Pressan - 11.03.1993, Side 21
SPILLTIR STJORNMALAMENN
Fimmtudagurinn 17. mars 1993
PRESSAN 21
steypan á. Honum voru gefnar
að sök mútugreiðslur til stjórn-
málamanna. Hann getur borið
saman reynslu sína af fangelsis-
vistinni við annan Fiat-for-
stjóra, Paolo Mattioli, sem
handtekinn var af sömu ástæð-
um.
Sjö sjálfsmorð
En einn lét ekki stinga sér í
steininn. Það var Sergio Castell-
ari, fyrrum háttsettur embættis-
maður þess ráðuneytis sem hef-
ur yfirumsjón með ríkisfyrir-
tækjum. Fyrir nokkrum vikum
svolgraði hann í sig hálfa viskí-
flösku og skaut sig svo á túninu
nálægt heimili sínu skammt fyr-
ir utan Róm. Sjálfsmorð Ca-
stellaris var það sjöunda í röð-
inni meðal þeirra sem nú eru í
rannsókn, en heima hjá honum
höfðu fundist háar ávísanir ffá
byggingarverktaka, væntanlega
þakklætisvottur fyrir verksamn-
ing.
Castellari hafði fleiri mál og
stærri upphæðir á samviskunni.
Sem embættismaður hafði
hann yfirumsjón með ríkisolíu-
fyrirtækinu ENI, sem í slagtogi
við einkafyrirtækið Montedison
stofnaði efnafyrirtækið Enim-
ont. Árið 1990 ákvað Castellari
fyrir hönd ENI að kaupa fjöru-
tíu prósenta hlut Montedison í
fyrirtækinu og borga fyrir sem
svarar 110 milljörðum íslenskra
króna. Þeir sem til þekktu vissu
að þetta var allt of hátt verð, en
enginn virðist hafa hreyft mót-
mælum.
Þáverandi stjórnarformaður
Montedison, Giuseppe Garof-
ano, er nú á flótta undan Iög-
reglunni og hafði ekki fundist
síðast þegar fréttist. Annar fyrr-
um stjómarformaður Montedi-
son, Raul Gardini, var einnig
stjórnarformaður Ferruzzi Fin-
anziara- samsteypunnar og fékk
að gista fangaklefa vegna máls-
ins til skamms tíma.
Þáverandi stjórnarformaður
Enimont, Lorrenzo Necci, er nú
forstjóri ítölsku ríkisjárnbraut-
anna og sætir rannsókn vegna
síns þáttar í málinu. Þeim heiðri
deilir hann með þáverandi for-
stjóra Enimont, Sergio Crag-
notti, sem er (eða var í það
minnsta) mikils metinn í
ítölsku viðskiptalífi.
Af öðrum stórum nöfnum í
viðskiptum má nefria Gampiero
Pesenti, sem situr meðal annars
í stjómum Fiat og Mediobanca
og er einn auðugasti maður
landsins. Honum er gefið að
sök að hafa gefið 130 milljónir í
flokkssjóði kristilegra demó-
krata og sósíalista á ólöglegan
hátt. Annar er Franco Nobili,
forstjóri IRI, sem sakaður er um
að hafa þegið mútur í tengslum
við byggingu íþróttavallar fyrir
heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu árið 1990.
Til bjargar
spilíingunni
„Fórnarlömbin“ hafa ekki
verið færri í stjórnmálum. Hátt í
hundrað þingmenn em í rann-
sókn, en þrír ráðherrar sögðu af
sér í febrúar: Claudio Martelli
dómsmálaráðherra, Francesco
de Lorenzo heilbrigðisráðherra
og Carlo Tognoh ferðamálaráð-
herra. Þeir eru sakaðir um
„misalvarlega“ spillingu, allt frá
því að taka við þýfi og ólögleg-
um framlögum fyrir Sósíalista-
flokkinn til „venjulegra“ loforða
um ríkisvinnu í skiptum fyrir
atkvæði.
Flokksformennimir tveir eru
sósíalistinn Bettino Craxi, fyrr-
um forsætisráðherra, sem sagði
af sér eftir ellefu tilkynningar
um að hann væri í rannsókn, og
repúblikaninn Giorgio La
Malfa. Sá síðarnefndi hefur
reyndar boðað „heiðarlega“
pólitík gegn samtryggingu stóru
flokkanna. Mál La Malfas er
mjög óljóst, en það tengist
tveggja milljóna króna ólögleg-
um framlögum samtaka iðn-
rekenda á Langbarðalandi í
sjóði flokksins. Peningarnir
komu reyndar úr sjóðum Evr-
ópubandalagsins og áttu upp-
runalega að fara til námskeiða-
halds í fyrirtækjum. La Malfa á
sér áreiðanlega viðreisnar von,
enda aðeins rúmlega fimmtug-
ur og hefur hreinni skjöld en
flestir aðrir.
Spillingin á Ítalíu á sér rætur í
samtryggingarkerfi flokkanna,
sem hafa sldpt stjórnkerfinu á
milli sín í hálfa öld og í reynd
selt það hæstbjóðendum. I Míl-
anó var neðanjarðarlestarkerfið
til dæmis í höndum kristilegra
demókrata, en sósíalistar lifðu á
flugvallarframkvæmdum. I
kalda stríðinu var óttinn við
kommúnista límið sem hélt
samtryggingarkerfinu saman,
en með nýjum tímum losnaði
um heljartök gömlu flokkanna
og þar með opnuðust leiðir til
að taka á spillingunni. Við það
stefhir hins vegar í hrun flokka-
kerfis og stjórnkerfis og með-
fylgjandi upplausn, enda ein
milljón manns sem vinnur
beint við stjórnmál í landinu.
Enginn veit hvað gæti tekið við,
en í kosningum í fyrravor fengu
nýir flokkar fylgi sem ekki eru
allir aðlaðandi og bera sumir
gamalkunnan keim fasismans.
Óttinn við upplausn — og
óviðráðanlegt umfang spilling-
arinnar — varð til þess að di Pi-
etro saksóknari fór fram á „pól-
itíska lausn“ á kreppunni. Hana
fundu stjórnmálamenn fljót-
lega: að þeir, sem gæfú sig fram,
játuðu, greiddu til baka illa
fengið fé og lofuðu að hætta af-
skiptum af opinberu lífi, slyppu
við saksókn. Ríkisstjórnin gaf út
tilskipun þessa efnis fyrir
nokkrum dögum, en forsetinn
neitaði að undirrita hana og
Carlo Ripa di Meana umhverfis-
ráðherra sagði af sér í mót-
mælaskyni. Nú reynir stjórnin
að koma ffumvarpi sama efnis í
gegnum þingið, en þar er önnur
hugmynd á floti, engu vinsælli
hjá almenningi: að setja engin
viðurlög við brotum á lögum
um fjármál stjórnmálaflokka.
Einhver slík lausn verður lík-
lega þrautalendingin til að
Bettino Craxi
Fékk tilkynningu um ellefu
mismunandi rannsóknir.
koma í veg fyrir algert hrun og
upplausn. Að auki hefur Amato
forsætisráðherra boðað þjóðar-
atkvæðagreiðslu í lok april um
breytingar á kosningakerfinu,
breytingar sem vonir eru
bundnar við að dragi kraftinn
úr hálfrar aldar gömlu spilling-
arkerfi sem kostað hefur skatt-
greiðendur milljarða á milljarða
ofan.
Svona líta ítalskir stjórnmálamenn út í augum almennings. Þeir komast á ríkisspenann og sjúga svo fast að ekkert
verður eftir nema skinn og bein.
Drew
blómstrar
Drew Barrymore, leikkon-
an unga, er orðin tákn
hins nýja ameríska
draums. Ævi hennar er
vel til þess fallin; saga
hennar er álíka ruglings-
leg og öfgakennd og
þráðurinn í sjoppubók-
menntunum.
Þegar hún var sjö ára
varð hún stjarna eftir leik
sinn sem litla stúlkan í
E.T. Eftir það lá leiðin nið-
ur á við. Hún byrjaði að
drekka — sjö ára. Þegar
hún var tíu ára þvældist
hún um barina i fylgd
móður sinnar og reykti
marjúana. Tólfára varð
hún háð kókaíni. Fjórtán
ára reyndi hún að fremja
sjálfsmorð.
Nú er hún hins vegar orð-
in átján ára og á nokkuð
bjarta framtíð. Þótt hún
hafi fengið misjafna
dóma fyrir leik sinn í Poi-
son Ivy, sem Laugarásbíó
sýndi fyrir skömmu, fékk
hún fjölda tilboða í kjöl-
farið. Hún tók hlutverki í
myndinni Guncrazy, róm-
Day-Lewis
leikur IRA-
mann
Áður en langt um líður
hefjast upptökur á mynd-
inni Presumed Guilty,
með forvitnilega leikara i
aðalhlutverkum. Myndin,
sem er að hluta sann-
söguleg, er byggð á
reynslu Gerrys nokkurs
Conlon sem dæmdur var
til langrar fangelsisvistar
fyrir meinta aðild að
sprengjuárás írska þjóð-
frelsishersins, IRA, þrátt
fyrir að sönnunargögn
væru afskornum
skammti og ákaflega
vafasöm. Með aðalhlut-
verkið i myndinni fer
breski leikarinn Daniel
Day-Lewis. Sögusviðið
ætti ekki að vera honum
mjög á móti skapi, en
Da^LewishefurJenc[^^
Vaxmyndir
Óvenjuleg sýning á vax-
afsteypum, sem nýverið
var opnuð í Dresden í
fyrrum Austur-Þýska-
landi, hefur vakið feikna-
athygli þar í borg. Á safn-
inu gefur að líta vaxaf-
steypur gerðar eftir
líkömum látins fólks, af-
skræmdum eftirýmiss
konar sjúkdóma, sem
varðveittar hafa verið allt
frá byrjun aldarinnar. I
þágu vísindanna var vaxi
þá helltyfiryfir sýkta lík-
amshluta sjúklinga, eink-
um andlit, og útbúnar
vaxgrímur sem höfðu
þýðingarmiklu hlutverki
að gegna við síðari tíma
rannsóknir á ýmsum
ólæknandi sjúkdómum. Á
sýningunni í Dresden er
að finna vægast sagt
óhugnanlegar vaxaf-
steypur af illa leiknum
sjúklingum; kynfæri
sundurnöguð afsárasótt,
uppétna útlimi holds-
veikra og þjáningarfull
andlit með krabbameins-
æxli skagandi út úr höfð-
inu. Sýningin þykir vissu-
lega skelfileg, en um leið
fróðleg, og því hefur ekki
skort áhugann meðal
íbúa Dresden-borgar. Sú
antískum þriller í leik-
stjórn Tamra Davis. Og
fær glimrandi dóma.
Vincent Canby, gagnrýn-
andi The New York Times,
segir að frammistaða
hennar sé slík að hún hafi
breyst úr sætri og efni-
legri leikkonu í eitt af
stóru nöfnunum á hvíta
tjaldinu.
Drew sannar því að am-
eríski draumurinn getur
ræst þótt sparsemi og
elju Henry Ford sé ekki til
að dreifa.
haft ástúð á írlandi og
tók reyndar írskan ríkis-
borgararétt fyrir nokkr-
um árum síðan. Breska
leikkonan Emma Thomp-
son fer með hlutverk lög-
fræðings í myndinni sem
tekur að sér að verja ír-
ann.
dauðans
sem haft hefur veg og
vanda af vaxmyndasýn-
ingunni er 72 ára gömul
þýsk kona, Elfriede Walt-
her að nafni, sem vann
við vaxafsteypugerð á
fyrrihluta aldarinnar og
hefur enn ekki fengið sig
fullsadda á vaxmyndum
dauðans.