Pressan


Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 20

Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 20
SPILLTIR STJORNMALAMENN 20 PRESSAN Fimmtudagurinn ll.mars 1993 Maður vikunnar Emma Thompson Tilnefnd til Óskarsverðlauna Frjálslynd og frumleg þann sið að ganga um naktir á heimilinu. Dóttur þeirra þótti ekkert eðlilegra og því kom það flatt upp á hana, þegar skóiasystur hennar hneyksl- uðust á frjálslegu heimilis- haldinu. Árið 1989 giftist Thompson leikaranum og leikstjóranum Kenneth Branagh, sem meðal annars leikstýrði Henry V. Parið vakti strax mikla athygli og talað var um þau sem hin nýju Laurence Olivier og Vivi- en Leigh. Thompson hefur aldrei verið sú samlíking að skapi, enda er hún þeirrar Emma Thompson hefur haft að leiðar- Stjarna hennar hefur risið hratt. Breska leikkonan Emma Thompson hefúr unnið hvern leiksigurinn af öðrum og margir eru sannfærðir um að það verði hún, sem að þessu sinni hreppir Óskarsverðlaun- in sem besta leikkona, fyrir frábæra frammistöðu sína í myndinni Howards End. f Hollywood hefur Thompson vakið athygli fyrir það hvað hún er „innilega bresk“ og •öðruvisi týpa en aðrir leikarar, burtséð frá ótvíræðum leik- hæfileikum hennar. Thompson, sem er 33 ára að aldri, segist ávallt hafa haft að leiðarljósi heilræði föður síns, sem hann gaf henni þegar hún var smá- stelpa: „Vertu ffumleg og vertu þú sjáif" Hún hafi ufoi heilrœðiföður fario að raðum foðunns J J og aldrei reynt að vera SÍUS, Sem hann gaf neitt annað eða meira en , . , húner.Thompsonkveðst henni bamungri’. Eft » Vertufrumleg og hlutverk fögru konunnar, vertU þÚ sjálf “ enda hafi hún aldrei haft ^^ útlitið með sér. Þó hvarfli það svo sannarlega ekki að sér að láta flikka upp á útlitið eða iíkamsvöxtinn, til þess sé lífið allt of stutt. Kvenréttindakonan Emma •Thompson hefur skýrar skoð- anir á stjórnmálum og hefur tekið þátt í ýmsum mótmæla- göngum vinstrisinnaðra í Lundúnum, m.a. gegn Golf- stríöinu, Rauðu Khmerunum í Kambódíu og vígbúnaðar- kapphlaupi risaveldanna. ' Thompson er frjálslynd í skoðunum ög hei'ur. þrátt fyrir ógnvaldinn alnæmi, meðal annars hvatt bresk ungmenni til kynlífs fýrir hjónaband. Erjálslyndið er Thompson í blóð borið. Foreldrar hennar voru báðir leikarar og höfðu skoðunar að ekkert sé líkt með þeim hjónum og hinum gömlu hetjum hvíta tjaldsins. Hún dregur þó enga dul á að henni líkar afar vel að starfa með eiginmanni sínum, hvort heldur er að leika á móti hon- um eða vinna undir leikstjórn hans. Að sögn Thompson eru þau leikarahjónin fullkomnir jafningjar í starfi. Enginn efast þó um, að falli Óskarsverð- launin henni í skaut eigi hún eftir að skjóta manni sínum ref fyrir rass. Hvar svo sem verðlaunin eiga eftir að lenda er víst að framtíðin er björt hjá Emmtt Thompson og ef að ltk- um lætur á hún eftir að geta valið úr hlutverkum í ffamtíð- inni. -TheEuropean Vandamál Jeltsíns Stjórnmálakreppan í Rússlandi fer síversnandi og Boris Jeltsín forseti á nú á hættu annaðhvort að verða breytt í toppfígúru eða beinlínis vera færður til. Fyrrum kommúnistar hafa notað hvert tækifæri til að grafa undan forseta landsins. Hann á samt sem áður siálfur sök á ýmsum þeim vandamálum sem upp eru komin. Aræðni Jeltsíns í valdaránstilrauninni 1991 hefúr ekki verið fýlgt eftir með stjórnkænsku í daglegu stjómmálavafstri. Vesturveldin gætu sýnt liðsinni og tekið á málum Rússlands af meira næmi. Þau ættu að meðhöndla Jeltsín sem jafningja, ekki sem auðmjúkan bónarmann. En örlög Jeltsíns eru í hans eigin höndum. Hann verð- iir að sýna á sér nýjar hliðar gagnvart þjóð sinni. Hann hefúr ekki enn sýnt fram á hvers konar þjóðfélag hann er að reyna að skapa. Jeltsín ætti að bæta fýrir yfirsjón sína og gera rússnesku þjóðina að trúnaðarmanni sínum, til dæmis með því að tala beint til hennar í gegnum sjónvarp, að hætti vestrænna leiðtoga. Þess konar opin- ská forysta mundi að vísu ekki fýlla tómu diskana af mat. En hún gæfi tilefhi til vonar um framtíðina og takmark til að stefna að. ítalir sjá þá von eina að veita gegnumspilltum stjórnmála- mönnum sínum sakaruppgjöf Italskir pólitíkusar í útrýmingarhættu ANTONIO Dl PlETRO: Saksóknarinn bað um„pólitíska lausn" til að afstýra upplausn. Dómsyfirvöld á ítal- iii hafa hátt í þúsund manns tilrannsókn- ar. Fjórir ráðherrar eru fallnir í valinn, tveir flokksformenn, Fiat-forstjórar og óteljandi minni spá- menn. Ef svo fer sem horfir er í út- rýmingarhættu heil kynslóð frammámanna í ítölskum stjórnmálum og viðskiptum. Tiltölulega sakleysislegt mútu- mál í Mílanó er orðið að um- fangsmesta spillingarhneyksli sem ítalir hafa upplifað og eru þeir þó ýmsu vanir. Hátt í eitt þúsund manns hafa verið undir smásjá saksóknara víðs vegar um Italíu og á síðustu vikum virðist rannsóknin hafa náð toppi pýramídans. Við síðustu talningu lágu í valnum fjórir ráðherrar, tveir flokksformenn, nokkrir fýrrver- andi ráðherrar, óteljandi ríkis- forstjórar og embættismenn og stjórnendur nokkurra helstu stórfýrirtækja landsins. Oft hefur verið kreppa í ítalskri pólitík, en aldrei sem nú. Eina von landsins virðist felast í víðtækri sakaruppgjöf til að forðast hrun í stjórnmála- og viðskiptalífi. Elliheimili í Mílanó Boltinn byrjaði að rúlla fýrir ári í Mflanó. Þá var bankað upp á hjá Mario Chisea, forystu- manni sósíalista og forstjóra elliheimilis þar í borg. Fyrir ut- an stóð Luca Magni, eigandi hreingerningafyrirtækis sem hafði náð samningum við elli- heimilið, og var kominn til að ganga frá lausum enda: helm- ingnum af sjö milljóna líra mút- um sem Chisea hafði þegið gegn því að fýrirtækið fengi samning- inn. Þetta var rútínuheimsókn, en í þetta sinn kom framkvæmda- stjórinn hlaðinn aukabúnaði, því innan klæða bar hann hljóð- nema og í skjalatösku hans var falin myndbandsupptökuvél. Eitthvað hefur Chisea þó grun- að, því hann reyndi að sturta peningahrúgunni niður um sal- ernið, en án árangurs. Hann var umsvifalaust handtekinn. Rannsóknin og gildran voru að undirlagi Antonios di Pietro, þá óþekkts saksóknara í Mílanó sem nú er orðinn þjóðhetja. Hann hafði haft augastað á Chisea síðan fýrrum eiginkona hans heimtaði mun meiri ffam- færslulífeyri en laun vesæls elli- heimilisforstjóra hefðu nokkru sinni dugað fyrir. Hún vissi af fasteignum og innstæðum á svissneskum bankareikningum og vildi fá sinn skerf af þeim. Þegar Chisea neitaði fór konan til saksóknara og leysti frá skjóðunni. Di Pietro þáði upp- lýsingarnar með þökkum og fékk Magni, sem var orðinn langþreyttur á spilltum stjórn- málamönnum, til að leggja gildru fýrir Chisea. Ólíkt öðrum saksóknurum hætti di Pietro ekki rannsókn þegar málið fór að nálgast innsta hring Sósíalistaflokksins né heldur þrýstu yfirmenn hans á um það, eins og alvanalegt hefur verið hingað til. Brátt náði rannsóknin til mörg hundruð stjórnmálamanna, embættis- manna og athafnamanna í Míl- anó, Róm og víðar, þeirra á meðal bróður og sonar Bettmos Craxi, fýrrum forsætisráðherra. Rannsóknin náði ekki síður til kristilegra demókrata og jafnvel kommúnista, sem höfðu fengið sinn skerf af mútum og öðrum ólöglegum greiðslum sem stjómmálakerfið á ítalíu virðist hafa nærst á. Fangelsin fyllast Aðferðin var tiltölulega ein- föld: stjórnmálamönnum var mútað gegn því að viðkomandi fengi viðskipti við ríkið, oftast við húsbyggingar, vegagerð og samgöngumannvirki. Verðið, sem verktakinn krafði rfkið um, var um leið nógu hátt til að það nægði fyrir mútugreiðslunum. Allir græddu — nema skatt- greiðendur, sem sitja uppi með gagnslausar og allt of dýrar framkvæmdir um alla Ítalíu. Önnur leið var að koma fé í sjóði stjórnmálaflokka eftir krókaleiðum, til dæmis í gegn- um svissneska bankareikninga, og komast þannig framhjá lög- um og reglugerðarákvæðum um að slík framlög skuli til- kynna opinberlega. ítalskir rannsóknaraðilar handtóku verktaka, embættis- menn, stjórnmálamenn, for- stjóra ríkisfýrirtækja og einka- forstjóra í hópum. Og San Vit- tore-fangelsið í Mílanó fór að keppa við La Scala-óperuna um hvor staðurinn væri vinsælli samkomustaður fyrirmenna. Fangelsið var upprunalega hannað fyrir 750 fanga, en þar gista að jafnaði 2.200 manns og liggja á gólfdýnum í þröngum klefum við þriðja mann. Meðal þeirra sem hafa fengið að reyna þetta eru Antonio Mosconi, forstjóri tryggingafýr- irtækisins Toro, sem Fiat-sam- Flokksþing ítalskra repúblikana hefstá morgun Kusk á hvítflibbann Allt frá því yfirvöld í Mílanó hófu rannsókn sína fyrir ári hefúr Giorgio La Malfa reynt að sveipa Repúblikanaflokk sinn heiðarleikablæ sem á að aðgreina hann ffá stóru, gömlu spillingarflokkunum. La Malfa sagði í maí í fýrra að repúblik- anar tengdust á engan hátt spillingu í stjórnmálum og því * hlakkaði í andstæðingum hans þegar hann neyddist til að segja af sér formennsku fýrir þremur vikum. Þó er engan veginn ljóst hvað La Malfa vissi, ef þá nokk- uð, um ólöglegar greiðslur, sem góðvinur hans og flokksbróðir, Giorgio Meddri, er sagður hafa þegið. Meddri var hand- tekinn um miðjan febrúar og þegar nafn La Malfas kom upp í rannsókninni sagði hann af sér. Lítið hefur spurst út um smáatriði í málinu. La Malfa varð formaður Repúblikanaflokksins árið 1987 og var ráðherra í sam- steypustjórnum allt þar til 1990, þegar flokkurinn neitaði að eiga aðild að sjöundu ríkis- stjórn Andreottis. Deilan snerist um ráðherrastóla, en La Malfa tókst að gera úr henni málefnadeilu og mynda í hug- um kjósenda gjá á milli sín og gömlu flokkanna. Síðan hefur hann talað ákaft fýrir upp- stokkun á stjórnkerfi og flokka- kerfi og notið bæði vinsælda og virðingar fýrir heilindi. Flokkurinn hefur ekki notið þessa — fékk aðeins fimm pró- sent atkvæða í kosningum í fyrra — en er þó talinn traust- astur smáflokkanna sem nú Giorgio LaMalfa Hans heilag- leiki sagði afsér. sonur annars leið- toga flökksins utn árabil, Ugos I.a Malfa. Um leið og formaðurinn sagði af sér boðaði hann til flokksþings sem hefst á morgun, 12. nrars. Þar er eins víst að flokkurinn neiti að taka afsögn hans til greina og ógna samtryggingu stóru La Malfa fái annað tækifæri til flokkanna. Repúblikanar mega að berjast fýrir umbótum og samt varla við því að missa heiðarleika þrátt fýrir kuskið mann eins og La Malfa, sem er sem nú féll á hvítflibbann.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.