Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 13
SKOOANIR Fimmtudagurinn 11. mars 1993 PRESSAN 73 HVERS VEGNA FJÖLMIÐLAR Eru sjálfstœðismenn á mótifrjálsri verslun með lyf? STURLA BÖÐVARSSON, ÞINGMAÐUR SJALFSTÆÐISFLOKKS, SVARAR: Sjálfstæðisflokkurinn leggst ekki gegn frelsi í viðskiptum með lyf ef hægt er að koma því við með bærilegum hætti. Flokkurinn hefur unnið að sparnaði í ríkisrekstrinum á ýmsan hátt og leitað meðal ann- ars eftir sparnaði í lyfsölukerf- inu og hann mun styðja heil- brigðisráðherra dyggilega við að fara færar leiðir til að bæta kerf- ið þannig að útgjöld ríkisins minnki. Breyting á lyfsölulöggjöfinni er mjög vandmeðfarin. Hér er ekki eins og sé verið að selja kex og kringlur og því hefur Sjálf- stæðisflokkurinn viljað fara mjög rækilega yfir frumvarpið til að forðast að þurfa að leið- rétta vankanta sem síðar gætu komið í ljós. Það hafa komið fram athugasemdir við þá hugs- un, sem gerir ráð fyrir að lyf verði seld með sama hætti og mjólk og matarkex. Við teljum að buUandi óheft sókn verði sett af stað í stofnun lyfjaverslana ef þetta verður með þeim hætti að hver sem er, einungis ef hann er lyfjafræðingur, geti sett upp lyfjaverslun. Við teljum reyndar að æskilegast sé að hafa eins lít- inn hemii á lyfjaverslun og unnt er en teljum jafhframt að ekki sé hægt að ganga til þessa leiks með sama hætti og verið sé að setja upp matvöruverslanir. Það þarf að setja vissar skorður vegna lyfsölu og eins koma í veg fyrir að lyfjaverslun verði í öðru hverju húsi við Laugaveginn, á sama tíma og þessi þjónusta yrði ekki veitt víða út um lands- byggðina. Þama þarf því að fara bil beggja. Finna leið þar sem við getum nýtt okkur frelsið í viðskiptum og viðskiptaháttum án þess að eiga á hættu að þeir sem hafa offjárfest í þessum rekstri bregði á það ráð að ota lyfjum að almenningi í tíma og ótíma. Afstaða mín og okkar sjálf- stæðismanna byggist á þessu raunsæja matí en ekki á neinum kreddum og því síður að við viljum eða teljum okkur eiga að ganga einhverra erinda apótek- ara. Við leggjum alla áherslu á að standa þannig að þessum breytingum að þær spari ríkis- sjóði og séu viðunandi og að- gengilegar fyrir almenning, sem á að njóta þessarar þjónustu. Við viljum fyrst og ffemst spara okkur það að setja allt í bál og brand og við verðum að muna að lyfjaverslunin er hluti af heil- brigðisþjónustunni. „ Við teljum að bullandi óheft sókn verði sett afstað í stofnun lyfjaverslana efþetta verður með þeim hcetti að hver sem er, einungis efhann er lyfjafrœðingur, geti sett upp lyfjaverslun.' Að skýra mál sittþar til maður hefur réttfyrir sér Ég ætla að byrja á því að við- urkenna að ég gladdist í hjarta mínu þegar félagar í BSRB og Kennarasambandinu felldu til- lögu um að veita stjórnum fé- laga sinna heimild til verkfalls- boðunar. Ekki þar fyrir að ég hafi óttast afleiðingu verkfalls opinberra starfsmanna. Ég reyki Camel og það virðist enginn hafa þolin- mæði í svo langt verkfall að þær sígarettur hverfi úr búðunum. Sonur minn mundi síðan hoppa hæð sína í loft upp ef hann fengi frí í skólanum og snúa sér tvíefldur að tölvuleikj- unum. Nei, ég gladdist að hluta til af sömu ástæðu og ég gladdist þegar Danir felldu Maastricht og Svisslendingar EES. Mér finnst nefnilega alltaf gaman þegar fólk óhlýðnast kosnum, skipuðum eða sjálfskipuðum yfirboðurum sínum. Ég fyllist meira að segja bjartsýni á lffið ef ég sé fólk ganga yfir á rauðu ljósi, barþjón blanda drykk eftir lokun eða heyri af manni sem smyglaði með sér spægipylsu- bita ffá Danmörku. Og að hluta til gladdist ég vegna þess að mér finnst gaman að sjá sjálfbirgingslegu fólki verða á. Ég hef, eins og aðrir landsmenn, þurft að þola það þegjandi að hlusta á þau Svan- hildi og Ögmund tala fyrir munn okkar allra í nokkra mánuði. Þess vegna hló ég upp- hátt þegar kom í ljós að þau voru ekki að tala fyrir munn neins nema sjálffa sín. Það kom reyndar fáum á óvart — nema kannski þeim tveimur og helstu samstarfsmönnum. Morguninn eftir að kennar- arnir felldu verkfallsboðunina mætti Svanhildur á Rás 2 og ég hlustaði á hana meðan ég rak- aði mig. Hún sagðist vera óánægð með niðurstöðuna og vildi skýra hana með því að stjórn Kennarasambandsins hefði ekki fengið að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Hvflfkt grín. Ég hef svo off heyrt Svanhildi lýsa kjörum kennara að ég get ekki haldið aftur af tárunum í hvert sinn sem heyri á kennara minnst. Bágindi þeirra og annarra opinberra starfsmanna eru einna best kynntu hörmungar tuttugustu aldarinnar. Ég hef svo oft séð Svanhildi lýsa þeim í sjónvarp- inu að ég get skrifað upp lista yfir blússurnar og slæðurnar í fataskápnum hennar. Tal foringja félaga opinberra starfsmanna um að þeir hafi ekki haft tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er álíka fáránlegt og þegar for- „Eg hefsvo oft séð Svan- hildi lýsa bágindum kennara í sjónvarpinu að égget skrifað upp listayfir blússurnar og slœðurnar í fataskápnum hennar. “ sætisráðherrann skýrir sam- bandsleysi ríkisstjórnarinnar við þjóðina með því að hann hafi ekki getað skýrt mál sitt nægjanlega. Samt er svo mikið framboð af honum í fréttum, viðræðuþáttum, skemmtiþátt- um og tímaritsviðtölum að maður er hættur að taka eftir því hvað hann eldist og gránar. Fyrr en einn daginn að maður rekst á gamla mynd af honum og áttar sig á því að ég og hann — eins og hann og allir lands- menn — erum orðnir eins og gömul hjón. Þrátt fyrir pex og tuð er ég löngu hættur að trúa því að ég geti breytt honum og vona innilega að hann sé sama sinnis. Mér er að minnsta kostí alveg sama hvað hann ætlar að skýra sjónarmið sín vel og ræki- lega; ég hef ekki fallist á þau hingað til og sættist varla við þau úr þessu7____________ Gunnar Smári Egilsson STJÓRNMÁL Kvennalisti á tímamótum „Kringum listann er smám saman að verða til einskonar kvenna-klan, V talsverður A hópur mennta- kvenna og embœttis- kvenna afýmsu tagi sem hefur persónulegan hagaf því að halda kastljósinu á meint og raunveruleg kvenna-vandrœði. “ Kvennalistinn er stjórnmála- flokkur þar sem aðild er bundin líffræðilegum forsendum. Slflc- ur flokkur væri ekki til nema vegna þess að stjórnmálakerfið á Islandi er úrelt og hentar ekki því samfélagi sem við búum við ílok20. aldar. Kvennalistinn er að verða tíu ára. Hann hefur komist með glans í gegnum þrennar þing- kosningar og er spáð ágætum árangri í hinum fjórðu. Enginn útilokar að forystumaður úr Kvennalistanum verði næsti borgarstjóri í Reykjavík. Enginn útilokar að Kvennalistakona veljist til forsætis í næstu rflcis- stjórn. Og ekki einusinni Kvennalistakonur útiloka að eftír aðeins nokkur ár verði saga Kvennalistans öll. Þetta eru nokkrar af þeim sérkennilegu þverstæðum sem nú marka Kvennalistanum tímamót. Það er sérkennilegt fyrir okk- ur á vinstrikantinum að hugsa til þess að fyrir rúmum áratug varð Kvennalisti og -framboð einmitt til þess að hefja þá hug- myndalegu endurskoðun og pólitísku endurnýjun sem tím- arnir kölluðu eftir — og ekki karlarnir af þeim kynslóðum sem játuðu trú á ósigranleik fantasíunnar. Að Kvennó var á sinn hátt tiltölulega rökrétt af- leiðing af stöðugu veldi fortíðar- hyggju allaballa og skriffinn- anna í verkalýðshreyfingunni. MÖRÐUR Tilraun til að losa sig úr gadd- freðnum viðjum ísland-úr-Na- tó-herinn-burt-línunnar, þar sem allir höfðu svikið nema við, og þeir allra verst sem stóðu þéttast með okkur í gær. Og lflca merkilegt að þessi þverpólitísku samtök kvenna skyldu með nokkrum hætti verða til þess að mynda hvað sterkastar víggirð- ingar félagshyggju gegn fram- sókn nýlíberalismans á níunda áratugnum, — sókn sem meðal annars tókst að leggja undir sig heilan alþýðuflokk áður en hún fór loksins að fjara út. Það er líka umhugsunarefni að allan þennan tíma hafa þessi samtök stefnt að því að vera fullkomlega ein í heiminum. Þrátt fýrir stöðugt fylgi og hæfa stjórnmálamenn hefur hreyf- ingin aldrei komist alminnlega til valda og ábyrgðar og oft ein- sog ekki kært sig um eða þorað að stökkva. Kannski ætti að segja „fljúga" í minningu ffægr- ar kvennabókar. Nema sumsé einusinni, á Akureyri 1983-87, og þeirri bæjarstjórn lauk með því að ffamboðssamtökin lögð- ust niður. Kannski og sennilega er það þannig að eymd stjórnmála- flokkanna og vanhæfni þeirra til að takast á við samtímaverkefhi hefur hvað eftir annað fram- lengt líf Kvennalistans. Einkum á bilinu ffá vinstri til miðju hef- ur þessi eymd skapað tómarúm sem nýju afli var tiltölulega hægt að fylla, og kjósendum hefur veist auðvelt að refsa hver sínum samtökum með því að styðja „Konur“. Hinsvegar hefur Kvennalist- inn á þessum tíma getað reitt sig á einskonar fylgisldöpp uppá sirka 4-5 prósent í þéttbýli, — kvennafylgi sem kýs listann nánast fullkomlega óháð því hver er í ffamboði og hvað hann hefur fram að færa. I Ameríku kalla kaldlyndir fféttaskýrendur þetta „nigger-vote“ vegna þess að ákveðinn hluti svarta fylgis- ins fari alltaf á svartan fram- bjóðanda, hver sem hann er. Að þessu „nigger-vóti“ búa sam- tökin áfram, að minnsta kosti meðan þau pássa uppá að breytast sem minnst og taka ekki þátt í afdrifaríkri land- stjórn eða ámóta erfiðleikum. En slflct fastafylgi getur lflca ver- ið varasamt, hreint og beint vegna þess hvað það er sjálf- krafa. Ekki síst þegar við bætist að kringum Kvennalistann er smám saman að verða til eins- konar kvenna-klan, talsverður hópur menntakvenna, stjórn- málakvenna, fræðikvenna, embættiskvenna, verkalýðs- kvenna og meðferðarkvenna af ýmsu tagi sem hefur pesónuleg- an hag af því að halda kastljósi á meint og raunveruleg kvenna- vandræði umfram önnur sam- félagsmein. Kvenna-konur sem eiga á hættu að verða einskonar efnalegir og hugmyndalegir fangar kvennamisréttis á svip- aðan hátt og til eru græningja- samtök sem þrífast á ákveðinni tegund umhverfisspjalla, til dæmis hvaladrápi, eða þá rétt- lætisstofnanir sem eru nánast farnar að ganga fyrir eigin vélar- afli og endasendast heimshorna á milli til að leita uppi vansæla og dauðvona glæpamenn afþví annars mundi fjárstreymið stöðvast, áhrifin eyðast og at- vinnan dvína. Tvennskonar kreppur í Kvennalistanum þessi misserin sýna vel við hvaða vanda er að etja þegar systurhugur fyrstu ár- anna fer að þverra. Annarsvegar er það EES-kreppan kringum magnaðasta pólitíkus samtak- anna, Ingibjörgu Sólrúnu, sem leyfði sér aðra skoðun en við hæfi þótti. En hver segir eigin- lega að konur eigi að vera á móti EES? Að konur geti í heild tekið einhverskonar lífíræðilega eða reynsluheimslega afstöðu gegn viðskiptasamvinnu og Evrópustöðlum? Eða jafnvel á móti Evrópubandalaginu ef útí það færi? Innan Kvennalistans og utan hefur það sýnt sig að mál á borð við EES krefst um- hugsunar og afstöðu á öðrum forsendum en klisjunnar, hvaða mynd sem hún kann að taka á sig í hverju flokksmerki. Hin kreppan — Sirrídúnu- málið — sýnir líka ágætlega vanda sem Kvennalistanum er óhjákvæmilegur. í flokki sem byggir á líffræði, ekki lífsskoð- un, er óhjákvæmilegt að saman blandist róttækt fólk og borg- aralegt, framfarasinnar og íhaldsmenn, án þess að tíl verði endilega einhver ný heild. Skipti Sigríður Dúna einhverntíma um skoðun? Ekki endilega. Það eina sem breyttist voru aðstæð- ur hennar. Og þá var alltíeinu búinn draumurinn mikli um pólitíska sameiningu allra kvenna. Og sjálf Sigríður Dúna orðin heiðursgestur á árshátíð Heimdallar. Kvennalistinn er tíu ára. En auðvitað er hann miklu eldri. Nýja kvennahreyfingin — sú sem hérlendis hófst undir merkjum Lýsiströtu á rauðum sokkum 1. maí 1970, — hún er 23 ára í vor, og um leið verður kominn aldarfjórðungur frá hinu táknræna fæðingarári kvennahreyfingar nútímans, ár- inu 1968. Síðan er langur vegur, margskonar mistök, mikill árangur. Hluta af þeim árangri náði hreyfingin einmitt með því að geta stokkið útúr stirðnuðum pólitískum formum fyrir tíu ár- um til að geta betur breytt heiminum. Nú bendir margt til þess að fyrir þær Kvennalista- kvenna sem vilja halda áffam að breyta heiminum sé aftur kom- inn tími til að vara sig á því að stirðna í pólitísku formi. Höfundur er islenskufræðingur. Á UPPLEIÐ PÁLL MAGNÚSSON Það er ekki bara að Stöð 2 sé líkast til eina íslenska fyrirtækið sem skilaði al- mennilegum hagnaði á síðasta ári heldur sýndi fyrirtækið mátt sinn í söfnuninni til handa krabbameinsveiku börn- unum. HRAFN GUNNLAUGSSON Hrafninn flýgur var eina íslenska myndin sem var meðal tíu bestu mynda Norðurlanda undanfarin tíu ár að mati gagnrýn- enda utan Skandinavíu. ÓLAFUR SKÚLASON Hann er örugglega á uppleið úrþvíþað tók einhver eftir þvi í Færeyj- um á hvaða tungumáli hann predikaði. Á NIÐURLEIÐ ÖGMUNDUR JÓNASSON Félagar hans í BSRB gengisfelldu hann svo rækilega í kosningunni um verkfallsboðunina að það verður erfitt að taka mark á honum úr þessu. GEIRH. HAARDE Enn einu sinni þarfþessi for- maðurþing- flokks sjálfstæðismanna að verja höftin — nú í lyfjaverslun. SIGURÐUR SVEINSSON Það ereinhvern veginn svo tilgangslaust að eiga handboltamann sem get- ur skotið með 113 kíló- metra hraða — framhjá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.