Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 8
FRETTI R 8 PRBSSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 Nýjar upplýsingar um innihald úrgangs frá stálbræðslunni í Hafnarfirði Stærsta PCB-mengunarslys landsins? Sú endalausa bibstaöa, sem rekstur íslensku stálverksmibj- unnar í Hafnar- firði er í, hefur hættulegar auka- verkanir. Mengun frá athafnasvæb- inu er mikil og augljós, auk þess sem margt bendir til ab þarna blundi tímasprengja sem gæti leitt til stærsta PCB- mengunarslyss á landinu. Undanfarið hafa birst fféttir af því á Stöð 2 að hættulegt ryk sé geymt við verksmiðjuna en áður hafði verið bent á það hér í PRESSUNNI. Það var eitt af fyrstu embættisverkum núverandi umhverfisráðherra, össurar Skarphéðinssonar, að mæta á staðinn og lýsti hann yfir hneykslun sinni. Hefur hann óskað eftir skýrslu frá Hollustuvernd ríkisins sem, samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu, hann fær væntanlega í hend- urnar nú um helgina. Það sem um er að ræða í þessu tilviki er geymsla á um hundrað tonnum af ryki á opnu svæði, en rykið inni- heldur þungmálma eins og blý, sink, arsenik og kadm- íum. Er augljóst að það hefúr blandast rigningarvatni og runnið út í jarðveginn. Fróð- legt er að sjá ummæli Sveins Magnússonar, starfsmanns Furu, sem nú rekur brota- járnsvinnslu á svæðinu. 1 DV segir hann að nú sé verið „.. .að leita upplýsinga erlend- is ffá um hvemig eigi að koma efni af þessu tagi fyrir með varanlegum hætti“. Þetta kemur ankannalega út þegar horft er til þess að nú em tæp- lega tvö ár síðan verksmiðjan fékk starfsleyfi, þar sem auð- vitað var tekið á þessum mál- um. Þess má geta að ekki hafa fengist ákveðin svör um effir hvaða starfsleyfi verksmiðjan vinnur í dag, en líklega er það þó samkvæmt þessu gamla leyfi. í raun er ekki hægt að líta á ástandið við verksmiðjuna nú öðruvísi en í samhengi við hvemig til hennar var stofnað á sínum tíma. Eins og áður hefúr verið rakið hér í PRESS- UNNI virðist aldrei hafa verið ædunin að standa að eðlileg- um rekstri í verksmiðjunni. Þess vegna var allur kostnaður vegna mengunarvarna talinn tapaður peningur. Blaðið hef- ur staðfestar upplýsingar um að mengunarbúnaður, sem átti að setja upp, hafi aldrei komið til landsins. Starfsleyfiö undimtaö af Eiöi en aldrei faríö eftir því Þann 12. ágúst árið 1991 undirritaði Eiður Guðnason, þáverandi umhverfisráðherra, starfsleyfi fýrir íslenska stálfé- lagið hf. Starfsleyfið var upp á fimm síður og laut að mót- töku, geymslu og vinnslu brotamálma á Markhellu 4 í Hafnarfirði. Er skemmst frá því að segja að þá níu mánuði sem verk- smiðjan var starfrækt var nán- ast aldrei farið eftir því sem í starfsleyfinu stóð. Að sögn Geoffs Crowley, framleiðslu- stjóra verksmiðjunnar, vissi hann ekki fyrr en nýlega um ákvæði í starfsleyfinu eins og að taka ryksýni tvisvar á dag, sem að sjálfsögðu var aldrei gert! Einnig átti að halda ná- kvæmar dagbækur um allar aukaafúrðir og úrgang sem til félli á svæðinu. Ekki er vitað til þess að það hafi verið gert. Þetta starfsleyfi hefur því reynst marklaust plagg og mat Crowley það svo að 44 ákvæði þess (af 46) hefðu verið brotin frá upphafi. Hugsanlegt að um eitt tonn af PCB hafi runniö niöur Enn annað og alvarlegra gæti hafa gerst þarna. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að gera verður ráð fyrir ákveðnu magni af efúinu PCB í brota- járnsúrgangi. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu frá Evrópubandalaginu frá í júní í fyrra, sem Qallar um brotajárnsframleiðslu. Úr- gangur frá unnu brotajámi er um 30 prósent af því sem fer í tætara. Þetta er alþjóðlega við- urkennt meðaltal. Samkvæmt skýrslunni má ætla að í þessum tætaraúr- gangi sé frá 190 milligrömm- um af PCB í kílói af úrgangi upp í 590 milligrömm á kg. Þessi úrgangur er því skil- greindur sem hættulegur í flestum Evrópubandalags- löndum. Enginn veit almennilega hvað mikill tætaraúrgangur er við svæðið, en skotið hefur verið á að hann sé á mílli 4.000 og 5.000 tonn, sem skellt hafi verið út í hraunið eins og kemur ffarn á kortinu. Ef það er rétt þá gæti í honum verið um eitt tonn af PCB og þá er miðað við lágmarkið. Auðvitað er um að ræða ágiskanir, en þetta hefúr verið borið undir nokkra aðila sem þekkja til málsins og telja þeir þetta ekki ólíklega tölu. Birgir Þórðarson, fyrrverandi starfs- maður Hollustuverndar og núverandi starfsmaður hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, taldi þó að hlutfall iðnaðarúr- gangs erlendis væri hærra, sem gæti haft einhver áhrif í þá veru að PCB væri minna hér. En ef þetta er rétt þá væri um að ræða eitt stærsta tilvik PCB-losunar hér á landi. Undanfarin ár hefur verið í gangi athugun á meintri PCB- mengun frá athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn, en eftir því sem komist verður næst var þar í mesta lagi um að ræða einhver hundruð kílóaafPCB. Þess má reyndar geta að í starfsleyfi verksmiðjunnar var gert ráð fýrir að gengið yrði úr skugga um að allir rafspennar, þéttar og rofar sem verksmiðj- an móttekur innihéldu ekki PCB, en þá var ekki horft til PCB-smitunar í úrgangi. Rétt er að benda á að óvíst er að PCB hafi lekið niður í grunn- vatn sem tekið er til neyslu og ef svo væri myndi útþynning þess líklega vera mikil. Svíarnir héldu því fram aö efnaúrgangur væri heppileg uppfyll- ing undir groöuri Eins og áður segir er lausn mengunarmála í samræmi við annað varðandi þessa verk- smiðju. Þess má geta að í um- sókn Björns Halleniusar, stjórnarformanns Ipasco sem átti ÍS, um starfsleyfi kemur margt einkennilegt í ljós. Hann segir þar meðal annars, og er þá að tala um úrgang frá tætara: „Þetta efni er oft notað til uppfýllingar og eftir að það hefur verið þakið með jarð- vegi reynist það mjög næring- arríkt land með trjám og gróðri.“ Alfred A. Nijkerk, forseti sambands brotajárns- framleiðenda í Hollandi, fjall- aði um þetta sem sérfræðing- ur og gerði sérstaka athuga- semd við þessa staðhæfingu Halleniusar um leið og hann benti á hversu fáránleg full- yrðingin væri. Hann sagði að um væri að ræða efni sem tal- ið væri til efnaúrgangs (chem- ical waste) í flestum Evrópu- bandalagslöndum. Ekki er ljóst hvað varð um þessa skýrslu Nijkerks né hver bað um hana; hana dagaði ein- faldlega uppi í umræðunni þar til hún fannst í gögnum þrotabúsins. í fýrrasumar fóru fram bréfaskipti milli starfsmanna Hollustuverndar og Heil- brigðiseftirlits Hafnarfjarðar og bústjóra. Þar gerðu starfs- mennirnir athugasemdir við fjölmörg atriði. Upplýsingar um þetta voru sendar í um- hverfisráðuneytið, sem virðist síðan ekkert hafa gert með þær í um það bil ár.________ Sigurður Már Jónsson Sorp er verkefni ekki vandamál! Meö samstarfi og samnýtingu þekkingar og reynslu náum viö árangri S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Stærsta samstarfsverkefni sveitarfélaga á islandi ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fær skýrslu frá Hollustuvernd um málið um næstu helgi. Hvað gerir PCB? PCB-efni (poiychlorinate biphenyls) hafa veriö notuö um árabil vegna eiginleika þeirra, svo sem hitastigsstöðugleika, Iftilla tæringaráhrifa og góöra smureiginleika. Þau eru mikið notuö til einangrunar og kælingar. PCB er til dæmís notað sem kæli- og einangrunarvökvi í rafþétta og spennubreyta; í varmaskipti; í oiíur fyrir vökvadælur og sem mýki- og ieysiefni í málningu, lím, plast og fleira. Sökum eiginleika sinna tíl aö festast við slétta fleti, t.d. gler og málm, eru ýmis PCB-efni notuð sem tæringarvörn. En framangreindir eiginleikar útskýra einnig hættuna við PCB. Niðurbrot efnanna af vöidum baktería eða annarra lífvera er mjög hægfara. Sökum þess er viðstaða þeirra í umhverfinu (svo sem í jarðvegí, vatni og sjó) mjög löng og þau eyðast seint. Þá get- ur PCB fundist sem mengun í sjó. PCB leysist upp í fitu en ekki vatni. Það þýðir að efnin geta safnast fyrir og geymst í fituvefjum ýmissa lífvera og þar með í fæðukeöj- unni. Mörg dæmi eru um að PCB-efni hafi valdið miklu heilsutjóni. Þekkt er svokölluö „Yusho-veiki“, þar sem húðin dökknar, varir og nasir verða brúnar og fram koma út- brot og kláði, taugaverkir, sjón- og heyrnartruflanír ásamt almennri vanlíðan. Talið var aö þarna hefði aðeins þurft hálft gramm af efninu til aö valda varanlegu heilsu- tjóni. Þá er PCB talið krabbameinsvaldandi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.