Pressan


Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 10

Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 10
SKOÐA N1R 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 11. mars 1993 LESENDUR BOGIÁGÚSTSSON SKRIFAR í TILEFNIUMMÆLAINGVA HRAFNS JÓNSSONAR í PRESSUNNI Bogi svarar Ingva í PRESSUNNI 4. mars 1993 lætur Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Stöðvar 2, að því liggja að fréttastofa Sjónvarps hafi varið 300 þúsundum til fféttaöflunar af frumraun Krist- jáns Jóhannssonar í Metropolit- an-óperunni íNewYork. Rétt er að taka fram í upphafi að ég hef haft þá grundvallar- reglu í samskiptum og sam- keppni við Stöð 2 að rægja ekki keppinautinn eða hrósa eigin fréttastofu opinberlega. Ég vandist einfaldlega á það í mínu uppeldi að það væri ekki mitt heldur annarra að leggja mat á þá hluti sem ég fengist við. Ég hef einnig verið afar tregur til að svara einstökum glósum og at- hugasemdum á opinberum vettvangi. Hins vegar vil ég ekki að gefið sé í skyn við lesendur PRESSUNNAR að fréttastofa Sjónvarpsins hafi verið að eyða fé í óþarfa. Það tel ég ekki mikinn kostnað við öflunfrétta af „menningarvið- burði ársins“ eins og Ingvi mun hafa nefnt tónleika Kristjáns. Þetta er nefnilega fjarri lagi að öflun frétta af tónleikum Kristjáns hafi kostað Sjónvarpið 300 þúsund krónur. Samkvæmt föstum samningi Sjónvarpsins við Visnews-fréttastofuna kost- ar hver heill dagur í töku innan við 50 þúsund. Klippinguna fékk Sjónvarpið án greiðslu hjá NBC í New York sem endur- gjald fyrir afrit af myndum frá réttarhaldinu yfir James Gray- son og Donald Feeney. Send- ingin um gervihnött til íslands um kerfi EBU kostaði Sjónvarp- ið um 5.000 krónur á mínútu, samtals er sá kostnaður innan við 20 þúsund. Þar að auki fær fréttaritarinn Erling Aspelund auðvitað greitt fyrir sitt frábæra vinnuffamlag. Kostnaður Sjónvarpsins við bessa frétt er þvt' vel innan við i00 þúsund krónur. Það tel ég .-kki mikinn kostnað við öflun rétta af „menningarviðburði ársins" eins og Ingvi mun hafa nefnt tónleika Kristjáns. Það er varla mögulegt að gera þetta •dýrar. Fargjald fyrir frétta- •tann og myndatökumann Kostar mildu meira. Að ekki sé talað um hótelkostnað í a.m.k. tvær nætur, mat, ferðir í borg- tniogannað. LESENDUR Svar við greinargerð Evalds Miksons í Morgunblaðinu 5.febrúar 1993 EFFRAIM ZUROFF, FORSTJÓRISIMON WIESENTHAL-STOFNUNAR- INNAR, SKRIFAR í TILEFNI AFGREINARGERÐ EVALDS MIKSONS Markmið okkar er ekki að heilsu Miksons hraki, eins og hann gefur ískyn. Efeitthvað er, þá biðjum við þess * + gagnstœða. Markmið okkar er að réttlœtið náifram að ganga og því óskum við Mikson góðrar heilsu og langlífis. PRESSUNNI hefur borist þessi athugasemd: Undirritaður fór fram á að fá eftirfarandi grein birta í Morgunblaðinu sem svar við greinargerð Evalds Miksons sem birtist þar 5. febrúar sl. í fyrstufór blaðiðfram á íslenska þýðingu greinarinnar, en neit- aði svo að birta hana og bar við ótta við málshöfðun á hendur sér. Morgunblaðið sagðist myndu endurskoða afstöðu sína ef ég endurskrifaði grein- ina, en tók ekki fram hverjar þcer breytingar þyrftu að vera. Þessi afstaða blaðsins er mér óskiljanleg í Ijósi þess að mun alvarlegri og ítarlegri upplýs- ittgar en hér komafram hafa þegar birst í fjölmiðlutn víðs vegar í heiminum. í Ijósi þessa fer égfram á að PRESSAN birti svar mitt við greinargerð Mik- sons. Eftir lestur greinargerðar Ev- alds Miksons, sem birtist í Morgunblaðinu 5. febrúar, virðist erfitt annað en að hafa samúð með honum. Hann lýsir sjálfum sér sem föðurlandsvini frá lítilli þjóð sem hefur mátt þola kúgun og nú ofsæki hann ill öfl. Vandinn er hins vegar að Mikson er langt frá því að vera saklausa frelsishetjan sem hann vill telja íslenskum almenningi trú um að hann sé. Myndin, sem hann bregður upp af störf- um sínum í seinni heimsstyrj- öldinni og meðferðinni á gyð- ingum í Eistlandi, er full af ósannindum og blekkingum. Fyrst ber að nefna jjað sem hann minnist ekki á. í greinar- gerð Miksons er ekki vikið einu orði að störfum hans sem for- ingja í Omakaitse-sveitunum í Vonnuhéraði, stöðu sem hann gegndi sumarið 1941. Þetta kemur þeim ekki á óvart sem þekkja til starfa hans þar. Nið- urstöður eistneskrar rannsókn- ar á störfum Miksons voru að hann hefði sjálfur myrt 30 manns og gefið fyrirskipanir um morð á 150 til viðbótar. Fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar, fæstir þeirra gyðingar, í flestum tilfellum fólk sem Mik- son og félagar hans í Omakaitse grunuðu um að vera kommún- istar. Engin réttarhöld fóru fram yfir þessu fólki; það var um- svifalaust tekið af lífi. En Mik- son lét sér ekki nægja að myrða, að sögn vitna, heldur nauðgaði hann líka. Hann neyddi konu og dóttur hennar til að afldæð- ast, setti keðju um háls þeirra, lét þær bíta gras og nauðgaði þeim svo. Konurnar tvær, Leah eða Leontina Kukes og Eva eða Chaya Partel, voru myrtar skömmu síðar og bættust þar með í hóp fjölmargra fórnar- lamba Miksons í Vonnu-héraði. Mikson segir heldur ekki satt um störf sín í stjórnmálalög- reglunni í Eistlandi. Eins og við var að búast reynir hann að kenna Þjóðverjum um allt sem miður fór. Þeir báru vissulega mikla ábyrgð á ódæðunum, en þeir voru ekki einir að verki. í Eistlandi (og víðar í Evrópu) fengu þeir því miður samstarfs- menn sem reyndust viljugir og ákafir til verka. Þeir voru reynd- ar svo ákafir að víða í Austur- Evrópu, þar sem Þjóðverjar voru fáliðaðir, létu þeir heima- menn um að hrinda „Loka- lausninni" í framkvæmd. Þetta þjónaði hagsmunum þeirra ágætlega; ekki einasta kom þeim þetta vel tæknilega, heldur sýndi og sannaði að þeir voru ekki einir um sjúklegt hatur sitt á gyðingum. I Eistlandi gengu samverkamenn nasista — fé- lagar í Omakaitse og eistnesku stjórnmálalögreglunni — fram af hörku í morðum á gyðingum. Gögn sem hafa fundist í skjala- söfnum í Eistlandi undanfarin ár sanna þetta svo ekki verður um villst, svo og greinargerð ís- lenska blaðamannsins Þórs Jónssonar, sem birtist í Morg- unblaðittu 26. febrúar sl. Þátt- taka eistneskra samverka- manna Þjóðverja í morðum á gyðingum var á allra vitorði í Eistlandi og sjálfur lýsti Mikson henni gaumgæfilega í samtölum við finnska lögreglumanninn Olavi Viherluoto í október 1941. Þegar skýrsla Viherluotos er les- in fær maður reyndar á tilfinn- inguna að Mikson hafi verið ffekar stoltur af þátttöku sinni í svo verðugu verkefni. Allar röksemdir, sem Mikson dregur fram til að sýna fram á sakleysi sitt, eru einfaldlega rangar. Sænska rannsóknar- nefndin trúði ekki samverka- mönnum Miksons sem báru vitni fyrir hann og þess vegna var honum vísað úr landi í Sví- þjóð. Þau rök, að Simon Wie- senthal hafi sagst ekki vita af neinum stríðsglæpamanni á ís- landi, eru einnig marklaus; ekki einu sinni frægustu nasistaveið- arar geta vitað af því hvar allir stríðsglæpamenn eru niður komnir. Síðan herra Wiesenthal ffétti af veru Miksons á Islandi hefur hann stutt okkur og hvatt í hvívetna til að reyna að fá hann sóttan til saka svo að rétt- lætið nái ffam að ganga. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að svara þeim harkalegu árásum sem Mikson beinir gegn Simon Wiesenthal-stofnuninni. Þegar Mikson getur ekki hrakið sönnunargögn í málinu reynir hann að „drepa sendiboðann“ eða þann sem flytur slæmar fréttir. Markmið okkar er ekki að heilsu Miksons hraki, eins og hann gefur í skyn. Ef eitthvað er, þá biðjum við þess gagn- stæða. Markmið okkar er að réttlætið nái fram að ganga og því óskum við Mikson góðrar heilsu og langlífis. Það er afar mikilvægt að fs- lendingar skilji að störf Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í tengslum við Island og annars staðar koma hefndarhug ekkert við, heldur réttlæti. Það er það minnsta sem saklaus fórnar- lömbin eiga skilið ffá okkur; sú iágmarkskvöð hvílir á okkur gagnvart saklausum karlmönn- um, konum og börnum sem létu lífið. Ekkert væri auðveld- ara en að láta eins og Mikson og hans nótar væru ekki til og leyfa þeim að deyja í friði og ró. Það væri hins vegar versta lexía sem við gætum kennt yngri kynslóð- um. Með því værum við að segja að sá, sem er nógu klókur, nógu heppinn og nógu auðugur til að komast upp með glæpi í fjölda ára, hljóti að launum ffá samfélaginu þögn og sinnuleysi um voðaverkin. Eða eins og Simon Wiesenthal sagði: „Sá sem lætur eins og hann viti ekki af morðingjum fortíðarinnar gerir morðingjum framtíðar- innar leiðina greiðari." Það er kominn tími til að íslendingar hætti að greiða morðingjum morgundagsins leiðina og gangi til liðs við þær þjóðir sem eru ákveðnar í að réttlætið nái til þeirra sem báru ábyrgð á Hel- förinni. LESENDUR Illfýsinn ofstopi? MÁR JÓNSSON SKRIFAR í TILEFNIAF GREIN HANNESAR HÓLM- STEINS GISSURARSONAR UM HEIMSMYND; ÞAR Á MEÐAL GREINMÁS. Ætti égþá að kalla hann „aldraðan frjálshyggjumann“ íþvísem á eftir fer? Ekki nenni égþví, en hlýt að takafram að ádrepa hans ísíðasta tölublaði PRESSUNNAR sýnir að hann ergamall ogþreyttur í anda, orðinn að nátttröllipólitískrar um- ræðu á íslandi, dagaður uppi, en samt að burðast við að láta á sér krœla. Hvað skyldi Hannes Hólm- steinn vera gamall? Því miður hef ég ekki aðgang að Þjóð- skránni, en léki ég sama leik og hann þyrfti ég á þeim upplýs- ingum að halda. Én ég hef ekki áhuga á að nota fantabrögð til að varpa rýrð á málflutning hans, líkt og hann gerðist sekur um þegar hann afréð að kalla mig „ungan félagshyggju- mann“ til að læða því að les- endum að ekki sé mark á mér takandi. Það síðasta fær nefhi- lega alls ekki staðist. „Viður- nefnið" er aftur á móti ekki svo slæmt, því ég er aðeins 34 ára og mér er hlýtt til sósíalískra hugsjóna. Hannes skrumsælir orðin tvö, myndar úr þeim niðrandi ummæli og gerir þau að andstæðu sinni. Eg finn hjá mér hvöt til að svara í sömu mynt, en reyni að standast freistinguna. Allt frá því ég fór að lesa dagblögð og fylgjast með opinberri umræðu hefur Hannes verið fremstur í flokki áköfustu manna. Af því má leiða að hann hljóti að vera eitt- hvað eldri en ég. Ætti ég þá að kalla hann „aldraðan frjáls- hyggjumann" í því sem á eftir fer? Ékki nenni ég því, en hlýt að taka ffam að ádrepa hans í síðasta tölublaði PRESSUNN- AR sýnir að hann er gamall og þreyttur í anda, orðinn að nátt- trölli pólitískrar umræðu á ís- landi, dagaður uppi, en samt að burðast við að láta á sér kræla. Ég hef ekkert á móti því að Hannes sé ósammála því sem ég held ffam í grein minni um bandarísk málefni í síðasta tölublaði Heimsmyndar. Fari hann rétt með tölur er sitthvað til í því sem hann segir, þótt framsetningin verði hroka- kennd þegar hann staðhæfir að þær séu „sannleikurinn... sá“. Tölur sem hann segir að sýni bættan hag fátæklinga á stjórn- arárum Reagans segja mér allt aðra sögu: meðaltekjur fátæk- ustu milljóna íbúa þessa lands (og inig grunar að tölurnar miði við fjölskyldur) jukust um tíu af hundraði á jafnmörgum árum, úr sem nemur 35 þús- und íslenskum krónum á mán- uði í tæplega 40 þúsund. Að mínu viti er það engin breyting. Þetta fólk er alls ekki betur sett. Milljónir fátækra innflytjenda sem Hannes telur að hafi lækk- að meðaltalið býst ég við að séu ekki einu sinni með í þessum tölum, vegna þess að flestir voru þeir ólöglegir og hvergi á skrám. Talnaleik hans um hreyfanleika milli tekjuhópa má svara á svipaðan hátt. I fyrsta lagi er enginn munur á 14,2 af hundraði og 14,7 af hundraði, auk þess sem athug- anir sem hann vísar til munu byggðar á litlum úrtökum (og hann hefði átt að tilgreina for- sendur og uppruna þessara mælinga). Einnig grunar mig að afgangurinn, meira en tveir þriðju hlutar fátæklinganna, hafi að mestu leyti numið stað- ar í næstfátækasta hópnum, en ekki í þeim næstríkasta. Loks gleymir Hannes að birta tölur um hlutfall fólks sem fór niður úr efr i hópnum og varð öreigar, því ekki hefur sá hópur sem slíkur jninnkað, þvert á móti. En sé það rétt hjá Hannesi að nærri því sjötti hver öreigi árið 1979 (líklega tvær til þrjár millj- ónir manna, ótrúlegt ef satt er) hafi verið „í hópi tekjuhæstu einstaklinganna“ níu árum síð- ar hlýt ég að milda fullyrðingu mína um að stór hluti Banda- ríkjamanna sé í vítahring fá- tæktar. Hún virðist vera tilefni þess að Hannes reiddist. Ég sætti mig þó ekki við minna en að halda því til streitu að í þessu auðugasta landi veraldar búi tugir milljóna rnanna við ömurleg kjör og að mikill meirihluti þeirra sé í vítahring fátæktar. Er það rangt, Hannes? Einnig lít ég á það sem óvefengjanlegt að stjórnarár Reagans og Bush gerðu kjör þessa fólks verri en þau voru fyrir, um leið og hlaðið var undir auðkýfinga. Tölur Hann- esar þegja um það og því má bæta við, andstætt því sem hann virðist halda, að þetta er engin einkaskoðun mín, heldur almennt mat mætustu manna hérlendis og ekki bara þeirra sem fylgja Clinton forseta að málum. Og fyrst orð mín um fátækt fá þennan skemmtilega hljómgrunn dettur mér í hug að réttast væri að fylgja þeim eftir með úttekt á ýmsum öðr- um óskunda sem framinn var á stjórnarárum sömu manna, til að mynda í umhverfismálum. í millitíðinni bíð ég spenntur eftir greinargerð Hannesar „fyrir nokkrum mikilvægustu staðreyndum um bandarískt þjóðlíf á valdatíma Reagans". Viðbrögð hans við grein minni benda því miður til þess að hún verði lítið annað en fegrunarað- gerð og réttlæting á öllu því sem dýrlingur hans kom í verk. Ég æda þó að benda Hannesi á leið til að auka trúverðugleika þess sem hann hefur hugsað sér að segja. Líklega hefur hon- um verið ráðlagt þetta áður, en aldrei er góð vísa of oft kveðin: Hættu þessu skítkasti! Hættu að uppnefna fólk eins og þú svívirðir Örnólf Árnason í þeirri grein sem ég er að svara! Hættu að ófrægja fólk með aulalegum dylgjum, eins og þú gerir við Herdísi Þorgeirsdótt- ur, ritstjóra Heimsmyndar! Hættu að fara með fleipur og lygar um ímyndaða og raun- verulega andstæðinga þína, lfkt og þú notar svonefnt Tangen- mál til að stinga því að lesend- um að ekki sé neinu trúandi af því sem ég segi. Ekki neita ég því að mér og öðrum urðu á mistök í því máli, en að ég eða nokkur annar hafi orðið sér „rækilega til skammar“ fer fjarri lagi (nema kannski þeir sem höfðu hæst um málið og reyndu að notfæra sér það í pólitískum tilgangi). Reyndar er það rangfærsla að ég hafi nokkru sinni talað sem sér- fræðingur um eitt eða annað í málinu (og gæsalappirnar hjá Hannesi eru enn eitt dæmið um að hann reynir að vinna á fólki með aðdróttunum), held- ur vann ég við erlendar fféttir á Fréttastofu útvarps og var þess vegna viðriðinn umræðuna. Hlutur minn í þættinum sem Hannes nefhir uppá dag var að spyrja spurninga. Það get ég gert án þess að troða mínum eigin skoðunum að, sem mig grunar að Hannes sé allsendis ófær um — og margur heldur mig sig. Sem sagnfræðingur sinni ég rannsóknum á fyrri öldum, en talaði aldrei sem slíkur í umræddu máli, enda hefði það ekki átt við. Almennt geri ég mér far um að tala ekki um hluti sem ég veit ekki mikið um og hvorki opna munninn né sting niður penna fýrr en ég þykist vita hvað ég er að gera. Hannes ætti að taka mig til fyr- irmyndar hvað það varðar, hafa hægar um sig, fara varlegar í sakirnar og taka mínna upp í sig hverju sinni. Orðbragð af hans tagi sæmir að minnsta kosti ekki fræðimanni og kenn- ara við Háskóla íslands. Princeton, New Jersey, mars 1993, Már Jónsson.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.