Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 29
N B A-ÆÐ I
Fimmtudagurinn 11. mars 1993
PBESSAN 29
Munu Chicaao Bulls verja trtilinn annað áríð í röð
Eda snýr Jordan sér
alfarið að golfinu?
Iþróttafélög
borga skattlögð...
Lítið hefur frést af
skattrannsókn
þeirri sem skatt-
rannsóknastjóri gerði hjá EHERTB.
nokkrum íþróttafélögum, þar SCHRAM
á meðal Breiðabliki, Val, Hefurhvatt
Gróttu og Gerplu. Sýnist íþróttafélögin
kunnugum sem skattyfirvöld f// aQ sinna
ætli ekkert að gera í málunum skattalegum
og bókhaldsleg óreiða fyrri skyldum.
ára verði látin óátalin. Þess í
stað virðist sem þegjandi samkomulag hafi
náðst um að frá og með árinu 1992 verði
íþróttafélögin að haga bókhaldi sínu á þá leið
sem skatturinn æskir og hér eftir greiði þau
skatta eins og önnur lyrirtæki. Þessar væntan-
legu skattgreiðslur íþróttafélaganna eru þyrnir í
augum margra forsvarsmanna íþróttahreyfing-
arinnar og spyrja þeir sig hvernig hreyfingin
eigi að geta staðið undir skattgreiðslunum þeg-
ar hún stendur vart undir eigin rekstri. Þá hefúr
einnig heyrst að aðilar innan íþróttahreyfingai»l
innar sætti sig ekki við að hreyfingunni verði
gert að greiða skatt á meðan stjórnmálaflokk-
arnir og ýmis líknarsamtök séu laus við slíkt.
Nú þegar liðið er á seinni
helming keppnistímabilsins í
NBA-deildinni eru allir körfu-
knattleiksspekingar á fullu að
reyna að ráða í úrslitin. Spum-
ingin er: Verja Chicago Bulls tit-
ilinn eða eru nýir kóngar á leið-
inni?
Margir þykjast greina ákveð-
in þreytumerki á Chicago-lið-
inu, sem er augljóslega eldd eins
ffískt og tvö síðustu ár, en liðið
stefnir að því að hirða titilinn
þriðja árið í röð. Besti körfu-
knattleiksmaður heims, Mi-
chael Jordan, hefur sýnt flest
merki þrejtu og meira að segja
játað það sjálfur að hann sé ekki
eins spenntur fyrir keppninni
og áður. Næstbesti leilunaður-
inn í besta liðinu, Scottie Pip-
pen, hefur átt við ökklameiðsli
að stríða, miðherjinn Bill Cart-
wright var settur á sjúkralist-
ann fyrir stuttu vegna þrálátra
bakmeiðsla og liðið þurfti að
taka Mark Acres inn á meðan.
Þótt Cartwright hafi lengi verið
farþegi í liðinu jafhast hinn 210
sm langi Acres tæpast á við
hann, enda vanari að leika
framherja en miðherja. Þá á
bakvörðurinn John Paxson við
meiðsli að stríða.
Þegar við bætist að fram-
kvæmdastjórinn, Jerry
Krause, hefur ekki sinnt end-
urnýjunarskyldunni vegna
DOMINIQUE WlLKINS
Endurkoma hans er eitt af
því ánægjulegasta í deild-
inni, en hann er þar næst-
stigahæstur.
ákefðar sinnar við að elta króa-
tíska undramanninn Toni
Kukoc (208 sm) út um alla Evr-
ópu er ekki nema von að menn
hafi áhyggjur í Chicago.
En þetta segir ekki alla sög-
una. Chicago er með þriðja
besta árangur í deildinni og það
sem meira er; liðið virðist enn
vinna þá leiki sem það virkilega
þarf að vinna. Menn benda á að
þótt liðið hafi sýnt ákveðin
þreytumerki — sérstaklega
meðal lykilmanna (tekið skal
fram að Jordan hefur leikið
kappleik nánast annan hvern
dag síðasta árið) — þá eflist það
þegar titill er í sjónmáli. Chic-
ago-liðið hefur sýnt styrk sinn í
því að vinna mjög erfiða úti-
leiki, eins og í Kingdom-höll-
inni í Seattle fýrir frarnan 37.000
brjálaða heimamenn, og verða
þannig fyrst liða til að bijóta Se-
attle heima. Þeir hafa unnið öll
þau lið sem þeir hugsanlega
koma til með að kljást við í úr-
slitakeppninni á útivelli. Það er
staðreynd sem vegur þungt í
veðbönkum; menn þykjast sjá
að keppnisskapið er enn fyrir
hendi.
Hvert er næstbesta
liðið?
En hvaða lið koma til greina?
Að sjálfsögðu Phoenix Suns
með Sir (!) Charles Barkley á
útopnu, en hann og Patrick Ew-
ing eru taldir keppa um titillinn
„dýrmætasti leikmaðurinn“
(Most Valuable Player) í ár. Lið
Ewings, New York Knicks, hef-
ur leikið mjög vel og er það ekki
síst þakkað honum og þjálfar-
anum, Pat Riley, sem að sjálf-
sögðu keppir um útnefningu
sem besti þjálfarinn. Það eru nú
tuttugu ár síðan Knicks vann
titilinn síðast og menn eru fam-
ir að skrifa lærðar greinar um
hvað Ewing leggur á sig til að ná
titlinum.
Annar miðherji sem einnig
berst hetjulega fyrir lið sitt er
David Robinson úr San An-
tonio Spurs. Þessi 216 sm hái
miðherji hefur leikið ffábærlega
það sem af er vetri og reyndar
tekið að nokkru við ábyrgð á
liðinu með hinum nýja þjálfara,
John Lucas, sem er nýkominn
úr fikniefhaendurhæfingu.
Patrick Ewing
ogAlonzoMourning
Eru báðir úr Georgetown-
háskólanum, sem frægur er
fyrir að framleiða góða
miðherja.
Þá hafa Cleveland Cavaliers
verið í mikilli sveiflu, enda með
hæfileikaríkan leikmannahóp;
Brad Daugerty 213 sm mið-
vörð, Mark Price 182 sm bak-
vörð (vann 3 stiga keppnina í
Stjörnu-leiknum og fékk 1,3
milljónir króna fyrir), Craig
Ehlo, Larry Nance 208 sm
framherja, Hot Rod Williams,
Terrel Brandon, Danny
Ferry og Gerald Willcins. Það
eina sem Cleveland vantar er
súperstjarna, einhver sem gæti
tekið af skarið, en þeir hafa
reynst dálítið brothættir við
andspyrnu. Margir veðja einnig
á Charlotte Homets með Imry
Johnson, 201 sm framherja
sem var valinn nýliði ársins í
fýrra, og Alonzo Mourning,
208 sm miðherja, sem bestu
menn. Nú og ekki má gleyma
liðum eins og Seattle Superson-
ics og New York Nets, en Nets
státar af feikilega öflugri þrenn-
ingu þar sem eru Kenny And-
erson, Derrick Coleman og
Króatinn Drazen Petrovic.
Útlendingarnir fram
I sviðsljosið
Já, Petrovic. Hann og þýski
framherjinn Dedef Schrempf
(208 sm) hafa fært mönnum
heim sanninn um að útlending-
ar eru einhvers megnugir í
deildinni. (Nígeríumaðurinn
Hakeem Olajuwon (213 sm)
hefur einhverra hluta vegna
aldrei verið talinn til útlend-
inga.) Schrempf var valinn í
stjörnuleikinn — gott ef ekki
fyrstur útlendinga — og flestir
voru sammála um að Petrovic
ætti fullt erindi þangað. Hingað
til hafa flestir gert sér grein fýrir
að Petrovic er ekki í NBA-deild-
inni vegna varnarhæfileika
sinna og á tímabili settu and-
stæðingarnir upp kerfi til að
nýta sér þennan veikleika. Það
er eiginlega ekki fýrr en á þessu
tímabili sem Petrovic hefur
fengið að leika eitthvað að ráði
vegna þessa galla — kannski
vegna þess að nú fýrst hefur
hann gert eitthvað til að bæta
varnarleik sinn með góðum
árangri. Um sóknarhæfileika
hans efast enginn, enda kapp-
inn meðal stigahæstu leik-
manna deildarinnar með með-
altal í kringum 24 stig í leik. Auk
þess er hittni hans úr 3 stiga
skotum viðbrugðið.
Af byssuburði, fíkni-
efnaneyslu og nýjum
liðum
Það er ljóst að NBA-körfu-
boltinn er heimur út af fýrir sig
þar sem ýmislegt gerist sem
varla skýrist af íþróttinni.
Þar má nefna atvikið með
vandræðamanninn Denis
Rodman hjá Detroit Pistons,
sem hefur verið í fúrðulegri geð-
sveiflu í allan vetur. Rodman,
sem tekur um tuttugu fráköst í
leik og er kallaður frákastavél-
mennið (robo rebounder), lék
lítið með liðinu ffaman af vetri,
enda gengi Pistons hörmulegt á
meðan. Ljóst var að Rodman
átti við erfiðleika að etja og hat-
aði nánast eigið lið. Chuck
Daly, fyrverandi þjálfari hans
og núverandi þjálfari Nets, var
sá eini sem gat talað við Rod-
man, sem er auðvitað dálítið
vandræðalegt þar sem hann
þjálfaði annað lið. Síðan tók
steininn úr þegar Rodman
mætti með hlaðna byssu á æf-
ingu hjá Pistons. Þetta varð til
að beina athyglmni að geðheilsu
leikmanna, sem margir hverjir
eiga í augljósum erfiðleikum
með að átta sig, og hefur verið
ákveðið að fá hjálp fýrir Rod-
Blóðtaka hjá KA..
, KA hefur orðið fyrir
mikilli blóðtöku þar
sem sjö af þeim sem
voru í sextáh manna hópnum
síðastliðið sumar eru ýmist
hættir eða farnir frá félaginu.
Það eru þeir Ormarr örlygs-
son, bróðir Þorvaldar hjá Nott-
ingham Forest, Gunnar Gísla-
son, sem leikur í Svíþjóð, Ámi
Þór Freysteinsson, sem skipti
yfir í Stjömuna, Pavel Vandas,
sem er farinn heim til Tékkó-
slóvakíu, Gunnar Már Más-
son, sem hefúr skipt yfir í Leift-
ur á Ólafsfirði, og Páll Gíslason
og Öm Viðar Amarson, sem
koma báðir til með að leika með
hinu Akureyrarliðinu, Þór.
Þá er óvíst með Árna Her-
Qrmarr
Orlygsson
Hefurlagt
skóna á hill-
una.
ARNIÞÓR
Freysteins-
S0N:
Skiptiyfirí
Stjörnuna.
mannsson, en hann er í námi í
Þýskalandi og kemur lfklega
ekki heim fyrr en í júnílok.
Sama má segja um fyrirliðann
frá í fyrra, Bjarna Jónsson.
Hann er í úrsmiðanámi í Sviss
og kemur ekki heim fyrr en í
byrjun júlí. Samkvæmt þessu
má gera ráð fyrir að KA leiki
fýrstu leiki sína í annarri deild
án níu leikmanna sem léku með
liðinu á sama tíma árið áður.
Einu góðu fréttirnar eru að einn
leikmaður hafi gengið í raðir
KA, Pétur Þorsteinn Óskars-
son. Nafnið er kunnuglegt en
hann mun helst hafa getið sér
gott orð sem formaður Stúd-
entaráðs Háskóla íslands.
NBA-æði meðal barna
Seinni hluti NBA-ferils
Péturs Guömundssonar
Pétur Guðmundsson hefur fluttinn um tvær milljónir
NBA-körfuboltamynda.
Pétur Guðmundsson körfuboltamaður hefúr
gert það gott með að flytja inn ýmiss konar NBA-
körfuboltadót frá Bandaríkjunum. Það gerir hann í
samvhmu við Erling Pétursson, kaupmann í
versluninni Tindastóli á Sauðárkróki. Það má því
segja að NBA-ferli Péturs sé enn ekki lokið.
„Það eru margir í þessum innflutningi og von-
laust að ná einkaumboði á NBA-vörunum,“ segir
Pétur. „Áhugi á NBA hefúr aukist gífurlega og þetta
varð eins og sprengja síðasta haust, sérstaklega í
myndunum. Þessi mikli áhugi er fýrst og fremst
hjá börnunum, svona á bilinu 8 upp í 15 ára. Þó má
geta þess að margir sem hafa fengið æði fýrir NBA-
myndunum hafa engan sérstákan áhuga á íslenska
körfúboltanum og sumir hverjir ekki einu sinni
áhuga á körfubolta almennt.“
Er það rétt að 300þúsund körfuboltamyndir
hafi aðeins dugað í tíu daga?
„Já, í mesta lagi. Það var þá búið
að bíða eftir myndum í talsverðan tíma
svo að þær runnu út.“
Það erþá hœgt að segja, með hliðsjón af
þessari miklu myndasölu, aðþú standir núá há
tindi NBA-ferils þíns tekjulega séð?
„Þótt ég hafi nú aldrei haft neitt út úr NBA-
deildinni þá er ekkert hægt að bera þetta saman
við það.“
Að lokum. Er einhver mynd afkörfubolta-
stjömufágœtari eða verðmœtari en aðrar?
„Já, nýliðamyndin af Shaquille O’Neal í seríu 2
er þeirra verðmætust. Það eiga hana þó nokkrir
hér á landi. Ogþað eru örugglega til einhverjir
sem eiga allar 520 myndirnar úr báðum ser-
íunum sem nú eru í gangi.“
MichaelJordan
Hefur leikið kappleik annan hvern dag síðasta árið og hef-
ur nú meiri áhuga á golfi.
man.
Þá vakti ekki síður athygli
þegar elsti maður deildarinnar,
miðherjinn Robert Parish hjá
Boston Celtics, var tekinn með
unglingaefnið maríjúana í fór-
um sínum. Hinn 39 ára Parish
játaði strax og fékk skilorðs-
bundinn dóm, enda um fyrsta
brot að ræða.
En þrátt fyrir smávægileg
áföll er deildin á fullu. Nú er
rætt um að fjölga frekar í henni
og þykir líklegast að næsta lið
komi frá Toronto í Kanada og
yrði þar með fyrsta lið utan
Bandaríkjanna til að leika í
NBA. Með þessu yrðu 28 lið í
deildinni en síðan
1988 hefur fjölgað um fjögur.
Charlotte og Miami komu inn
árið 1988 og Minnesota og Or-
lando árið eftir. Þetta er auðvit-
að enn eitt dæmið um útþenslu-
stefnu NBA-boltans, sem rakar
inn peningum.______________
Siguröur MárJónsson
UM HELGINA
FIMMTU DAGU R 1
1 1 . MARS
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í HANDBOLTA ísland - Ungverjaland kl. 17.00. Bein útsending. KARFA - úrvalsdeild Breiðablik- Haukar kl. 20.00. Lítilspenna fyrirsjá-
anlegíþessumleikþarsem « Haukar eru öruggir i úrslit en Blikar þegar fallnir. Grindavík - Valur kl. 20.00. Úrslitaleikur. Hvorugt liðið má tapa ætli það sér að kom- astí úrslitakeppnina. Grind- vikingar sigurstranglegri þar sem þeireru á heimavelli. Bú- ast má við troðfullu húsi og stemmningu eftirþví. Tindastóll - Keflavík kl. 20.00. Tindastólsmenn eru i harðri fallbaráttu ásamt KR-ingum. Þ.e. annað hvort liðið þarfað leika við næst- efsta lið fyrstu deildar um réttinn til að keppa íúrvals- deild. Keflvíkingar eru þó " mun sigurstranglegri. Snæfell - Skallagrímur kl. 20.00. Skallagrímurverð- ur að sigra ætli liðið sér að komast i úrslitakeppnina. V R3
LAUGAR DAG U R1
1 3. MARS
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í HANDBOLTA ísland - Bandaríkin kl. 13.00. Bein útsending. KEILA Úrslit íslandsmótsins i keilu íkarla- og kvennaflokki fara fram i Keilulandi Garða bækl. 16.00. BADMINTON Meistaramót Reykjavíkur fer fram í TBR- húsinu.
SUNNUDAGUR1 14. MARS l
KARFA - úrvalsdeild Valur - Skallagrímur kl. 20.00. Einn afúrslitaleikj- unum um hvort liðið kemst í úrslitakeppnina. Keflavík - Haukar kl. 20.00. Formsatriði að Ijúka þessum leik þar sem bæði liðin eru komin áfram. Njarðvík - Breiðablik kl. 20.00. Leikursem ekki skiptir neinu máli. Joe Wright, Bandaríkjamaðurinn snjalli í liði Breiðabliks, er hins vegar kominn í keppni stigahæstu manna þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýkominn hingað*■ til lands. KR - Snæfell kl. 20.00. KR-ingar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og koma örugglega til með að velgja Snæfellingum undir uggum.