Pressan


Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 25

Pressan - 11.03.1993, Qupperneq 25
Fimmtudagurinn 17. mars 1993 FAGRAR LISTIR PRESSAN 25 Mikil upplifun en feiknaábyrgð Það er gnægð af mönnum sem ljúga opinberlega en eru ekki sóttir til saka. Svo eru aðrir sem segja það sem þeim fmnst réttast og sannast og eru dæmd- ir fyrir meiðyrði. Það kann að virðast einkennileg árátta að vilja tukthúsa þá menn sem segja hug sinn fremur en hina sem ljúga, en það kann að vera að löggjafmn nenni ekki að elt- ast við lygarana, þeir eru jú svo margir. Skáld hafa oft verið með munninn opinn þegar aðrir þögðu. Nokkur skáld hafa verið dregin fyrir dómstóla hér á landi fyrir að segja það sem ekki mátti segja og dæmd sek um meiðyrði. En hvað sögðu skáld- in og um hvern? ÞÓBERGUR OG HITLER Fyrst víkur sögunni að Þór- bergi Þórðarsyni, sem snemma á fjórða áratugnum tók að sér að segja það sem segja þurfti um Hitler. Greinar Þórbergs um fólskuverk nasista birtust í Al- þýðublaðinu og vöktu mikla at- hygli. Á einum stað kallaði Þór- bergur Hitler ómenntaðan ösk- urapa og í sömu grein voru kanslarinn þýski og kumpánar hans nefndir „heilaleysinginn Hitler, morfínistinn Goering og þessi Goebbels, sem á myndum lítur út eins og glæpamaður". Þegar Þórbergur birti síðan fyrsta hluta greinarinnar Kvala- þorsti nasista, þar sem hann lýsti mjög nákvæmlega pynt- ingaraðferðum Gestapó, þá var þýsku stjórninni nóg boðið. Þýski konsúllinn á fslandi krafðist þess að íslenska ríkis- stjórnin kæmi í veg fyrir að Al- þýðublaðið birti framhald greinarinnar. íslenska ríkis- EINAR BRAGI Hann skrifaði um undir- skriftasöfnun Varins lands og var stefnt fyrir þessi um- mæli:„Upp errisinn hópur hugprúðra dáta, sem grát- biðja þjóðina að hefja minningaár ellefu alda bú- setu í landinu á þvi að und- irrita beiðni um erlenda hersetu á íslandi." stjórnin tók kæruna til greina. Dómsmálaráðherra fýrirskipaði rannsókn á málinu og sendi lögreglustjóra bréf þar sem fram kom að dómsmálaráðu- neytið gerði ráð fyrir að lög- reglustjóri hindraði útkomu Al- þýðublaðsins með framhalds- grein Þórbergs. Alþýðublaðið neitaði hins vegar áð hætta við birtingu greinarinnar og í fram- haldi af því höfðaði þýska ríkið mál gegn Þórbergi og Alþýðu- blaðinu. Sú grein hegningarlaga sem sögð var hafa verið brotin hljóðar svo: „... meiði maður útlendar þjóðir, sem eru í vin- fengi við konung með orðum, bendingum eða mynduppdrátt- um... án þess að tilgreina heimildarmann sinn, þá varðar það fangelsi.“ Nefnd voru sér- staklega ummæli Þórbergs um Hitler, en í greininni nefndi Þórbergur hann „sadistann í kanslarastólnum þýska“. I undirrétti var Þórbergur sýknaður, en málinu var vísað ÞORGEIR ÞORGEIRSSON Hann sakaði yfirmenn lög- reglu um að„... hafa brenglaða réttlætisvitund og misnota aðstöðu sína til að lofa hrottum og illmenn- um að þægja sínu brengl- aða tilfinningalífi". til Hæstaréttar. Þórbergur íhug- aði um tíma að verja sig sjálfur og til er grein sem hann hafði hugsað sem eins konar varnar- ræðu í Hæstarétti. Þar er hann enn sem fýrr ómyrkur í máli í garð Hitlers: „Hann gargar og skekur sig framan í áhorfend- urna eins og sjúklingur sem hefur brotist út af vitfirringa- hæli... mikill hluti .hinnar þýsku þjóðar finnur innilegustu óskir hjartans anda í þessu órökstudda öskri hins sálsjúka manns.“ í greininni spáði Þór- bergur blóðugu stríði og falli nasismans. Hæstiréttur íslands sakfelldi Þórberg og gerði honum skylt að greiða þýska ríkinu einhverja aura og hlýtur það að teljast með eymdarlegri dómum í ís- lenskri réttarsögu. Sagt er að mörgum árum seinna hafi Þor- bergur sagt að einhverju sinni hefði hann verið dæmdur fýrir ærumeiðandi ummæli, en sér væri ómögulegt að muna hver fýrir þeim hefði orðið. THOR OG KRISTMANN í maí 1963 birtist grein í tímaritinu Birtingi eftir Thor Vilhjálmsson þar sem höfundur fór hörðum orðum um þá ákvörðun alþingis að veita Kristmanni Guðmundssyni hæstu listamannalaun ásamt Laxness, Kjarval, Gunnari Gunnarssyni og fleirum. í um- mælum sem hljóta að teljast með þeim hressilegri sem rit- höfundur hefur viðhaft um annan sagði Thor: „Það er óaf- máanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð ís- lenskrar menningar að láta mann eins og Kristmann Guð- mundsson hafa hæstu lista- mannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið á hverjum einasta raunverulegum lista- manni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Thor hæddist síðan að þeim starfa Krist- manns að ganga milli skóla og kynna bókmenntir fýrir ung- lingum, en það starf hafði ís- lenska ríkið veitt honum. Kristmann hafði fengið á sig margar gusur á ferli sínum en nú var þolinmæði hans á þrot- um, hann stefndi Thor og fór fram á skaðabætur. Thor ákvað að verja sig sjálf- ur og beitti bæði háði og hörku í málsvörn sinni. Hann benti á að sér hefði ekki verið birt stefnan fyrr en rúmum sex mánuðum eftir útkomu tímaritsins en heimild til að höfða einkamál fellur niður sex mánuðum eftir að sá sem heimildina hefur fékk vitneskjuna um þann sem hann ætlar sekan. Thor benti á að Kristmann gegndi því ábyrgð- arstarfi að kynna bókmenntir í skólum og þyrfti vegna þess starfa að kynna sér það hvað væri að gerast hverju sinni í bókmenntaheiminum. Það að hann skyldi ekki hafa lesið eitt virtasta bókmenntatímarit segir Þór Tulinius sem setur upp Tartuffe í Borgarleikhúsinu Leikarann Þór Tulinius þekkja orðið flestir sem sækja leikhús af einhverju viti, ekki síst þeir sem séð hafa Stræti, þar sem hann fer með eitt aðalhlut- verkanna. Þór kannast hins veg- ar færri við í hlutverki leikstjór- ans, sem er ekki að undra því hann hefúr lítið fengist við slíkt. Nú bregður hins vegar svo við að hann hefúr tekið að sér leik- stjórn á 17. aldar verkinu Tartuffe eftir Moliére, sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég leikstýri verki í öðru stóru leik- húsanna, en áður hef ég meðal annars í tvígang leikstýrt leik- hópnum Þíbilju,“ segir Þór. „- Þetta er mikil upplifún en ekki síst feiknaábyrgð.“ Tartuffe er skrifað á tímum öflugs kirkjuveldis og mikils gjálífis, en hvorttveggja, auk hræsninnar, var með uppáhald- sviðfangsefnum Moliéres. I verkinu er dregin upp mynd af útsmognum nautnaseggi sem lýgur sig inn á fádæma hófsama og kristilega, en ríka fjölskyldu af borgaraættum. Þótt gagnrýni á valdamikla og hræsnisfulla kirkju teljist meginboðskapur verksins má ekki láta sér sjást yfir gjálífið, spillinguna, ofheysl- una og ekki síst þann sannleika sem Tartuffe beitir fyrir sig. „Tartuffe er þó fýrst og fremst gamanleikur,“ segir leikstjór- inn. Þór segir samstarfið við leik- arana hafa gengið prýðilega og hafi þeir sýnt bæði þolinmæði og skilning þegar mistök byrj- andans hafi gert vart við sig. Jafnframt segist hann afar ánægður með ytri umgjörð sýn- ingarinnar, bæði búninga og leikmynd. „Eðlilega er ég hins vegar ögn smeykur við við- brögð væntanlegra áhorfenda jafnvel þótt ég sé ánægður með ÞÓRTULINIUS Leikstýrir í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu, en fram að þessu hefur hann fremur verið þekktur fyrir leik sinn. vinnuna, en það er varla hægt að tryggja að allir hafi sama húmor og maður sjálfur.“ Myndlist • íslenskt landslag 1900-1945 nefnist sýning sem opnuð verður á Kjar- valsstöðum á laugardag. Á sýningunni eru um 120 myndir eftir 26 listamenn sem allir fengust við gerð landslagsmynda á þessu tímabili. Opið daglega kl. 10-18. • Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir opnar sýningu á smámyndum sínum í FÍM- salnum á laugardag. • Magnús Pétur Þor- grímsson opnar leirlistar- sýningu í Stöðlakoti á laug- ardag. • Helgi Þorgils Friðjóns- son sýnir um þessar mundir verk sín í húsakynnum Hús- gagnadeildar Pennans, Hall- armúla. Opið á verslunar- tíma. • Gerda Cook, myndlistar- konan hollenska, sýnir í sal- arkynnum Menningarstofn- unar Bandaríkjanna. Opið virka daga kl. 11.30-17.45. • Elías Hjörleifsson hefur opnað myndlistarsýningu í Galleríi G-15. • Medúsu-hópurinn sýnir verk sín í Gerðubergi. Opið mánudaga til fnnmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-16. • Fimm Faereyingar sýna nú verk sín í Norræna hús- inu. Þeireru Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Tróndur Patursson, Marius Olsen og Torbjörn Olsen. Opið daglega kl. 14-19. • Torfi Lúthersson sýnir málverk sín í Perlunni. • William Labeij í Portinu. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga netna þriðjudaga kl. 14-18. • Bryndís Þórarinsdóttir sýnir (kaffistofunnni Lóu- hreiðri í Kjörgarði. • Helena Guttormsdóttir sýnir málverk sín í Galleríi Úmbru. Opiðþriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudagakl. 14-18. • Björgvin Björgvinsson sýnir í Portinu, Hafnarfirði. Opið alla daga nema þriðju- daga kl. 14-18. • Ásta Ólafsdóttir í Gerðu- bergi. Opið mánudaga tií fimmtudaga kl. 10-22 og föstudaga og laugardaga kl. 13-16. • Inga Elín Kristinsdóttir sýnir margbreytileg gler- listaverk í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslunartíma. • Hreinn Friðfinnsson. Yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni íslands. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. • Ásgrímur Jónsson. Ásgrímssafn Opið um helgar kl. 13.30-16. • Ásmundarsafn. Bók- menntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-16. • Samúel Jóhannsson í Listhúsinu í Laugardal. Opið alla daga kl. 10-18, nema sunnudaga kl. 14-18. • Þorvaldur Þorsteinsson hefur opnað sýningu í Slunkaríki á (safirði. Opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 16-18. Sýningar • Níels Hafstein opnar sýningu sína á bókverkum, lausblaðabókum og fylgi- hlutum í Nýlistasafninu á laugardag. • Fréttaljósmyndasýning Blaðamannafélags íslands stendur yfir í Listasafni al- þýðu. Lýkur á sunnudag. • Höndlað í höfuðstað nefnist sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykja- vík. LEIKHÚS Ekki í kvöld, elskan „Að mínu matifara ágcetir leikhœfileik- ar Ingvars, Lilju og Guðrúnar til spillis í þessu fáránlega leikriti. Svonagetur árangurinn orðiðþegar ritstjórinn er rauður köttur sem vill upphefja sig í guðatölu. “ STUND GAUPUNNAR EFTIR PER OLOV ENQUIST LEIKSTJÓRIBRÍET HÉÐINSDÓTTIR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ® Stund gaupunnar fjallar um ungan mann sem hefur myrt tvær manneskjur og ræðst síð- an með skærum á þá þriðju og veldur henni alvarlegum lík- amsmeiðingum. í leikskrá er látið að því liggja að höfundur hafi með þessu verki ætlað að vekja spurningar um hina dýpri merkingu trúar, vonar og kærleika. Það má vel vera að hann fari þessa sérkennilegu leið í leit að æðri sannleika, en vandinn er sá að frekar en að spyrja leitast hann við að svara höfuðspurningum sjálfs sín á svo yfirborðskenndan hátt að það hlýtur að móðga sérhvern áhorfanda með snefil af gagn- rýnni hugsun. Svívirðilega gróf afbrot söguhetjunnar eru gerð að smáyfirsjónum; morð og lík- amsmeiðingar eru augljóslega það ómerkilegir atburðir í sjálfú sér að höfúndurinn telur ekki þess virði að eyða í þá tíma. Hugur morðingjans er höfúðviðfangsefnið, hugur sem leikritaskáldið, Per Olov En- quist, reynir að telja okkur trú um að sé á einhvern sérkenni- legan hátt dulmagnaður og heillandi. Þessi „heillandi“ hugur er meira að segja bein- tengdur við sjálft almættið, sem í þessu tilfelli er rauður köttur! (í leikskránni erum við einnig upplýst um að Enquist hafi sjálíur lokað sig inni með rauðum ketti þegar hann skrif- aði þetta tímámótaverk og meira að segja ráðfært sig iðu- lega við köttinn um gang leiks- ins.) 1 lok leikritsins er morðing- inn reiðubúinn að svipta sig lífi í þeirri trú að þannig komist hann aftur í hús afa síns, þar sem „allt muni koma heim og saman“. En vandinn er sá að ekkert „kemur heim og sam- an“ í þessu furðulega leikriti, þrátt fyrir sífellda endurtekn- frigu þessa frasa. Enquist kallar þetta verk dæmisögu, en að hvaða leyti er það dæmisaga? Hvernig eigum við að sýna morðingja samúð á þeim for- sendum að hann hafi réttlætt glæp sinn með einföldum rök- stuðningi: Fólkið sem hann drap hafði unnið sér það eitt til sakar að kaupa hús afa hans og vilja ekki leyfa honum að setj- astþarað! Hundalógík af því tagi sem réttlætir hverskyns illvirki og öfuguggahátt virðist vinsæl meðal margra rithöfunda um þessar mundir. Brian Masters reynir ákaft í nýjustu bók sinni um fjöldamorðingjann Jeffrey Dahmer að skilgreina óhugn- anlega glæpi Dahmers á for- sendum einhverra fúrðutrúar- bragða og gleypir þannig hráa skýringu Dahmers sjálfs í til- raunum hans til réttlætingar eigin gerða. Sumum gæti fúnd- ist þetta hrífandi kennmgar, en ég get ekki að því gert að sam- úð mín beinist að fómarlömb- um glæpanna og aðstandend- um þeirra. Þegar allt kemur til alls skiptir litlu máli hvort Dahmer sjálfur ímyndaði sér að hann hefði einhverja sér- staka köllun til að fremja ódæðisverk sín. Það réttlætir ekki gerðir hans og ég trúi ekki heldur skýringum hans eitt einasta andartak. Hið sama gildir um söguhetju Enquists í leikritinu. Ég get hiklaust tekið undir orð eins gagnrýnanda bókar Masters, sem segir að skilgreining glæpamannsins sjálfs sé einungis framhald á glæpum hans. Enquist virðist trúa því að einhver geistlegur áhugi morðingjans afsaki glæpinn. Ingvar E. Sigurðsson lék hlutverk morðingjans eins vel og efni stóðu til. Hinar tvær persónurnar, leiknar af Guð- rúnu Þ. Stephensen og Lilju Þórisdóttur, liðu fyrir áhuga- leysi höfúndar á þeim. Þær standa langtímum saman sem illa gerðir hlutir á sviðinu undir eintali morðingjans. Það passar alveg inn í hugmynd höfiindar um morðingjann að hann virð- ist alls ekki ógnvekjandi; ekkert bendir til að konurnar tvær, innilokaðar í klefanum með honum, óttist hann hið minnsta. Þetta er í hæsta máta óvenjulegt, svo ekki sé meira sagt. Það var líka óneitanlega skrítið þegar önnur konan hleypti sjálfri sér út úr klefan- um með einu handtaki — klefa sem samkvæmt leikritinu átti að vera rammlæstur. Leikritið er vafalaust athygl- isvert fyrir þá sem halda að kaldrifjaðir morðingjar séu í raun bestu skinn, — jafnvel á örlítið hærra andlegu plani en við hin. Að mínu mati fara ágætir leikhæfileikar Ingvars, Lilju og Guðrúnar til spillis í þessu fáránlega leikriti. Svona getur árangurinn orðið þegar ritstjórinn er rauður köttur sem vill uppheíja sig í guðatölu.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.