Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 31
Fimmtudagurinn 11. mars 1993 10. tb. 4. árg. GULA PRESSAN HAFA SKAL ‘Hf 3 SEM BETUR HLJOMAR Óvænt staða í samningamálum opinberra starfsmanna ALLIR A SKRIF- STOFU BSRB SAMÞYKKTU VERKFALL „Efumbjóðendur okkar vilja ekki fara í verkfall þá tök- um við afþeim ómakið," segir Ögmundur Jónasson. Hann segir að aðalkrafa starfsfólksins sé ekki launa- hækkun heldur að félagar i BSRB samþykki verkfallið sem hann bauð þeim upp á.„Dálítið skrítin staða," segir Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Efstarfsfólk verkalýðsfélags er í verkfalli vitum við ekki við hvern við eigum að ræða." Reykjavík, 11. mars. ______________ „Ég var að taka myndir af fræga fólkinu í Reykjavík og smellti mynd af þessari konu. Það var síð- an ekki fyrr en ég fór að framkalla filmurnar að ég áttaði mig á hvers vegna ég hélt ég þekkti hana. Þetta var Liberace, píanósnillingurinn sjálfur,“ segir Magnús Ægisson, ljósmyndari GULU PRESSUNN- AR, sem vinnur við að taka mynd- ir af næturlífi Reykjavíkur. „Ég rétt spurði konuna um nafn. Hún sagðist heita Gyða. Annað fór okkur ekki á milli,“ segir Magnús. GULA PRESSAN ræddi við nokkra af gestum Ingólfscafés þetta kvöld. Sumir sögðust óljóst muna eft- ir konunni en aðrir báru við minnis- leysi. Einn bar- þjónanna mundi þó glögglega eftir henni. „Mér fannst pöntunin ein- kennileg," segir Kristján Sverris- son barþjónn. „Hún bað um þrefaldan Sout- hern Comfort í appelsíni og tvo græna Salem. Það er dálítið líkt Liberace þegar maður hugsar út í það.“ GULA PRESSAN óskar hér með eftir að þeir, sem geta veitt einhveijar upplýsingar um ferðir konunnar, sem kallar sig Gyðu, láti blaðið vita. Blaðið minnir á hversu góð landkynning það Konan sem jósmyndari GULU PRESS- UNNAR myndaði í Ingólfscafé. Hún sagðist heita Gyða en það fór ekki milli mála hver þarna var á ferð. yrði ef Liberace íyndist á lífi í Reykja- vík. Reykjavík, 11. mars.________ Sérkennileg staða er nú komin upp í samningamálum opin- berra starfsmanna eftir að starfs- fólk á aðalskrifstofu BSRB sam- þykkti að fara í verkfall. „Skilaboðin úr þessari atkvæða- greiðslu voru skýr,“ segir Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB. „Ail- ir sem greiddu atkvæði vildu í verk- fall og það sem fyrst.“ Að sögn ögmundar leggja starfs- mennirnir ekki mikið upp ur kjara- bótum þótt þeir muni að sjálfsögðu ekki slá hendinni á móti þeim. „Það sem við viljum númer eitt, t\’ö og þrjú er þroskaðri umbjóðendur. Það gengur náttúrulega ekki að við leggj- um línurnar og greinum sóknar- tækifæri ef almennir félagsmenn í BSRB rústa þeim síðan með því að kjósa vitlaust í atkvæðagreiðslum. Við leggjum því áherslu á tvennt; annaðhvort verði þessar atkvæða- greiðslur lagðar niður eða fólk kýs einfaldlega rétt.“ „Auðvitað er þetta skrítin staða,“ „Auðvitað viljum við einnig sýna með þessu að við erum engar gung- ur," segir Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, sem nú er heima hjá sér í verkfalii. segir Þorsteinn Geirsson, formað- ur samninganefndar ríkisins. „Úr því að Ögmundur er í verkfalli get- urn við ekki rætt við neinn. Málin eru því í biðstöðu og við eyðum tím- anum mest í að tefla.“ Lögfræðingur ávítað- ur i héraðsdómi Mætti í kjól við réttarhald Reykjavík, 11. mars.______ Baldur jörundsson héraðs- dómslögmaður var ávítaður fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyr- ir að mæta í kjól í vitnaleiðslur í forræðismáii. „Þetta var óvart,“ segir Baldur. „Ég var að flýta mér og tók árshátíðarkjól konunnar í misgripum fyrir hemp- una. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en dómarinn benti mér á það.“ Sérfræðingar í trúarbrögðum kalla þetta kraftaverk Bolunqarvík, ll.mars. „Auðvitað vildi ég geta tekið mark á þessu. En við í bæjar- stjóminni höfum brennt okkur á því að uppveðrast yfir smæstu vonarglætum," sagði Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, þegar GULA PRESSAN sýndi honum mynd sem áhuga- ljósmyndari tók af skýjabólstrum fyrir ofan Bolungarvík. í þeim má sjá ásjónu Jesú Krists og er eins og hann sé að blessa bæinn og hughreysta fólkið. „í sjálfu sér er það ákveðin huggun að málflutningur okkar skuli fá hljómgrunn á æðstu stöðum. Við vorum orðin hálfvondauf af því að tala fyrir daufum eyrum ríkisstjórn- arinnar,“ bætti Ólafur við. Þeir sérfræðingar í trúmálum og dulhyggju sem GULA PRESSAN ræddi við voru á einu máli um að hér væri kraftaverk á ferð. „Þetta eru skýr skilaboð frá al- mættinu," sagði Gunnar Þorsteins- son í Krossinum. „Það stendur með Bolvíkingum í þrengingum þeirra og Ef myndin prentast vel má glögg- lega sjá hvernig andlit Krists birtist í skýjabólstrunum. vill leiða þá út úr vandanum.“ „Ég veit ekki hvernig ég á að túlka þetta,“ sagði Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Landsbankans, þegar GULA PRESSAN bar þetta undir hann, en Landsbankinn er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú EG. „Eftir að hafa skoðað bækur fyr- irtækja Einars Guðfinnssonar finnst mér þetta fullseint í rassinn gripið. Forráðamönnum þessara fyrirtækja hefði ekki veitt af einhvers konar leiðsögn fyrr.“ Ný og spennandi samkeppni GULU PRESSUNNAR Hvernig á að láta hjónabandið lukkast? Fyrstu keppendurnir Við höfum rifist upp á hvern dag í 40 ár Segja hjónin Halldór og Viktoría r, sem segja pex og nöldur vera lykilinn að langlífu hjónabandi. Kristján Daníelsson segiraðfólk úr viðskipta- lífinu noti helstfax- þjónustuna. Reykjavík, 11. mars. „Við höfum ekki gefið hvort öðru stundlegan frið frá því löngu fyrir giftingu. Við slógumst í brúðkaupsveislunni og endurtók- um það á fjörutíu ára brúðkaups- afmælinu,“ segja þau HaUdór Pálsson og Viktoría Finnsdóttir, sem hafa verið gift í fjörutíu ár — „hamingjusamlega gift“ að eigin sögn. „Fólk gerir allt of mikið úr vináttu og virðingu. Við höfum þekkt hjón sem hafa rústað hjónabandi sínu með endalausum tilraunum til að skilja hvort annað og virða. Svoleiðis nokk- uð er ekki fyrir okkur,“ segir Halldór. Það má sjá á heimili þeirra hjóna að Viktoría er mikill kvenskörungur. Halldóri þykir sopinn hins vegar góður og vill helst slappa af þegar hann er heima fyrir. Viktoría er hins vegar algjör bindindismanneskja. „Við erum eins og svart og hvítt,“ seg- ir Viktoría. „Og við eigum eins vel saman og olía og vatn.“ En þau eru hins vegar sammála um hver sé lykillinn að góðu hjónabandi: „Gott rifrildi og helst upp á hvem dag,“ svara þau bæði. „Við slóg- umst þegar við vor- um yngri en höfum látið okkur nægja að munnhöggvast í seinni tíð. Það er fullt eins gott.“ Ný þjónusta FAXA BÆNIR TIL GUÐS Kópavogi, 11. mars. Trúfélagið Frækornið hefur auglýst nýja þjónustu; það býðst til þess að faxa bænir fólks til himna. „Þetta er allt á byrjunarstigi hjá okkur en undirtektir hafa verið góð- ar,“ segir Kristján Daníelsson, for- stöðumaður safnaðarins. „Það er * einkum fólk úr viðskiptalífinu sem hefur leitað til okkar. Það segist eiga erfitt með að tala við guð í gegnum hefðbundnar bænir. Það segir fax- bænirnar raunveralegri." UBERACE ER f r A LIFI! Píanósnillingurinn sást í Ingólfscafé um síðustu helgi, sex árum eftir að hann var talinn hafa látist.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.