúnarog Framsóknar, 10 millj. „Pahkinn“ á öðrum veðrétti - Iðnlánasjóður, 158 millj. - Iðnþróunarsjóður, 153 millj. - fslandsbanki, 148 millj. - Landsbanki, 148 millj. - VBM Fjárfestingarfélagsins, 56 millj. - Búnaðarbankinn, 24 millj. - Verslunarlánasjóður, 22 millj. - ísafoldarprentsmiðja, 5,5 millj. - Líf.sj. Hlífar, 4 millj. Úti í kuldanum - Blikk og stál, 30 millj. - Ríkissjóður, 18 millj. - (slandsbanki/Verslunarlánasjóður, 12 millj. - Egill Árnason hf., 5,5 millj. - BYKO, 13 millj., fjárnám - Gjaldheimtan, 3 millj., lögtak o.fl. vikna. Allar helstu lána- stofnanir saman í „pakka" Nokkur titringur er ríkjandi innan íslandsbanka vegna mál- efna þessara fyrirtækja og munu forráðamenn bankans samkvæmt heimildum blaðsins eiga óhægt um vik að beita sér í málinu. Víglundur er einn af mestu áhrifamönnum við- skiptalífsins á íslandi og hefur meðal annars setið í stjórn Verðbréfamarkaðar íslands- banka, var á sínum tíma stjórn- armaður í Iðnaðarbanka og hef- ur gegnt formennsku í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda. Á hinn bóginn sér bankinn ff am á að tapa hugsanlega stórum fjár- hæðum ef ekki verður tíman- lega gripið í taumana. I febrúar 1991 náðist sam- komulag um lán og skuldbreyt- ingar við þölmarga lánardrottna vegna byggingar Borgarkringl- unnar, aðila sem eru einu nafni kallaðir „pakkinn“. Hann sam- anstendur af níu aðilum. Iðn- þróunarsjóður lánaði 140 millj- ónir og Iðnlánasjóður sömu upphæð. íslandsbanki lánaði 131 milljón og Landsbanki sömu upphæð. Verðbréfamark- aður Fjárfestingarfélagsins lán- aði 51 milljón, Búnaðarbankinn 22 milljónir og Verslunarlána- sjóður 20 milljónir. Auk þess er ísafoldarprentsmiðja skráð fyrir 5 milljónum og Lífeyrissjóður Hlífar fýrir 3,5 milljónum. Rúmlega milljarður á fyrsta og öðrum veðrétti Alls eru þetta 643,5 milljónir, en um 700 milljónir að núvirði. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur hins vegar lítið sem ekkert verið greitt af þess- um lánum og þegar vextir og dráttarvextir bætast ofan á er um nærri 900 milljónir að ræða. Þessi lán „pakkans“ eru á öðrum veðrétti og ná veðin yfir flesta eignarhluta húsanna. Nokkrum mánuðum eftir lána- samningana í febrúar 1991 bættust síðan 12 milljónir við hjá Islandsbanka, Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði. Á fyrsta veðrétti hvíla hins vegar veð vegna lána frá Kaup- þingi, Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóði Málm- og skipasmiða og Lífeyr- issjóði rafiðnaðarmanna, alls um 90 milljónir. Kaupþing er skráð fyrir 40 milljónum, en þegar nauðungaruppboð var auglýst um síðustu áramót var upphæðin komin í 55,4 milljón- ir. Ekkert hafði verið greitt af því láni og var þó ekki komið að afborgunum, heldur um vanskil á vaxtagreiðslum að ræða. Bú- ast má við að skuldin við þessa fjóra aðila sé nú á bilinu 120 til 130 milljónir. Víglundur neitar því að uppboðsmeðferð sé í gangi, beiðni um slíkt hafi verið afturkölluð. Bió SKL ið g híu uta- *—' (N CT) OO OO OO On C\ Qs skuldir með bréfum Fari svo að „pakkinn“ ákveði að leysa fasteignirnar til sín þarf hann eftir sem áður að greiða þessum fjórum aðilum 120 til 130 milljónir og eignast með því hina veðsettu eignarhluta. Um leið væru fasteignirnar komnar í eigu þeirra aðila sem eiga veð á öðrum veðrétti, en þeir sem eru neðar í veðröðinni væru búnir að tapa sínu. Hinir nýju eigend- ur mundu um leið stofna með sér nýtt hlutafélag, eignarhalds- félag um rekstur og frekari upp- byggingu fasteignanna. Um- ræddar fasteignir eru alls tæp- lega 18 þúsund fermetrar og byggingarkostn- aður liðlega 2 milljarðar. Á þriðja veð- rétti og neðar eru meðal annars veð vegna um 30 milljóna króna skuldar við Blikk og stál, um 25 milljóna króna skulda við ís- landsbanka og Verslunarlána- sjóð, yfir 5 millj- óna króna skuld- ar við Egil Árna- son hf„ um 20 milljóna króna skuldar við Ríkissjóð og auk þess má nefna lögtak vegna 3 milljóna króna lögtaks Gjald- heimtunnar í Reykjavík og 13 milljóna króna fjárnáms BYKO. Borgarkringlan hf. og aðrir eigendur fasteignanna hafa þrýst á ofangreinda lánar- drottna um skuldbreytingar, meðal annars að breyta 17 ára lánum í 25 ár. Þeir hafa komist nokkuð áleiðis að semja við verktaka, efnissala og aðra „minni spámenn", sem einkum hafa samþykkt að taka hlutabréf í Borgarkringlunni upp í skuldir eða breyta þeim í langtímalán. Með því að breyta skuldum í hlutabréf hefur tekist að auka hlutafé Borgarkringlunnar úr 334 milljónum í 440 milljónir. Yfirvöldum gert við- vart um að bruna- kerfi sé í ólestri Heimildir blaðsins herma og að verktaki nokkur hafi fengið tugmilljónainneign sína greidda með viðbyggingarrétti, sem eftir er að ljúka, en uppi hafa verið áætlanir um að bæta tveimur hæðum ofan á norðurturninn. Ekki eru allir „smærri“ kröfu- hafar hrifnir af því að fá hluta- bréf í hendur sem greiðslu. Iðn- aðarmaður nokkur sagði í sam- tair við PRESSUNA að Víg- lundur hefði boðið sér hlutabréf i Borgarkringlunni og talið það hinn vænlegasta kost. Iðnaðar- Velta BMVallár 1981-1991 ^imilljonamkróríaaö 'húvirði O^O^O^O^QsOsOsOs VÍGLUNDUR Þ0RSTEINSS0N. „Hvað Borgarkringluna varðar er búið að ganga frá nán- ast öllum lausaskuldum, meðal annars í formi hlutafjár- aukningar, þannig að hlutafé hefur aukist úr 334 í 440 milljónir." maðurinn sagðist samþykkja þetta ef hann mætti þá fara með þessi vænlegu hlutabréf upp í BM Vallá og greiða fyrir steypu með þeim. Þá hafi kveðið við annan tón hjá Víglundi. Þá hefur blaðið fregnað að pípulagningameistari sá sem setti upp brunavarnakerfi, svo- nefnt „sprinkler“-kerfi, í fast- eigninni fái ekki greidda 6 til 7 milljóna króna skuld sína og að hún sé nú í löginnheimtu. Um- ræddur meistari er löngu hætt- ur og genginn frá ókláruðu verki og hefur meðal annars rit- að Eldvarnaeftirlitinu og emb- ætti Byggingarfulltrúa bréf þar sem hann bendir á að bruna- varnir fasteignanna séu í ólestri, engin lokaúttekt hafi farið ffam og hann geti ekki tekið á sig ábyrgð vegna þessa. Víglundur Þorsteinsson segir að verið sé að vinna í lokaúttektinni. 40 prósenta sam- drattur BM Vallár á fjórum árum Annað sem staðfestir erfið- leikana er sú staðreynd að ný- lega átti að loka fyrir hita og raf- magn í fasteigninni, en lög- fræðiskrifstofurnar í turninum sáu sig knúðar til að greiða þann reikning, um 300 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum biaðsins hyggjast sömu aðilar og jafnvel fleiri segja sig úr hús- félagi Borgarkringlunnar og stofna sérstakt húsfélag. Málefni Borgarkringlunnar tengjast óhjákvæmilega stöðu BM Vallár. Staða fyrirtækisins mun vera mjög erfið um þessar mundir og kemur þá fleira til en Borgarkringlan. Spilar þar inn í almennur samdráttur í efna- hagslffinu og þá einkum í bygg- ingarframkvæmdum. Fyrirtæk- ið varð á sínum tíma fyrir tals- verðum skakkaföllum vegna byggingar Hótels Arkar og Holi- day Inn og varð í raun að taka Borgarkringluna til sín upp í steypuskuldir, þ.e. kaupa hluti ísafoldarprentsmiðju, Nýja kökuhússins, Gunnars Guð- tnundssonar og Jónasar Sveins- sonar. Þegar velta BM Vallár náði hámarki var hún um 1.430 milljónir króna að núvirði, árið 1987. Næstu fjögur árin minnk- aði hún og var um 840 milljónir að núvirði 1991 — hafði þá dregist saman um rúm 40 pró- sent. Eitt af því sem hefur flækst fyrir fýrirtækinu er að fá greidd- ar útistandandi kröfur og mun það hafa tekið fjölmargar íbúðir upp í. Einn viðmælandi blaðs- ins taldi að fýrirtækið hefði á ör- fáum árum tekið nálægt 100 íbúðir og fasteignir upp í skuld- ir. Fyrirtækið hefur í einhverj- um tilfellum getað notað íbúðir þessar til að grynnka á skuld- um, meðal annars hefur komið fram að Sementsverksmiðja rík- isins hafi samþykkt að taka íbúðir upp í skuldir BM Vallár. Víglundur: Á fljót- lega von á jákvæðri niðurstöðu Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Borgarkringl- unnar og BM Vallár, sagði í samtali við PRESSUNA að hann hefði heyrt margar sög- urnar um slæma stöðu þessara fýrirtækja og kippti sér ekki upp við þær. „Hvað Borgarkringl- una varðar er búið að ganga frá nánast öllum lausaskuldum, meðal annars í formi hlutafjár- aukningar, þannig að hlutafé hefur aukist úr 334 í 440 millj- ónir. Fjárhagsleg endurskipu- lagning hefur átt sér stað, sem er meðal skilmála stærri lánar- drottna fyrir skuldbreytingum og lengingu lána. Ég á von á að samningaviðræðum þar að lút- andi ljúki á næstu vikum með jákvæðri niðurstöðu.“ Víglundur sagði að þrátt fyrir erfiðleika hefði tekist að reka BM Vallá taplaust á nýliðnu ári og að hann væri ánægður með þann árangur miðað við erfið- leikana sem ríkt hefðu í bygg- ingariðnaðinum. Hann staðfesti að fýrirtækið hefði tekið talsvert af fasteignum upp í skuldir við- skiptavina. „Ég skal ekki segja hvað þetta hafa verið margar íbúðir og aðr- ar fasteignir á undanförnum ár- urn, en mér telst til að þetta séi eignir upp á um 150 milljónir Fríðrík Þór Guðmundssor.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.