Pressan - 11.03.1993, Síða 32

Pressan - 11.03.1993, Síða 32
Tap Flugleiða ífyrra - lOOmilljónir... R í dag birta Flugleiða- JK ) menn væntanlega niðurstöðutölur úr ársreikningum sínum, enda vika til aðalfundar. Eftir því sem komist verður næst varð um 100 milljóna króna tap á rekstri félagsins á síðasta ári. Ef rekstur innanlandsflugs væri ekki inni í þessum töium hefðu Flugleiðir skilað 200 milljóna króna hagnaði. 300 milljóna króna tap varð á inn- anlandsflugi félagsins, sem reyndar hefur ekki skilað hagnaði síðan elstu menn muna. Þessi niðurstaða er tæpast ásættanleg fyrir Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, og aðstoðarmenn hans. Sem kunnugt er boðaði fyrirtækið fyrir þremur árum að Flug- leiðir þyrfti að reka með veru- legum hagnaði til að þær gætu staðið undir hinni viðamiklu og metnaðarfullu endurnýjun flugflotans. Því miður hefur það ekki gengið eftir. tökíná Digital?... Nokkurs titrings hef- KJ ur orðið vart á töluvumarkaðnum hérlendis að undanförnu og hafa ýmsar breytingar átt sér stað. Eins og marga rekur minni til var tölvudeild Krist- jáns Ó. Skagfjörð lögð niður í maímánuði í fyrra, en starfs- menn hennar sáu einkum um sölu og þjónustu á Digital- tölvum. Starfsemin var seld Örtölvutækni, fýrirtæki Werners Rasmussonar, og réðu tólf fyrrum starfsmenn KÓS sig þangað til starfa. Sjö þeirra hafa nú sagt starfi sínu lausu vegna óánægju með starfsemina, en slík aðgerð setur þjónustudeild Örtölvu- tækni í afar slæma stöðu þar sem um er að ræða helstu tæknimenn deildarinnar. I júníbyrjun hyggjast þeir ganga til Iiðs við GSS á íslandi, tölvu- fýrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og þjónustu við Digi- tal-notendur en skiptir beint við umboðsaðila í Bandaríkj- unum í stað þess að eiga við- skipti við umboðsaðila Digital í Danmörku, eins og hingað til hefur tíðkast. Ekki munu starfsaðferðir GSS falla Dön- um vel í geð, en ffam að þessu hafa þeir talið sig eiga einka- rétt á sölu tölvubúnaðarins hér á landi. Markaður fyrir Digital-tölvur er mjög sér- hæfður og fjöldi fyrirtækja á þó allt sitt undir því að vel sé staðið að þjónustu og eru Seðlabankinn, Vegagerð ríkis- ins, RARIK þar á meðal. Sölu- legur ffamkvæmdastjóri GSS á Islandi er Guðmundur Hólmsteinsson en þjónustu- stjóri er Gunnar Halldórs- son. leikandi komflög^ léttar. VISSIR ÞÚ að í einni skál af Kellogg's komflögum með léttmjólk er minniJíta en ieinum bita af ristuðu brauði með fitulitlu smjöri?

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.