Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 12
SKOÐAN I R 1 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 7 7. mars 1993 WW W PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14- 16,sími64 3080 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur i lausasölu Vanþroski á hluta- bréfamarkaði Flestum er ljóst að íslenskur hlutabréfamarkaður er vanþrosk- aður. Annað væri undarlegt. Það eru ekki nema fáein ár síðan það varð eftirsóknarvert hjá fyrirtækjum að auka eigið fé sitt með útgáfu nýrra hlutabréfa. Langt fram á áttunda áratuginn þótti miklu eðlilegra hjá eigendum þeirra að halda fullum völd- um í fýrirtækjunum og sækja sér fé til rekstrar og fjárfestinga á spottprís í bönkunum. Hingað til hefur aðallega verið rætt um óþroska hlutabréfa- markaðarins út frá tregðu stjórnenda og eigenda fýrirtækja til að selja hlutabréf á markaði. Eða þá tregðu sparifjáreigenda og ann- arra fjárfesta til að kaupa þessi bréf. Báðir aðilar hafa verið sak- aðir um óþarfa íhaldssemi. í PRESSUNNI í dag eru tekin dæmi sem sýna að ef til vill er full ástæða fýrir síðartalda hópinn að halda í þessa íhaldssemi. Síðastliðið vor voru gefin út tilboðsgögn vegna sölu hlutafjár í Samskipum. í þeim stóð að áætlaður hagnaður á síðasta ári væri um 125 miUjónir. Raunin varð sú að fýrirtækið tapaði um 400 milljónum. Hagnaðurinn var því ofáædaður um 525 milljónir. Fyrir nokkrum árum voru gefm út tilboðsgögn vegna hluta- fjáraukningar Ármannsfells. Þar var sagt að íbúðir fýrirtækisins í Ásholti mundu allar seljast á næstu mánuðum. Nú, þremur ár- um síðar, eru enn þrjú raðhús óseld í Ásholtinu. f desember síðasdiðnum voru síðan boðin bréf í KEA. Þá var áædaður hagnaður á árinu 60 milljónir og byggðist sú áædun á tíu mánaða uppgjöri. Eitthvað hefur harðnað á dalnum á síðustu tveimur mánuðum ársins, því hagnaður KEA varð ekki nema 10 milljónir. Af þessum þremur dæmum má sjá að það eru ekki bara kaup- endur og seljendur á hlutabréfamarkaðinum sem eru óþroskað- ir. Þar virðist viðgangast að menn kasti fram óraunhæfum tölum um afkomu fýrirtækja; tölum sem síðan eru til þess brúkaðar að laða að kaupendur. Og þegar í ljós kemur að áætianir fýrirtækj- anna reynast loffkastalar einir er ekki hægt að draga aðra álykt- un en þá, að kaupendurnir hafi fengið rangar forsendur í hend- ur. En þó að upplýsingarnar í þessum tilboðsgögnum séu rangar — og maður geti áttað sig á þvf nú, nokkrum árum eða mánuð- um effir útgáfu þeirra — skal tekið fram að allur ytri frágangur þeirra er hinn vandaðasti. Tilboðin eru litprentuð og með vönd- uðum súlu- og línuritum, sem sýna hinar röngu áædanir. Af því sem snýr að ytri búnaði gagnanna má hvergi merkja neinn van- þroska. Öll ofangreind tilboð voru gerð af verðbréfafýrirtækjum. í þeim er þó tekið ffarn að allar upplýsingar og áætlanir séu alfarið á ábyrgð viðkomandi fýrirtækja, sem eru að auka hlutafé sitt. Það er hins vegar hætt við því að venjulegur sparifjáreigandi telji sig öruggari í viðskiptum við verðbréfafýrirtækið en ef hann færi beint inn á skrifstofu eigenda eða stjórnenda fýrirtækjanna sem eru að biðja um nýtt fé. Af ofangreindum þremur dæmum, sem tekin eru hvert frá sínu verðbréfafýrirtækinu, má þó sjá að þessi fýrirtæki eru ekki burðugri en svo að upplýsingar í útboðsgögnum, sem þau dreifa til viðskiptamanna sinna, geta reynst vitíausar. BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Flafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður Fl. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Elnar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnat Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsia, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL 0G FJÖLMIÐLAR Rökleysur í Reykjavíkurbréfi Sumt var skynsamlegt í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 7. mars síðastliðinn. Ég tek til dæmis undir þá skoðun, að tryggja beri víðtæka dreifmgu væntanlegrar hlutafjáreignar í ríkisbönkunum. Þetta var raun- ar eitt aðalatriðið í einkavæð- ingu Thatchers á Bretlandi: Hún vildi gera venjulega breska borgara að kapítalistum, stofna „share-owning democracy“, lýðræði hlutafjáreigenda. Til að koma þessu hér í kring getur verið rétt að selja hlutabréfin eitthvað undir sannvirði á markaði (og setja jafnframt strangar reglur um hámarks- kaup einstakra manna á slíkum bréfrim). En tvær rökleysur voru í bréf- inu. f fýrsta lagi efast Morgun- blaðsmenn um það (þótt þeir orði það óljóst), að létta eigi rík- isábyrgð af einkavæddum ríkis- HANNES HÓLMSTEIh GISSURARSON I öðru lagi telja Morgun- blaðsmenn mikið tap bankanna síðustu árin rök fýrir því að fara hægt í einkavæðingu þeirra, Öðru nær. Útlánatap bankanna síðustu árin er einmitt rök fýrir því að einkavæða þá sem fýrst, ekki rök fyrir áframhaldandi ríkisrekstri. Þetta útlánatap (sem er aðeins síðasti kaflinn í langri og sorglegri sögu fjárfest- ingarmistaka á íslandi) sýnir, að breyta verður leikreglunum. Þegar mistök eru gerð á að hætta þeim, ekki halda þeim áfram, eins og Morgunblaðs- menn virðast fara fram á (og það í nafni gætni og fyrir- „Þegar mistök eru gerð á að hœtta þeim, ekki halda þeim áfram, eins ogMorg- unblaðsmenn virðast fara fram á (ogþað í nafni gætni ogfyrirhyggju!)“ bönkum, þar eð bönkum með slíka ábyrgð bjóðist betri kjör á alþjóðlegum lánamarkaði. Hér tala Morgunblaðsmenn eins og meginmarkmiðið sé að fá sem ódýrust lán. En mestu varðar að verja þvífé, sem tekið er að láni, skynsamlega. Hætt er við því, að lán með ríkisábyrgð séu ekki notuð eins gætilega og lán án ríkisábyrgðar. hyggju!). Auðvitað eru til dæmi um það, að einkabankar hafi lánað ógætilega út. Og auðvitað eru sums staðar til vel reknir rfkis- bankar. Slík einstök dæmi sanna þó ekkert. Þetta eru að- eins undantekningar frá því meginlögmáli, sem vitneskja okkar um mannlegt eðli og reynsla síðustu alda sannfærir okkur um, að menn fara betur með eigið fé en annarra. Rökin fyrir einkavæðingu ríkisbankanna íslensku eru enn í fullu gildi. Óæskilegt er, að rík- ið sé þátttakandi í atvinnustarf- semi, þar eð aðalhlutverk þess er að setja slíkri starfsemi reglur og framfylgja þeim. í öðru lagi er eftirsóknarvert, að venjulegir Jjorgarar gerist hluthafar í bönkum og með því þátttak- endur í atvinnulífinu. Þá má bú- ast við pólitískri spillingu, þar sem bankar og aðrar útlána- stofnanir eru undir pólitískri stjórn. 1 fjórða lagi er misrétti fólgið í því, að sumir bankar njóti ríkisábyrgðar á skuldbind- ingum sínum, en aðrir ekki. Málflutningur Morgunblaðs- manna ber furðulegan keim af hugsunarhætti sósíalista fyrr á árum. Rétta ráðið við sam- þjöppun valds í höndum ein- stakra atvinnurekenda var þá talið samþjöppun enn meiri valds í höndum atvinnustjórn- málamanna. Rétta ráðið við stórfelldum mistökum í opin- berum rekstri var þá talið að halda slíkum rekstri áffarn. En mistök eru til að læra af þeim og leiðrétta þau. Stjórnar- flokkarnir mega nú ekki hvika frá því að selja almenningi rfkis- bankana. Jafnframt verður að leggja niður alla þá sjóði, sem dreifa niðurgreiddu fjármagni til háværra hagsmunaaðila (svo sem námsmanna og illa rekinna eða óhagkvæmra fyrirtækja). Eðlilegur lánamarkaður með aga sínum og aðhaldi er fslend- ingum lffsnauðsyn.____________ Höfundur er dósent i stjórn- málafræði i Félagsvísindadeild Háskóla islands Greinin í PRESSUNNI sem er tilefni svars Örnólfs Dósent eða dillibossi? Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, dósent við Háskóla fs- lands, hefur að undanförnu reynt að kenna mér um vanga- veltur Qölmiðla og almennt um- tal um áfengisneyslu forsætis- ráðherra og notað sem átyllu til að senda mér vanstillt og jafnvel klúr tilskrif í íjölmiðlum. Upphaflega hirti ég ekki um að greina hvaða hvatir lægju að baki hjá dósentinum og svaraði eins og allt væri með felldu. En efdr því sem honum hefur orð- ið tíðræddara um mig í skrifum sínum hefur árátta hans tekið á sig æ undarlegri blæ. Mér þótti til að mynda ógeðfellt að lesa það eftir hann í blöðunum að hann sæti með allt niðrum sig á salerni vestur í Bandaríkjunum og hefði þar meðferðis grein eff- ir mig (DV, 21. jan. sl.). í ritgerð um tímarit á íslandi og lífsafkomu Bandaríkja- manna sem birtist í PRESS- UNNI4. mars sl. leggur dósent- inn lykkju á leið sína og víkur að mér með orðbragði sem er svo sóðalegt að ekki er eftir haf- andi. Við sem skrifum bækur og greinar um þjóðmál getum vita- skuld ekki beðist undan því að verða fýrir gagnrýni eða standa í orðahnippingum í blöðum. Það tílheyrir starfinu. En fram- ÖRNÓLFUR ÁRNASON SKRIFAR í TILEFNIAF GREIN HANNESAR HÓLMSTEINS GISSURARSONAR UM HEIMSMYND, ÖRNÓLF SJÁLFAN OG VIN HANS, NÓRA ferði dósentsins er orðið svo einkennilegt að það á ekkert skylt við rökræna umræðu. Hannesi virðist sýnna um að ota að manni sitjandanum en höfðinu samanber salernis- rapport hans í DV (21. jan. sl.) sem ég sé nú eftir að hafa virt svars, því að auðvitað var það óþarfi af mér að sparka þótt dó- sentinn dillaði bossanum. Lái mér hver sem vill. En mál er að linni. Nú er kominn tími til að Hannes geri það upp við sig hvort hann er dósent við Há- skóla íslands eða bara dillibossi í fjölmiðlum. Erlend lán til að auka atvinnu Ólafur Ólafs hjá Seðla- bankanum: „Hún er óheppi- leg um þessar mundir. Erlend skuldasöfnun okkar hefur vax- ið mikið og er nú á hættumörk- um þar sem æ stærri hluta út- flutningstekna þarf til að standa undir endurgreiðslum erlendra lána. Erlend lán voru í árslok um 55 prósent af lands- framleiðslu og greiðslubyrði um 26 prósent af útflutnings- tekjum. Því miður hefur er- lendum lántökum ekki alltaf verið ráðstafað til arðbærra fjárfestinga og uppbyggingar atvinnuvega. Stór hluti sam- neyslunnar hefur verið fjár- magnaður með erlendum lán- um. Údit er fýrir að dragi úr út- flutningstekjum á þessu ári og því varhugavert að halda skuldasöfnuninni áffam.“ Yngvi Harðarson, rekur sjálfstæða ráðgjafarþjón- ustu: „Við erum skuldsettasta þjóðin meðal OECD-ríkjanna. Erlendar skuldir okkar nema 53 prósentum af landsfram- leiðslu. Atvinnuástandið er slæmt og fer versnandi, en miðað við ýmis önnur lönd er atvinnuleysi þó enn tiltölulega lítið hérlendis. Það er sjálfsagt mál að einkaaðilar taki erlend lán til framkvæmda eða fjár- festingar á viðskiptalegum grundvelli. Menn tala þó stundum eins og það séu lánin sem skapi vinnuna. Slíkt er della. Það hvort hið opinbera eigi að gangast fýrir fram- kvæmdum sem fjármagnaðar eru með erlendum lánum er annar handleggur. Mestu skiptir að grundvöllur ákvarð- ana sé viðskiptalegs eðlis og að um sé að ræða framkvæmdir sem skila arði sem allra fyrst. Þá verður að meta áhrif á láns- traust meðal erlendra lánar- drottna. Ef fjárfestingin ber ekki arð mun hún einungis kannski skila aukinni atvinnu í bráð en örugglega ekki þegar ffálíður.“ Bolli Héðinsson, hagfræð- ingur hjá Búnaðarbanka: „Það skiptir ekki nokkru máli hvort lánið er innlent eða er- lent, heldur hvort ráðstöfunin er lfldeg til að skapa arð um- fram vexti af láninu. Vandinn er fólginn í huglægu arðsemis- mati þeirra framkvæmda sem leggja á fjármagnið í. Þar grein- ir stjórnvöld sjálfsagt á við verkalýðshreyfinguna með mismunandi útleggingu hug- taksins arðsemi og mati á end- urgreiðslutíma. Við þær að- stæður sem nú rikja í efhahags- lífinu er ekki deilt um að æski- legt væri að ráðast í auknar op- inberar framkvæmdir. Þegar dæmið snýst við verður að draga aftur úr ffamkvæmdum. En hætt er við að ástæður hinn- ar tímabundnu aukningar verði þá gleymdar.“ Jón Atli Kristjánsson, rek- ur eigin ráðgjafarþjónustu: „Hin gullvæga formúla er, að rétdætanlegt sé að taka erlend lán ef um arðbærar fram- kvæmdir er að ræða, þ.e. ef tekjur af fjárfestingunni eru meiri en vaxtagreiðslurnar. Þetta héldu menn sig vera að gera í fiskeldinu, loðdýrarækt, Blöndu, Kröflu o.s.frv. Niður- staðan er hins vegar sú að á bakvið 40 til 50 milljarða króna í erlendum lánum ríkisins stendur fjárfesting sem engum arði skilar og eykur í dag á vandann. Nú er þetta tal vænt- anlega ósanngjarnt í stöðunni í dag, því hugmyndir aðila vinnumarkaðarins eru væntan- lega um „mjög arðbærar ffam- kvæmdir“. Ég vek hins vegar athygli á því að ákvarðanir um þetta efni eru teknar undir mikilli pressu vaxandi atvinnu- leysis,. Miklu máli skiptir að stjórnvöld noti hluta hins er- lenda lánsfjár til að styðja fýrir- tæki og einstaklinga til ígrund- aðra fjárfestinga, sérstaklega á sviði útflutnings." Ragnar Árnason prófess- or: „Það er fásinna, slíkt felur einungis í sér að þjóðin tekur á sig að greiða útlendingum raunveruleg verðmæti í formi vaxta, án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Greiðsla launa og annars kostnaðar hér á landi fer enn fram í íslenskum krón- um. Til slíkra hluta þarf ekki erlenda mynt. Erlendum lán- um, sem tekin yrðu til að bæta atvinnuástandið, yrði því breytt í íslenskar krónur í bankakerfinu. Þær verða til þegar bankakerfið, að Seðla- bankanum meðtöldum, býr þær til með seðlaprentun eða jafngildi hennar. Taka erlendra lána til að bæta atvinnuástand- ið jafngildir því í raun seðla- prentun. Spurningin er því sú, hvort nauðsynlegt sé að greiða údendingum vexti í raunveru- legum verðmætum til að unnt sé að setja íslenska peninga- prentun í gang. Svarið er auð- vitað nei. Við getum sem hæg- ast prentað okkar peninga sjálf. Annað mál er, að atvinnuskap- andi seðlaprentun hér á landi kann að auka innflutning og halla á viðskiptajöfnuði. Þá kann að vera skynsamlegt að taka erlend lán til að tryggja gjaldeyrisstöðuna. Erlend lán á einungis að taka til að greiða erlend aðföng. Það er nánast aldrei vit í að taka þau til að greiða fýrir innlend aðföng, sem unnt er að borga með ís- lenskum krónum.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.