Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 8
S KILA BOÐ
8 PRESSAN
Fimmtudagurinn 11. mars 1993
Verðlaunagetraun PRESSUNNAR
■Ríkisforstjórinn var
Heimir Steinsson
Happy
Grensásvegí 7, símar 688311 og 33311
hour“ 1
kpd Tá > Imilli kl. 231
Góð þátttaka var í verðlaunagetraun
PRESSUNNAR, Hver er ríkisforstjórinn?, sem
birtistí blaðinu fyrirhálfum mánuði. Öll
innsendsvör voru rétt. Það var Heimir
Steinsson útvarpsstjóri sem sendi starfs-
mönnum sínum bréfið sem PRESSAN birti.
Dregið var úr þessum svörum og kom upp
nafn Baldurs Sigurðssonar, Goðheimum 22,
Reykjavík. Baldur hefur nú verið gerður að
áskrifanda PRESSUNNAR og fær blaðið
sent heim i eitt ár, sér að kostnaðarlausu,
að launum fyrir glöggskyggnina.
Svörin við aukaspurningunum voru marg-
vísleg. Spurt var:
1. Hvað er forstjórinn að fara?
2. Hvað þýðir„Þversögnin er kvalafull. En
jafnframt er hún svo ávirk, að hún leiðir
fram lífán enda."?
3. Hvað á að gera við ríkisforstjóra sem
kemst að þessari niðurstöðu um fyrirtæki
sitt: „Lausnina finnum við aldrei. Stefnan er
og verður óráðin."?
Besta heildarlausn við þessum spurningum
kom frá Elíasi Ólafssyni, Urriðakvísl25,
Reykjavík.
Svör hans voru eftirfarandi:
1. Maðurinn er annaðhvort á leiðinni á
Bessastaði eða Klepp.
2. Menn líta upp til þess sem þeir skilja ekki.
Útvarpsstjóri vill að menn líti upp til sín og
þess vegna setur hann saman bull sem eng-
inn skilur.
3. Bjóða honum formannssæti í Alþýðu-
flokknum.
Elías fær send bókaverðlaun að launum.
Heimir Steinsson
ÚTVARPSSTJÓRI
Allir sem sendu svar við
verðlaunagetraun PRESS-
UNNAR þekktu ríkisforstjór-
ann afstíl orðsendingar-
innar sem hann sendi
starfsmönnum sínum.
Fast lagt að Hallvarði
að áfrýja Mógilsár-
deilunni...
Nýlegur dómur Héraðs-
'£j J dóms Reykjavíkur í máli
' skógfræðinganna tveggja
á Rannsóknarstöðinni á Mógilsá,
þeirra Úlfs Óskarssonar og Þor-
bergs Hjalta Jónssonar, hefur
vakið athygli í rannsóknaheimin-
um. Sem kunnugt er gaf ríkissak-
sóknari, Hallvarður Einvarðs-
son, út ákæru á hendur þeim fyrir
að hafa fjarlægt rannsóknargögn
frá Mógilsá sem landbúnaðar-
ráðuneytið taldi opinbera eign. Niðurstöðu dómsins má túlka á
þann veg að vald þess sem gerir rannsóknina sé mikið út ffá höf-
undarlögum. Þetta hefur vakið óhug meðal ýmissa aðila sem kaupa
þjónustu rannsóknaraðila og hefur meðal annars heyrst sú samlík-
ing að þetta sé líkt og fiskifræðingar Haffannsóknastofnunar ættu
niðurstöður af togararallinu og öðrum fiskrannsóknum. Mun nú
i vera lagt fast að Hallvarði að áfrýja dómnum til Hæstaréttar, meðal
annars til að fá skýra niðurstöðu í það hverjir eigi rannsóknargögn.
Á meðan liggja nokkurra ára rannsóknarniðurstöður frá Mógilsá,
meðal annars úr birkifrærannsóknum, á skrifstofúnni hjá Hallvarði,
,en þangað inn skiluðu skógfræðingarnir niðurstöðunum eftir að
óvissa kom upp um eignarhald þeirra.
Harðar ásakanir á hendur Greenpeace...
Nýverið hélt Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðar-
ltm0j maður blaðamannafund þar sem hann kynnti nýjustu
r'+S mynd sína, Reclaiming Paradise, sem útleggst f leit að par-
adís. Myndin er afar hörð gagnrýni á starfsemi margra umhverfis-
og náttúruverndarhreyfinga, sem Magnús telur að séu hrein fjár-
gróðafyrirtæki. Greenpeace fær sérstaka meðhöndlun í þessari nýju
mynd og eru meðal annars viðtöl við fyrrum háttsetta meðlimi
hreyfingarinnar sem nú hafa umhverfst í trúnni, þar sem þeir lýsa
vafasömum innviðum hreyfingarinnar. Þá kemur það einnig ffam í
myndinni að nokkur umhverfisverndarsam-
tök eru farin að selja hugmyndina um sjáv-
arspendýr sem kynverur og sýnir myndin
dæmi um slíkt. Ekki er enn búið að
ákveða frumsýningardag hér á landi, en
Sjónvarpið hefur þegar pantað kynninga-
reintak af myndinni og því má búast við að
íslendingar fái að berja hana augum íýrr
en síðar.
U SP8R8R EITT
fl MRNURIMEÐ
ÞVÍflfl GERDST
Hvbps vegna
PRESSUNNI?
ÞÚLESTPRESSUNAMEÐMORGUNKAFFINU
• Þú færð blaðið í bítið á fimmtudagsmorgni, nærð að lesa það áður en þú ferð í vinnuna
og ert manna best inni í málum í morgunkaffinu.
ÚKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR
• Þú færð birtar smáauglýsingar í PRESSUNNI þér að kostnaðarlausu.
Þú þarft aðeins að hringja auglýsinguna inn í síma 64 30 80.
PRESSAN RYÐUR ÞÉRIMAT
• Nöfn tveggja áskrifenda eru dregin út mánaðarlega og þeim boðið í mat
á völdu veitingahúsi ásamt maka.
HAPPDRÆTTIÁSKRIFENDA
• Nöfn áskrifenda eru sett í pott og dregið úr honum 1. júní og
1. desember. Glæsilegir vinningar eru í boði og verða þeir kynntir síðar.
VERÐLAUN FYRIR FRÉTTAHAUKA
• Þeir áskrifendur sem hafa bestu ábendingarnar um fréttir verða verðlaunaðir.
Áskrifendur
• Hringið til okkar og látið okkur vita hvernig við getum bætt þjónustuna.
Við hlustum — og hlýðum.
wm700 kr. á mánuði efgreitt er með EURO/VISA/SAMKORT en 750 kr.
Iringið í síma 64 30 80 eða sendið símbréf64 31 90